Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Fréttir Hörð gagnrýni á matarskattslækkunina við umræður um skattabandorminn: Fjármálaráðherra tilbúinn í viðræður um breytingar - þá þarf að taka kjarasamninginn upp í ljósi launahækkunar presta, segir Benedikt Davíðsson Mjög hörð gagnrýni kom fram á lækkun matarskatts í umræðum um skattabandorminn á Alþingi í gær. Bent var á að skattsvik myndu auk- ast og að ráða þyrfti 25 til 30 skatteft- irlitsmenn í kjölfar matarskatts- lækkunarinnar. Friðrik Sophusson tók að hluta undir þessa gagnrýni. Sagði að allt hefði verið reynt til að fá verkalýðs- hreyfinguna til að fara aðra leiö. Það hefði ekki tekist og því yrði að standa við samninginn. „En ég vil taka fram að ég er tilbú- inn til viðræðna við Alþýðusam- bandið um breytingar á ákvæðinu um matarskattslækkun," sagði Friö- rik Sophusson í ræðu sinni. í samtali við DV í gærkvöldi sagð- ist ráðherra ekki hafa reynt né ætla að reyna frekar að fá ASÍ ofan af matarskattslækkuninni. En ef ósk um breytingar kæmi frá verkalýðs- forystunni væri hann tilbúinn til samninga. „Það hefur hvorki verið nefnt við okkur að taka þetta ákvæði til endur- skoðunar né að líklegt sé að það gæti gerst. Ríkisstjómin hefur tryggt kjarasamninga út samningstímabil- ið. Ef ætti að fara að opna samninga aftur færu þeir út til hinna einstöku félaga. Ég tel það ekki fýsilegan kost fyrir ríkisstjómina í ljósi 20 til 30% launahækkunar presta í dag,“ sagði Benedikt Davíðsson. í umræðunni á Alþingi í gær var gagnrýni Halldórs Asgrímssonar á matarskattslækkunina einna hörð- ust. Hann fullyrti að skattsvik myndu stóraukast og að ráða þyrfti á milli 25 og 30 nýja skatteftirlits- menn vegna þessa. Það væri hins vegar ekki gert ráð fyrir þeirri ráön- ingu í fjárlögunum. Allir stjórnarandstæðingar gagn- rýndu mjög harðlega skerðingu vaxtaþóta og virðisaukaskatt á ferða- þjónustu. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra hélt uppi vömum fyrir vaskinn á ferðaþjónustuna en viöurkenndi þó að hann hefði áhyggjur af afkomu innanlandsflugs Flugleiða hf., sem og annarra flugfé- laga sem em í innanlandsflugi. -S.dór Sementsverksmiðjan: Uppsagnir hugsanlegar eftir áramót Hugsanlegt er að gripið verði til uppsagna starfsmanna í Sements- verksmiðju ríkisins efdr að ný stjórn tekur við fyrirtækinu á næsta ári, auk þess sem reynt verði að semja um verðlækkun á hráefni til verk- smiðjunnar og finna nýja sóknar- möguleika fyrir fyrirtækið. Stjóm- endur Sementsverksmiðjunnar ræddu fyrirhugaða breytingu á rekstri fyrirtækisins í hlutafélag á fundi með starfsmönnum fyrirtækis- ins í gær. Frosti Bergsson, formaður nýju stjómarinnar sem tekur viö um ára- mót, segir að samdráttur í rekstri Sementsverksmiðjunnar hafi verið 12 prósent á þessu ári. Þá hefur DV heimildir fyrir því að heildarskuldir fyrirtækisins nemi um hálfum millj- arði króna. Frosti segir að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um uppsagnir en leitað sé allra leiða til að leysa rekstrarvanda fyrirtækis- ins. Starfsmenn Sementsverksmiðj- unnar samþykktu nýlega tfllögu um allt að þriggja prósenta kjaraskerð- ingu. Bjami Ámason yfirtrúnaöar- maöur segir að starfsmenn hafi sam- þykkt að fara á létt fæði, þ.e. minnka Samdráttur í rekstri Sementsverksmiðjunnar segir til sín. Meðal aðgerða sem starfsmenn hafa samþykkt er létt- ara fæði f mötuneyti verksmiðjunnar. Myndin var tekin í mötuneytinu í gær. DV-mynd GVA úrval í mötuneyti, sleppa vinnuföt- Hann segir að nokkur spenna ríki reiðubúniraðleggjasittafmörkum. um og festa bónus starfsmanna. meðal starfsmanna en menn séu -GHS Rlkisstjómin skipar nefnd til að skoða erfiðleika Vestfirðinga: Erf iðleikar ekki leystir með nef ndarskipan - segir Matthías Bjamason, þingmaður Vestfirðmga Ríkissfjómin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd fulltrúa fjögurra ráðherra, forsætisráðherra, félags- málaráðherra, viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra, til að skoða þann mikla vanda sem blasir við í atvinnulífi Vestfjarða. „Ég hef ekkert af þessari afgreiðslu heyrt nema frá fjölmiðlafólki. En hitt get ég sagt að vandi Vestfjarða eða annarra landshluta, sem eiga í erfið- leikum, verður ekki leystur með því að skipa nefndir," sagði Matthías Bjarnason, þingmaður Vestfirðinga, í samtah við DV. Og þegar hann var ítrekað spurður áhts á nefndarskipaninni sagði hann. „Þú skalt spyrja ríkisstjómina, eða heitir hún það annars ekki ennþá?" Þaö var greinhega mjög þungt í þeim Matthíasi og Einari K. Guð- finnssyni, hinum þingmanni Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjöröum, eftir * fund um þetta mál með formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins síð- degis í gær. Einar K. Guðfinnsson vildi ekkert ræða um nefndarskipan ríkisstjóm- arinnar. „Talaðu viö Matthías,“ sagði Einar og Matthías sagði þá al- gerlega sammála í þessum vanda kjördæmisins. Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Vestfirðinga, sagði í samtali við DV, að á ríkisstjómarfundinum hefði ekkert verið rætt um þá hugmynd Byggðastofnunar að veita 300 mihj- ónir króna til að efla atvinnuhfið á Vestfjörðum. Aðeins að skipa nefnd- ina til að skoða vandann. -S.dór Erfiöleikar Mecklenburger Hochseefischerei: Tap hef ur engin áhrif á rekstraraf komu UA Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyxi; „Við vhjum taka það skýrt fram að þótt um taprekstur sé að ræða hjá þýska fyrirtækinu hefur það engin áhrif á afkomu Útgerðarfélags Akur- eyringa. Það hefur komið greinhega fram hjá okkur að um svokallaö sam- stæðuuppgjör verður ekki að ræða samkvæmt úrskurði endurskoöenda okkar, sem þýðir að afkoma Meck- lenburger Hochseefischerei kemur á engan hátt inn í rekstur ÚA,“ sagði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, á fundi með blaöamönnum í gær. Vegna tapreksturs þýska fyrirtæk- isins, þar sem ÚA er eignaraðhi að 60%, vhdu forráðamenn ÚA undir- strika rækhega að ekki væri verið að stefna félaginu í neina hættu fjár- hagslega. Þeir sögöu að í samningi eigenda þýska fyrirtækisins væri ákvæði sem heimiila ÚA eða öðrum eignaraðila að shta félaginu th að koma í veg fyrir að kaupverð hlut- hafa tapaðist. Sl. vor, er ÚA keypti meirihluta í þýska fyrirtækinu, var bókfært eigið fé þess 1250 mhljónir en ÚA keypti 60% hlutabréfa fyrirtækisins fyrir 260 mhljónir króna. Þrátt fyrir ákvæðið um sht félagsins í samningi eigenda sagði Gunnars Ragnars eng- in áform hjá ÚA að fara fram á slíkt, hann sagði forráðamenn ÚA hafa trú á að hægt væri að koma fyrirtækinu á réttan Kjöl og ýmissa leiða 1 því sambandi mundi verða leitað á fundi í Þýskalandi í næstu viku. Stuttarfréttir HestartilLitháen Nokkrir íslenskir bændur hafa stofnað ræktunarmiðstöð ís- lenskra hesta í Litháen. í dag verður flogið með 63 hcsta sem notaðir verða th ræktunar. JólíúUegð Ekki er öruggt að stytta Ingólfs Amarsonar verði sett upp á stah sinn á Arnarhób fyrir jól. Tíminn hefur þetta effir garðyrkjustjór- anum í Reykjavík. Fornleifaupp- gröftur í hólnum hefur tafið framkvæmdir um 4 mánuði. StaHonetii ísiands Fyrirhugað er að taka hluta næstu stórmyndar, sem Shvester Stallone leikur í, hér á landi á hæstá ári. Samkvæmt Mblþykir líklegt að leikarinn heimskunni verði í hópi kvikmyndagerðar- mannanna. Stjómarskráinsýnd Þjóðskjalasafn íslands efnir til sýningar í dag í thefni fullveldis- dagsins. Á sýningunni veröur stjómarskrá lýðveldisins sýnd almenningi ásamt öðrum skjöl- um frá tímabihnu 1830 th 1920. Unnu bidlaunakröfiff Sex fyrrverandi starfskonur á Landakotsspítala unnu í gær biö- launakröfur sinar fyrir Félags- dómi Reykjavíkur. Mál þriggja kvenna eru enn i dómsmeðferö. Þúsundstörfíhættu Þusund störf munu tapast ef veiðar krókaleyfisbáta minnka um heiming. Að mati smábáta- eigenda mun þetta verða reyndin nái fmmvarp th laga um stjórn fiskveiða íram að ganga á Al- þingi. Mbl. skýrði frá þessu. -kaa Landsbyggðarþingmenn: Gegn f lugvaski Farþegaflugið innanlands hefur ekki borið virðisaukaskatt en nú hefur ríkisstjómin ákveðið að breyta þessu og setja vask á innanlands- flugfargjöld um áramót. Flugfargjöld th útlanda sleppa hins vegar við vaskinn. Þetta kaha sumir landsbyggðar- skatt. Þingmenn utan af landi era að sameinast um það á Alþingi að koma í veg fýrir þessa skattlagingu. Ef þeir ná saman um þetta er alveg ljóst að máhð verður ekki samþykkt á Al- þingi. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.