Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
Stuttar fréttir
Yfirmenn
hersveita mús- * jtíL
líma sem halda uppi vömum í
bænum Mostar
og yfirmenn w V V
ata sem sitja um bœinn féllust í
gær á að sklptast á líkum fallinna
hermanna.
Maturtil Mostar
Bandarískar herflugvélar hafa
kastað mat niður til sveltandi
íbúa Mostar.
EBerfiður biti
Thomas Klestil, forseti Aust-
urræikis, segir að það gæti reynst
stjórnum Austurríkis og Svíþjóð-
ar erfitt að sannfæra kjósendur
ura ágæti Evrópubandalagsins.
Sendimenn flýja írak
Tveir íraskir sendiherrar sem
leituöu hælis í Bretlandi hétu því
að starfa með utlægum stjórnar-
andstæðingum aö því að steypa
Saddam Hussein af stóli.
Sambandslaust geimfar
Bandansk
geimflaug sem
á að rannsaka
reikistjörnuna
Mars hafði
ekki samband
við jörðu eins
og hún átti að gera eftir aö hún
fór á braut umhverfis rauðu
plánetuna.
Kína refsað
Bandarísk stjórnvöld eru aö
undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína
fyrir meintan útflutning á háþró-
aöri tækni til tlugskeytagerðar til
Pakistans í trássi við bann
Bandaríkjaþings.
KosiðíKanada
Kim Carapbell, forsætisráð-
herra Kanada, mun að öllum iík-
indum boöa tii kosninga í októb-
er.
Afléttið refsiaðgerðum
Robert Malval, nýstaöfestur
forsætisráðherra Haiti, sagði að
þjóðir henns ættu að aflétta við-
skiptabanni á Haiti um leið og
stjóm hans tekur viö völdum.
Ekkiúr böndunum
Litháar og Rússar ætla ekkí að
láta deilu um brottflutning rúss-
neskra hersveita trá Eystrasalts-
löndunum veröa að neinu stór-
máli.
JeHsíníPðllandi
Boris Jeltsín Rússlandsforseti
ræddi við Lech Walesa Póllands-
forseta í gær og reyndu þeír að
grafa gömul deilumál.
Hydrofær verðlaun
Norska stór-
fyrirtækið
Hydro hefur
fengið um-
hverfisverð-
laun Noregs í
árfyrirfrágang
á
álbræðslu fyrirtækisins í
Karmöy. Var sjómendum Norsk
Hydro veitt stytta til varðveislu
af þessu tilefni.
Hæðstaðkrötunum
Kaci Kulman Five, formaður
noreka hægritlokksíns, segir að
kratar reki kosningabaráttuna i
landinu eins og glæpaforinginn
Olsen í frægum dönskum kvik-
myndum. „Eg hef skipulagt allt.
Treystið mér strákar,“ sagði Ols-
en áður en allt fór í vaskinn og
Five segir að kratar fari eins aö.
Reuter, NTB
Utlönd
íslendingar í mót-
sögn við sjálfa sig
- sagði Johan Jörgen Holst, utanríkisráðherra Noregs, eftir fundinn í gær
Gunnar Blandal, DV, Ósló:
„íslendingar eru komnir í mótsögn
við sjálfa sig. Þeir fallast ekki lengur
á grundvallaratriðin um veiðar á
úthöfunum sem þeir hafa barist fyrir
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,"
sagði Johan Jörgen Holst, utanríkis-
ráðherra Noregs, í samtali við Aften-
posten eftir að slitnaði upp úr við-
ræðum íslendinga og Norðmanna
um veiðar í Smugunni margfrægu.
Holst sagði að sér þætti leitt hvern-
ig fór með viðræðurnar en ekkert sé
við því að gera því íslendingar hafi
Johan Jörgen Holst utanríkisráð-
herra Noregs.
alls engan rétt til veiða í Barentshafi
og því sé engin ástæða til að semja
við þá. Holst sagðist vona að náttúr-
an sjálf leysti þetta mál. Veiði væri
svo lítil í Smugunni að sókn á miðin
væri sjálíhætt.
Viðræðunum, sem haldnar voru í
norska sendiráðinu í Stokkhólmi,
lauk síðdegis í gær. Niðurstaðan var
að hafna kröfum íslendinga um
kvóta með þeim orðum að þeir ættu
engan hefðbundinn rétt á svæðinu.
Af hálfu íslands voru á fundinum
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra og Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra auk embættis-
manna. Frá Noregi komu Jan Henry
T. Olsen sjávarútvegsráðherra og
Holst utanríkisráðherra.
Talsmenn útgerðarmanna og sjó-
manna hér í Noregi hafa tekið í sama
streng og Holst og segja að vissulega
sé leitt að íslendingar og Norðmenn
geti ekki lengur talað saman en við
því sé ekkert að gera. íslendingar
hafi ætlað sér að fá kvóta við Noreg
með frekju. Sjálfsagt sé að standa
fast gegn því, sérstaklega þegar haft
er í huga að um viðkvæmar uppeldis-
stöðvar þorsks er að ræða.
Leikarinn Burt Reynolds hefur skorað á eiginkonu sina, Loni Anderson, að fara í lygapróf og svara þá spurningum
um hvort þeirra hafi byrjað á framhjáhaldi. Þau hjón eru nú að skilja eftir að ósætti kom upp milli þeirra. Loni segir
að Burt hafi verið einum of fjöllyndur en hann sakar hana um að hafa byrjað á framhjáhaldinu. Simamynd Reuter
JónBaldvin:
Þorskastríð
hentar Norð-
mönnumvel
fyrir kosningar
Gunnar Blöndal, DV, Ósló:
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra segir að þorska-
stríð henti Norðmönnum vel nú
þegar tvær vikur eru til kosn-
inga. í viðtali við Aftenposten í
morgun segir hann að komandi
þingkosningar í Noregi hafi vald-
ið mestu um að upp úr viðræðum
um veiðar í Smugunni slitnaði í
gær.
Hér í Noregi
hafamennekk-
ert viljað segja
um þessa skýr-
ingu og blöðin
hafa ekki tekið
hana upp.
Kosningarnar
eru yfirleitt
ekki nefndar í sambandi við deil-
una við íslendinga um veiðarnar
í Smugunni. Jón Baldvin er hins
vegar sannfærður um að ósemj-
andi hafi verið vegna kosning-
anna, sem haldnar verða þann 13.
september.
Jón Baldvin sagði að næsta
skref hjá íslendingum væri að
kanna réttarstöðu sína í málinu.
Hann sagði að Norðmenn hefðu
aðeins stuðning Finna viö stefnu
sína í hafréttarmálum. Aðrar
þjóðir viðurkenndu ekki yfirráð
þeirra á opnu hafi úti fyrir
ströndum landsins.
Gíslatökumálin í Nicaragua:
Kontraliðar slepptu 11 föngum
Hægrisinnaðir kontraskæruliðar,
sem höfðu sextán embættismenn rík-
isstjórnar Nicaragua og stjórnmála-
menn í haldi nærri bænum Quilali í
norðurhluta landsins, létu ellefu
gísla sína lausa snemma í morgun,
að sögn fulltrúa Samtaka Ameríku-
ríkja, OAS.
„Þeir eru lausir," sagði Marco
Tulio Boassa, sendimaður OAS.
Vinstrisinnaðir byssumenn, sem
halda varaforseta Nicaragua og fjórt-
án öðrum íhaldssömum stjórnmála-
mönnum í gíslingu, hafa fallist á að
láta ellefu af gíslum sínum lausa, að
því er útvarpsstöðin Ya í Nicaragua
Vinstrimenn slepptu Eliseo Munez
Úr haldi í gær. Simamynd Reuter
sagði í morgun.
Fréttamaður útvarpsstöðvarinnar,
sem er inni í byggingunni þar sem
gíslarnir eru í haldi, hafði það eftir
leiðtoga vígamannanna aö þeir
myndu gera eins og fyrrum kontra-
liðamir sem höfðu tilkynnt um ætl-
un sína að láta eilefu menn lausa.
Vinstrisinnuðu byssumennirnir
tóku þrjá fréttamenn til fanga í gær
á sama tíma og erkibiskupinn í
Managua, höfuðborg Nicaragua,
settist niður með kontraskæruliðun-
um til að reyna að binda enda á gísla-
tökurnar sem hafa staðið yfir í fjóra
daga.
Þrír fréttamenn sögðu að þeim
hefði verið meinað að yfirgefa bygg-
inguna í Managua þar sem byssu-
mennirnir hafa haldið varaforsetan-
um og hinum stjómmálamönnunum
frá því á föstudag.
Þeir höföu farið inn í höfuðstöðvar
stjómarandstöðubandalagsins,
UNO, fyrr um daginn með leyfi
byssumannanna.
Leiðtogi byssumannanna sagði
fréttamönnunum síðar að hver sem
vildi mætti yfirgefa bygginguna.
Reuter