Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Síða 8
8
LAUGARDAGIJR 16. OKTÓBER 1993
Vísnaþáttur
Ofteru
í glösum
• rf
fongin íin
Til er enskt máltæki sem hljóðar
svo: „Þúsundir drekka sig í hel á
móti hverjum einum sem deyr úr
þorsta." Ekki treysti ég mér til að
leggja dóm á sannleiksgildi þeirra
orða, en aftur á móti er ég nokkuð
viss um aö Mark Twain hefur haft
rétt fyrir sér þegar hann sagði:
„Stundum eru of mikil drykkjar-
fbng ekki nærri nóg“, því mér er
Ijóst að meðalhófið er vandratað.
Teitur Hartmann hefur talað af
reynslu þegar hann kvað:
Flaskan verður fótakefli
flestum sem að hana tæma.
Vín er mannsins ofurefli
eftir sjálfum mér að dæma.
Eiríkur Jónsson er sagður höf-
undur næstu vísu, en á honum
veit ég engin deih:
Mikhl fjandi mér varð á
manndóm sem ég týni.
Óstöðvandi er mín þrá
eftir brennivíni.
Þá er hér staka eftir óþekktan
höfund, sem hefur gert sér góða
grein fyrir hættum mannlífsins og
vonandi sneitt hjá þeim:
Óskasteinn er strjálastur
steina á mannlífs heiðum,
en Alkahóh er hálastur
hóla á flestra leiðum.
Þórarinn Bjamason, jámsmiður
í Reykjavík (1877-1966):
Virða löngum vihir geð
víns of löngu kynni.
Verða löngum viðsjár með
viti og lönguninni.
Bjami Jónsson frá Gröf:
Á drykkju er ég alveg bit
oft þó finnist gaman.
Ekki tel ég vín og vit
vhji búa saman.
Góðkunningi minn, Árni Helga-
son í Stykkishólmi, telur Kristján
Eldjárn fyrrverandi forseta okkar
ahra, höfund næstu vísu:
Að eyða sínum ævidögum
í átveizlur og drykkjukhð
er brot á guðs og lífsins lögum
og hggur dauðarefsing við.
Áfengið getur jafnvel orðið klerk-
um skeinuhætt. Helgi Sveinsson,
prestur í Hveragerði:
Löngum hefur böhð bætt
bragð af sterkum vínum.
Þá er orðiö helzt th hætt
hehagleika mínum.
Ólafur Jóhann Sigurðsson er
sagður höfundur eftirfarandi
stöku, en ég veit ekki hvort þar er
átt við rithöfundinn og ljóðskáldið
sem er öllum íslendingum kunnur,
eða hvort um alnafna hans er að
ræða.
Öllum spihir ofdrykkjan.
Ástin villir hviklyndan.
Gulhð vihir margan mann.
Montið fylhr heimskingjann.
Markús Hallgrímsson, verka-
maður í Rvík (1900-1965):
Mér er gleðigyðjan kunn,
gleymi fomum meinum,
flöskustút og meyjarmunn
meðan faðma í leynum.
Einhver orðhagur maður hefur
kallað ofdrykkjuna sjálfsmorð í
dropatah. Þaö hefur Albert á
Reynistað (hver svo sem hann er)
verið ljóst, þegar hann kvað:
Fulla af táh faðma ég þig
flaskan hála og svarta,
þótt í báh brennir mig
bæði í sál og hjarta.
Þá kemur hér bjórvísa eftir
sveitamann, aðvörun sem var ekki
sinnt, því miöur:
Góðir landar, okkur er
ærinn vandi á höndum,
ef á að blanda bjórinn hér
í böli fjandans stöndum.
Ókunnur höfundur lýsir áhrifum
bjórsins þannig:
Öhð leggur aht í rúst,
ármenn sína bindur.
Örfljótt verður eymdarþúst
áður gæfu tindur.
Oddný Guðmundsdóttir, kennari
og skáldkona, hefur gert sér glögga
grein fyrir hver áhrif það gæti haft
að heimha innflutning og bmggun
bjórs hér heima. Fyrirsögn hennar
er: Guðaveigar
Fróði var frægur kóngur.
Fjölnir sótti hann heim.
Þá var nú vegleg veizla.
í viku rann ekki af þeim.
Frægur var mjöður Fróða
og ferlegt hans drykkjarker.
Fjölnir steyptist í stampinn
þann stóra, og týndi sér.
Stækkar nú stampur Fróða,
með stígandi mjaöarflóð.
Og hvílíkur dauðans drykkur!
Hann drekkir nú hehli þjóð.
Torfi Jónsson
Hahdóra B. Björnsson skáldkona:
Oft eru í glösum föngin fin,
freistingin á hvers manns vegi.
Margur drykki minna vín
myndi hann eftir næsta degi.
Friðjón Stefánsson:
Timbur þola margur má,
margan hefur talsvert þyrst.
En skyldu menn drekka eins
þrotlaust þá
ef þetta timbur kæmi fyrst?
Annað og ekki minna vandamál,
bundið neyslu áfengra drykkja, er
lausmælgin sem henni fylgir og
orðið hefur mörgum manninum
dýrkeypt, því töluð orð verða ekki
aftur tekin. Það er Steinn Steinarr
sem á lokaorðin að þessu sinni með
eftirfarandi stöku úr Hhðar-Jóns
rímum:
Fljúga hlkvittnust skot og skeyti,
skapið hitnar ört th sanns,
oft á skytning öls við teiti
ahur vitnast hugur manns.
Torfi Jónsson
Matgæðingur vikunnar
Kjúklinga-
réttur
- af spænskum ættum
„Þetta er uppáhaldsréttur fjölskyldunnar og hefur
verið það th margra ára,“ sagði ída Sveinsdóttir meina-
tæknir sem er matgæðingur helgarblaðs DV þessa
helgina. „Ég fann þessa uppskrift í þýsku blaði fyrir
um það bil tuttugu árum. Hún ávann sér strax heiðurs-
nafnbótina: Allt gott í potti eitt sem þýðir að af öhum
pottréttum er þetta pottréttur númer eitt á heimilinu.
Þetta er afskaplega einfaldur og þæghegur réttur."
Uppskriftin er fyrir fjóra. í réttinn fer eftirfarandi:
1 kjúklingur
1 htið glas af grænum ólífum
2-3 hvítlauksrif
1 súputeningur (kjúklingakraftur)
2 tómatar
salt
svartur pipar
paprikuduft
basilikum
timiam
cayennepipar
Aðferó
Kjúklingurinn er hlutaður í sundur og kryddaður
vel með salti, pipar, paprikudufti, timiam og bashik-
um. Bitarnir eru síðan steiktir í olíu á pönnu og brún-
aðir vel á báðum hliðum. Síðan eru þeir settir í pott
og vatni heht yfir þannig að það fljóti vel yfir. Súpu-
kraftinum og pressuðum hvítlauknum síðan bætt út
í. Þetta er látið malla í um það bil 30 mínútur. Eftir
u.þ.b. 25 mínútur er niðurskomum tómötum og ólífum
bætt út í og bragðbætt með cayennepipar. Soðið not-
ast síðan sem súpa.
Rétturinn er borinn fram með hrísgijónum og hvít-
lauksbrauði. Athugið: Látið ykkur ekki detta í hug að
sleppa ólífunum þvi þær eru punkturinn yfir i-ið!
ída sagðist vera nokkuð dugleg við að prófa nýja
rétti. Heimihsfólkiö væri mjög iðið við að taka þátt í
þeim thraunum. „Það á jafnt við um bömin og bónd-
ann,“ sagði hún. „Við notum mikið pasta hér á heimil-
ída Sveinsdóttir.
inu og einnig heilmikið grænmeti. Svo borðum við
bara þetta hefðbundna, fisk og kjöt, en minnst af stór-
steikum. Ég er ekkert ofsalega hrifin af þungum kjöt-
máltíðum.“
ída varpar boltanum th Katrínar Gústafsdóttur ræst-
ingastjóra. „Við bjóðum hvor annarri oft í mat og hún
er mikhl kokkur að mínu mati.“
Hinhliðin
Horfi aldrei
á sjonvarpið
- segir Ámi Ibsen, leiklistar- og bókmenntaráðunautur
„Ég horfi aldrei á sjónvarpið
nema þá á veðurfregnirnar," segir
Ámi Ibsen, leikhstar- og bók-
menntaráðunautur Þjóðleikhúss-
ins, sem sýnir á sér hina hliðina í
dag. Nýlega var frumsýnt leikrit
hans, Ehn Helena, og hefur það
hlotið mjög góöa dóma.
Fullt nafn: Árni R)sen Þorgeirsson.
Fæðingardagur og ár: 17.5.48.
Maki: Hhdur Kristjánsdóttir.
Börn Þrír synir, Kári, Flóki og Teit-
ur.
Bifreið: Honda Civic 1989.
Starf: Leikhstar- og bókmennta-
ráðunautur Þjóðleikhússins.
Laun: Misjöfn, en ég læt þau duga.
Áhugamál: Bókmenntir, leikhús,
fólk.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur i lottóinu? Þrjár.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Lesa ljóð.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Setja verið utan um sæng-
urnar.
Uppáhaldsmatur: Harðfiskur.
Uppáhaldsdrykkur: Kaffi og te.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Michael
Jordan.
Uppáhaldstímarit: Ský og Bjartur.
Ámi Ibsen.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Blökku-
kona sem ég sá í svip á neðanjarð-
arstöð í London fyrir mörgum
árum.
Ertu hlynntur eða andvígur rikis-
stjórninni? Andvígur.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Æth þaö myndi ekki vera
Róbert Creeley ljóöskáld.
Uppáhaldsleikari: Leikararnir í
mínum leikritum.
Uppáhaldsleikkona: Sama svar.
Uppáhaldssöngvari: Jose Careras.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Hermann.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Veður-
fréttir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Andvíg-
ur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Mér finnst gamla Gufan
skást.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Hahdóra
Friðjóns og Jórunn Sigurúar.
Hvort horfirþú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Eg horfi aldrei á sjón-
varpið, nema þá á veðurfregnimar.
Uppáhaldssjónvarpsmaður? Hún
Unnur Ólafs veðurfréttakona.
Uppáhaldsskemmtistaður: Þjóð-
leikhúskjallarinn.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍA og
Haukar.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku i
framtíðinni? Að verða svolítið
skárri.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Fór
til Portúgals.