Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Fréttir Kjaranefnd bætir kjör presta með úrskurði: Launahækkun og yf irvinna greidd prestum afturvirkt launahækkunin að jafnaði 15 til 20 prósent Kjaranefnd urskuröaöi 1 gær kjör presta. Samkvæmt úrskurðinum hækka föst laun presta nokkuð og aö auki fá þeir 28 tQ 38 yfirvinnutíma á mánuði. A hinn bóginn eru af- numdar hækkanir vegna starfsald- urs og mennfimar. Úrskurðurinn er afturvirkur og fá prestar því uppbæt- ur á greidd laun frá því í júní. Grunn- laun presta hafa til þessa verið 75 til 100 þúsund krónur á mánuði. SigluQörður: Halldór settur mánuð í viðbót Gyifi Eristjámaaan, DV, Akureyii; Haildór Jónsson, sýslumaður á Sauðárkróki, sem gegnt hefur embætti sýslumanns á Siglufirði að xmdanförnu, hefur verið settur sýsiumaöur þar tíl áramóta. Umsóknarfrestur um stöðu sýsiumanns á Siglufirði rann út fýrir tæpum mánuöi og voru umsækjendur fjöimargir. Dóms- málaráðherra skipar i stöðuna en í gær var ekki aðrar fréttir að hafa i dómsmálaráðuneytinu en þær að setning Halidórs hefði verið framlengd um eínn mánuö. Guömundur H. Jónsson, lög- reglumaður úr Kópavogi, hefur gegnt stöðu yfiriögregluþjóns á Siglufirði undanfama mánuði en setning hans í það embættí rann út í gær. í ráðuneytinu fengust ekki svör um þaö hvort ráða ættí yfirlögregluþjón á Siglufirði í hans staö. Þar hefur þegar fækk- að um eirrn í Iögregluliðinu og ýmislegt bendir til {æss að fækk- að verði enn frekar og lögreglu- menn verði fjórir í staö sex áöur. Að jafnaði hækka laun presta um samtals 15 til 20 prósent. Um helm- ingur hækkunarinnar er í raun flýt- ing á starfsaldurshækkunum og fá þeir prestar sem skemmst hafa verið í starfi því mestu launahækkunina samkvæmt úrskurðinum. Krafa presta hljóðaði hins vegar upp á ailt að 40 prósenta launahækkun. í forsendum úrskurðarins segir að athugun Kjaranefndar hafi leitt í ljós Öm Þóiarmsson, DV, Fljótum: Framkvæmdir vegna brúarsmiði yfir vestari ós Héraðsvatna eru ný- hafnar. Um er að ræða 400 metra langan veg vestan frá og viö enda hans verður gert um 100 metra langt plan. Verkþátturinn var boðinn út og Króksverk hf. á Sauðárkróki fékk að prestar hafi haft lakari launakjör en aðrir starfsmenn ríkisins sem gegna sambærilegum störfum. Vegna þjóðfélagslegrar stöðu sinnar hafi þeim reynst örðugra að bæta kjör sín eftír hefðbundnum leiðum. Fram kemur í úrskurðinum að nefndin telur svigrúm sitt lítíð til að gera leiðréttingu á kjörum presta. Samkvæmt úrskuröinum fá prest- ar með færri en þúsund sóknarböm verkið. Því á að vera lokið 20. des. nk. Vegurinn, sem nú er unnið að, nær um 400 metra út í Héraðsvötn. Á planinu, sem gert verður við enda hans, verður nýja brúin byggð á þurra og vötnunum síðan veitt und- ir. Byrjað verður á brúarsmíðinni með vorinu og næsta sumar verður 105 þúsund krónur á mánuöi og 28 yfirvinnutíma. Prestar með þúsmid til fjögur þúsund sóknarböm fá 110 þúsund krónur á mánuði og 30 yfir- vinnutíma og prestar með fleiri en fjögur þúsund sóknarböm fá 115 þús- und á mánuði og 32 yfirvinnutíma. Varðandi aðra presta þá fá sérþjón- ustuprestar 115 þúsund krónur á mánuði og 35 yfirvinnutíma. Pró- fastar fá 5 þúsund krónur ofan á lagður vegur að brúnni austan frá. Fyrirhugað er að mannvirkið allt verði tilbúið til notkunar næsta haust. Þama er um mikla fram- kvæmd að ræða. Gróf kostnaðar- áætíun hljóðar upp á 120-130 milljón- ir króna að sögn Jónasar Snæbjöms- sonar hjá Vegagerð ríkisins á Sauð- árkróki. prestslaunin og sex yfirvinnutíma að auki. Dómprófastur og prófastar Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og Kjalamesprófastsdæmis fá 125 þús- und krónur á mánuði og 40 yfir- vinnutíma. Þá verða mánaðarlaun vígslubiskupa 200 þúsund krónur. -kaa Mývatnssveit: Flugmenn varaðirvið hættu vegna kindanna Gyffi Krisjánsson, DV, Akureyri: Flugmenn sem hugsanlega koma öl meðaðnotfæra sér flug- brautinai Mývatnssveit hafa ver-. ið varaðir við lausagöngu búfjár við flugbrautina og verður aö gera sérstakar ráðstafanir ef vél- ar ætla að lenda þar, að sögn Þorgeirs Pálssonar ; flúgmála- stjóra. Eins og fram hefur komið í DV hefur bóndi sem rekur sauðfjár- búskap i Reykjahlíð beitt fé sínu við flugbrautina. Iwgcir Pálsson fiugmálastjóri segir að flugmála- yfirvöld muni fylgjast vel með því hvort bóndinn girðir fé sitt af í samráði við Landgræösluna eins og gefinnhefur verið ádráttur um en gerist þad ekki á næstu 2-3 vikum verði að ioka flugbraut- inni annaðhvort tímabundið eða til lengri tíma. Stórvirkar vinnuvélar eru við vegarlagningu út frá Borgarsandi. DV-mynd Örn Vinna haf in við stórbrú á vestari ósi Héraðsvatna Vestf irðir ofsóttir Neyöaróp hafa borist vestan af fjörðum. Ef marka má þessi neyð- aróp er byggð að leggjast niður í þessum landshluta. Ekki vegna þessa að fólkið sé farið heldur fisk- urinn og kvótinn. Og peningamir með. Reyndar segja Vestfirðingar að peningamir hafi aldrei komið og þess vegna hafi þeir ekkert til að lifa á. Suðumesjamenn hafa sent frá sér annað neyðarkall og segja að ástandið fyrir vestan sé ekki nærri því eins slæmt og suður með sjó. Er Ijóst að í uppsiglingu er mikið áróðm-sstríð milh þessara tveggja landshluta hvor hafi það verra. Ástandið fyrir vestan er greinilega svo slæmt að Suðumesjamenn verða að gera betur í vesöld sinni og verða að hafa það virkilega skítt ef þeir ætia að sanna það fyrir þjóð- inni að eymdin sé meiri fyrir sunn- an heldur en fyrir vestan. Vestfirðingar standa betur að vígi að því leyti að þeir hafa Matthías. Suðinnesjamenn hafa engan Matt- hías Bjamason til að kvarta og kveina enda er Matthías sérfræð- ingur í því að skammast og man tímana tvenna. Þar að auki situr Matthías í Byggðastofnun og hefur fylgst með því hvaða peningar hafa farið vestur og hvað orðið hefur um þá. Þess vegna er hann svona reiður og argur að Vestfirðingar hafa ekki fengið nóg af peningum sem ætiar þá lifandi að drepa. Ljóst er að Vestfirðingar hafa verið ofsóttír að undanfomu. Bankamir hafa ofsótt Vestfirðinga og þá sér í lagi Landsbankinn. Rík- isstjórnin hefur ofsótt Vestfirðinga og þá sér í lagi Davíð. Já, þjóðin hefur öll verið á móti Vestfirðing- • um. Þessum ofsóknum má líkja viö holocaust. Vestfirðingar eru útskúfaðir með því að ræna þá fisk- inum sem þeir eiga útí á miðunum. Aðrir landsmenn hafa skipulega rænt kvótunum og skipunum og bankamir neita fyrirtækjunum fyrir vestan um lán þegar allt er að fara á hausinn. Hér ræður mannvonska þeirra í Landsbank- anum mestu, enda er þeim banka stjómað af illmennum og idíótum sem ekki hafa einu sinni tekið níark á Matthíasi þegar hann hefur krafist meiri lána fyrir sitt fólk. Ríkisstjómin hefur alveg sér- staklega beint spjótum sínum að Vestfiörðum og þaðan hefur ekkert gott komið síðan Sjálfstæðisflokk- urinn tók við stjómartaumunum. Matthías Bjamason er í flokknum og þekkir sitt heimafólk. Hann veit hvers konar innræti ríkir í flokkn- um sem lætur ekki lengur að stjóm Matthiasar þegar vandinn hellist yfir hvert byggðarlagið á fætur öðru. Hvemig ætiast ríkisstjómin til þess að Vestfirðingar spjari sig þeg- ar kvótinn er farinn og engir pen- ingar fást lengur til að borga lánin sem tekin voru til að veiða upp í kvótann? Annaðhvort verða Vest- firðingar að fá kvóta afitur eða þá skip til að veiða kvótann. Hvoragt er lengur til staðar. Og ekki vaxa peningamir á tijánum fyrir vestan og ekki fást þeir úr Landsbankan- um. Nú er Byggðastofnun búin að biðja um þrjú hundruð milljónir til aö létta mesta neyðarástandinu en ríkisstjórnin hefur ekki sinnt þeirri ósk og setur málið í nefnd og held- ur að Vestfirðingar geti lifað á loft- inu. Matthías Bjamason hefur stung- ið upp á því að þjóðin láti Vestfirð- inga í friði og miðin þeirra einnig og þá hafi Vestfirðingar ekkert af þessari þjóð að segja né þjóðin af þeim. Það er út af fyrir sig lausn sem þarf að skoða því sagt er að þorskurinn sé uppurinn og enda þótt þjóðin hafi ekkert gagn af Vest- firðingum lengur þá hefur hún haft gagn af miðunum, meðan einhver fiskur var í sjónum. Nú er hann farinn og hvers vegna ekki að láta Vestfirðinga sigla sinn sjó lika? Það gæti verið hagkvæm lausn fyrir Islendinga og íslensk sfiómvöld sem vilja hvort sem er ekkert gera við Vestfirðinga annað en að of- sækja þá! Þessum ofsóknum verður að linna svo Vestfirðingar segi ekki öðrum íslendingum stríð á hendur. Matthías lætur ófriðlega og ekki er skynsamlegt að láta þann mann ganga lausan hér í Reykjavík ef þetta heldur svona áfram. Þetta er nánast spuming um peningana eða lífið. Ef bæði bankinn og ríkis- sfiómin neita þeim Vestfirðingum um peningana þá kostar það þjóð- ina lífið. Er nokkurra annarra kosta völ? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.