Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Qupperneq 20
20
Kvikmyndir
Tvær af sögupersónum Short Cuts.
RobertAItman
- aldrei betri
Nýlega lauk kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum sem er ein virtasta kvik-
myndahátíðin í heiminum. Að þessu
sinni hlaut Robert Altman æðstu
verðlaun hátíðarinnar, gullijónið,
fyrir mynd sína Short Cuts. Þetta er
mikil viðurkenning fyrir þennan
sjálfstæða, þrjóska kvikmyndagerö-
armann sem fer sínar eigin leiöir.
Raunar hafði hann fengiö uppreisn
æru með síðustu mynd sinni The
Player sem hlaut á sínum tíma gull-
pálmann á kvikmyndahátíðinni í
Cannes eftir langt tímabil gleymsku
og þagnar.
Short Cuts er talin vera ein besta
mynd Altmans og slá jafnvel út eldri
myndir hans eins og Nashville og
M*A*S*H. Hann byggir mynd sína á
smásögum eftir Raymond Carver
sem lést úr krabbameini árið 1988,
ungur að árum. „Ég las ekki þessar
smásögur fyrr en 1990,“ hefur veriö
haft eftir Altman. „Ég var aö fljúga
frá Evrópu til Bandaríkjanna og
byijaði að lesa smásögurnar á leið-
inni. Ég las tvær til þrjár sögur og
sofnaði síðan og las svo fleiri þegar
ég vaknaði. Þegar ég kom út úr vél-
inni laust því niður í huga mér að
hægt væri að gera góða kvikmynd
eftir sögunum. Þær blönduðust sam-
an í eina heild í huga mínum. Þetta
var munstur sem ég haíði verið að
velta fyrir mér í ein 30—40 ár. Það er
að segja margar sögur samtímis. Með
því móti færðu áhorfendur til að lifa
sig betur inn í efni myndarinnar."
Óvæntir atburðir
Það er einmitt þetta sem Altman
geröi. Þótt hann fylgdi eftir sögum
Carvers að mestu bætti hann inn
nýjum persónum a.m.k. í einni sögu
með handritahöfundi sínum. í mynd-
inni fáum við að kynnast einum 22
persónum á þeim þremur tímum sem
sýning hennar tekur. Líf þessa fólks
er samofið ýmsum atburðum, bæði
sorglegum'Dg fyndnum. Einstakhng-
arnir eru flestir venjulegt fólk sem
allt í einu stendur frammi fyrir
óvæntum aðstæðum sem breyta lífi
þeirra. Við fylgjumst með ungum
Umsjón
Baldur Hjaltason
hjónum, Bruce Davison og Andie
MacDoweli, sem verða fyrir því að
sonur þeirra verður fyrir bíl sem er
ekið af Lily ThomUn. Hún er gift bíl-
stjóra, sem er leikinn af Tom Waits,
sem hefur lent í erfiðleikum í lífinu.
Mathew Modine leikur síöan læknir-
inn sem er fenginn til að sinna slas-
aða barninu en hann hefur áhyggjur
af því hvort konan hans hafi haldið
fram hjá honum. Svona gengur þetta
koll af kolU og áhorfendur dragast
inn í flókið samspil margra einstakl-
inga.
Einn á móti öllum
Altman notar í þessari mynd eins
og The Player mikinn fjölda þekktra
leikara í stór jafnt sem Util hlutverk.
Leikarar keppast um að fá að koma
fram í myndum hans og það virðist
vera orðin upphefð að fá að taka
þátt í gerð mynda sem Altman leik-
stýrir. Hér hefur oröið mikU breyting
á síðan Robert Altman var áUtinn
vandræðabam Hollywood. í eldri
myndum hans kom vel fram sá stíll
sem hefur einkennt Altman sem leik-
stjóra, þ.e. að hafa efnisþráðinn sem
lauslegastan og spinna síðan út frá
honum í ýmsar áttir. Það sem hefur
gerst er að Altman hefur náð betri
tökum á þessu frásagnarformi og er
Short Cuts gott dæmi um hve
skemmtileg útkoman getur orðiö ef
menn hafa vald á efninu.
En Altman stendur enn að mörgu
leyti úti í kuldanum því stóru kvik-
myndafyrirtækin hafa ekki viljað
vinna með honum eftir að hann gerði
Popeye árið 1980. Hvort sem það er
við Altman að sakast eða ekki var
myndin algerlega misheppnuð. Hann
fór því aö vinna í auknum mæU fyr-
ir sjónvarp og gerði þar góða hluti
eins og Come Back to the Five and
Dime, Jimmy Dean, Jimmy Dean og
svo Vincient & Theo. En þótt Altman
hafi nú gert tvær stórgóöar myndir
í röð er ólíklegt að hann verði tekinn
í sátt af kvikmyndaframleiðendum í
HoUywood. Hann setur það sem al-
gert skflyrði um samstarf að hann
fái að ráða þvi hvernig myndin Utur
út þegar hún er tilbúin tU sýningar,
þar með talið lengd. Það er líklegt
aö mörgum hafi ekki líkaö 3 klukku-
stunda sýningartími Short Cuts þar
sem þá er ekki hægt að sýna mynd-
ina eins oft á dag í kvikmyndahúsum.
En það er gaman að gleðjast með
Robert Altman með Short Cuts.
Hann er dæmi um mikinn baráttu-
mann sem gefst ekki upp og hefur
nú uppskorið árangur sem erfiði
kominn á fuUorðinsár.
LAUGARDAGUR 16,'OKTÓBER 1993
Kvikmyndir:
Nú er vetrardagskrá ríkissjón-
varpsins hafin. Þar kennir margra
grasa fyrir kvikmyndaáhugafólk
því ætlunin er að sýna 5 kvikmynd-
ir í hverri viku. Ríkissjónvarpið
hefur ætíö sýnt kvikmyndir frá
ýmsum heimshlutum og ekki ein-
göngu einskorðað sig viö ensku-
mælandi lönd. Inni á miUi hafa Uka
veriö skemmtilegar perlur eins og
nokkrar myndir japanska meistar-
ans Juzo Itami sem fékk skemmti-
lega umfjöUun í Time Magazine í
sumar.
í vetur verður íslenskum mynd-
um gert hátt undir höfði og er það
mjög jákvætt. Ætlunin er að sýna
á mánudögum einu sinni í mánuði
íslenskar myndir. Hér er bæöi um
að ræða endursýningar og frurn-
sýningar því sjónvarpið hefur
tryggt sér sýningarrétt að myndun-
Inguló og Svo á jöröu sem á himni.
Af öðru forvitnilegu efni fyrir kvik-
myndaáhugafólk er hin vandaða
heimUdarmynd Verstööin ísland.
Það er gaman að geta þess aö tvær
þessara mynda tengjast 15. menn-
ingarverðlaunum DV sem voru af-
hent í vor. Snorri Þórisson fékk
verðlaunin fyrir kvikmyndatöku
sína á Svo á jörðu sem á himni og
Verstöðin Island hlaut tilnefningu.
Sunnudagsbíó
Sjónvarpið mun einnig bjóða upp
á svokallað 3. bíó á sunnudögum
þar sem sýndar verða fjölskyldu-
myndir af fjölbi'eyttum tóga. Þótt
myndirnar eigi að höfða frekar til
ungu kynslóðarinnar er ekki að efa
margir hinna eldri munu hafa gam-
anafað fylgjast með myndum eins
Bömin í Olátagarði eftir sögu Astrid
Lindgreen, American Flyers með
Kevin Kostner í aöalhlutverki og
svo 6 af bestu myndin Charles
Chaplin. Hér bætist viö enn einn
valmöguleikinn fyrir kvikmyndaá-
hugafólk en þess má einnig geta að
í vetur verður Stöð 2 með kvik-
myndir á sama tíma á laugardögum.
Þeir sem eru að leita eftir sér-
stæðum og listrænum myndum,
sem yfirleitt sjást ekld í kvik-
myndahúsunum, verða nú að
kveikja á sjónvarpinu á fimmtu-
dögum í staðinn fyrir á miðviku-
dögum. Hér kennir margra grasa
eins og ástarmynd eftir hinn marg-
verölauna spánverja Pedro
Almodovar sem ber heitiö Atame
eða Bittu mig, elskaðu mig, eins og
hún var kölluð þegar myndin var
sýnd í Háskólabíói. Viö fáum einnig
að sjá þýska mynd eftir Michael
Verhoeven sem ber nafnið Óstýri-
láta stúlkan (Das Schreckhche
Madchen) og hlaut silfurbjöminn á
kvikmyndahátíðinni í Berlín 1991.
Fjölbreytt úrval
Af öðrum myndum má nefna
bresku myndina High Hopes (1988)
sem er leikstýrö af Mike Leigh.
Þetta er önnur mynd hans en hann
hefur aöallega unnið fyrir sjón-
varp. Frá Bandaríkjunum fáum við
Stand and Deliver (1986), leikstýrða
af Ramon Menendez, sem fiallar
um verkfræðing sem fær köllun að
kenna í niðumýddum skóla í Los
Angeles þar sem allt vantar til alls.
Að iokum verður boöið upp á
kvikmyndir á föstudags og laugar-
dagskvöldum að venju. Þar gætir
meira hefðbundinna spennumynda
af bandarískum og breskum upp-
mna ásamt sjónvarpsmyndum.
Þar má nefna myndir eins og Flight
of the Navigator, Wild at Heart,
Pacific Heights, The Fabulous Ba-
ker Brothers og frönsku myndina
CamiIIe Claudel sem er ieikstýrð
af Bruno Nuytten og fiallar um
stormasamt samband þeirra Cam-
ille og myndhöggvarans August
Rodin. Flestar þessar myndir hafa
veriö sýndar hérlendis og hafa
gengið nokkuð lengi á myndbanda-
markaönum svo að líklegt er að
þeir sem horfa á kvikmyndir að
staðaldri hafi séð margar þeirra.
Wild at Heart er ein þeirra mynda sem sýndar verða i vetur.