Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 17 Fréttir Aflahæstu 30.000 t 25.000 20.000 15.000 SulSíí= 10.000 Þingmenn úr öllum flokkum ræða fiskveiðistjómun: Vilja takmarka framsal á kvóta Aö sögn Jóhanns Ársælssonar al- þingismanns hafa þingmenn úr öll- um stjórnmálaílokkum verið aö ræöa þann möguleika að bera fram tillögu varöandi frumvarp um stjórn fiskveiða um að takmarka framsal á kvóta. Sú hugmynd sem nefnd er í því sambandi er aö hver bátur veröi aö vera búinn að veiða minnst 80 pró- sent af úthlutuðum kvóta sínum áö- ur en útgerðarmanni hans sé heimilt að selja kvóta. „Ég held að þessi hugmynd sé óraunhæf. Ég hef hins vegar sett inn í frumvarpsdrögin ákvæði sem miða að því að koma í veg fyrir misnotkun þannig að menn færi ekki á hverjum tíma meiri aflaheimildir á hvert skip en það getur veitt í meðal góðu ár- feröi. Einnig er um að ræða ákveðnar gjaldtökur fyrir tiltekinn fjölda af kvótatilfærslum. Kjarni málsins er þó sá að framsal kvóta er forsenda fyrir því að atvinnugreinin geti þró- ast á eigin forsendum og lúti ekki stöðugri miðstýringu," sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um þessa hugmynd. -S.dór Loðnuveiðamar: Hafa veitt 430 þúsund tonn - mestu landað á Siglufirði Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri: Óðum saxast nú á upphafskvótann sem gefinn var út í byrjun loðnuver- tíðar í sumar. Heildaraflinn á loðnu- vertíð, sem hófst um mitt sumar, er nú orðinn rúmlega 430 þúsund tonn af 702 þúsund tonna kvóta sem þýðir að eftir er að veiða um 270 þúsund tonn. Svo virðist sem framundan sé hörkumikil og góð loðnuvertíð í vet- ur því skipin hafa verið að flnna tals- verða loðnu mjög víða úti fyrir Norð- urlandi, allt vestur undir Hom og austur undir Langanes. Enn á loðnan eftir að þétta sig og þegar hún fer að ganga austur fyrir land og með suð- urströndinni verður án efa mokveiði. Langmestu hefur verið landað á Siglufirði eða tæplega 90 þúsund tonnum, rúmlega 58 þúsund á Seyð- isfirði og rúmlega 56 þúsund tonnum á Raufarhöfn. Aflahæstu skipin eru Siguröur VE með rúmlega 26 þúsund tonn, Hólmaborg frá Eskifirði með tæplega 26 þúsund tonn og Börkur frá Neskaupstað og Víkingur frá Akranesi eru með rúmlega 23 þús- und tonn. Hæstu löndunarstaðir 90.000 t- á loðnu Útgeröarfélag Akureyringa: Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Nokkuð hefur dregið úr hinni miklu veiði togaranna hér við land að undanfómu en afli hefur þó ver- ið vel viðunandi. Hjá Útgerðarfélagi Akureyringa urðu menn að grípa til þess ráðs á dögunum að láta einn togara landa á Sauðárkróki vegna þess að í frystihúsi fyrirtækisins hafðist ekki undan við að vinna afla skip- anna. Nú hefur það ástand breyst en þó hefur verið næg vinna alla daga. Síðustu landanir hjá togurum ÚA em 120 tonn hjá Harðbak, rúmlega 100 tonn hjá Hrímbak og Sólbakur landaði rúmlega 100 tonnum af unnum frosnum fiski. Mjólkurbú Flóamanna: Fullkomin rannsóknarstofa Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Framkvæmdir við nýbyggingu hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Sel- fossi hafa staðið yfir undanfama mánuði. Um er aö ræða tveggja hæða hús sem stendur framan við aðalbygginguna og hýsa á rann- sóknarstofu á jarðhæð, móttökusal og aðstöðu fyrir vöruþróun á ann- arri hæð. Starfsmenn rannsóknarstofunn- ar eru fluttir í nýja húsið. Að sögn Magnúsar Ellertssonar forstöðu- manns er um byltingu aö ræða. „Ég held að það sé ekki ofsagt að þetta sé besta rannsóknarstofa landsins í mjólkuriðnaðinum. Hér fer fram allt eftirlit með fram- leiðslu og hlutverk okkar er að tryggja að framleiöslan sé sem jöfn- ust að gæðum. Við fylgjumst einnig með framleiðslu bændanna í sam- vinnu við mjólkureftirlitsmenn," sagði Magnús Ellertsson. Starfsmenn rannsóknarstofu MBF við hádegisbarinn þar sem smakkað er á öllum framleiðsluvörum búsins á hádegi hvern dag. Frá vinstri Magnús, Sigurður Ólafsson og Heimir Hjaltason. Lilla Hillers vinnur þar einnig. DV-mynd Kristján Greiða25%samn- ingskrafna Nauðasamningar Meleyrar hf. á Hvammstanga hafa verið staðfestir en héraðsdómur Norðurlands vestra veitti fyrirtækinu heimild til að leita nauðasamninga í vor. Samkvæmt nauðasamningnum greiðist 25 pró- sent samningskrafna eða um 25 milljónir króna, þar af 15 prósent strax og afgangurinn á einu ári. -GHS Dunlop meðfólks- bfla á Langjökli Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi: Þessa dagana stendur yfir undir- búningur að því aö menn frá Dun- lop-fyrirtækinu, sem framleiðir hjól- barða, fari á Langjökul til að sýna fram á gæði hjólbarða sinna í snjó og hálku. Nokkrir fólksbílar eru þeg- ar á jöklinum og um helgina verður gerður samanburður á hjólbörðum frá Dunlop og öðrum. Fréttaritari DV ræddi við Ingi- mund Þorsteinsson í gær, en hann var þá staddur á Langjökli ásamt 2 fulltrúum Dunlop í 11 vindstigum og hellirigningu. Hann sagði margar ár renna niður jökuhnn og að nýjar væru sífellt að myndast. Vegurinn væri orðinn mjög slæmur en allt til reiöu til að hefja prófanir. Þama eru snjótroðari, tæknibíll frá Dunlop og fjórir fólksbílar. Ingimundur taldi góða von um sæmilegt veður nk. laugardag og þá ætti að vera mögu- legt að prófa hjólbarðana. BORHIN HEIM! ALMENN FJÁRSÖFNUN STENDUR NÚ YFIR STONDUM SAMAN OG SYNUM VIUANNIVERKI! Þrátt fyrir rúmlega þriggja ára þrotlausa baráttu, hefur hvorki gengiö né rekið í því að ná börnunum Dagbjörtu og Rúnu heim frá Tyrklandi. Margir hafa lagt málinu lið og sýnt viljann í verki, en betur má ef duga skal. Með samstilltum stuðningi isiensku þjóðarinnar má leiða þetta erfiða mál til farsælla lykta. Við skulum öll eiga okkar þátt íþvíað réttiætið sigri að lokum. Hægt er að greiða framlag með greiðsiukorti. Hafið kortið við höndina þegar þér hringið. Einnig er hægt aö greiða með gíróseðli sem sendur verður heim. • • + SOFNUNARSIMI: 91-684455 VIÐ ERUM VIÐ SÍMANN KL. 10-22. Fjárgæsluaðili: Landsbanki íslands. Samstarfshópurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.