Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Qupperneq 12
12 Spurningin Hvað eiga íslendingar að gera i Barentshafsdeilunni? (Spurt við höfnina á ísafirði) Birkir Jóhannesson: Veiða. Það kem- ur ekki til greina að lúffa fyrir Norð- mönnum en við megum semja við þá. Magnús Haraldsson: Ég vil ekki tjá mig um þetta mál. Bjarni Magnússon: Mér er alveg sama. Bjarni Garðarsson: Bara veiða þar. Halldór Hermannsson: Við eigum að veiða þama áfram og reyna að semja við Norðmenn. Jón Marteinn Guðríðarson: Halda að okkur höndum meðan verið er að komast að einhveiju samkomulagi. Lesendur íþróttahreyfing á villigötum Lokar íþróttahreyfingin augunum fyrir atvinnumennsku í íþróttum? 2647r0870 skrifar: Það er árviss atburður að ijölmiðl- ar hér flytji fréttir af því að þessi eða hinn íþróttamaðurinn sé á förum til eins eða annars íþróttafélags. Samn- ingaviðræður standi yfir eða samn- ingar hafl tekist og búið sé að skrifa undir. En um hvað er samið, og hvað er það sem verið er að skrifa undir? Þetta samningamakk á sér aðallega stað í þremur íþróttagreinum; knatt- spymu, handknattleik og körfu- boltaleik. Ég leyfi mér að fullyrða að lög um áhugamennsku í íþróttum eru þverbrotin í þeim samningum sem gerðir em, að ekki sé nú talað um allt sem lýtur að skattalögum og þess háttar atriðum. Það er nefnilega verið að semja um háar peningaupp- hæðir, sem þessir íþróttamenn fá í vasann, og þess er vandlega gætt að ganga þannig frá samningum að skattayfirvöld komist ekki í þá. Þetta gerist hér á landi, þar sem atvinnumennska í íþróttum er ekki viðurkennd, en íþróttahreyfingin jafnt sem aðrir loka augunum. Og hverjar em svo afleiðingamar? Jú, félögin sem taka þátt í þessum hrunadansi ramba á barmi gjald- þrots því að kröfur leikmanna eru orðnar þeim ofviða. Meðaiskussar í þessum íþrótta- greinum era farnir að iðka það að ganga á milli forráðamanna félag- anna og falbjóða sig gegn gjaldi. Sumt af því sem þar er í boði er beinlínis hlægilegt. Oft er þó orðið við kröfun- um. Þá eru dæmi um að menn hætti við allt og noti það sem þeir gátu samið um sem beitu á það félag sem þeir þóttust ætla að ganga úr. Einn ónefndur leikmaður hefur t.d. leikið þennan leik þrjú ár í röð. - Og fleiri hafa stundað þetta. Á sama tíma stefna deildir íþrótta- félaganna í gjaldþrot. Stjórnarmenn ganga í persónulegar ábyrgðir fyrir lánum sem tekin eru til að fjármagna þessa vitleysu, og reyndar fást sífellt færri menn til þeirra starfa. Ástæða þess að kvabbi leikmanna, jafnt meðalskussa sem annarra, er sinnt, er auðvitaö sú að kröfurnar um árangur verða alltaf meiri. Slakt gengi þýðir færri áhorfendur og minni peninga í kassann, og þannig eru menn komnir í vítahring sem þeir sjá enga leiö út úr. Á meðan þetta gerist og ástandið versnar stöð- ugt er skattalögreglan komin á fulla ferð á eftir íþróttafélögunum, en íþróttahreyfingin gerir lítið og lokar augunum fyrir þessari meinsemd. Félagsmálastofnun greiddi ekki kostnaðinn Gunnar Karl Jónsson skrifar: Ég er 75% öryrki og hafði fyrir um 3 ámm lagt inn umsókn um félags- legt húsnæði til leigu hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur. Fékk ég loks úthlutað leiguibúð að Síðumúla 21. Við afhendingu kom i ljós að íbúð- in var ekki í leiguhæfu ástandi eins og kveðið er á um í samningi. - Á baðherbergi var m.a. leki frá salerni, gólfdúkur morkinn og ljós á baðher- berginu var brotið og ónýtt. Hurð íbúðarinnar var brotin og gluggajám snúin sundur. Ég sendi strax skriflegar athuga- semdir til fulltrúa Félagsmálastofn- unar og óskaði eftir lagfæringum þá þegar. Svörin sem ég fékk frá stofn- uninni voru neikvæð og rökin þau að Félagsmálastofnun vildi ekki leggja í kostnað á húsnæði sem Reykjavíkurborg ætti ekki sjálf. En þess skal getið að Reykjavíkurborg framleigir þetta húsnæði áfram í gegnum Félagsmálastofnun til skjól- stæðinga stofnunarinnar. Ég tók því að mér lagfæringarnar. Gerði ég við áðurnefndar skemmdir og lagði inn nótur til húsnæðisdeild- ar Félagsmálastofnunar að verkinu loknu, vegna efniskostnaðar að upp- hæð 12-13 þús. kr. Vinnulauna krafð- ist ég ekki. Eftir að hafa talaö við fulltrúa í Félagsmálastofnun hinn 18. þ.m. fékk ég þau svör að ekki fengist greiddur hinni útlagði kostnaður. - Mér finnst þarna verið brotið á skjól- stæðingum Félagsmálastofnunar og réttur öryrkja enginn í málinu. í svari fulltrúa hjá húsnæðisdeild Félagsmálastofnunar kemur fram að Gunnari hafi verið bent á að tilkynna skemmdir á íbúðinni til húsvarðar sem hefði átt að sjá um lagfæringam- ar. Gunnar hafi hins vegar kosiö að fara aðra leið og krafist greiðslu fyr- ir útlagðan kostnað, en það sé ekki í samræmi við reglur sem um leigu- húsnæðið gilda. Atvinnumótmæli á Lækjartorgi Guðjón Sigurðsson skrifar: Þaö stóð ekki á atvinnumótmæl- endunum. Þessum sem alltaf rjúka til og boða til mótmælafundar þegar til landsins koma forsvarsmenn er- lendra ríkja sem ekki falla að smekk fyrrverandi kommúnista og and- stæðinga lýðræðisfyrirkomulags. Lögreglan sagði þá vera 302 sem hóp- uðust á Lækjartorg, Moggi sagði um fimm hundruö. Hvomm aðilanum skyldu landsmenn trúa? Mótmæla- spjöldin sögðu: Enginn friður án rétt- lætis, Hryðjuverkamenn ekki vel- komnir og annað í þessum dúr. - Allt til málstaðar réttlætisins! Einhveijir þingmenn stjómarand- stöðunnar mótmæltu líka. Sögðust ekki vilja borða með manni sem Sim- on Peres. Og einn þingmaöur Sjálf- stæðisflokks lét hafa sig til aö tala gegn meintu ofbeldi ísraelsmanna. - Sá er nú ekki banginn um áfram- haldandi þingmennsku! Hringiðísíma raillikl. 14 og 16-eðaskrifið Nafin ogsimanr. verður að fýlgja lirvfum Ríkisútvarpið gerði mikið úr mót- mælunum. Það átti víst von á mikl- um atburðum. En sem betur fer fóm þessi mótmæli og hin ímyndaða mannréttindabarátta einfaldlega í vaskinn. - Það var snilldarlega að orði komist hjá Davíð Oddssyni for- sætisráðherra er hann sagði að ávallt yæm hér einhverjir sem höguðu sér með óskiljanlegum hætti og engin ástæða væri til að misvirða heim- sóknir frá landi sem við stæðum í stjómmálasambandi við, jafnvel þótt stjórnarandstaðan hrykki af hjörun- um. Fullyrða má að „mannréttinda- baráttan" á Lækjartorgi hafi verið aum og ómarktæk á sama tíma og hörmungarnar í fyrrum ríkjum Júgóslavíu em í brennidepli og við íslendingar höfum ekki manndóm til að ákveða hvort við ætlum að leggja þar eitthvað af mörkum. - Þjóð sem lifir í allsnægtum. Auma og ómarktæka „mannréttindabaráttu" kallar bréfritari mótmælin á Lækjartorgi. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁC-UST 1993 Fjöldabréftil ísraelsþings Sigurður hringdi: Næsta skref í samskiptum ís- lands/ísraels ættu aö vera það aö búa til bréfhaus þar sem skorað er á ísraelsþing að hlutast til um að ísraelar láti af mannréttinda- brotum og manndrápum allt í kringum sig. Þetta form væri þannig úr garði gert að undir það mætti skrifa beint og frímerkja og senda síðan á heimilisfang ísraelsþings. Þetta form ætti sið- an að liggja frammi á opinberum stöðum, s.s. pósthúsum, bönkum og viðar. Þannig myndi bréfun- um rigna yfir þingheim ísraels líkt og hér rignir bréfum yfir for- sætisráðherra Islands frá þegn- um ísraelsríkis. Stöð2: Ltflegar fréttir en mikið umendurtekningar J.Þ. skrifar: Ég vil þakka Stöð 2 fyrir líflegri fréttaflutning og betri dagskrá en hjá RÚV. Það er þó eitt sem angr- ar mig og kannski fleiri, það eru endurtekningar fréttayfirlits. - Fyrst er fréttayfirlit kl. 19.19, þá kl. 19.30 og síðan fyrir auglýsing- ar og svo loks strax á eftir þeim. Þannig að ef einhver frétt er sögö í lok fréttatímans, þá er búið aö endurtaka yflrlitið fjórum sinn- um áður en kemur að sjálfri frétt- inni. Einnig er óþarfi að segja þrisvar sinnum í fréttatímanum frá veðrinu. Meiraenorðrómur um stjórnarsiK Guðjón skrifar: í lesendabréfi DV sl. mánudag er fjallaö um hugsanleg stjómar- slit. Ég var nú ekki beint trúaður á þessa spá. En þegar ég var að fletta blöðunum frá því í fyrri viku og las leiðara Alþýðublaðs- ins sá ég að þetta kynni að eiga við rök að styðjast. Þar er nefni- lega opinberuð óánægja krata og sagt að ríkisstjórnin þurfi að tak- ast á við vandann en hún hafi ekki pólitískt hugrekki til upp- stokkunar í ríkiskerfinu og um- sköpunar atvinnuveganna. - Kannski er ríkisstjórnin bara að springa eftir allt! Þeirgangastuppí kvikmyndun Jón Árnason hringdi: Ósköp er leiðinlegt að horfa upp á þættina sem Sjónvarpið sýnir þessa dagana. Ég á t.d. við þáttinn Slett úr klaufunum sem er hreint fáránlegur og heimskulegm- í alla staði. Eins eru þessi myndbönd með islenskum lújómsveitum, ef hljómsveitir á að kalla. Þanmg var eítt slíkt sl. fimmtudagskvöld með einliverju Rokkabillýbandi Reykjavíkur. Allt er þetta heimskulegt og fáránlegt. Gang- ast ungir menn með kvikmynda- vélar virkilega upp i svona fiflal- átum? Þessir menn halda líklega að það sé fínt að taka hreyfi- myndir af kynlegum um kvistum og fíflalátum? ÞakkirtilGuðrúnar Heigadóttur Jóhann Páll Símonarson hringdi: Ég þakka Guðrúnu Helgadóttur alþm. fyrir prýöilega kjallara- grein í DV hinn 17. ágúst sl. um sjómenn og atvinnuöryggi þeira sem verkalýðsforingjar verða nú að taka til alvarlegrar umhugs- unar. Jafnframt vil ég hvetja sjó- menn til að lesa þessa grein Guð- rúnar vel. Það kann nefnilega að koma að þvi aö við sjómönnum blasi ekki annað en varnarstaða ef fram heldur sem horfir. Sjó- mönnum finnst lika að fulltrúar þeirra á Alþingi hafi brugðist skyldum sínum við skjólstæðinga sína. Það er því gott að eiga skel- eggan málsvara eins og Guðrúnu Helgadóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.