Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Page 10
10
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993
Saumakonur hafa nóg að gera:
Islenskar konur yilja ekki
Marilyn Monroe kjóla
- segja Hulda Kristinsdóttir og Eva Kristjánsdóttir, kjólameistarar og klæðskerar
Eva Hildur Kristjánsdóttir og Hulda Kristinsdóttir eru klæðskerar og geta kallað sig kjólameistara um áramót-
in. Þær hafa nóg að gera við að búa til samkvæmisdress á konur og karla fyrir árshátiðir vetrarins.
DV-mynd Brynjar Gauti
Kjóll sem Hulda saumaði og var sýndur á tískusýn- Síðir samkvæmiskjólar eru mjög að ryðja sér til rúms
ingu á Hótel Borg fyrir stuttu. og verða allsráðandi á árshátíðum vetrarins.
„Ég fann breytingu á síðasta ári í
þá veru að konur vildu láta sauma
á sig síða kjóla fyrir árshátíðir og
nýársfagnaði. Á tímabili vann ég
dag og nótt við saumaskapinn. Nú
er sams konar timabil að ganga í
garð,“ segir Hulda Kristinsdóttir
sem nýlega opnaði Kjóla- og klæð-
skeragallerí í Listhúsinu ásamt
Evu Hildi Kristjánsdóttur. Þær
Hulda og Eva útskrifuðust báðar
úr Iðnskólanum sl. vor. Þær eru
klæðskerar og geta titlað sig kjóla-
meistara um áramótin.
„í nóvember er mikið um árshá-
tíðir og konurnar að byrja að huga
að þeim. Reyndar mættu þær vera
fyrr á ferðinni því þetta endar allt-
af í því að við erum að sauma langt
fram á nótt á síðustu stundu," seg-
ir Hulda sem var að sauma smók-
ingfót á herra þegar helgarblaðið
leit í heimsókn.
Hulda og Eva segja að þegar
kreppir að í efnhagslífi þjóða kjósi
konur að ganga í fallegum og vönd-
uðum kjólum. Þá velji þær fremur
að láta sauma á sig enda eiga þær
þá ekki á hættu að mæta annarri
konu í eins kjól. „Þaö er engin
hætta á siíku,“ fullyrða saumakon-
urnar enda segjast þær aldrei
mundu sauma tvo eins kjóla.
„Gamhr klæðskerar hafa sagt
mér að þegar kreppir að velti fólk
mikið fyrir sér hvað það fái fyrir
peninginn og þá velji það að láta
sauma á sig. Meö því að láta sauma
er fólk öruggt að fá þá flík sem það
langar í. Yfirleitt þarf að breyta
dýrum kjólum, sem keyptir eru út
úr búð, eitthvað þannig að þeir
passi konunni fullkomlega. Það
sama gildir um karlmenn með t.d.
smókingfót. Hins vegar geta fötin
misst snið ef t.d. þarf að stytta bux-
ur mikið, víkka mittið eða stytta
ermar," segir Hulda.
Lítið úrval
í verslunum
„Síðan er eins og verslanir séu
hræddar viö að kaupa inn dýra fina
kjóla þegar minni fjárráð eru í
þjóðfélaginu. Þess vegna er ekki
mikið úrval af glæsikjólum í versl-
unum. Þetta var sérstaklega slæmt
í fyrra en þá var eins og gleymst
hefði að panta flna kjóla til lands-
ins,“ segir Hulda.
„Mjög algengt er einnig að konur
kaupi efni í útlöndum og komi með
þau heim enda eru góð efni dýr hér
á landi,“ segir Huida. Misjafnt er
hvernig efni konur velja en í fyrra
voru pallíettuefni mjög vinsæl í
kjóla. Slíka kjóla kostai' um tuttugu
og fimm þúsund að sauma. Hulda
segir að brúðarkjóll sé dýrasti
kjóllinn sem hún hafi saumað en
hann kostaði um eitt hundrað þús-
und. Dýrasti ballkjóllinn var hins
vegar um sextíu þúsund.
Kjóll úr
fjörutíu ára efni
Konur, sem láta sauma dýra kjóla
á sig, nota þá síðan yfirleitt aðeins
einu sinni og fá sér nýjan á hveiju
ári. „Ég er að fara að gera kjól úr
fjörtíu ára gimlu efni og hugsa um
það dag og nótt hvemig best sé að
sníða hann,“ segir Hulda.
Misjafnt er hversu miklar línur
eigandi efnisins leggur fyrir
saumakonuna. „Stundum koma
konur með úrklippu úr blaði, jafn-
vel myndband og vilja sérstakan
kjól sem þær hafa séð í sjónvarps-
þætti. í öðrum tiifellum er beðið
um hálsmál af einum kjól, bakhluta
af öðrum og ermar af þeim þriðja
þannig að einn kjóll getur verið
samsettur úr mörgum. Það er varla
hægt að tala um eina tísku í þessu
sambandi," segir Hulda ennfrem-
ur. Hún segist hafa gert marga
kjóla úr chiffon-efnum, einnig hafa
svartir kjólar með gylltum skreyt-
ingum verið vinsæhr.
„íslenskar konur eru mjög ragar
við að vera áberandi. Við fórum til
New York í fyrravor og heimsótt-
um marga þekkta hönnuði og þar
var verið að búa til glæsilega Mari-
lyn Monroe kjóla sem leggjast þétt
að líkamanum. íslenskar konur
fara ekki í þannig kjóla og þær
töluðu reyndar talsvert um að
pallíettukjólarnir, sem voru mikið
í fyrra, væru of mikið glamúr,"
segir Hulda og undirstrikar að kjól-
inn verði auðvitað að hæfa líkams-
vexti þeirrar konu sem á að bera
hann. „Allar þær konur, sem ég
hef rætt við núna, vilja látlausa
kjóla en vera fínar,“ segir Hulda.
Samkvæmis-
dömurnar leigja
ekki kjóla
Konur hafa annan möguleika að
skarta fallegum samkvæmiskjól á
árshátíðinni en þaö er að leigja
hann. Hulda telur að konur sem
fara á galadansleiki oft á ári leigi
sér ekki kjóla. „Ég get ekki séð að
konur sem stunda nýársböll og fín-
ar árshátíðir leigi sér kjóla. Hins
vegar er það góður kostur fyrir
konur sem fara út á fimm eða tíu
ára fresti eða eru að fara í brúð-
kaup. Eg býst við að það séu frekar
yngri konur sem nýta sér kjólaleig-
ur heldur en þær eldri. Annars er
ég ekki hrifin af þessum leigum og
mér finnst alveg hörmulegt þegar
ég skoða brúðarmyndir í dagblöð-
um og sé tvær til þrjár brúðir í
sama kjólnum," segir Hulda enn-
fremur.
Litla saumastofan þeirra Huldu
og Evu er ein af mörgum sem líta
dagsins ljós um þessar mundir en
það sýnir einmitt þörfina. Báðar
höfðu starfað heima við áður en
gefist upp á því. Hulda er með stórt
heimili, fjögur börn og tengdadótt-
ur, og segist ekki hafa haft nægileg-
an frið inn á heimilinu til að vinna.
Þær eru mjög hrifnar af Listhúsinu
og segjast vera ánægðar með að
vera innan um listina.
Frá Afríku
í iónskólann
Hulda og Eva kynntust í skólan-
um. Hulda var 38 ára þegar hún
ákvað að fara í skólann og var þá
með unga tvíbura og unglinga.
Hulda hafði saumað í mörg ár, sér-
staklega bamafót, þegar hún ákvað
að fara í skólann. „Ég bjó ásamt
fjölskyldu minni í Afríku í þrjú ár
en eiginmaður minn starfaði þar
fyrir danska utanríkisráðuneytið.
Þegar ég kom hingað heim tók það
mig tvö ár að venjast aftur hraðan-
um og þá eignaðist ég tvíbura,"
segir Hulda. „Ég var heimavinn-
andi húsmóðir í fjögur ár, fór
reyndar í öldungadeild Verslunar-
skóla íslands og lauk þaðan versl-
unarprófi, og ákvað síðan að fara
í iðnskólann og ná mér í réttindi
sem kjólameistari og klæðskeri.
Vinkonum mínum fannst það mjög
fyndið þegar ég ákvað að setjast á
skólabekk og læra að verða sauma-
kona. Þær hlæja ekki lengur enda
njóta þær góðs af kunnáttu minni.“
Eva hafði lengi ætlað að læra
fataiðn og hafði sótt um að komast
í skólann þrisvar þegar hún loks
komst inn. Hún hafði saumað öll
föt á sig frá þrettán ára aldri. „Það
er mjög erfitt að komast inn í deild-
ina enda eru alltaf miklu fleiri sem
sækja um en inn komast," segir
Eva.
í stuttu meö
lærin í skónum
Þær Hulda og Eva Hildur segjast
taka vel eftir hvernig konur klæða
sig. „Ég á bágt þegar ég kem á
skemmtistaöi og sé að það eru allt-
af þessar með lærin í skónum sem
ganga í stuttu pilsunum. Eða kon-
umar sem eru í pilsum niður á
miðja kálfa sem er algjör hallær-
issídd. Ég vil að konur með fallega
fætur gangi í stuttu en hinar séu í
sídd sem sé fyrir neðan kálfa. Ann-
ars undirstrika þær feita fótleggi,"
segir Hulda.
Mjög mikið er um að konur saumi
sjálfar heima og hefur það aukist
töluvert eftir að harðna fór á daln-
um. Hulda og Eva Hildur hafa orð-
ið mjög varar við það enda ætla
þær að halda saumanámskeið og
aðstoða konur við grunnatriðin á
næstunni milli þess sem þær
sauma galakjóla á samkvæm-
isdömurnar.
-ELA