Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Qupperneq 30
34
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
Menning_________________________
Einsöngstónleikar
í Sigurjónssaf ni
Tónleikar voru í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gærkvöldi. Hulda
Sigríöur Geirsdóttir, söngkona, söng viö undirleik Hólmfríðar Sigurðar-
dóttur, píanóleikara. Á efnisskránni voru verk eftir Gabriel Fauré, Ric-
hard Strauss, Sergey Rachmaninoíf, Leonard Bemstein, Giacomo Pucc-
ini, Charles Gounod, Antonin Dvorak, og Franz Lehar.
Þetta var fjölbreytt efnisskrá og að mörgu leyti vel valin. Tvö lög sem
flutt voru eftir Fauré voru stílhrein og hljómuðu fallega. Lakari vora
önnur tvö lög eftir Strauss, sem voru heldur sviplaus í einhvers konar
samþýskum stíl. Mörg sexundar og sjöundarstökk í seinna laginu gáfu
yflrbragð átaka sem raunverulega voru ekki til staðar. Strauss fékk upp-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
reisn æru í Zueignen sem er mjög vel heppnað sönglag og var flutt sem
aukalag. Lögin eftir Rachmaninoff, þótt ekki væru þau illa gerð, skildu
heldur ekki mikið eftir. Leonard Bemstein getur ekki talist til mestu tón-
snillinga aldarinnar en í „I hate music" tekst honum að draga upp skýra
mynd af viðfangsefni sem byggist á skemmtilegri hugmynd. Fáir slá Pucc-
ini út í aríusmíð þegar honum tekst best upp. Arían úr Turandot sem
þama var flutt, er ef til vill ekki hans besta en engu að síður fallegt og
skýrt verk. Aría Gounods úr Faust hefur skrautlega og í rauninni efnis-
ríka laglínu ofan á heldur þunnum undirleik. Hún hittir í mark þegar
hún er vel flutt og með tilþrifum eins og var á þessum tónleikum. Þjóð-
lagabragur setur fallegan lit á aríu Rúsölku úr samnefndri óperu eftir
Dvorak og hljómaði hún mjög vel þarna. Síðasta lagið á efnisskránni var
eftir Lehar og hljómaði eins og gamalt dægurlag, sem það er, en náði þó
að hræra svolítið í væmnistaugunum í fólki.
Hulda Guðrún er vel þjálfuð söngkona með góða og töluvert mikla rödd.
Hún söng af öryggi og sýndi oft töluverð tilþrif bæöi í að fást við erfið
tæknileg atriði og í túlkun. Ef aö einhverju mætti finna þá hætti henni til
á stöku stað að láta raddsveiflurnar sjúska tónhæð, sem er varasamt því
að það getur orðið ávani eins og mörg dæmi sanna. Píanóleikur Hólmfríð-
ar var yfirleitt mjög góður og tilfinning hennar fyrir jafnvægi píanós og
söngvara var áberandi góð. Henni var nokkur vorkunn þótt henni yrði
örlítill fótaskortur á áttundarspili í ópemaríunum. Efnið er hljómsveitar-
tónlist umskrifuð fyrir píanó og heldur vanþakklátt fyrir pínóleikara.
Bandamannasaga aftur á
fjalirnar
Sjónleikurinn Bandamannasaga eftir
Sveinn Einarsson verður sýndur í Nor-
ræna húsinu tvisar sinnum í þessari
viku, miðvikudag 25. ágúst og fimmtudag
26. ágúst kl. 20.30. Sýningar verða í fund-
arsal Norræna Hússins og eru þær liður
í 25 ára afmælishátíð hússins sem nær
hápunkti nú í ágústlok. Aðgöngumiðar
verða seldir í Norræna húsinu og kosta
kr. 500.
Sveitatöfrar ’93
Dagana 28. og 29. ágúst nk. verður haldin
fjölskylduhátíð að Sjávarhólum, Kjalar-
nesi. A hátíðinni, sem ber heitið „Sveita-
töfrar ’93“, verður margt til skemmtun-
ar, bæði fyrir böm og fullorðna. Boðið
verður upp á skemmtiatriði eins og dans,
galdra og spákonur. Einnig verður boðið
upp á þyrluferðir, hestaferðir og mótor-
hjólaferðir. Fram kemur ungur móto-
ki’ossökumaður sem stekkur í gegnum
eld á torfærumótorhjóli sínu. Torfæru-,
fom- og kvartmíluökutæki verða til sýn-
is, myndbönd kynnt, gönguferðir um
Esjuna með leiðsögumanni, veitingar og
fl. Einnig munu ýmis fyrirtæki kynna
vörur sínar og selja. Boðið verður upp á
tónleika, bæði laugardags- og sunnudags-
kvöld. Er þar um að ræða hlöðuball ann-
ars vegar og tjaldball hins vegar. Bæði
böllin fara fram á tímabilinu frá kl.
22.00-03.00 á laugardagskvöldið en hlöðu-
tónleikamir fara fram á sunnudags-
kvöldið milli kl. 22.00 og 01.00. Eins og
nafnið ber með sér fer hlöðuballið fram
í hlöðunni á Sjávarhólum og munu eftir-
taldar hljómsveitir spila á hlöðuloftinu:
Lipstick Lovers, Dos Pilas, Lifun, Strips-
how og Synir Raspútíns. Á tjaldballinu,
sem fer fram í 400 fermetra tjaldi, spilar
hljómsveitin Örkin hans Nóa fyrir dansi.
Selt verður inn á svæðið sem hér segir:
0-6 ára fá frían aðgang. 6-12 ára kr. 500.
Fullorðnir kr. 1000. Á staðnum verða sal-
emi, Pizza 67 selur nýbakaðar pitsur,
heitt veröur á könnunni ásamt öðmm
veitingum. Markmið þessarar hátíöar er
að bjóða almenningi upp á að koma í
sveitina og skemmta sér í íslenskri nátt-
úm áður en skóli og vetur ganga í garð.
Félag íslenskra nuddfræðinga
Stjóm félags íslenskra nuddfræðinga hef-
ur ákveðiö eflirfarandi: 1. Inntökuskil-
yrði í félagið séu: a. bóklegt nám á fram-
haldsskólastigi á námsbraut fyrir nudd-
ara; b. verklegar greinar séu metnar eftir
nuddskólum eða nuddkennurum, sem
félagiö viðurkennir, um allan heim, lág-
mark 500 klukkustundir; c. starfsþjálfun
sé lágmark 700 klukkustundir. 2. Akvörö-
unin gildir um alla nemendur sem hefja
nuddnám eftir 1. júlí 1994. Markmið fé-
lagsins er að efla nuddmenntun í land-
inu, efla faglega stöðu nuddfræðinga og
efla heilsu landsmanna.
Tapað fundid
Páfagaukur fannst
Gulur páfagaukur með grænleitum stél-
fjöðrum fannst í Garðabænum um tíu-
leytið á mánudagskvöldið. Nánari upp-
lýsingar í sima 656339.
Tilkynningar
WALTER WAGER
#
mmam
Ný Úrvalsbók
Hér er á ferðinni enn ein Úrvalsbókin.
Þetta er harðsoðin spennusaga af gamla
skólanum, meðan sovétið var alvöru sov-
ét og þar með meginófétið. Síminn eftir
Walter Wager er ekki ein af nýjustu bók-
um þessa vinsæla höfundar en sennilega
sú sem hvað oftast hefur verið endurút-
gefln. Hún hefur nú loks verið þýdd á
íslensku. Verðið er kr. 895 en í áskrift
kostar hún kr. 540.
Blómin springa út á írlandi
Hljómsveitin Vinir vors og blóma, sem
hefur getið sér gott orð á meðal íslend-
inga, ætlar nú að heija á Dublin á ír-
landi fostudaginn 27. ágúst nk., þar sem
hún leikur í virtum tónlistarklúbbi sem
ber nafnið „Rock Garden”. Lagið þeirra
„Gott í kroppinn”, sem hefur verið að
kynda vinsældarlistana að undanfórnu,
verður flutt þar á tveimur tungum; á
írsku „In the body“ og á nýlendu-þýsku
„Schrubba light“.
I júnl síðastliðnum keyptu þeir Úlfar
Finnbjömsson matreiðslumeistari og
Agnar Hólm Jóhannesson þjónn veit-
ingastaðinn Jónatan Livingston Máf
ásamt sambýliskonum sínum, þeim Sigr-
únu Hafsteinsdóttur og Halldóru Finn-
bjömsdóttur. Úlfar og Agnar em báðir
þekktir fagmenn og er markmið þeirra
að gera góðan veitingastað enn betri.
■' Nýr, glæsilegur matseðill hefur þegar lit-
ið dagsins ljós á veitingastaðnum og hef-
ur hann hlotið góðar viðtökur.
Veiðivon
Grímsá í Borgar-
f irði hef ur gef ið
þúsund laxa
- Armennveidduvelaffiski
Veðurfarið hefur breyst, það hefur
hlýnað en það þarf regn og það mik-
ið þessa dagana. í margar veiðiárnar
vantar meira af fiski því þessir legnu
taka illa hjá veiðimönnum.
„Við veiddum 50 laxa hollið í þijá
daga og helling af fallegum sjóbirt-
ingi, það er þónokkuð af fiski í
Grímsánni," sagði Kolbeinn Ingólfs-
son en hann var að koma úr Grímsá
í Borgarfirði með Ármönnum. En
Kolbeinn hefur oft veitt í Grímsá og
mögrum sinnum veitt þá væna þar,
sérstaklega þegar hausta tekur.
„Það var búið að segja að ekki
væri mikið af fiski en mér fannst
mikið um alla á. Sjóbirtingurinn get-
ur líka verið skemmtilegur á flug-
una,“ sagði Kolbeinn en Ármenn
veiða bara á fluguna.
Vantar regn
í Miðfirðinum
„Það veiddust þrír laxar í morgun
í Miðíjaðará, það vantar regn í Mið-
fjörðinn þessa dagana og nýja fiska,"
sagði Gísh Haraldsson í veiðihúsinu
í Miðfirði í gær.
„Núna eru komnir á milli 730 og
740 laxar,“ sagði Gísli ennfremur.
Veiddu feiknavel
í Gufudalsánni
„Veiðimenn, sem voru fyrir
skömmu, veiddu 140 bleikjur í vatn-
inu og þær stærstu voru 4 pund,“
sagði Pétur Pétursson, er við spurö-
um um Gufudalsá í Reykhólahreppi.
„Þetta vom þeir Öm Svavarsson,
Tómas Ragnarsson og félagar sem
veiddu þessa fiska flesta í vatninu.
Vatnið kraumaði af fiski og flugan
gaf þeim vel. Það hafa veiðst 400 sil-
ungar og stærstu bleikjurnar em 5
pund. Silungurinn er mjög seint á
ferðinni þetta sumarið en endirinn
gæti orið meiri háttar góöur," sagði
Pétur í lokin.
„Þetta var frekar rólegt í Kjósinni,
það veiddust þó tíu laxar í morgun,“
sagði Halldór Ingvarsson en hann
var í Laxá í Kjós í gærmorgun. Laxá
í Kjós hefur gefið 1222 laxa núna.
„Það var eitthvað af fiski á svæði
eitt, við sáum þar 15-20 laxa. í Bugö-
unni vom fáir laxar og þeir vildu
• Veiðin í Brúará hefur verið allgóð
í sumar og vænir silungar kæta
veiðimenn eins og þessi væni urriði
semvar5pund. DV-mynd ÞÞÞ
ekki neitt blessaðir þar,“ sagði Hall-
dór ennfremur.
22 punda sá stærsti
í Aðaldalnum
Laxá í Aðaldal hefur gefið 1722 laxa
• Tólf hundruð laxa múrinn hefur
verið rofinn í Elliðaánum og gott
betur, fluguveiðin hefur sótt betur
og betur á síðustu dagana.
DV-mynd SK
og stærsti laxinn ennþá er 22 pund,
það var Ólöf Jónsdóttir sem veiddi
fiskinnáDevon.
-G.Bender
Hafnargönguhópurinn
í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.00 fer
Hafnargönguhópurinn í gönguferð með
Fossvoginum. Farið verður frá Hafnar-
húsinu. Hægt verður að velja um að sigla
úr Gömlu höfninni út fyrir Gróttu og inn
Skerjafjörð og leggjast að bryggju í Kópa-
vogi eða fara landleiðina með AV. Vita-
og hafnamálaskrifstofan í Kópavogi verð-
ur heimsótt. Aö því loknu verður gengið
með Fossvoginum og síðan farið til baka
með SVR niður í miðbæ. Ferðin tekur
um þrjár klukkustundir. Fargjald kr.
1000 í bátirrn, annars strætisvagnafar-
gjald. Allir velkomnir í gönguferð með
Hafnargönguhópnum.
Nýr aðalræöismaður ísraels
í heimsókn sinni fyrir nokkrum dögum
afhenti Simon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, Páli Arnóri Pálssyni hæstaréttar-
lögmanni formlega forsetabréf um til-
netningu hans sem aðalræðismanns ísra-
els á íslandi. Fór afhendingin fram í lok
ræðu Peresar í kvöldverðarboði því er
Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt
táöherranum í Þingholti sl. fóstudags-
kvöld. Aðalsteinn Eggertsson stórkaup-
maður hefur verið aðalræðismaður ísra-
els sl. 20 ár en hættir nú að eigin ósk.
Páll Amór Pálsson rekur lögmannsstofu
að Ármúla 26, Reykjavík. Aðsetur og
póstfang hinnar nýju ræðismannsskrif-
stofu verður á skrifstofu Páls Amórs og
mun hann sinna þaðan veryulegum verk-
efnum ræðismanns. Sími skrifstofunnar
er 685122 og bréfsimi 686503.
Húbert Nói í Borgarkringlunni
Nú stendur yfir á Götugrillinu í Borgar-
kringlunni sýning á verkum eftir lista-
manninn Húbert Nóa Jóhannesson.
Myndimar em allar unnar í olíu á striga.
Sýningin er opin á verslunartíma Borg-
arkringlunnar og stendur til 20. septemb-
er.
Sjö, níu, þrettán!
Sjö, níu, þrettán! er vinnuheiti á upp-
flettibók um hjátrú í daglegu lífi og störf-
um íslendinga sem unnið hefur verið að
undanfarin misseri á vegum bókaforlags-
ins Vöku-Helgafells. Bókin mun koma
út fyrir næstu jól og er nú verið að leggja
síðustu hönd á vinnslu efnisins. Rætt
hefur verið við fjölda fólks um allt land
og feikimiklum upplýsingum safnað sam-
an. Engu að síður óskar forlagið eftir því
að þeir sem kynnu að hafa eitthvaö slíkt
fram að færa láti frá sér heyra áður en
endanlega verður gengið frá bókinni til
prentunar. Meðal þess sem fjallað er um
er ýmiss konar hjátrú tengd bömum,
meðgöngu og fæðingu, hári, íþróttum og
fl. Enn vantar þó ítarlegri upplýsingar
um nokkur atriði, einkum í sambandi við
brúðkaup og það sem tengist brúðinni
sérstaklega. Þeir sem luma á fróðleik eða
reynslusögum hvaö þetta varðar, eða
önnur atriði er tengjast hjátrú íslend-
inga, em vinsamlegast beðnir að skrifa
Vöku-Helgafelli að Síðumúla 6, 108
Reykjavík, eða hringja í ritstjóra bókar-
innar, Símon Jón Jóhannsson þjóðfræð-
ing, í síma 650415.
Kínakvöld
í kvöld, miövikudagskvöld, kl.20.00 verð-
ur Kínaklúbburinn með þriðja Kina-
kvöldið á Shanghai. Unnur Guðjónsdóttir
mun segja frá fyrri ferðum Kinaklúbbs-
ins til Kína og sýna myndir þaðan sem
hún hefur sjálf tekið. Þá mun hún segja
frá næstu ferð klúbbsins sem farin verð-
ur 1. október nk. Tai-chi-juan (kínversk
leikfimi) og „konkubínu" dans verður
sýnt og margréttuð kinversk máltíð verð-
ur framreidd. Sætapöntun hjá Shanghai
í síma 16513 en verðið er kr. 950 á mann.
Tombóla
Þessar ungu stúlkur, sem heita Agnes
Gísladóttir og Kamilla Reynisdóttir,
héldu nýlega tombólu til styrktar krabba-
meinssjúkum bömum. Alls sötnuðu þær
kr. 2781.