Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 17 Fréttir Leikfangasmiðjan Aldan á Þingeyri framleiðir vörubílinn Dúa i nokkrum gerðum, brúðuvagninn Dú-dú og kúlu- spil fyrir innlendan markað. Leikföngin eru sterk og endingargóð og mjög vinsæl á leikskólum og barnaheimilum víða um land. Það voru nokkrir frumkvöðlar í Vestfirsku ölpunum sem hófu rekstur leikfangasmiðjunnar fyrir átta árum en smiðjan er nú komin í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga. DV-mynd GHS Óhemjuvlnsæl leikföng 1 framleiðslu á Þingeyri: Timbur- lagerútsala Allt að 30% afsl. af timbri í ýmsum stærðum þessa vikuna. Dæmi: Verð án afsl. 50x100 99,- 50x175 174,- 19x100 33,- 19x125 39,- 38x150 114,- 38x125 95,- 75x150 224,- 75x175 261,- Einnig úti- og gólfpanill á ótrúlegu verði. Nes-Pack Sími 627066 ■▼▼▼▼TTTVTTYTVTTTTTTTTTTTTTrTTTTTTTTB AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAÁAAAAAi Það borgar sig að vera áskrifandi! Áskriftarsíminn er 63 27 00 Gamaldags leik- föngeruhand- smíðuð á vetuma - að gamalli forskrift krakka á Dýrafirði Þegar keyrt er inn í þorpið á Þing- eyri vekur athygli gamalt lágreist verslunarhús á vinstri hönd en í gluggum hússins eru falleg íslensk tréleikföng í gamla stílnum. Þegar búðargluggamir eru skoðaðir nánar kemur í ljós að þama er Leikfanga- smiðjan Alda til húsa en hún fram- leiðir meðal annars vörubílinn Dúa og brúðuvagninn Dú-dú fyrir dag- heimili og leikskóla um allt land. „Nokkrir Þingeyringar byrjuðu með leikfangaframleiðsluna fyrir átta til tíu árum. Leikfangasmiðjan framleiðir nokkrar gerðir af vörubíl- um, brúðuvagn og kúluspil. Þetta eru sterk leikföng sem hafa notið óhemju vinsælda og er hægt að láta gera þau upp eða fá varahluti í þau þegar eitt- hvað bilar,“ segir Andrés Guð- mundsson, fulltrúi framkvæmda- . stjóra Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri. Kaupfélagið yfirtók rekstur Leik- fangasmiðjunnar fyrir nokkmm árum og segir Andrés að hlutirnir í leikföngin séu handsmíðaðir í ígrip- um á vetuma og leikföngin séu svo sett saman. Kaupfélagið sjái sér hag í því að setja starfsmenn í þessa framleiðslu þegar minna er að gera í öðm og því hafi það yfirtekið rekst- urinn. „Kristján Gunnarsson frá Hofi er sá sem teiknaði dýrfirska vörubílinn Dúa en frumkvöðlarnir að þessari framleiðslu eru nokkrir aðilar í Vestfirsku ölpunum. Meginþáttur- inn í framleiðslunni var í upphafi vörubíllinn Dúi en hann er stýran- legur og fjaörandi. Við hönnuðum leikföngin sjálfir en byggðum á göml- um merg. Krakkarnir hér smíðuðu og léku sér að svona leikföngum á sínum tíma,“ segir Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri en hann var einn af stofnendum Leikfangasmiðj- unnar Öldunnar á Þingeyri. -GHS Vörubíllinn Dúi er til í nokkrum út- gáfum og hannaður eins og bílarnir sem krakkarnir á Dýrafirði léku sér að í gamla daga. Hér sést starfs- maður Kaupfélagsins halda á einni gerð af Dúa-bilnum en Leikfanga- smiðjan framleiðir nokkrar gerðir. DV-mynd GHS SPREMGIDAGAR í SKÓMARKAÐI RR MIÐVIKUDAG - FÖSTUDAG Opið kl. 12.00 - 18.00 Verð sem þú getur ekki gengið framhjá Verð frá kr. 500,- SKOMARKAÐUR - RR SKEMMUVEGI 32 - SÍMI 75777 ATH.i Lokað vegna sumarleyfa frá 29/6 - 4/8 '92 Meiriháttar STOK-lTSilL\ Bjóðum ný HANKOOK sumardekk fyrir fólksbíla með 40% afslættl. Frábærir hjólbarðar - einstakt tækifæri Verðsýnishorn: 145R12 145R13 155R13 165R13 175/70R13 185/70R13 Kr. -3280- Kr. Kr. "3480— Kr. Kr. -3770 - Kr. Kr. -3950- Kr. Kr. 4-200 Kr. Kr. 4000 Kr. 1960 1990 2260 2370 2570 2790 175R14 185/70R14 205/70R14 165R15 185/65R15 185/60R14 Kr.Tf960— Kr. Kr."3tee~ Kr. Kr.~3350— Kr. Kr. 4690— Kr. Kr.-6290—Kr. Kr. *5860-- Kr. 2970 2990 3790 2690 3770 3490 Barðinn hf. Skútuvogi 2 - sími 683080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.