Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Page 15
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993
15
| s j. i
I 1.
1 njí j »
Musteri spillingarinnar
Undangengin vika hefur um margt
verið merkileg. Fréttamenn hafa
stungið á kýlum þannig að gröftur-
inn vellur út. Kýlunum hefur íjölg-
að dag frá degi og ekkert lát virðist
á. Spillingin og siðleysið, sem þrífst
í efstu stigum þjóðfélagsins, er slíkt
að fólki ofbýður. Skattgreiðendur,
sem borga brúsann, setur hljóða.
Æ oftar heyrast samlíkingar við
spilhngu sem viðgengist hefur á
Ítalíu og gegnsýrt samfélagið þar.
Aðrir líkja ástandinu hér við það
sem tíðkast í einræðisríkjum þar
sem spillt yfirstéttin sópar að sér
auði meðan alþýða manna lepur
dauðann úr skel.
Hæstiréttur
skammtar sér laun
Hver fréttin hefur rekið aðra.
Tömin hófst með fréttum af sjálf-
tekt hæstaréttardómara á launum.
Þeir hreinlega bættu við sig á ann-
að hundrað þúsund krónum á mán-
uöi án þess að. spyrja kóng eða
prest. Skynsamlegt hlýtur að telj-
ast að dómarar við Hæstarétt séu
vel launaðir svo þeir þurfi ekki að
hafa efnahagslegar áhyggjur í
vandasömu starfi. Þaö breytir þó
ekki því að þau laun verða aðrir
að ákvarða en dómararnir sjálflr.
Þetta var þó aðeins byrjunin á
máh hæstaréttardómaranna. í ut-
andagskrárumræðu um máhð kom
fram að dómaramir halda launum
sínum til æviloka, jafnvel eftir að-
eins um tíu ára starf við dóminn.
Það em óneitanlega hlunnindi sem
eru nokkurs virði. DV bætti svo
um betur í frétt í vikunni þar sem
fram kom að fimm fyrrverandi
hæstaréttardómarar hafa þegið í
laun og lífeyrisgreiðslur á bihnu 4
mihjónir til 5,4 mihjónir á ári frá
því að þeir létu af störfum um 65
ára aldur. Þessir dómarar hafa
fengið um 300 mihjónir í laun og
lífeyri frá því aö þeir létu af störf-
um. Sá sem lengst hefur notið þessa
hlunninda fær hæstar mánaðar-
greiðslur eða nær 450 þúsund krón-
ur á mánuði. Alls hefur hann feng-
iö um 110 mihjónir króna frá því
að hann lét af störfum árið 1972.
Fyrrverandi hæstaréttardómari
hefur nú stefnt ríkinu og krefst
þess að fá sömu launauppbót og
núverandi hæstaréttardómarar
hafa tekið sér með yfirvinnu-
greiðslum. Fjármálaráðherra hef-
ur lýst þvi yfir að ríkið muni hafna
kröfu dómararans fyrrverandi og
segir jafnframt að óeðhlegt sé að
dómaramir haldi fuhrnn launum
til dauðadags.
Fróðlegt verður að fylgjast með
þessu máh í dómskerfinu og ekki
síst því hvernig Hæstiréttur tekur
á launakröfum hæstaréttardómar-
ans fyrrverandi. Fyrir leikmann er
ekki annað að sjá en Hæstiréttur í
hehd sé vanhæfur í máhnu. Þar eru
menn í raun að dæma í eigin sök.
Milljónajeppi Jóns
En leikurinn æstist fyrst veru-
lega þegar kom að jeppamálum
seðlabankastjóra. Það gekk fram
af mönnum þegar það spurðist að
Jón Sigurðsson, nýráðinn seðla-
bankastjóri, hefði pantað sér nær
fimm mihjóna króna jeppa. Þegar
seðlabankastjórinn nýráðni fann
fyrir þrýstingi almenningsáhtsins
gaf hann eftir og hætti við að kaupa
glæsivagninn. En það var of seint
í rassinn gripið hjá seðlabanka-
mönnum. Boltinn hafði verið gef-
inn upp og hann hætti ekki að rúha
þótt glæsijeppinn kæmist ekki á
seðlabankastalhnn.
Gægst inn í höllina
Hvert máhð rak nú annað hjá
Seðlabankanum þegar menn gægð-
ust inn í höhina dökku en sú glæsi-
bygging hefur verið leyndarhjúpi
huhn. Byggingin var umdeild frá
upphafi en Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri, sem nýlega hefur látið
af störfum, fór sínu fram og must-
eri mammons reis. Það var raunar
ekki andskotalaust fyrir frétta-
mann Stöðvar 2 að fá að skoða her-
legheitin eins og sjónvarpsáhorf-
endur sáu fyrr í vikunni. Það hafð-
ist þó með leiðindum og frekju og
varð sauðsvörtum almúganum þá
ljóst að vel var við starfsmenn
bankans gert, bæði líkamlega og
andlega. Mötuneytið var eins og á
fínu hóteh, hstasafn bankans til
andlegrar uppörvunar og þá var
leikfimisalurinn ekki slorlegur.
Stutt myndskeið sýndi bílageymslu
starfsmanna og annað bílageymslu
bankastjóranna. Þar sást að Jón
Sigurðsson var ekki einn í bílaleik.
Birgir ísleifur Gunnarsson ekur á
glæsilegum Fordjeppa og Tómas
Ámason á Chevroletjeppa engu
minni. Jóhannes Nordal ekur víst
enn á seðlabankajeppa, Range Rov-
er Vogue. Von var til þess að Jón
vhdi Grand Wagoneer í safnið.
LaugardagspistiU
Jónas Haraldsson
fróttastjóri
Lúxus í sveitinni
Umræðan um seðlabankajepp-
ana var enn heit þegar á daginn
kom að Seðlabankinn á sjö sumar-
hús viðs vegar um landið. DV
greindi frá þvi að brunabótamat
þeirra væri tæpar 54 milljónir. Að
auki hefur bankinn fjárfest í landi
fyrir tugi mihjóna. Nýjasti sumar-
bústaðurinn var byggður í fyrra og
kostaði 13,6 mihjónir króna. Óhætt
er að segja að það sé glæsilegt hús
sem venjulegt fólk lætur sig ekki
dreyma um, ekki stéttarfélög sem
þó hafa reynt að koma upp sumar-
húsum fyrir sína félaga né aðrir
þeir sem óbrenglaðir teljast í fjár-
málum. Flottræfilshátturinn og
peningaausturinn ríður ekki við
einteyming.
Krónur
bomar saman
Almúginn kyngdi tvisvar og
horfði á myndimar af glæsijeppun-
um og lúxushúsunum í sveitinni.
Væntanlega er og hefur verið mikið
þjóðhagslegt gagn að þessari stofn-
un fyrst starfsmenn hennar njóta
þessara sérréttinda. Vel hlaut að
vera séö fyrir peningamálum þjóð-
arinnar. Var það bara misskilning-
ur að við værum í miðri kreppu
og launafólkið með herta sultaról-
ina eftir viðvarandi þjóðarsátt og
kjaraskerðingu? í miðjum þessum
þankagangi var sjónvarpsviðtal við
Hannes Hólmstein Gissurarson
háskólakennara. Hann sagði í
stuttu máh áht sitt á jeppakaupum
Jóns Sigurðssonar seðlabanka-
stjóra. Það væri í lagi, að mati
Hannesar, að bankastjórinn fengi
mihjónajeppann ef sýnt væri að
peningamálum þessarar þjóðar
væri vel komið. Því miður er það
ekki svo, sagði háskólakennarinn
og tók einfalt dæmi. Þegar við sht-
um sambandi okkar við Dani var
íslenska krónan jafngild þeirri
dönsku. Núna er sú íslenska einn
þúsundasti af þeirri dönsku. Þarf
frekari vitna við?
Ekki áhyggjur
af skattinum
En seðlabankabahið var ekki
búið. DV greindi frá því á fimmtu-
dag að aðalfundur Verðbréfaþings
íslands í Seðlabankanum hefði á
síðasta ári ákvarðað þóknun til
stjómarmanna þingsins þannig að
tryggt væri að skattahækkanir
rýrðu ekki kjör þeirra eins og
venjulegs launafólks. Þetta mun
einsdæmi í bankakerfinu enda
sagði stjómarformaður Verðbréfa-
þingsins, Eiríkur Guðnason, sem
jafnframt er aðstoðarbankastjóri
Seðlabankans, degi síðar í DV að
samþykktin um laun stjómar-
manna væri ekki rökræn í sjálfu
sér og rétt væri að breyta henni.
Þetta verður þó eingöngu tekið th
endurskoðunar vegna fréttar DV
og málinu flýtt en ekki beðið aðal-
fundar á næsta ári.
Ferðaskrifstofa
á fyrsta farrými
Og seðlabankamenn stigu áfram
menúett við landsmenn. Almúgan-
um fipaðist þó aðeins í dansinum
þegar Sjónvarpið greindi frá því í
fyrrakvöld að seðlabankastjórar
hefðu fariö í 61 utanlandsferð frá
því í ársbyijun 1991. Víðfórlasti
bankastjórinn, Jóhannes Nordal,
sem nýlega lét af störfum, fór á
þessu tímabih tuttugu og fimm
ferðir, Tómas Ámason átján, Birg-
ir ísleifur Gunnarsson fimmtán og
Jón Sigurðsson, sem tók við í sum-
ar, hefur þegar farið þijár.
I fréttinni kom fram að banka-
stjórarnir nytu sérkjara á ferðalög-
um. Bankinn borgar ekki aðeins
gistingu og morgunverð heldur og
risnu samkvæmt reikningi. Ofan á
þetta fá bankastjóramir fuha eða
hálfa dagpeninga sem eru 18 til 23
þúsund krónur á dag. Bankastjór-
arnir geta geta og boðið eiginkon-
um sínum með tvisvar á ári. Bank-
inn borgar flugfar og gistingu og
eiginkonurnar fá hálfa dagpeninga
á dag, ehefu þúsund krónur. Vart
þarf að taka fram að flogið er á
fyrsta farrými.
Fuhyrða má að almenningur ger-
ir sér ekki grein fyrir þeim lúxus
sem þetta býður upp á. Flogið er á
fyrsta farrými og um leið og stigið
er út úr Saga Class býður lúxushót-
ehð og ahur kostnaður greiddur.
Að auki fá bankastjórahjónin aht
að 34 þúsund krónur í dagpeninga
á hveijum degi utanlandsferðar-
innar. Sér einhver fýrir sér al-
múgahjónin á hinum endanum
sem velta því lengi fyrir sér hvort
þau eigi að leyfa sér helgarferð th
Dublinar á þessu eða næsta ári fyr-
ir sömu upphæð og bankastjóra-
hjónin fá í dagpeninga í einn dag?
Siðbótarerþörf
Þetta er siðblinda sem verður að
taka á. Siðbhndan er víðar í kerfinu
en í Seðlabankanum. Ástandið þar
er þó verst hvað utanlandsferðim-
ar varðar ef marka má sjónvarps-
fréttina. Þar kemur i ljós að þeir
120 starfsmenn Seðlabankans, sem
vinna bankastörfin, hafa farið 350
utanlandsferðir frá því á árinu
1991. Ferðakostnaður á hvem
starfsmann Seðlabanka var 316
þúsund krónur. Th samanburðar
var ferðakostnaður á hvern starfs-
mann Landsbanka 46 þúsund og í
Búnaðarbanka 27 þúsund á sama
tímabih. Það mætti halda af þess-
um tölum að Seðlabankinn á Am-
arhóh stjómi alheimsviðskiptun-
um.
Það var því ekki að undra að sjón-
varpsmaðurinn sagði að Seðla-
bankinn minnti fremur á ferða-
skrifstofu en bankastofnun.
Samfara fréttum af siöblindunni
í Seðlabankanum í vikunni hafa
fjölmiðlar bent á önnur dæmi um
forréttindi ríkisforstjóra sem virð-
ast lifa í öðrum heimi en almenn-
ingur á krepputímum. Ráðherrar
hafa í framhaldi af því óskað eftir
upplýsingum um hlunnindi í þeim
stofnunum sem undir þá heyra.
Breytinga hlýtur því að mega
vænta og það fyrr en seinna. Bahið
er ekki búið enn.