Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
11
Utlönd
Drápsaöferðir Norömanna á hreöium gagnrýndar:
Dauðastríðið
tók hálftíma
GroHarlemskil-
urorðnotkun
ráðfiteiTasítts
Gro Harlem
Brundtíand,
forsætísráö-
herra Noregs,
viil ekki gagn-
rýna Thor-
björn Berntsen
umhverfisráö-
herra fyrir aö
hafa kallaó breskan kollega sinn,
John Gummer, drullusokk á
kosningafundi á mánudag.
Hun segir skiljanlegt að Bernt-
sen hafiigrjpið fil þessa prðs {æg-
ar maöur þekki samstölin sem
hafi fariö milli hans og Gummers.
„Það þýöir ekki að visa norsk-
um umhverfisráðherra frá sér á
hrokafullan háttþegar hann fjall-
ar um þá þýðingu sem það hefur
að draga úr súru regni," sagði
Gro Hariem. BernLsen ræddi
máliö við Gummer í Nevv York
fyrr á árinu.
Votviðriðslekk-
skoskra lunda
Umhverfisvemdarsinnar for-
dæmdu aðferðir Norðmanna við að
drepa hvali í gær eftir að fréttir bár-
ust um að minnsta kosti tvö dýr-
anna, sem vom veidd í ár, lifðu í
hálftíma eftir að sprengiskutullinn
hæfði þau.
„Þetta staðfestir að það er engin
ásættanleg aðferð til við að drepa
hvali. Það ætti að stöðva hvalveið-
ar,“ sagði Káre Elgmork, prófessor í
dýrafræði við Óslóarháskóla. Hann
sagði að hvalveiðar brytu norsk lög
um mannúðlega meðferð dýra.
Jan Henry Olsen sjávarútvegsráð-
herra sagði að hann mundi leita leiða
til að stytta enn frekar þann tíma sem
það tekur að drepa dýrin. Sá tími
hefur þegar verið styttur um helming
frá því um miðjan síðasta áratug.
Flestir hvalir drepast samstundis eða
innan nokkurra sekúndna.
„Markmiðið er að sem flestir hvalir
Aflífunartimi hvala hefur verið mikiö
styttur undanfarin ár.
drepist samstundis. Það verða alltaf
einhverjir sem lifa lengur,“ sagði
Lars Wallöe, prófessor í líffræði við
háskólann í Ósló, sem er að taka
saman skýrslu um veiðamar í ár.
Reuter
Listræn ormaæta
Skoskir þingmenn hafa lýst hneykslan sinni á því sem þeir kalla viðbjóð
en ekki list á Edinborgarhátíðinni sem nú stendur sem hæst. Þar var m.a.
boðið upp á sýningu þar sem maður át lifandi orma og stóð fyrir pyndingum
á sviðinu. Simamynd Reuter
Mikil deyflí hefur verið í kynHfi
skoskra lunda vegna óvenjumik-
illa rigninga þar í landi í sumar.
Dýrafræðingar segja að hætta
steðji að; túngunarmynstri fugl-
anna.
Regnið hefur hrakið fugla suð-
ur í leit að betra veðri og spáð er
að varpið bregöist í einni stærstu
lundanýlendu Bretlands á
óbyggðum eyjum milli eyjanná
Skye og Iævvis.
í venjujegu árferði koma um
100 þúsund lundar í varplendið á
ári hverju og um 30 þúsund ungar
skríða úr eggi en nú er spáð að
þeir verði aðeins fjögur þúsund.
Ferðamennum-
fiiverfis Græn-
iandáísbrjóti
Á annað hundrað vel stæðir
bandarískir ferðamenn era nú
komnir um borð í rússneska ís-
bijótinn Kapitan Khlebníkov og
ætla að sigla með honum um-
hverfis Grærtland. Feröamenn-
imir stigu um borð í Syðri
Straumfirði á þriðjudag.
Bandarísku ferðamennimir
hafa borgaö um hálfa aöra núúj-
ón íslenskra króna fyrir sigling-
una, auk flugmiðans.
Grænlenska heimastjórnin er
andvíg siglingu skipsins þar sem
hún óttast aö umhverfið i og viö
stærsta fólkvang heimsins á
Norðaustur-Grænlandi muni
spillast. : ■
Fyrrumeigandi
OaklandTribune
Robert May-
nard, fytTum
eigandi banda-
riska dagblaðs-
ins Oakland
'I’ribune og
fyrsti blökku-
maðurinu
vestra til aö
eiga utbreitt dagblað, er látinn
eftir langa baráttu við krabba-
mein. Hann var 56 ára.
„Hann var einhver hugrakk-
astl, gáfaðasti og besti blaðamað-
ur sem ég hef nokkurn tima
kynnst. Hann var mjög örlátur
maöur og á margan hátt á undan
sinni samtíö," sagði Erie Newton,
fyrrum ritstjóri blaösins, þegar
hann skýröi írá andláti Mayn-
ards.
OakJand Tribune vann til
margra verðlauna undir stjóm
Maynards. NTB,K!tzau,Beuter
Stórútsölu-
markaður
Hinn eini sanni
Faxafeni 10, í húsi Framtíðarinnar
* Ótrúlegt verð og vörugæði
* Nýjar vörur
* 25-30 söluaðilar
Opið:
mánudaga til föstudaga frá kl. 13-18
laugardaga frá kl. 10-16
sunnudaga frá kl. 13-16