Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993
3
Fréttir
Fasteignir Miklagarðs 1 Mjóddinni ganga út:
Seldar á 200 milljónir
Landsbankinn hefur selt jarð-
hæð og hluta kjallarans í Kaup-
staðarhúsinu í Mjóddinni, sem er
hluti af þrotabúi Miklagarðs, til
hlutafélagsins Arnarborgar fyrir
um 200 milljónir króna. Kaup-
samningur var undirritaður ný-
lega.
Arnarborg hf. er í meirihlutaeign
Óttarrs A. Halldórssonar hjá ísflexi
hf. sem hefur sérhæft sig í innflutn-
ingi á snyrtivörum. Verslunin Kjöt
og fiskur hefur haft jarðhæð húss-
ins á leigu af Landsbankanum og
að sögn Óttarrs verður svo áfram
um ótilgreindan tíma.
Hlutafélagið Amarborg var
stofnað til að reka þessa fasteign í
Mjóddinni. Óttarr sagði í samtali
við DV að hann hefði sett tvær
eignir sínar upp í kaupin en vildi
ekki greina frá því um hvaða eign-
ir var að ræða eða verðmæti þeirra.
Eftirstöðvar eru á skuldabréfi.
Gólfflötur jarðhæðarinnar, þar
sem Kjöt og fiskur er til húsa, er
rúmir 1990 fermetrar og Amarborg
keypti um 1800 fermetra af 2200
fermetra gmnnfleti kjallarans.
Öll húseignin viö Þönglabakka 1
í Mjóddinni var í eigu Miklagarðs
og Landsbankinn tók hana síðan
til sín á uppboði. Samkvæmt heim-
ildum DV hefur Landsbankinn ver-
ið að leita eftir kaupendum að allri
húseigninni en ekki tekist. Eftir er
að selja 2. og 3. hæð hússins og
þann hluta kjallarans sem Arnar-
borg keypti ekki. Önnur hæöin er
núna í leigu undir útsölumarkað
en þriðja hæðin hefur aldrei verið
tekin í notkun nema að litlum
hluta.
-bjb
:pSÍS»
Seðlabankinn:
Bankamirhafa
tilefnitil
frekari lækkana
Seðlabankinn ákvað í gær að lækka
vexti í viðskiptum við banka og
sparisjóði um 1 til 1,5 prósentustig
næsta vaxtabreytingadag, eða 21.
október nk. Eingöngu er um að ræða
vexti af skammtímaskuldbindingum.
í yfirlýsingu Seðlabankans er þess
vænst að vaxtalækkunin hafi á næst-
unni áhrif til lækkunar á vexti óverð-
tryggðra skuldbindinga banka og
sparisjóða.
Forráðamenn seðlabankans segja
að raunar gefi lækkun verðbólgu
bönkum og sparisjóðum tilefni til
enn frekari vaxtalækkunar heldur
en þessi 1-1,5 prósent „enda eru
seðlabankavextir nú þegar í mun
betra samræmi við verðbólgustig en
vextir banka og sparisjóða," segir í
yfirlýsingu bankans.
Seðlabankinn segir að útht sé fyrir
2 til 2,5 prósenta verðbólgu á síðasta
þriðjungi ársins miðað við lánskjara-
vísitölu, samanborið við nærri 5% á
öðrumársþriðjungi. -bjb
Garðabær:
Skoðanakönnun
og uppstilling
fyrirkosningar
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Garðabæ samþykkti á fundi sínum á
fimmtudaginn að láta fara fram
skoðanakönnun innan fulltrúaráðs
flokksins og stilla frambjóðendum
upp á hsta Sjálfstæðisflokksins fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar næsta
vor. Búist er við að skoðanakönnun-
in fari ekki fram fyrr en í lok janúar
á næsta ári.
Nokkur ágreiningur varð á fundi
fuhtrúaráðsins um hvort haldið yrði
prófkjör eða gerö skoðanakönnun en
ungir sjálfstæðismenn í Garðabæ
kröfðust þess nýlega að haldið yrði
prófkjör í bænum.
Sjáífstæðismenn hafa fimm fuh-
trúa í bæjarstjórn Garðabæjar en
flokkurinn hlaut 67,4 prósent at-
kvæða í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum en ekki er vitað hvort allir
bæjarfulltrúar flokksins gefa kost á
sérínæstukosningum. -GHS
Sýning með
20 risaeðlum
Fyrirhugað er að setja upp sýningu
á 15 til 20 risaeðlum í húsnæði verð-
andi hstaháskóla í Reykjavík á næsta
ári. Risaeðlumar verða í raunveru-
legri stærð og munu hreyfast og gefa
frá sér ýmis hljóð, auk þess sem ljós
og leikmyndir munu auka áhrif sýn-
ingarinnar.
Þá verður útbúin afsteypa af fót-
sporum risaeðlu í fullri stærð. Ýmiss
konar fræðsluefni verður á boðstól-
um og verður sérstök aðstaða fyrir
börn. Um er að ræða samstarfsverk-
efni umhverfisráðuneytisins,
Reykjavíkurborgar og Háskóla ís-
lands. -GHS
Sævarhöfða 2
sím.i 91-674000
IMISSAIM
FORSÝNING
NISSAN TERRANO II
Sýnum nú um helgina nýjan öflugan
NISSAN jeppa ó fólksbílaverði
Hann er breiöari. Hann er lengri. Opiö laugardag 14-17
Hann er sjö manna. Hann er ódýrari. sunnudag 14-17