Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Qupperneq 31
43 4- LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Klæðskipt- ingur (trans- vestíti) í leit að sjálfum sér Hans er 48 ára gamall, giftur og þriggja barna faðir. Hann fann fyr- ir mikilli kynæsingu þegar hann fór í nærbuxur af systur sinni 13-14 ára gamall. Næstu ár hélt hann áfram að fara í kvennærföt og fróa sér. Hann kvæntist liðlega þrítugur en sagði konu sinni aldrei frá þess- ari áráttu sinni. Upp úr fertugu jókst þessi ástríða og hann fór að klæða sig í kvenfatnað, setti upp hárkollu, hengdi á sig skartgripi og málaði sig í framan. Svona bú- inn hitti hann stundum 3-4 aðra karlmenn sem líka höfðu gaman af að klæða sig á þennan hátt. Þeg- ar hann var þunglyndur eða undir álagi jókst þörfin að klæða sig í kvenföt. Hans fann fyrir innri ró og öryggi þegar hann var klæddur og kominn á kjól. Hann hafði marg- sinnis lofað sér því að hætta þessu, brennt eða fleygt öllu úr klæða- skápnum sínum en jafnharðan keypt nýtt og haldið áfram. Hann hafði aldrei efast um kynhlutverk sitt né heldur rennt hýru auga til annarra karlmanna. Einhveiju sinni um páska bar svo við að Hans lenti í miklum átökum í vinnunni. Hann fór heim í mikilli vanlíðan. Fjölskyldan var ekki heima og fór hann upp á háaloft til að klæðast kjól, nælonsokkum og ljósri hár- kóllu. Hann stóð fyrir framan speg- il og málaði sig þegar kona hans og tengdamóðir komu aðvífandi. Þær ráku upp mikið vein þegar þær sáu Hans svona búinn. Tengda- móðirin fékk aðsvif og hjartakast en konan sagðist aldrei ætla að tala við hann framar. Eftir nokkurra daga samningaþóf ákváðu þau að leita til mannvinarins Tjörva lækn- isogfágóðráð. Um transvestíta Þessi maður er tranvestíti eða klæðskiptingur. Orðið er dregið af „trans“, sem þýðir öfugt eða hin- seginn, og „vestitus" sem þýðir klæddur. Klæðskiptingur er ein- staklingur sem finnur fyrir ómót- stæðilegri löngun til að klæðast fötum hins kynsins um lengri eða skemmri tíma. Þessi árátta byijar oft í bernsku. Algengast er að karl- menn gangi í kvenmannsfötum. Flestir lifa eðlilegu lífi að öðru leyti en klæðast stundum kvenmanns- fötum, kvenundirfötum, sokkum og kjól eða pilsi, mála sig og láta á sig hárkollu og finna þá fyrir mik- illi kynferðislegri æsingu. Upphaf- lega tengjast klæðskiptin sjáifsfró- un eða öðru kynlífi en síðar innra öryggi og vellíðan. Klæðskiptingar eiga sér eigin skemmtistaði, sam- tök og klúbba víða erlendis. Þeir eru sjaldnast samkynhneigðir og margir klæðskiptingar virðast lifa fullkomlega eðlilegu kynlífi, eru kvæntir með fjölda bama á fram- færi. Stundum virðist eiginkonan vita allt um þessa áráttu og aðstoð- ar mann sinn við að mála sig, hag- ræðir hárkollunni og hjálpar hon- um að velja á sig sem fallegasta kjóla en aðrar hafa ekki hugmynd um þetta. Margar sagnir eru til um klæðskiptinga á öllum tímum, franski aðalsmaðurinn d’Éon (d. 1810) var ýmist klæddur kven- eða karlmannsfötum við hirðina. Guð- inn velkunni, Bakkus, skreytti sig stundum með kvenlegum höfuð- búnaði og skáldið Agathon gekk „Flestir lifa eðlilegu lífi að öðru leyti en klæðast stundum kvenmannsföt- um, kvenundirfötum, sokkum og kjól eða pilsi, mála sig og láta á sig hárkollu og finna þá fyrir mikilli kynferðislegri æsingu." Álæknavaktiimi um Aþenuborg klæddur í kven- mannsföt. Klæðskiptingar eru al- gjörlega hættulausir öðrum. Eng- inn veit af hvetju sumir finna fyrir þessari löngun til að klæðast fötum hins kynsins. Fæstir þessara ein- staklinga leita til lækna enda hefur engin meðferð borið umtalsverðan árangur. HjáTjörvalækni Tjörvi tók þeim hjónum ákaflega vel. Hann kvaðst skilja sjónarmið konunnar en hún yrði að átta sig á þeirri þráhyggju sem klæðskiptin væru. „Best væri að þú sættir þig við þessa ástríðu Hans og tækir þátt í henni. Hjálpaðu honum að hagræða hárkollunni, velja máln- ingu og skartgripi og fallegan kjól. Læknisfræðin getur ekki losað Hans við þessa áráttu svo að þú átt ekki marga kosti í þessari stöðu. Annaðhvort er að skilja eða vera saman og búa þá við transvestis- mann.“ Konan hugsaði sig um nokkra stund en ákvað síðan að sættast við mann sinn og lifa með honum áfram. Nokkru síðar kom hún á fund Tjörva læknis og sagði: „Nú lifum við saman í sátt og sam- lyndi. Hans klæðir sig öðru hveiju í kvenföt og við njótum ásta. Hann er þá æstari en nokkru sintii fyrr. Stundum velti ég því fy rir mér hvort ég sé lesbísk þegar ég nýt samfara við manninn minn, klædd- an í kvenföt og kvenundirföt." Hún horfði dreymandi út í loftið. Tjörvi læknir sagði ekki neitt enda eru sumar spumingar þess eðhs að þeim er best ósvarað. FRAMHALDSAÐALFUNDUR Framhaldsaðalfundur Krýsuvíkursamtakanna verður haldinn föstudaginn 22. október kl. 16.30 á 2. hæð á Hótel Esju. Fundarefni: Skipulagsbreytingar og stjórnarkjör. Þátttaka tilkynnist í síma 62 35 50. Stjórnin Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla við Reyr- engi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deild- arstjóri í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar öldrunarþjónustudeild Lausar eru til umsóknar eftirtald- ar stöður forstöðumanna innan öldrunarþjónustudeildar Forstöðumaður við félags- og þjónustumiðstöð og þjónustuíbúðir aldraðra við Lindargötu Um er aö ræöa forstöóu fyrir nýrri starfsemi sem fram fer í byggingum aldraðra sem Reykjavíkur- borg er aö reisa við Linþargötu og þú eru á loka- stigi. í byggingunum er gert ráö fyrir eftirfarandi starf- semi: Þjónustuíbúóum, félags- og þjónustumiðstöð, dagvist fyrir aldraða og framleiöslueldhúsi. Starfiö er fólgiö í stjórnun félags- og tómstunda- starfs í félags- og þjónustumiöstööinni, yfirum- sjón meö hverfisbundinni félagslegri heima- þjónustu í því hverfi sem stöóin tekur til svo og yfirumsjón með annarri starfsemi sem fram fer í húsunum, s.s. þjónustu viö íbúa í þjónustuíbúð- unum. Verkefnin eru fjölþætt og af ólíkum toga, s.s. mat á þjónustuþörf einstaklinga, starfsmanna- stjórnun, fjárhagslegur rekstur, þróun verklags og vinnubragða o.fl. Starfið gerir kröfu til stjórn- unar- og skipulagshæfileika og reynslu af starfi innan öldrunarþjónustu. Æskileg menntun á sviöi félags- og/eða heil- brigöisþjónustu. Forstöðumaður við félags- og þjón- ustumiðstöðina Bólstaðarhlíð 43 Starfiö er fólgið í stjórnun félags- og tómstunda- starfs í umræddri þjónustumiðstöð og yfirum- sjón meó hverfisbundinni félagslegri heima- þjónustu. Við leitum að fjölhæfum einstaklingi sem er til- búinn að takast á viö margbreytileg verkefni af ólíkum toga. Um er aö ræða starfsmannastjórn- un, fjölþættan rekstur, þróun verklags og vinnu- bragöa o.fl. Starfið gerir þannig kröfu til stjórnunar- og skipulagshæfileika. Reynsla af starfi með öldr- uðum og/eöa í félagslegri þjónustu er nauðsyn- leg. Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eða viðkomandi stéttarfé- laga og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir, yfirmaöur öldrunarþjónustudeildar, í síma 678 500. Umsóknum skal skila á skrifstofu Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 29. október nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.