Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Side 17
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993
17
18 ára ballettdansari og f slandsmeistari í golfi:
Golf og ballett
passa vel saman
- segir Tryggvi Pétursson sem auk þess stundar nám í MR
„Þaö var upphaflega mamma sem
sendi mig í ballett. Ég var þá átta
ára og hlýddi því. Fannst að
minnsta kosti allt i lagi að prófa.
Síðan eru liðin tiu ár og ég er enn
í ballettinum,“ segir Tryggvi Pét-
ursson, ballettdansari og Islands-
meistari unglinga í golfi. Mörgum
finnst merkilegt að Tryggvi skub
hafa náð góðum árangri á tveimur
sviðum sem þar að auki teljast
mjög ólík. Að auki er Tryggvi á
þriðja ári í Menntaskólanum í
Reykjavík, á eðlisfræðibraut.
„Það fer vel saman að æfa golf
og ballett," segir Tryggvi. „Vissar
hreyfingar, sem ég hef lært í ball-
ettinum, koma sér vel í golfinu. Ég
vil einmitt þakka ballettinum
hversu góðum árangri ég hef náð
með kylfuna," segir hann ennfrem-
ur.
Mjög sjaldgæft er að íslenskir
strákar fari í ballettnám, jafnvel
þótt íslendingar eigi einn helsta
ballettdansara heims, Helga Tóm-
asson. Tryggvi hóf sitt nám í ball-
ettskóla Sigríðar Ármann og er þar
ennþá. Hann viðurkennir að stund-
um, sérstaklega á unglingsárum,
hafi komið upp togstreita hjá hon-
um þar sem það þótti ekki karl-
mannlegt að vera í ballett. „Ég fékk
létt skot á mig,“ segir hann en síðan
hef ég ekkert fundið fyrir því. „Á
fyrstu árum mínum í ballettinum
voru tveir strákar með mér en þeir
hættu báðir. Ég hef verið einn síðan
með tiu til fimmtán stelpum," segir
Tryggvi og segir að þetta sé mjög
skemmtilegt. „Ég hef fengið hug-
dettur að hætta í ballettinum en
sem betur fer hef ég ekki gert það.
Að undanfömu hefur verið mjög
gaman enda er námið farið að skila
mér árangri," segir hann.
Tryggvi útskrifaðist í sumar úr
ballettnáminu en heldur áfram í
vetur til að öðlast atvinnuréttindi.
Lítill hraði
- En af hverju fara svona fáir
strákar í ballett?
„Það er ekki mikill hraði í ballett-
inum. ímyndin er heldur ekki mjög
góð, tónlistin er ekki sú tónlist sem
ungt fólk hlustar á daglega, og yfir-
leitt virðist sem karlmenn séu allt-
af í aukahlutverki í ballettsýning-
um þar sem ballerínumar, nettar
og fínlegar, vekja miklu meiri at-
hygli."
Tryggvi segist ekki vita hvort
hann ætli að ljúka kennaraprófi
þar sem það taki mikinn tíma. Þá
þurfi hann að fylgjast með
kennslutímum og lesa margar
bækur. Þar sem hann sé á fullu í
menntaskólanáminu vilji hann að
minnsta kosti bíða með slíkar
ákvarðanir. Tryggvi hefur lítið lát-
ið á sér bera (3g hefur ekki kynnt
sér starfsemi íslenska dansflokks-
ins. Hann segir þó að ef hann fengi
tilboð um að dansa myndi hann
skoða það. „Ég hef ekkert kannaö
hvaða möguleika ég á,“ segir hann
en bætir við að það væri gaman að
gera það.
Tryggvi segir að þrír yngri strák-
ar séu núna í skólanum þannig að
lítil breyting hefur orðið á áhuga
karlkynsins á þessari listgrein.
Golfmeistarinn og ballettdansarinn Tryggvi Pétursson við heimanámið
en hann er á þriðja ári i Menntaskólanum í Reykjavik.
DV-mynd ÞÖK
Ballettdansarinn Tryggvi Pétursson á útskriftardegi í ballettskóla Sigrið-
ar Ármann. Með honum á myndinni eru Ásta Björnsdóttir kennari, til
vinstri. Síðan eru þrjár ballerínur sem allar luku kennaraprófi, Rakel
Pálsdóttir, Alma Guðjónsdóttir og Pálína Björnsdóttir. Auk þess er próf-
dómarinn Beryl Morina og loks Sigriður Ármann.
Svipað er upp á teningnum í öðrum
ballettskólum.
í golfið afkrafti
Þegar Tryggvi flutti ásamt fjöl-
skyldu sinni í Grafarvog árið 1985
fékk hann áhuga á golfi enda er
stutt að fara á golfvöllinn. „Ég byij-
aði strax í golfinu þegar við fluttum
og hef æft af krafti síðan. Reyndar
þekkti ég engan í golfinu þannig
að ég tók það bara upp hjá sjálfum
mér. Ég finn mér alltaf tíma til að
gera það sem mig langar til þó auð-
vitað geti þetta stundum rekist
saman eins og í sumar þegar ég var
að æfa ballettinn fyrir lokapróf og
var einnig á fullu í golfinu."
Tryggvi hefur hug á að fara til
útlanda eftir menntaskólanámið og
fara í háskóla annaðhvort í Svíþjóð
eða Bandaríkjunum. „Ég vil geta
spiiað golf með náminu,“ segir
hann.
Tryggvi á tvo bræður, yngri og
eldri, en þeir hafa ekki haft mikinn
áhuga á sporti. Hins vegar æfði
Tryggvi lengi fótbolta, einnig borð-
tennis og líkamsrækt. Hann segist
hafa'mikinn áhuga á öllum íþrótt-
um. Hins vegar er ekki æskilegt að
ballettdansari sé mikið vöðvabúnt.
„Það má bara alls ekki,“ segir
Tryggvi. Hann ætlar að halda
áfram að dansa og spila golf og
lætur sér fátt um finnast þó að ein-
hverjum þyki ballettinn ekki viö
karla hæfi en segir þó: „Það er frek-
ar erfitt að vera karlmaður í bal-
lett á íslandi."
-ELA
RÉTTVERÐ
132.727
með 30%
afslætti
92.900
VERSLUNIN m
II II II I/í
HVERFISGOTU 103 - SIMI: 625999
Af sérstökum ástœóum
getum vió í Versluninni
HLJÓMBÆ boóió fullkomió
28" SHARR sjónvarp
meó ótrúlegum afslœtti
39.827
• NICAM • VÍÐÓMA • TEXTAVARP® 21 PINNA SKARTENGI •
• FLATUR • „BLACK LINE" SKJÁR • ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR •