Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Síða 30
42 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Fólkífréttum Drífa Hjartardóttir Drífa Hjartardóttir, bóndi og vara- þingmaður að Keldum á Rangár- völlum, hlaut flest atkvæðin í mið- stjómarkjöri á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins s.l. sunnudag. Starfsferill Drífa fæddist í Reykjavík 1.2.1950 pg ólst þar upp. Að loknu landsprófi stundaði hún nám við MR en hætti 1969 er hún hóf búskap að Keldum þar sem hún hefur búið síðan. Drífa var formaður Sambands sunnlenskra kvenna 1987-93 og sit- ur í Jafnréttisráði fyrir Kvenfélaga- samband íslands. Hún situr í hreppsnefnd frá. 1986, situr í héraðs- nefnd Rangárvallasýslu frá 1990, er formaður Keldnasóknar, situr í stjóm MENSA, menningarsamtaka Suðurlands, hefur verið fulltrúi á þingum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, er formaður sjálf- stæðisfélagsins Fróða í Rangár- vallasýslu. Fjölskylda Eiginmaður Drífu er Skúli Lýðs- son, f. 7.8.1947, b. á Keldum en hann er sonur Lýðs Skúlasonar, b. á Keld- um sem nú er látinn, og eftirlifandi konu hans, Jónínu Jónsdóttur ljós- móður. Drífa og Skúh eiga þrjá syni. Þeir eru Lýður, f. 23.6.1969, vélfræðingur í Reykjavík; Hjörtur, f. 26.3.1973, nemi; Skúli, f. 22.4.1980, nemi. Hálfsystkin Drífu, sammæðra, em Ingibjörg Hjartardóttir, f. 1951, hús- móðir á Seltjarnarnesi; Hjörtur Hjartarson, f. 1957, vélvirkií Reykjavík; Anna Ásta Hjartardóttir, f. 1959, afgreiðslustjóri hjá SPRON; Björn Grétar Hjartarson, f. 1967, verslunarmaður í Reykjavík; Guð- mundur Ingi Hjartarson, f. 1968, tölvunarfræöingur í Reykjavík. Foreldrar Drífu em Hjörtur Hjart- arson (kjörfaðir), f. 23.12.1929, kaup- maður í Reykjavík, og kona hans, Jensína Guðmundsdóttir, f. 9.9.1928, verslunarmaður í Reykjavík. Faðir Drífu er Magnús Brano Norðdahl Eggertsson, f. 3.1.1909, lengi bifreiðastjóri í Reykjavík. Ætt Hjörtur er bróðir Grétars bíó- stjóra. Hjörtur er sonur Hjartar Hjartarsonar, kaupmanns við Bræðraborgarstíginn, ogÁstu, syst- ur Sigríöar, móður Björns Bjarna- sonar alþingismanns, en bróðir Ástu var Anton, faðir Markúsar Arnar borgarstjóra. Ásta var dóttir Bjöms Jónssonar, skipstjóra í Ána- naustum. Magnús Norðdahl er sonur Egg- erts Norðdahl, b. á Hóhni, bróður Skúla, íöður Gríms á Úlfarsfelh. Eggert var sonur Guðmundar, b. á Elhðakoti Magnússonar Norödahl, prests í Meðallandsþingum Jóns- sonar, prests í Hvammi í Norður- árdal Magnússonar, sýslumanns í Búðardal Ketilssonar. Móðir Magn- úsar sýslumanns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla land- fógeta. Jensína er dóttir Guömundar, bú- fræðings á Sæbóh á Ingjaldssandi Guðmundssonar, b. á Seljalandi Jónssonar, b. á Fæti Jóhannesson- ar. Móðir Guðmundar var Gróa Benediktsdóttir, skutlara í Vatns- firði Bjömssonar, hagyrðings á Laugabóh Sigurðssonar. Móðir Benedikts var Guðný Jónsdóttir, b. Drifa Hjartardóttir. á Laugabóli Bárðarsonar, ættfóður Amardalsættarinnar Ihugasonar. Móðir Guðmundar búfræðings var Sigríður Einarsdóttir, rennismiðs í Hvammi í Dýrafirði Magnússonar, b. í Skáleyjum, bróður Jóhanns í Svefneyjum, langafa Kristínar, móður Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Magnús var sonur Ey- jólfs eyjajarls, Einarssonar, bróður Magnúsar, langafa Maríu, móður Einars Odds Kristjánssonar á Flat- eyri. Afmæli Jón Hjörleifur Jónsson Jón Hjörleifur Jónsson, fyrrv. skólastjóri og prestur, Lyngrima 15, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Jón fæddist á Arnastöðum í Núpa- sveit og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Laugaskóla í Suður-Þing- eyjarsýslu 1942-43, lauk kennara- og söngkennaraprófi við KÍ1948, stundaði nám við íþróttaskólann í Ollerap í Danmörku 1948-49, lauk BA-prófi í guðfræði frá Atlantic Union Cohege í Bandaríkjunum 1955 og MA-prófi í guðfræði frá Po- tomac University í Bandaríkjunum 1957. Jón var kennari og skólastjóri við bamaskóla aðventista í Vestmanna- eyjum 1949-50 og síðar kennari og skólastjóri við Hlíðardalsskóla í Ölf- usi í nítján ár. Jón var kennari 1 Ghana 1976-80 og prestur og deildar- stjóri aðventista í Reykjavík og á Akureyri í fjórtán ár. Jón var kórstjóri Kirkjukórs að- ventista til margra ára, Kirkjukórs Hveragerðis og Kotstrandar í fimm ár, söngstjóri skólakórs og karla- kvartetts Hlíðardalsskóla, stjórn- andi Karlakórs Akureyrar 1973-76, formaður Tónhstarfélags Akur- eyrar í eitt ár og í stjóm þess í þijú ár, var fmmkvöðuh að fimm ára áætlun um námskeið til að hætta að reykja á vegum íslenska bindind- isfélagsins, ritari Landssambands- ins gegn áfengisbölinu frá 1980 og átti sæti í stjórn Átaks gegn áfengi og var formaður þess í eitt ár. Eftir Jón liggja fjölmargar sálmaþýðing- ar og frumortir sálmar og ljóð. Fjölskylda Jón kvæntist 27.12.1954 Sólveigu Árnadóttur Jónsson, f. 5.6.1927, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Árna Ásgeirssonar, sjómanns í Bos- ton (bróður Ásgeirs forseta) og Kristínar Jónsdóttur Ásgeirsson húsmóður. Böm Jóns og Sólveigar em Sól- veig Hjördís Jónsdóttir, f. 27.11.1955, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Stefáni Stefánssyni og eiga þau þrjú böm; Kristín Guðrún Jónsdótt- ir, f. 7.10.1958, spænskukennari og organisti í Reykjavík, gift Jóni Thor- oddsen og eiga þau tvær dætur; Jón Árni Jónsson, f. 1.1.1962, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Lindu Dís Guðbergsdóttur og eiga Til hamingju með afmæliö 27. október Guðriin Esther Halldórsdóttir, 85 ára Breiðvangi 16, Hafnarfirði. HIM Kjalarlandi 14, Reykjavik. Kolviöamesi, Eyjahreppi. Klscbcth Einnsson, Melselí 22, Reykjavík, ou ara Guðrún Jónsdóttir, 50 ára Hríngbraut 50, Reykjavik. Aðalstelnn Karlsson, ÍjlglUa tiOxlðaUH, Einarsstööum, Reykdælahreppi. Untiur Sigurðardöttir, Mai Ut VtliHtrgHuottii, 'Wngötu 7, Stöövarfirði. Erling Jóhannesson, 75 ára Hann er að heiman. .Jón Magnússnn, Björg S. Ríkharðsdóttlr, Æsuielli 4, Reykjavik. Lágholti 23, Mosfellsbæ. 40 ára 70 ára Guðríður Björg Guðfinnsdóttir, Hvossahrauni 7, Grindavik. Míklaholtsseli 2, Miklaholtshreppi. Neðstaleiti 7, Reykjavík. María Guðmundsdóttir, Elinborg Sigurðardóttir, Lindargötu 26b, Siglufirði. Iðu 3, Biskupstungnahreppi. Þórólfur Helgason, Sigurður Þorkelsson, Tungu, Skaröshreppi. Hlíðarvegi 22, Kópavogi- Sigrún Jónsdóttir fóstra, 60 ára Jóhannes Þórlr Ingvarsson, linnur Haraldsdóttir, Arnartanga 83, Mosfellsbæ. Hlunnavogi 4, Reykjavik. Sigriður Jóna Friðriksdóttir, 1 ..'oUinnt'mi o \.1t.slf.|Rhrt': : Auður Sigurðardóttir, Reynihvammi 2, Hafnarlirði. Reynir Lárusson, Skipholti 40, Reykjavik. þau einn son; Kolbrún Sif Jónsdótt- ir Muchiutti, f. 9.3.1971, nemi í sjúkraþjálfun í Kalifomíu í Banda- ríkjunum en hennar maður er Ric- ardoMuchiutti. Systkini Jóns: Óskar Long Jóns- son, f. 8.10.1915, d. 31.10.1991, sjúkraþjálfari í Danmörku, en kona hans er Nico Jónsson og em synir þeirra þrír; Ingibjörg Rebekka Jóns- dóttir, f. 15.10.1917, sjúkrahði í Reykjavík, gift Guðjóni Guðjónssyni og eiga þau eina dóttur; Bjami Ragnar Jónsson, f. 25.7.1920, d. 8.4. 1961, húsameistari og húsgagna- smiður í Reykjavik, var kvæntur Kristínu Einarsdóttur og eru börn þeirra þrjú; Rebekka Sigríður Jóns- dóttir, f. 31.12.1921, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík, gift Jóhannesi Magnússyni og eiga þau eina dóttur; Tómas Jónsson, f. 28.3.1926, bifvéla- virki í Bandaríkjunum, var kvænt- ur Carol L. Jónsson en hún er látin og em börn þeirra tvö; Málfríður Bergljót Jónsdóttir, f. 12.4.1928, verslunarmaður í Reykjavík, var gift Jóel Blomquist Jacobsson sem er látinn og eru synir þeirra tveir; Þorbjörg Doróthea Jónsdóttir, f. 4.4. 1930, d. 4.1.1946. Foreldrar Jóns voru Jón Tómas- son, f. 13.9.1883, d. 5.3.1974, b. á Arnastöðum, og kona hans, Guðrún Jón Hjörleifur Jónsson. Antonía Jónsdóttir, f. 3.4.1890, d. 1.1.1974, húsfreyja. Jón verður að heiman á afmælis- daginn. Andlát Kristín Vigfúsdóttir Guðbjörg Kristín Vigfúsdóttir ljósmóðir, Elliheimilinu Gmnd, Hringbraut 50, Reykjavík, andaðist 21. október. Útfor hennar verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 28. október, kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Starfsferill Kristín var fædd 16.12.1896 í Brok- ey á Breiðafirði. Hún var í Hús- stjómarskóla Hólmfríðar Gísladótt- ur í Reykjavík veturinn 1917-18 en skóhnn var til húsa í Iðnó. Kristín lærði karlmannafatasaum hjá Vig- fúsi Guðbrandssyni, klæðskera í Reykjavík, 1918-19. Hún lauk ljós- mæðraprófi frá Ljósmæðraskóla ís- lands30.3.1921. Kristín var ljósmóðir í Stykkis- hólmsumdæmi 1.6.1921-54 ogí Helgafehssveitammdæmi 1.6. 1945-54. Hún tók verkefni heim í Stykkishólmi við að „stífa og strauja" skyrtur og annað af því tagi og starfaði ennfremur á sauma- stofu Kaupfélagsins í Stykkishólmi um árabil. Eftir komuna til höfuð- borgarinnar starfaði Kristín m.a. hjá fatagerð Ara og co og Kirkju- görðum Reykjavíkur. Kristín var heiðruð af konum í umdæminu árið 1946 eftir aldar- íjórðungs störf sem ljósmóðir. Hún var aftur heiðruð þegar hún flutti th Reykjavíkur í desember 1954. Fjölskylda Kristín giftist 1.2.1930 Guðmundi Jónssyni, £.29.1.1883, d. 22.12.1943, skipstjóra og trésmið í Stykkis- Guðbjörg Kristín Vigfúsdóttir. hólmi. Foreldrar hans: Jón Jónsson, bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, og Málfríður Jósefsdóttir frá Vals- hamri. Kristín og Guðmundur eignuðust þrjú börn: Þóra Guðmundsdóttir, f. 16.7.1930, d. 14.8.1975, iðnverkakona í Reykjavík; Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 1.7.1931, gift Gunnari Jó- hannessyni, f. 6.3.1927, bakara- meistara, þau eru búsett í Reykjavík þar sem þau hafa rekið sína eigin brauðgerð í þrjá áratugi, Guðrún og Gunnar eiga tvo syni, Gunnar Gunnarsson, f. 16.11.1959, bakara, maki Kristín Aðalheiður Emilsdótt- ir, f. 27.10.1959, skrifstofustúlka, þau eiga einn son, Atla Gunnarsson, f. 10.2.1990, Kristín Aðalheiður átti son fyrir, Gunnar Þór Ragnarsson, f. 18.1.1977, og Steinar Gunnarsson, f. 7.3.1964, bakara, kvæntur Önnu Rósu Kristinsdóttur, f. 16.3.1966, skrifstofustúlku, þau eiga tvo syni, Gunnar Reynir, f. 14.10.1986, og Bjarka Þór, f. 15.4.1990; Ath, f. 24.10. 1932, d. 5.6.1966, Atli, sem var heilsuhtih, bjó hjá móður sinni. Uppeldisdóttir Kristínar og dóttur- dóttir Guðmundar: Gerður ívars- dóttir, gift Gesti Þorkelssyni, tré- smíðameistara. Systkini Kristínar: Jón Vigfússon, búsettur í Stykkishólmi en bjó áður í Brokey; Hildur, látin, hún var bú- sett í Stykkishólmi og síðar í Reykja- vík; Lára, látin, hún var búsett á Narfeyri á Skógarströnd og síðar í Reykjavík; Lhja, búsett í Hafnar- firði; Vilhjálmur, búsettur í Stykkis- hólmi en bjó áður í Brokey; Eygló, búsett í Reykjavík; Laufey, látin, hún var búsett í Brokey. Foreldar Kristínar voru Vigfús Jónsson, f. 4.10.1862, d. 3.7.1952, bóndi, smiður, hreppsnefndarmað- ur og oddviti, Brokey á Breiðafirði, og Kristjana Guðbjörg Kristjáns- dóttir, f. 10.9.1874, d. 17.2.1968. Ætt Vigfús var sonur Jóns Bergssonar Hjaltahn, bónda í Brokey á Breiða- friði, og Hildar Vigfúsdóttur frá Geitareyjum. Kristjana Guðbjörg var dóttir Kristjáns Guöbrandssonar, bónda og hreppstjóra á Gunnarsstöðum í Hörðudal, og Guðbjargar Hákonar- dóttur frá Gunnarsstöðum. Kristján var sonur Guðbrands ríka í Hólm- látri á Skógarströnd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.