Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Side 29
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993
41
dv Trimm
Léttleikinn sveif yfir vötnum hjá kvenfólkinu i jóga-leikfiminni í Heilsubót.
DV-mynd SÞ
Sigfríður Vilhjálmsdóttir hjá Yogastöðinni Heilsubót:
Við eigum að anda
djúpt og hægt
nútímaðurinn andar ört og stutt
Margrét
Gunnars-
dóttir
Schram
stundarjóga-
leildimi hjá
Heilsubót
„Ég er hérna á hverjum vetri
og mér fmnst þetta vera ómetan-
legt og ómissandi. Mér fmnst ég
fá góða alhliða hreyflngu og góð-
ar teygjur og heid mér allri vel
við. Það er bara allt gott um þetta
að segja."
Hafdís
GuÖmunds -
dóttir stund-
ar jógaleik-
flmihjá
Heilsubót
„Ég er búin að stunda jógaleik-
fimi i 15 ár. Égfa? mikla velliðan
út úr því og það er yndislegt aö
vera hórna. Það er ekki spurning,
ég hæli þessu alveg upp í há-
stert.“
Stjömuhlaup FH:
Opið
almenn-
ingshlaup
Stjömuhlaup FH verður haldið
laugardaginn 23. október og hefst
það kl. 14 við íþróttahúsið í
Kaplakrika í Hafnarfirði. 14 ára
og yngri hlaupa 1,3 km, 15-18 ára
og konur, 19-34 ára og 35 ára og
eldri, hlaupa 3 km, karlar, 19-34
ára og 35 ára og eldri, hlaupa 5
km.
Yogastöðin Heilsubót að Hátúni 6a
hefur verið starfrækt frá 1973. í jóga-
stöð þessari er lögð áhersla á líkams-
æfingar, öndunaræfingar og teygjur
sem byggjast á ævafornum fræðum
sem nefnast hatha-jóga. í hatha-
jóga-heilsufræðinni má lesa eftirfar-
andi: „Hatha-jóga heilsufræðin er sú
grein innan jóga-heimspekinnar sem
fjallar um mannslíkamann, umönn-
un hans, vellíðan, heilsu, mátt og
allt sem lýtur að því að hann haldi
eðlilegu ástandi, eða því sem kalláð
er góð heilsa.
Hatha-jógafræðin hefur að leiðar-
ljósi að líkaminn sé tæki andans og
musteri sálarinnar. Sigfríður og Mile
hafa þetta að leiðarljósi á námskeið-
um sínum en þau reka Yogastöðina
og halda námskeið í hatha-jógafræö-
um.
Fólk sem sækir námskeiðin hingað
er yfirleitt fólk á jákvæðu línunni og
mikiU léttleiki svífur yfir sölum
Yogastöðvarinnar. Fólk er þarna á
öllum aldri, frá 20 ára og upp í 80,
og eru konurnar í nokkrum meiri-
hluta þó.
Sigfríður Vilhjálmsdóttir, annar
leiðbeinandinn, er að þessu sinni viö-
mælandi trimmsíðunnar.
Jóga-heilsufræðin hefur nokkur
heilræði í hávegum varðandi svefn.
Þau eru:
1. Þú skalt aldrei fara að sofa eftir
þunga máltíð. Þú verður syfiaður
en svefninn sem þú færð mun
ekki endurnæra þig.
2. Klukkutíma áður en þú ferð að
Undirstaða líkams-
ræktar nútímans
Hatha-jóga byggist á fornri vitn-
eskju og er í raun og veru undirstaða
líkamsræktar nútímans. Það eru 5
meginreglur sem við reynum að til-
einka okkur. í fyrsta lagi er það já-
kvætt hugarfar, í öðru lagi að vera
hófleg í öllu, og þá t.d. í sambandi
við mat, í þriöja lagi að læra að anda
rétt, í fjórða lagi að stunda jógaæfing-
ar og í fimmta lagi slökun. Við í Yoga-
stöðinni hugsum þetta sem fyrir-
byggjandi kerfi fyrir fólk áður en það
fer að þjást af ýmsum nútímakvill-
um. Við bætum nokkrum æfmgum,
s.s. axlar- og hálsæfingum, inn í jóga-
kerfið þó að þær æfingar séu ekki
beinlínis inni í því kerfi. Ástæðan er
sú að það eru svo margir sem þjást
af bakverkjum og vöðvabólgum í
hálsi og öxlum. Einnig erum við meö
styrkjandi séræfingar fyrir hendurn-
ar og fæturna. Hver tími varir í 1
klst. og byggist þannig upp að fyrst
setjast alhr niður með krosslagða
fætur, „pústa sig niður“ og slaka á.
Síðan forum við í gegnum öndunar-
æfingar og aö lokum eru styrktar-
og teygjuæfingar og síðast slökun.
Hver tími er oft frábrugðinn næsta
tíma á undan. Æfingamar sem við
sofa skaltu loka fyrir andlegt
áreiti. Þú skalt t.a.m. ekki horfa á
sjónvarp eða lesa bækur klukku-
tíma fyrir svefn.
3. Reyndu að kyrra hugann þegar þú
ert komin/n upp í rúm. Þú leysir
ekki fjárhagsvandann uppi í rúmi.
Þeim mun betur sem þér tekst að
kyrra hugann þeim mun dýpri
Sigfriður Vilhjálmsdóttir.
förum í gegnrnn eru mjög margar og
það er kannski það sem gerir þetta
fjölbreytilegt og skemmtilegt.
Öndun,
teygjur, slökun
í öndunaræfingunum leggjum við
áherslu á aö anda djúpt, alveg niður
í maga. Flestir eru samanfallnir og
svefn færðu. Eftir því sem svefn-
inn verður dýpri þarftu styttri
svefn.
4. Ef þú þarft að nota vekjaraklukku
skaltu láta hana hringja tíu mín-
útum áður en þú þarft aö fara á
fætur. Þú skalt stöðva hringing-
una án þess að opna augun. Hring-
ingin hefUr raskað ró þinni og
anda mjög stutt. Við það að anda
mjög djúpt verður viðkomandi allur
miklu borubrattari og tvímælalaust
reisulegri á velli. Við eigum að nota
lungun, anda vel að okkur og svo
tæma líka vel með útöndun - anda
djúpt en hægt. Nútímamaðurinn
andar hins vegar ört og stutt. Lík-
amsræktarfólk ætti einnig að hyggja
vel að öndun sinni og vera meðvit-
aðra um öndun sína. Hatha-jógastöð-
urnar (asanas) koma síðast. Þær eru
rúsínan í pylsuendanum. Fyrst verð-
um við að mýkja upp alla liði. Við
verðum að styrkja okkur. Við verð-
um að gera allt mögulegt áður en við
getum gert þessar æfingar. Maður-
inn eða konan af götunni geta ekki
komið og byrjaö aö standa á haus.
Alhr vöðvar verða þannig að vinna
saman til að geta myndaö eina stell-
ingu. Ekki geta allir framkvæmt
þessar jógastöður vegna þess að svo
margir eru illa farnir af vinnuálagi
og rangri þjálfun. Allir geta þó nýtt
sér þessar æfmgar til góös með því
að fara eins langt í æfinguna og lík-
amsástand leyfir. Slökunin sem er í
lok tímans er mjög mikilvæg því þá
fullvinna æfingamar sig. Líkaminn
slakar algjörlega á og nær aö losa
sig. Þá er reynt aö kyrra hugann og
binda athyglina.
þess vegna skaltu reyna að slaka
á. Einbeittu þér aö því að liggja
afslappaður og ekki byija að
hugsa um hvað komandi dagur
muni bera í skauti sér. Opnaðu
fyrst annað augað, síðan hitt.
Teygðu síðan vel á öllum líkaman-
um.
J óga-hei Isufræðin segir:
Sofnaðu aldrei með kýlda
vömb - líkaminn hvílist þá ekki vel