Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarforrriaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Vegur kratanna Alþýðubandalagsmenn deila hart á alþýðuflokks- menn, eins og væru þeir erkiféndur, en sjálfír eru þeir að verða „Alþýðuflokkur“. Þetta var augljóst á nýafstöðn- um landsfundi Alþýðubandalagsins. Fundurinn markaði víða spor í þessa átt. Nú höfðu fulltrúar félagsins Birtingar áhrif á stefnu landsfundarins. Birtingarmenn unnu með alþýðuflokks- mönnum í bor garstj órnarkosningunum fyrir tæpum fjór- um árum, þegar „Nýr vettvangur“ bauð fram. Forystu- menn Birtingar komu fram með ítarlega frjálshyggju- stefnu, til dæmis í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Hvorki alþýðuflokksmenn né frjálshyggjuarmur Sjálf- stæðisflokksins hafa gert betur á því sviði. Tillaga fulltrúa Birtingar á landsfundinum um „af- notagjald“ af fiskveiðiauðhndunum náði inn í ályktun landsfundar Alþýðubandalagsins. Þar segir: „Meðal þeirra leiða, sem þarf að skoða, eru hugmyndir um að taka upp afnotagjald, sem staðfestir, að fiskurinn í sjón- um sé sameign þjóðarinnar, og kanna verður rækilega aðrar leiðir en núverandi fiskveiðistefnu, þar á meðal hugmyndir um sóknarstýringu og/eða veiðistýringu.“ Með þessu hefur hugmyndin um auðlindaskatt sótt fram í Alþýðubandalaginu, eins og raunar víða annars staðar að undanfómu. Af stjómmálamönnum vom það löngum einkum al- þýðuflokksmenn, sem mæltu með auðlindaskatti, en birt- ingarmenn hafa haft þá stefnu á oddi. Þama virðist stefna í, að lítill munur verði á „A-flokkunum“ í grundvallar- máh. Enn meiri athygh vakti umfjöllun landsfundarins um vamarmáhn. Formaður flokksins, Ólafur Ragnar Gríms- son, tók upp hanzkann fyrir Atlantshafsbandalagið, svo að um munaði. Hann lenti að vísu 1 minnihluta að þessu sinni, en menn grunar, að þess verði skammt að bíða, að hin gamla stefna flokksins í vamarmálum lúti í lægra haldi. Andstæðingar Nato á landsfundinum áttu í verulegum þrengingum við að koma tihögu um úrsögn íslands úr Atlantshafsbandalaginu inn í ályktun fundarins. Hvergi var á þetta minnzt í drögum að ályktun, sem lögð var fyrir landsfundinn. Andstaðan við Nato komst heldur ekki inn í tihögu starfshóps fundarins, sem var lögð fyr- ir fundinn. Loks var thlaga um andstöðu við Nato-aðhd samþykkt á landsfundinum sjálfum, en formaður flokks- i ins sat hjá við þá atkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar sagði, að sú tillaga væri „einfeldnislega“ orðuð og úr takt við það, sem væri að gerast í heiminum. Hann komst þann- ig að orði, að það yrði breyting af hinu góða, ef alþjóð- legt öryggiskerfi þróaðist á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, þar sem hemaðarbandalagseðli Nato yrði lagt th hhðar en Nato tæki að sér sérverkefni í þágu Sameinuðu þjóðanna. Andstæðingar Nato á fundinum svömðu með því að kaha skoðanir formannsins einfeldnislegar. Að öðm leyti samþykktu fundarmenn, með tregðu, svonefnda „útflutningsleið“ í efnahagsmálum, þar sem sett em á blað allmörg fögur, en htið útfærð, fyrirheit. Enn er ekki útséð um, hvort Alþýðubandalagið fær staðizt th lengdar sem flokkur. Þar em margir„armar“ og „klíkur“. En fái flokkurinn staðizt, án þess að thvistar- kreppa verði honum að flörtjóni, stefnir greinhega í flokk „hægri krata“, þar sem einungis ágreiningur um menn mundi greina hann frá hinum krataflokknum. Sameining þessara flokka yrði þá æskheg. Haukur Helgason Myndu aðeins fáar og stórar útgerðir hafa efni á að borga veiðileyfagjald? spyr Vilhjálmur m.a. i grein sinni. mr> #£-.} Veiðileyfagjald og pólitískur raunveruleiki Hugmyndin um veiðileyfagjald hefur verið mjög lífseig og hún á sér áhrifamikla og sannfærandi talsmenn. Veiðileyfagjaldið var eitt helsta átakaefnið í Tvíhöfðanefnd- inni sem vann að endurskoðun laga um stjóm fiskveiða. Því starfi lauk með samkomulagi milli stjómar- flokkanna um Þróimarsjóðinn og fjármögnun hans. Veiðileyfagjaldi er oft stillt upp sem réttlátum kosti í stað núver- andi kvótakerfis. Er þá algengt að taka meinta galla kvótakerfisins og bera þá saman við ímyndað rétt- læti veiðileyfagjalds. Þegar veiðileyfagjald eða eitt- hvert annað stjórnkerfi fiskveiða er borið saman við núverandi kvótakerfi verður að gera það á réttum forsendum. Til einfóldunar má segja að bera verður mismun- andi kerfi saman bæði á hagrænum forsendum og á pólitískum for- sendum. Leiðir veiðileyfagjald til samþjöppunar? Samanburður á hagrænum for- sendum gengur út á að meta hvaða fyrirkomulag er hagkvæmara og skilar sér betur fyrir þjóðina í bætt- um lífskjörum. Samanburður á pól- itískum forsendum fjallar til dæmis um skiptingu eigna og tekna, sam- þjöppun rekstrar og byggðaleg markmið. Margir ímynda sér að veiðileyfagjald hljóti að vera póli- tískt réttlátur kostur, ekki síst þar sem kvótinn muni safnast á fárra hendur í framtíöinni. Ég hef ekki trú á því að kvótinn safnist á svo fáar hendur en það skiptir ekki öllu máli þegar við veltum veiðileyfagjaldinu fyrir okkur. Þá er rétt að spyrja sig að KjaHarinn Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands því hvort veiðileyfagjald vinni sér- staklega gegn samþjöppun í rekstri. Yrðu það til dæmis aðeins fáar og stórar útgerðir sem hefðu efni á að borga veiðileyfagjaldið? Gæti líka komið upp sú staða í einhverju byggðarlagi að enginn útgerðarað- ili á staðnum hefði efni á að greiða veiðileyfagjald? Veiðileyfagjald eftir aðstæðum? Hvernig myndu svo stjómmála- menn nútíðarinnar eða framtíðar- innar bregðast við þegar vandamál skapast vegna þess að aðeins fáar og stórar útgerðir hafa efni á að borga veiðileyfagjald og byggðum er stefnt í tvísýnu af sömu ástæð- um? Hvaö segir reynslan okkur í þeim efnum? Segir hún okkur ekki að miklar kröfur hljóta að koma upp um hvers kyns afslætti frá veiðileyfagjaldinu eða sérstaka að- stoð til þess að verðugir aðilar geti greitt gjaldið? Auðvelt er að ímynda sér slíkar kröfur og einhverjir stjómmála- menn hlytu að telja sér ljúft og skylt að setja fram tillögur um að veiðileyfagjald ætti að vera mis- munandi eftir stærð skipa og veið- arfæmm. Ennfremur hlytu tillögur um að tiltekin byggðarlög ættu að greiða lægra gjald en önnur að koma fram. Ekkert stjómkerfi fiskveiðanna er fullkomið. Kostir aflamarkskerf- isins felast í þvi að það leiðir til mestrar hagkvæmni af þeim að- ferðum sem reyndar hafa verið. Það hefur heldur ekki tekist að sýna fram á að veiðileyfagjaldið verði réttlátara í framkvæmd. Vilhjálmur Egilsson „Kostir aflamarkskerfisins felast í því að það leiðir til mestrar hagkvæmni af þeim aðferðum sem reyndar hafa verið.“ Skoðanir annarra Mælikvarði á væntingar „Hví skyldi einhverjum detta í hug að spOa í happdrætti? Megin ástæðumar eru sennilega tvær: Vilji til að styðja gott málefni og von um vinning. Hjá hverjum og einum blandast líklega ástæðurnar tvær saman... .Við sem spilum í happdrættinu aðal- lega vegna gróðavonar höfum mikinn áhuga á vinn- ingslíkum. Þær em mælikvarði á væntingar okkar. En tengjast vinningslíkur vinninghlutfalli? Þótt ótrúlegt kunni að virðast er svarið nei.“ Eggert Briem, prófessor í stæröfræði, i Mbl. 30. nóv. Fjármálastjórnun í anda Framsóknar „Jafn afleit fjármálastjórnun og Steingrímur Hermannsson hefur verið staðinn að í grein eftir virtan framsóknarmann, eins og Jón Sigurðsson lektor, er að sönnu söguleg. Hins vegar er hin frá- leita fjármálastjórnun formanns Framsóknarflokks- ins í anda fj ármálas tj órnunar Framsóknar. Menn þurfa ekki annað en að líta til sjóðakerfisins, land- búnaðarmyllunnar, Sambandsins og nú síðar Mikla- garðs til að fá samhengi í óábyrga fjármálastjórnuyn Framsóknar. Leiðin frá ríkisfjármálasukki Fram- sóknaráratuganna til kæmleysis í rekstri Tímans er StUtt.“ Úr forystugrein Alþbl. 30. nóv. Gerviþarfir „ Nú er löngu búið að féfletta inn að skyrtunni okkur sem reykjum og drekkum í landinu. Hvað er j)á athugavert við að æsa upp í fólki nýjar gerviþarf- ir og skattleggja þær?... Þess vegna leyfi ég mér að minna á aö fólk hefur líka náttúrulegar þarfir. Síöan legg ég til að líknarstofnanir, með Háskólann í broddi fylkingar, hafi framvegis fé af fólki í krafti náttúru- legra þarfa þess. Meðal náttúrulegra þarfa fólks em þarfir kynjanna fyrir náin gagnkvæm kynni.“ Þorsteinn Gylfason í Mbl. 30. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.