Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Side 28
poor TPfTO* ho grír> * ‘TT ivi'rmu
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1993
pp
32
Fréttir_________________________________________________________dv
Daufir markaðir fyrir loðnumjöl og lýsi:
Kaupendur f ylgjast með
þróun veiðanna hér
af okkur skipta yfir í aðrar olíur ef
verðið á lýsi hækkar of mikið,“ segir
Sólveig.
Loðnu- og lýsismarkaðurinn er
nokkurs konar uppboðsmarkaður
þar sem íslenskir framleiðendur eru
í raun í beinni samkeppni hver viö
annan ásamt því að vera í samkeppni
við erlenda framleiðendur. Notuð er
þjónusta svokallaðra „brokera" eða
miðlara en þeir koma saman kaup-
endum og seljendum. Starf miðlar-
ans er að upplýsa kaupendtir og selj-
endur um markaðsástand, veiðar og
birgðar í viðskiptalöndum. Þeir
bjóða framleiðslu frá nokkrum fram-
leiðendum og eru venjulega í sam-
bandi við marga kaupendur í senn.
- segir Sólveig Sæmundsdóttir, markaðsstjóri SR-Mjöls hf.
„Markaðirnir hafa verið frekar dauf-
ir það sem af er en ég á von á því
að lýsisverð fari hækkandi með
haustinu," segir Sólveig. Síðan
loðnuvertíðin hófst í sumar eru nú
komin um 230 þúsund tonn á land. í
fyrstu var reiknað með 800 þúsund
tonna loðnuafla á árinu en nú eru
menn famir að tala um milljón tonn
fyrir áramót. Loðnuvertíðin hefur
gengið mjög vel það sem af er og nú
er verð til sjómanna að hækka þar
sem fitan í loðnunni er að aukast.
Helstu kaupendur á mjöli eru í
Danmörku og Bretlandi en einnig er
selt sérstakt mjöl til fóðurfram-
leiðslu við fiskeldi til Noregs.
Að sögn Sólveigar kaupa á bihnu
10 til 15 aðilar í heiminum lýsi til
iðnaðamota og herslu. „Lýsið héðan
þykir gott hráefni og við höfum selt
til allra þessara fyrirtækja. Við selj-
um lýsi meðal annars til aðila í Nor-
egi, sem notar það til fiskeldis, og þar
erum við í beinni samkeppni við
heimamenn," segir Sólveig.
Verð á íslensku mjöh er nú um 305
pund tonnið á heimsmarkaði og Sól-
veig á ekki von á því að það hækki
í bráð. „Það er htil eftirspurn núna
því nógar birgðir em til í viðskipta-
löndum okkar og kaupendur ætla að
bíða og sjá hvemig veiðar þróast hér
við land. Lýsisverð hefur verið frá
365 og upp í 370 dollarar tonnið og
það er frekar líklegt að það hækki
með haustinu; það hefur reynslan
sýnt okkur. Hins vegar era það aðrir
Hver er tekjan af loðnunni?
Bátur fær 1.000 tonn af loðnu.
Eftir bræðslu fást úr þeim:
150 tonn af lýsf
170 tonn af mjöli
Brúttóverðmæti
5,0 milljónir króna
4,5 milljónir króna
320 tonn 9,5 milljónir króna
þættir en framboð og eftirspurn á
lýsi sem hafa áhrif á verðið; verð á
pálmaolíu og sojaohu getur einnig
haft áhrif á lýsisverð. Þeir sem kaupa
Harðsnúið lið Blönduósinga hefur unnið við Skeiðsfossvirkjun í sumar. Frá vinstri: Guðmundur Engilbertsson,
Páll Marteinsson, Hermann Arason, Þórhallí Haraidsson og Gunnar Sigurðsson. DV-mynd Örn
Skeiösfossvirkjim í Fljótum:
Umfangsmiklar
endurbætur
Öm Þórarinssan, DV, njótuiru
í sumar hefur verið unnið að um-
fangsmiklum endurbótum á stöðvar-
húsi Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum.
Einnig verður talsvert af tæknibún-
aði endurnýjað síðar á árinu.
Stígandi hf. á Blönduósi var með
umfangsmesta verkþáttinn sem var
að skipta um alla glugga og hurðir
og klæða utan stöðvarhúsið og enn-
fremur að steypa undir spenna og
möstur. Stígandi átti lægsta tilboð,
8,3 millj. kr„ í verkið þegar það var
boðið út í vor. Fjöldi tilboða barst í
það.
Einnig hefur verið endumýjuð
pappaklæðning á þaki stöðvarhúss
og hefur það tekið talsverðum útíits-
breytingum við þær framkvæmdir.
í haust stendur síðan til að skipta
um alla aðalrofa í virkjuninni og
jafnframt að flytja þá inn í stöðvar-
húsið. Einnig verður skipt um einn
spenni og mun við það aukast veru-
lega flutningsgeta háspennulínunn-
ar frá Ólafsfirði að virkjuninni.
Meiuiing
Dýrmætustu þjóðminjarnar
„Ef hinar fomu sögur og ljóð hefðu
ekki verið svo gildur þáttur í menningu þjóð-
ar-
innar, þá hefðu íslendingar aldrei endur-
heimt sjálfstæði sitt á 20. öld. íslenskar fom-
sögur og eddukvæði skipa mikilvægt rúm í
menningarsögu veraldar, og handritin sem
geyma þessar bókmenntir em dýrmætustu
þjóðminjar vorar. Því eigum vér ekkert
skyldugra verkefni en varðveita þessa arf-
leifð sem best, og ávaxta hana í nýjum verk-
um.“ Þannig kemst dr. Jónas Kristjánsson
að orði í niðurlagi Handritaspegils síns.
Óhætt er að segja þaö strax að hér er á
ferðinni mjög læsilegt rit, sem er í aha staði
þannig úr garði gert að það er til þess fallið
að vekja áhuga lesenda á handritunum og
þeirri sögu sem þau hafa að geyma. Þeir er
best þekkja til stöðu bókmennta okkar nú
um stundir hafa af því miklar áhyggjur að
svo kunni að fara að í landi okkar búi tvær
þjóðir eða stéttir öllu heldur, önnur sem les
bókmenntir og hin sem les þær alls ekki. Sú
bók sem hér er til umsagnar er ömgglega til
þess fallin að spoma við slíkri óheihaþróun.
Bókin er þannig úr garði gerð að hún gleður
augað og þannig skrifuð að lesendur eiga að
geta notið hennar án tilhts til skólagöngu eða
fræðilegrar þekkingar.
í bókinni er sögð saga íslenskrar menning-
ar frá landnámstið og fram eftir öldum en
eins og nafn bókarinnar ber með sér er fyrst
og fremst fjallað um handritin, þjóðardýr-
gripi okkar og þær merku bókmenntir sem
þau hafa að geyma. Ekki fer á milli mála að
rit þetta er ætíað almenningi þó ekki sé slak-
að á fræðilegum kröfum. Þannig er bókin
prýdd fjölda htmynda úr ýmsum af þekkt-
ustu handritunum og inn í meginmálið er
skotið völdum köflum úr fomsögunum sem
um er rætt. Er sú uppbygging ritsins sérstak-
lega vel heppnuð og öragglega til þess fallin
að glæða áhuga almennra lesenda á menn-
ingararfinum.
Meginkaflamir era níu: 1) Nýtt land, 2) Goð
og garpar, 3) Fiöður og bókfeh, 4) Fjöld fræða,
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
5) Sagnameistarar konunga, 6) Hetjuöld ís-
lands, 7) Sturlungatíð, 8) Ljóð og sögur í þús-
und ár, 9) Gullkistur íslendinga.
Inn á milli þessara fræðilegu kafla er síð-
an, eins og áður sagði, skotið inn völdum
köflum úr hinum fomu bókmenntum og er
þar um að ræða marga af hinum kunnustu
köflum fombókmenntanna. Þannig eru hér
birt brot úr Hávamálum, Sólarljóðum og
Völuspá, sögumar af Gretti og Glámi úr
Grettissögu, af vígi Gunnars á Hhðarenda
úr Njálssögu og vígi Snorra Sturlusonar úr
íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Hér er
einnig birtur draumur Þorsteins Egilssonar
úr Gunnlaugssögu ormstungu, frásagan af
sundinu í ánni Nið úr Laxdælu. Úr Heims-
kringlu er boðið upp á Landvættasögu, dauða
Þormóðar Kolbrúnarskálds, sendifor Þórar-
ins Nefjólfssonar og frásöguna af Ólafi helga
og bræðrum hans. Loks er hér að finna
Brands þátt örva úr Morkinskinnu.
Ekkert efnisyfirht er í ritinu, né heldur
atriðisorðaskrá. Hvort tveggja hefði verið til
þess falhð að auðvelda enn notkun þessa
annars mjög svo aðgengilega rits. Yfirleitt
er búningur þess vel heppnaður og á það
sérstaklega við um hinar íjölmörgu myndir
af handritum sem ritið prýða. Að einu feyti
féh umbrot ritsins þó ekki að mínum smekk.
Á ég þar við hversu neðarlega lesmáhð byij-
ar á blaðsíðunum. Kann það að leiða til þess
aö lesendum finnist sem lesmáhð sé beinlín-
is að hrynja niður af síðunum. En í heildina
er ritið þannig að ósanngjamt væri að vera
með aðfinnslur.
Höfund verksins þarf ekki að kynna. Dr.
Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnun-
ar Áma Magnússonar á íslandi, hefur gegnt
því starfi síðan 1971 og er fyrir löngu lands-
kunnur. Úr riti hans skín hvarvetna ást á
handritunum og innihaldi þeirra og virðing
fyrir viðfangsefninu. Forvitnilegt er að lesa
hvernig þessi kunnasti fræðimaður okkar á
sviði fomsagnanna lýsir megineinkennum
þeirra. í samandreginni mynd er lýsing hans
á þá leið að frásögnin sé hröð og mjög gagn-
orð, sögupersónumar margar og lýsingar
þeirra mjög fjölbreyttar, hver maður beri sín
einkenni, mörkuð skýrum dráttum. Auka-
persónurnar séu oft fuhtrúar fyrir tiltekna
eiginleika en aðalpersónur gjama marg-
slungnar og torræðar. Mikill þungi sé lagður
á tiltekin siðaboð, hugsjónir og skyldur.
Æðsta skyldan sé sú að vera góður drengur
en í því orði séu fólgnir flestir góðir eiginleik-
ar.
Hér er á ferðinni tilvalin gjafabók sem á
það skihð að ná til breiðs lesendahóps.
Jónas Kristjánsson
Handritaspegill (144 bls.)
Hið islenska bókmenntafélag 1993