Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Qupperneq 4
Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
DV
Halldóri Blöndal ætlað að skera útgjöldin niður um 700 miHjónir:
Deilt um túlkun á
búvörusamningnum
- gæti kostað ríkið á annað hundrað miiljónir, segir Sighvatur Björgvinsson
„Ágreiningurinn snýst um það
hvemig beri að túlka undanþágu-
ákvæði í búvörusamningnum. Með-
an samningnum er ekki sagt upp eða
honum breytt, þá verður aö með-
höndla hann eins og hann gefur til-
efni til,“ segir Sighvatur Björgvins-
son, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Eins og DV greindi frá í gær hefur
risið upp ágreiningur milli stjórnar-
liða um framkvæmd búvörusamn-
ings í tengslum við fjárlagagerðina,
en að sögn Sighvats ættu beingreiösl-
ur til sauöfjárbænda að lækka um á
annað hundrað milljónir á næsta ári
vegna minnkandi sölu á kindakjöti.
Af hálfu landbúnaðarráðherra er
hins vegar vilji til að nýta undan-
þáguákvæði í samningnum sem
fresta myndi hluta lækkunarinnar í
tvö ár. í fjármálaráðuneytinu er
stuðningur við þetta en í viðskipta-
ráðuneytinu eru menn andvígir hug-
myndinni.
Að sögn Sighvats hefur hann lýst
andstöðu sinni yfir við fiármálaráð-
herra en ekki rætt málið beint við
landbúnaðarráðherra. Sighvatur
segist leggja mikla áherslu á að stað-
ið verði við búvörusamninginn
þannig að allir fái notið þess ávinn-
ings sem hann gefi.
Sighvatur segjr ekki ágreining
milli sín og landbúnaðarráðherra
varðandi niðurskurð í tengslum við
ramma fjárlaga næsta árs. Þannig
hafi landbúnaðarráðherra gert til-
lögu um aö skera niður landbúnaðar-
útgjöld næsta árs um 700 miUjónir
eins og honum hafi verið falið.
„Menn eru hins vegar að tala um
hvort rétt sé að gera meira. Um það
eru skiptar skoðanir. Búvörusamn-
ingurinn gefur okkur mikinn spam-
að þegar á næsta ári en það er spum-
ing hversu mikill hann á að vera.
Menn em að skoða það hvemig eigi
að skoða búvörusamninginn.“
-kaa
Þegar veðrið er sem best á Seyðisfirði er ekki óvanalegt að ungir menn bæjarins finni hjá sér löngun til þess
að stunda útivist. Einn nýliðinn ágústdag fóru nokkrir ungir menn aö stunda seyðfirskt brúarstökk með ýmsum
tilfæringum. Þessi fþrótt er mun eldri en teygjustökkið enda menn frjálsir ferða sinna eftir stökkið og þurfa að
sjálfsögöu að taka sundsprett til þess að komast i mark. DV-mynd Pétur Kristjánsson, Seyðisfirði
Trilla sökk á Höfn
Trilla sökk í höfninni á Höfh í
Homafirði í fyrrinótt.
Vatn rann úr slöngu í bátinn og
eftir einhvem tíma fylltist hann af
vatni og sökk.
Eigandi bátsins kom að honum á
kafi í gærmorgun þegar hann hugð-
ist fara á sjó og var slökkvilið fengið
til að dæla sjónum úr bátnum þar
sem hann hékk á landfestunum í
bryggjunni og í öðrum báti.
Töluverðar skemmdir urðu á
tækjabúnaði í bátnum.
-pp
Brotist inn í Ríkið
Brotist var inn í verslun ÁTVR í
Ólafsvík og stolið þaðan 15 flöskum
af vodka. Nokkrar skemmdir voru
unnar á húsnæðinu.
Innbrotið uppgötvaðist á mánu-
dagsmorgun og vom nokkrir aðilar
granaðir um innbrotið en sá granur
reyndist ekki á rökum reistur og er
málið enn í rannsókn.
Bamafataverslun er í sama hús-
næði og áfengisverslunin en engu
var stolið þaðan. -pp
Fiskleysi mánuðum saman
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Þaö fæst varla branda úr sjó hér í
Árneshreppi og þannig hefiir það
verið í nær allt sumar - fiskleysi
mánuðum saman.
Sjómenn róa þó þegar gefur og
mánudaginn 23. ágúst var hæsta
trillan, Ingólfur Pétursson ST 75,
með 700 kíló af blönduðum fiski. Eig-
endur hennar era Finnbogastaöa-
frændur en skipstjóri Eggert
Melsted.
H venær segja þeir satt?
Tveir af virtustu og áhrifamestu
stjómmálamönnum landsins hafa
á undanfómum dögum skipst á
skoðunum í ritdeilu í Morgunblað-
inu. Ágreiningsefni þeirra er ekki
um hallann á ríkissjóði, ekki um
veiðamar í Barentshafi, ekki um
nýtt sjúkratryggingargjald eða at-
vinnuleysi eða minnkandi þjóðar-
tekjur eða önnur slík smámál sem
herja á þjóðina um þessar mundir.
Nei, ágreiningur þeirra snýst um
miklu alvarlegri og nærtækari
vandamál. Hann snýst um það
hvor þeirra segi satt, eða þá yfir-
leitt hvort annar hvor eða báðir
geti yfirleitt sagt satt. Ólafur Ragn-
ar hefur haldiö því fram að Sig-
hvatur geti aldrei sagt satt. Sig-
hvatur bætir um betur í síðustu
grein sinni með því að halda því
fram íjórum sinnum á einni síðu
að Ólafur Ragnar geti ekki sagt
satt.
Almenningur fylgist að sjálf-
sögðu spenntur með þessum
skylmingum kappanna enda mikið
í húfi. Það er auðvitað nauðsynlegt
aö fá úr því skorið hvort annar
hvor eða báðir geti sagt satt, þó
ekki væri nema stundum, og engir
era færari um það en þeir sjálfir
að segja til um það. Fyrir utan það
hvað þeir báöir þekkja sjálfan sig
og heiðarleika sinn út í hörgul, era
þeir nauöakunnugir, Sighvatur og
Ólafur Ragnar. Báðir eru fæddir
fyrir vestan og hafa báðir starfað
náið saman í stjómmálum, þannig
að þeir eru manna hæfastir til að
dæma um það hvort hinn geti sagt
satt.
Þetta deiluefni er af litlum og
frekar ómerkilegum toga, vegna
þess að deilt er um það hvort Sig-
hvatur hafi ráðið Þorkel Helgason
sem ráðuneytisstjóra í blóra við lög
og þvert gegn almennri og viður-
kenndri reglu. Þær deilur hafa aft-
ur snúist upp í það hvort Þorkell
sé vinur Sighvats eða nógu mikill
vinur Sighvats og hvort skipa megi
hann sem ráðuneytisstjóra með
hliðsjón af því hvort Þorkell sé vin-
ur Sighvats eða ekki.
í framhaldi af þessari lærðu deilu
hafa þeir Ólafur Ragnar og Sig-
hvatur síðan þráttað um það hvort
Ólafur hafi gegnt störfum í Háskó-
lanum og hvort hann hafi veriö í
launalausu leyfi frá prófessorstöðu
sinni í fimm ár eöa níu ár.
Þetta er alls ekki komið á hreint
sem er skiljanlegt ef hvoragur get-
ur sagt satt og svo virðist sem Sig-
hvatur viti betur um það en Ólafur
sjálfur, hversu lengi sá síðamefndi
hafi verið í launalausu leyfi. Eða
þá Ólafur talar gegn sinni betri vit-
und sem sannar að hann kunni
ekki að segja satt. Hitt er annað að
Ólafur hefur sýnt fram á að Sig-
hvatur eigi í erfiðleikum með sann-
leikann og ef um það er að ræða
fyrir Sighvat að segja satt eða segja
ekki satt taki hann þann kostinn
að segja ekki satt. Það sannar hins
vegar ekkert um það hvort Ólafur
segi satt, þótt Sighvatur segi ekki
satt, því Sighvatur segir aö Ólafur
segi ekki satt um það að hann geti
ekki sagt satt, meðan Ólafur ber
það upp á Sighvat að hann segi
ekki satt um það að hann geti ekki
sagt satt sem þýðir að Sighvatur
segir ekki satt um það að Ólafur
geti ekki sagt satt, vegna þess að
Sighvatur getur ekki sagt satt og
Ólafur getur ekki sagt satt til um
það hvort hann segi satt.
Þessi deila er orðin svo hörð að
aðrir aðilar úti í bæ era fengnir til
að votta um það að málsaðilar segi
satt og þannig gaf félagsvísinda-
deild út yfirlýsingu um daginn að
Ólafur hefði farið að réttum regl-
um, sem bendir til að utanaðakom-
andi aðilar telji það frásagnarvert
að annar hvor þeirra Sighvats eða
Ólafs fari að reglum!
Þá má og geta þess að Bjöm
Bjamason alþingismaður hefur
jáfnframt sent frá sér yfirlýsingu
um að hans nafn hafi að ósekju
verið dregið inn í þessa umræðu.
Þetta er fífldirfska fijá Birni, vegna
þess að nú mun sama umræða hefj-
ast um það hvort Bjöm segi satt
um það sem þeir Sighvatur og Ólaf-
ur segja ósatt.
Eftir síðustu grein Sighvats bíður
maður spenntm- eftir því aö Ólafur
svari ásökununum og hverjum á
maður að trúa, ef hvoragur getur
sagt satt? Málið er nefnilega það
að ef hvoragur getur sagt satt til
um það hvort hinn segi satt eða
ekki, getur maður heldur ekki tek-
iö það trúanlegt að sá sem segir að
hinn geti ekki sagt satt, sé að segja
satt.
Dagfari