Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Page 28
40
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993
Menning_________
Ferskeytlur
AB hefur nýlega sent frá sér safn ferskeytlna sem
Kári Tryggvason hefur tekið saman. Þetta er endur-
skoðuð útgáfa á vísnasafni hans, Vísan, sem birtist
fyrir áratug. Hér eru nær 170 vísur, ein á hverri síðu,
og það finnst mér óþarflega hátíðlegt. Þetta er lagleg
bók í litlu broti, en þó hefðu hæglega rúmast tvær
vísur á síðu, semsé tvöfalt stærra safn, án þess að
útgáfan kostaði neitt meira. Og nóg er tp af smellnum
vísum sem ekki hafa komist með hér. Ég held að það
hefði verið kostur að hafa þetta safn mun stærra því
þetta er ekki bók sem fólk les í striklotu, frekar að
flett sé upp í henni af og til. Það er auðvelt, þótt ekki
fylgi skrár, því vísurnar eru í stafrófsröð eftir upp-
hafi. Það er einkar þægilegt og einnig er fagnaðarefni
að vísunum var ekki raðað eftir efni. Það getur drepið
hvert ljóðasafn því útkoman verður þá jafnan svo ein-
Bókmenntir
Örn Ólafsson
hæf. Ekki sakna ég að ráði skrár yfir höfunda vísn-
anna. Þeir eru oft ókunnir og hér er svo fátt eftir hvem
hinna kunnustu að ekki getur gefið mynd af skáldskap
þeirra hvort eð er.
Safnið er frá löngu tímaskeiði, nokkurra alda. Það
er mikill kostur við safnið og einnig hitt að hér segir
aldrei frá tildrögiun vísu, eins og oft er í vísnaþáttum
blaða og útvarps. Því eru hér eingöngu vísur sem
standa á eigin fótum. Þannig veljast hinar veikburða
frá þegar. Safnið er íjölbreytt og vel valið svo að hér
er ekkert áberandi lélegt. Erfitt yrði annars að dæma
um val í þetta safn því til er svo óskaplega mikið að
velja úr að valið hlýtur að verða persónulegt. Mér
finnst kannski í minnsta lagi af neikvæðum og neyðar-
legum vísum, þetta safn er heldur góðlátiegt. Mikið
af þessum vísum er alþekkt, en þá er einmitt gott að
hafa greiðan aðgang að þeim því þær em stöðugt að
aflagast í minni fólks.
Nokkuð er hér um ferhendur eftir kunn skáld sem
í rauninni eru annars eðlis en lausavísur. En þær
skemma ekki bókina, heldur sýna öllu heldur áhrif
þessa fyrirbæris.
Það er fengur að þessu safni, aðeins þyrfti það að
verða mun stærra. Það liggur í eðh slíks safns að veröa
því betra sem það er fjölbreyttara. Og af nógu er að
taka af góðum vísum til viðbótar. Ég nefni bara sem
dæmi snjahar vísur Steingríms Thorsteinssonar, m.a.:
Lastaranum Ukar ei neitt
lætur hann ganga róginn
flnni hann laufblað fólnað eitt
fordæmir hann skóginn
eða þessa eftir Stephan G.:
List er það líka og vinna
Utiö að tæta í minna
alltaf í þynnra að þynna
þynnkuna allra hinna.
Enn er þess að geta að þetta safn er afar fjölbreytt
hvað bragarhætti varðar. Greinilega er safnarinn fróð-
ur um þá og ég held að það hefði tekið afar Utið rúm
að gefa yfirUt um bragarhætti, með tilvísun til bls.
hveiju sinni um dæmi. Það hefði verið verulegur feng-
ur að sUkum fróðleik og hefði ugglaust glætt mjög
skilning almennings og áhuga á vísnagerð.
Ferskeytlan.
Vísur og stef Irá ýmsum tímum.
AB 1993, 174 bls.
Bridge dv
Bridgefélag Hafnarfjarðar
SíðastUðinn mánudag, 11. október, var spiluð þriðja og síðasta lotan í
minningarmóti Þórarins og Kristmundar. ÚrsUt kvöldsins urðu eftir-
farandi í NS:
1. Ólafur Gíslason - Sigurður Aðalsteinsson 314
2. HaUdór Einarsson - Guðmundur Þorkelsson 310
3. Kristófer Magnússon - Guðbrandur Sigurbergsson 285
3. Júlíana Gísladóttir- Jón Gíslason 285
3. Amar Ægisson - Þorvarður Ólafsson 285
- og hæsta skor í AV:
1. Jóngeir Hlinason - Gunnar Birgisson 335
2. Trausti Finnbogason - Sigurður Sigurjónsson 322
3. Bryndís Eysteinsdóttir-Atli Hjartarson 286
Lokastaðan varð eftirfarandi:
1. Jóngeir Hlinason - Gunnar Birgisson 934
2. Gunnlaug Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason 906
3. Trausti Finnbogason - Sigurður Sigurjónsson 896
Næsta mánudagskvöld hefst tveggja kvölda einmenningur og geta spUar-
ar því mætt án þess að hafa áhyggjur af spUafélaga. SpUað er í íþróttahús-
inu v/Strandgötu og hefst spUamennskan klukkan 19.30.
Paraklúbburinn
Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í hausttvímenningi Paraklúbbs-
ins. SpUað er í tveimur riðlum og hæsta skori í A-riðU náðu eftirtaldir:
1. Anna Ívarsdóttir-Jón Baldursson 194
2. Árnína Guðlaugsdóttir-Bragi Erlendsson 187
3. Erla Sigurjónsdótir-Bemharð Guðmundsson 185
Hæsta skori í B-riðU náðu:
1. Sigrún Jónsdóttir-Ingólfur LilUendahl 192
2. Anna S. Guðmundsdótir-Ámi H. Jónsson 185
3. Hjördís Eyþórsdóttir-Sigurður B. Þorsteinsson 180
Heildarstaðan er þá þessi eftir tvær lotur:
1. Hjördís Eyþórsdóttir-Sigurður B. Þorsteinsson 384
2. Sigrún Jónsdóttir-Ingólfur Lilliendahl 375
3. Gróa Eiðsdóttir-Júlíus Snorrason 372
Sigurður og Hrólfur unnu hipp-hopp
Nú er lokiö hipp-hopp keppni Bridgefélags Reykjavíkur með glæsilegum
sigri Sigurðar Vilhjálmssonar og Hrólfs Hjaltasonar sem leiddu mótið frá
upphafi. Litiu munaði þó í lokin að Guðmundi Páh Arnarsyni og Þorláki
Jónssyni tækist að ná þeim að stigum í lokin. Lokastaðan í keppninni
varð þannig:
1. Sigurður Vilhjálmsson-Hrólfur Hjaltason 3094
2. Guðmundur Páll Amarson-Þorlákur Jónsson 3075
3. Hjördís Eyþórsdóttir-Ásmundur Pálsson 3001
4. ísak Öm Sigurðsson-Gylfi Baldursson 2997
Næsta miðvikudag hefst fjögurra kvölda hraðsveitakeppni og er skráning
þegar hafin. Unnt er að skrá sveitir í keppnina hjá BSÍ, síma 619360, og
hjáKristjániísíma 50275. -ÍS
© Tlie Wali Oloriny Cninpen/
Krakkar, krakkar
Frábær Aladdínleikur
Fylltu út eina Aladdinbók og þú getur
unniö feró fyrir tvo til Euro Disney i París
með Flugleiöum. Gist veröur á Hótel
Cheyenne i þrjár nætur og er hótelið í
Euro Disney.
Aö auki eru 10 aukavinningar sem eru
pitsa, kók og Aladdinis i boöi veitinga-
hússins ítaliu.
Leikreglur:
1. Fylla veröur út eina Aladdínbók meö
límmiðum. Ef vantar 20 myndir til aö
klára bókina farió þiö eftir leiöbeining-
unum hér fyrir neöan. Skilafrestur er
til 1. júli 1994. Dregiö verður 8. júli
1994 og veróa nöfn vinningshafa birt í
DV 9. júli 1994.
2. Í Reykjavík og nágrenni er hægt aó
fara meó bókina i Sælgætis- og video-
höllina í Garðabæ eöa Ísbjörninn í
Breiðholti. Klippt veröur horn af bók-
inni og starfsfólkið mun taka niður nafn,
heimilisfang og simanúmer. Aó auki
veróur gefinn is. Ef þér gefst ekki kost-
ur á að koma bókinni til skila á þessum
stööum getur þú sent hana merkta:
Valentina
P.O. Box 12176 - 132 Reykjavík.
Bókin veróur send til baka eftir útdrátt.