Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 45 Eitt af verkum Dobbins. Stálkonan á Mokka Nú stendur yfir sýning á ljós- myndum af líkamsræktarkonum eftir Bill Dobbins á Mokka viö Sýningar Skólavörðustíg. Dobbins er búsettur í Los Ange- les og hefur orðstír hans stöðugt farið vaxandi. Hann var t.d. til- nefndur íþróttaljósmyndari árs- ins í Bandaríkjunum. Sýningin stendur til 7. nóvemb- er. ITC Melkorka Opinn fundur þjálfunarsam- takanna ITC Melkorku verður haldinn í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi kl. 20 í kvöld. Stef fundarins en Með bættum sara- skiptum tekst okkur að efla skiln- ing manna á meðal um víða ver- öld. Fundiríkvöld Leikskólastarf Pino Kosiander, norskur kenn- ari, heldur fyrirlestur um skipu- lag leikskólastarfs í Fósturskóla íslands í kvöld kl. 20.30. Fiskifélagsdeild Piskifélagsdeild Reykjavíkur, Hatharflarðar og nágrennis held- ur fund í húsi Fiskifélags íslands að Ingólfsstræti 1 í kvöld. Meðgöngutími indverskra fíla er um 20 mánuðir. Meðgöngu- tímar Indverski fillinn hefur lengstan meðgöngutíma allra spendýra, 609 daga til jafnaðar eða rúma 20 mánuði. Lengsti meðgöngutími indversks fíls hefur reynst 2 ár og 1 mánuður. Blessuð veröldin Stysti Amerísk pokarotta hefur styst- an meðgöngutíma. Að jafnaði er meðgöngutíminn 12-13 dagar en stundum ekki nema 8 dagar. Færðávegum Þjóðvegir landsins eru nú flestir greiðfærir og hálkulausir. Víða er unnið við vegagerð og eru ökumenn beðnir um að gæta varúðar og aka þar eins og annars staðar, sam- kvæmt merkingum. Um færð á há- Umferðin lendinu er ekki vitað. Ökumenn eru beðnir um að vera vel búnir til akst- urs á fjallvegum. Unnið er við veginn um Öxnadals- heiöi, Óshlíð, frá Höfn til Egilsstaða, Vopnafjarðarheiði, frá Sauðárkróki til Hofsós, frá Raufarhöfn til Þórs- hafnar, frá Þórshöfn til Bakkafjarð- ar, Sandvíkurheiði, Hellisheiði eystra, Oddsskarö og Fjarðarheiöi. nd vega gj s AuMkjlf ' '■ ^ _ J t>. i f 0 © © v M 1 m Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö ® Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkannir Q] Þungfært © Fært fjailabílum Tríó Bjössa Thor mætir á Kringlukrána í kvöld og skemmtir gestum með djassleik. Gestur tríós- Skemmtanalifið ins að þessu sinni verður söngkon- an íris Guðmundsdóttir. Tríó Bjössa Thor gaf fyrir skömmu út geisladisk með úrvali af gömlum íslenskum og erlendum lögum. Þar koma fram fimm söngv- arar, þau Andrea Gylfadóttir, Linda Walker, íris Guðmundsdótt- ir, Kristjana Stefánsdóttir og James Olsen. Söngvárarnir verða gestir tríósins næstu miðvikudags- kvöld. Síðastliöið miðvikudags- kvöld kom Linda Walker fram en nú er röðin komin að írisi Guð- mundsdóttur. Trió Bjössa Thor leikur djass á Kringlukránni í kvöid. Tríóið skipa auk Bjöms þeír Þóröur Högnason, kontrabassi, og Guömundur Steingrímsson, trommur. Það er aldrei að vita nema óvænt- ir gestir mæti og taki lagið eins og svo oft áöur. Galtafell Galtafell er aðeins hærra en Mið- fell og æskilegt að ganga á það líka. Fyrst veröur að ganga um 2 km austur eftir vegi nr. 344 til þess að losna við framræslpskurði, sem víða eru göngufólki til trafala, og stefna Umhverfi svo á norðanvert fjallið. Galtafell er um 5 km langt og er æskilegast að ganga eftir því endi- löngu. Sömu leið má ganga til baka og einnig mætti fara niður á veg hjá Galtafelli eða Smáratúni og veginn til baka. Öll gönguferðin verður þá nálægt 15 km og þarf eina fióra tíma í ferðina. Göngum okkur til gleði og hollustu en gleymum ekki aö fara varlega því að hættur leynast víða. Minnumst heilræða Hávamála: „Vits er þörf þeim er víða ratar.“ Heimild: Einar Þ. Guðjohnsen. Gönguleiðir á íslandi. Reykjavík 1993. Stúikan á myndinni, Svava Dögg, fæddist á Landspítalanum þann 13. október síðastiiðinn. Hún vó um 12 '/»mörk og var 52 cm. Foreldrar eru Lára Aöalsteinsdóttir og Hreinn Hremsson. Atriði úr myndinni. Veiðiþjófamir Bíóborgin sýnir nú bama- og unglingamyndina Veiðiþjófarnir eða A Far off Place eins og mynd- in heitir á frummálinu. Myndin, sem er gerð eftir sög- unum A Story Like the Wind og A Far off Place, gerist í Afríku Bíó í kvöld og fiallar um tvo hugrakka ungl- inga, strák og stelpu, sem þurfa að flýja í eyðimörkina eftir að veiðiþjófur réðst inn á heimili stúlkunnar. Krakkarnir leggja í ferð til að finna eina manninn sem getur hjálpað þeim en þaö er Colonel Mopani Theron, sem hefur lengi barist gegn veiðiþjófum. Ferðin reynist þeim erfið og hætturnar leynast alls staðar en þau eru hugrökk og staðráðin í að finna Colonel Mopani Theron. Leikstjóri myndarinnar er Mikael Salomon en aðalhlutverk- in eru í höndum Reese Wither- spoon, Ethan Randall, Jack Thompson, Sarel Bok og Robert Burke. Nýjar myndir Laugarásbíó: Prinsar í L.A. Bíóhöllin: Fyrirtækið Stjörnubíó: Svefnlaus Regnboginn: Píanó Háskólabíó: Fyrirtækié Bíóborgin: Flóttamaöurinn Saga-bíó: Tengdasonurinn Gengiö Almenn gengisskráning Ll nr. 267. 27. október 1993 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 70,910 71,110 69,680 Pund 105,090 105,380 104,920 Kan. dollar 53,810 54,020 52,610 Dönsk kr. 10,5130 10,5500 10,5260 Norsk kr. 9,7040 9,7380 9,7660 Sænsk kr. 8,7440 8,7750 8,6380 Fi. mark 12,2290 12,2780 12,0180 Fra. franki 12,1150 12,1570 12,2600 — Belg. franki 1,9475 1,9553 1,9905 Sviss. franki 47,9100 48,0500 48,9600 Holl. gyllini 37,6300 37,7600 38,0400 Þýskt mark 42,2600 42,3800 42,7100 It. líra 0,04372 0,04390 0,04413 Aust. sch. 6,0040 6,0280 6,0690 Port. escudo 0,4080 0,4096 0,4153 Spá. peseti 0,5289 0,5311 0,5295 Jap. yen 0,65510 0,65710 0,66030 irsktpund 99,890 100,290 99,720 SDR 98,71000 99,10000 98.53000 ECU 80,8600 81,1400 81,0900 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 10 band, 11 tóg, 13 gelt, 15 sáðland, 17 lög, 19 greiðir, 21 fæða, 22 svara. Lóðrétt: 1 mistur, 2 fomsaga, 3 plöntur, 4 gagn, 5 skemmtun, 6 fúl, 7 þrep, 12 hljóða, 14 spil, 16 hreysi, 18 mælis, 19^ hús, 20 óðagot. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sáld, 5 mál, 8 óvörum, 9 lagin, 10 at, 11 öng, 12 tala, 14 risa, 16 rök, 18 vá, 20 kráka, 22 sollur. Lóðrétt: 1 sól, 2 ávani, 3 lögg, 4 dritar, 5 munar, 6 áma, 7 líta, 11 örva, 13 löku, 15 sko, 17 kar, 19 ás, 21 ál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.