Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Side 25
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 25 Frá menntamálaráðuneytinu Staða skólameistara við Menntaskólann í Kópa- vogi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið Bræðurnir Friðrik, Jónas og Gunnar Friðrikssynir. Friðrik hlaut nýlega heiðursmerki Bandaríkjahers. Hlaut aeðstu viður- kenningu Banda- ríkjahers fyrir hæfni Vikan 16/11 - 23/11 Margir litir - 387 hr. Itr. Ungur íslendingur, Friðrik Frið- riksson, var heiðraður og sæmdur orðum Bandaríkjahers fyrir vask- lega framgöngu og frábæra hæfileika við virðulega athöfn sem fram fór 20. ágúst sl. Friðrik, sem er 27 ára gam- all, er sonur hjónaxma Valgerðar Gunnarsdóttur Friðiiksson og Jón- asar Friðrikssonar sem búa í Seattle í Washingtonríki. Friðrik lauk háskólaprófi í stjórn- málafræði og gekk síðan til liðs við sérsveitir landgönguliðs Bandaríkja- hers. Hann hefur stundað skólanám jafnhhða herþjálfun og er í völdum hópi svokaliaðra undanfara, sem jafnan starfa að baki víglínu óvina þegar til átaka kemur. Eftir að Friðrik gekk í landgöngu- liðið fyrir rúmum þremur árum hef- ur hann verið sendur víða um heim. Hann hefur starfað í Asíu, Suður- Ameríku og í Evrópu. Þá var hann sendur til Sómalíu þegar Bandaríkja- her tók þar við friðargæslustörfum. Það var æðsti yflrmaður land- gönguliðs Bandaríkjahers sem af- henti Friðriki heiðursmerkin. Annað þeirra var fyrir störf hans í Sómalíu og hitt fyrir frábæra hæfni og árang- ur. Þetta er æðsta heiðursmerki sem veitt er fyrir hæfni. Friðrik vonast til að geta haldið áfram námi innan hersins og lokið þvi á næsta ári. Á því geta þó orðið tafir ef ákvörðun verður tekin um að beita sérsveitum hans í barátt- unni gegn eiturlyfjasmyglurunum, eins og rætt hefur verið um að und- anfomu. Friðrik á tvo bræður, Jónas og Gunnar. Jónas er háskólamenntaður sérkennari og Gunnar verkfræðing- ur. Þriðji matreiðsluþáttur Sjónvarpsins: Gufu- soðinn fiskur Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari sýndi áhorf- endum Sjónvarpsins á miðvikudagskvöldið hvemig matreiða á gæs en veiðimenn landsins eiga sjálfsagt töluvert af henni nú eftir að veiðitímabihð hófst. Þar áður bauð Úlfar upp á blandaðan fisk. Á miðvikudag verður þriðji þátturinn í þáttaröðinni meö Úlfari sem Saga-film hefur gert. Þar verður boðið upp á gufusoð- inn fisk. Það sem þarf í þann rétt er: Fiskur 2 tsk. rauð paprika 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauksgeiri 2 dl rise-soð 1 dl kampavín (má sleppa) salt og pipar 25 g ósaltað smjör Úlfar Finnbjörnsson sér um matreiösluna í Sjónvarp- inu. Skeifunni 8 - sími 81 35 00 AUKABLAÐ UM HÚSBÚNAÐ Miðvikudaginn 27. október mun aukablað um húsbúnaðfylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efn- ismikið að vanda. Meðal annars verður fjallað um heimilistæki, innréttingar, máln- ingu, gólfefni, húsgögn og nýja hönnun. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til rit- stjórnar DV, Jóhönnu Jóhanns- dóttur, fyrir 20. október. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi sambandi við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsinga- deild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtu- dagurinn 21. október. Ath.! Bréfasími okkar er 632727. Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 91 -632700 - Símbréf 91 -632727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.