Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 5 dv______________________________________________________________________________Fréttir Athafnamaður í Reykjavík í sambandi vlð erlenda aðila: Ráðgerir að fanga háhyrninga við ísland - fær ekki leyfi en er með bát og áhöfn til reiðu „Það er nóg af háhymingum hérna. Þetta eru ekki hvalveiðar því það á að halda dýrunum lifandi. Ég er allveg tilbúin að veiða þessi dýr en vil þó hafa stjórnvöld með mér í þessu.Þetta væri dágóð búbót,“ segir Guðjón Rögnvaldssonm, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum. Jón Pálmi Pálmason, athafnamað- ur í Reykjávík, hefur leitað til nokk- urra útgerðarmanna á Suðurlandi og beðið þá um aðstoð við að fanga 6 háhyrninga sem hann hyggst selja til aðUa í Bandaríkjunum. Þar yrði þeim komið fyrir í dýragarði. Sam- kvæmt heimildum DV hefur Jón Pálmi boðið útgerðarmönnunum allt að 10 milljónir króna fyrir áðstoðina en gert er ráð fyrir að það taki um eina viku að fanga dýrin. í sjávarútvegsráðuneytinu fengust þær upplýsingar í gær að Jón Pálmi hefði ekki fengið leyfi ráöuneytisins fyrir veiðum á háhymingum. Beiðni um slíkt leyfi hafi ítrekað verið hafn- að. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrif- stofustjóra hafa ráðuneytinu borist spurnir frá eigendum skipa og fleiri um þann ásetning Jóns að hefja veið- ar. Hann segir ráðuneytið lita það alvarlegum augum verði bann við halveiðum brotið og bendir á að út- gerð og skipshöfn viðkomandi báts verði látin sæta ábyrgð. Að sögn Guðjóns er báturinn hans, Guðrún VE, sá eini með reynslu af því að fanga háhynúnga. Fyrri eig- endur, Ásar hf. í Hafnarfirði, hafi stundað slíkar veiðar fyrir nokkrum árum með samþykki stjórnvalda. Því sé í raun og veru sjálfgefið að bátur- inn taki þátt í þessum veiðum nú fáist leyfi fyrir þeim. Að sögn Jóns Pálma er ekkert í hvalveiðilögunum sem bannar hon- um að fanga háhyminga. í þeim lög- um sé einungis að finna fyrirmæh um hvernig eigi að veiða og drepa skepnumar. A hinn bóginn segist hann hafa orðið var við óéðlileg af- skipti sjávarútvegsráðuneytisins af máhnu og því þori útgerðarmenn ekki að taka þátt í þessu. „Lögin hafa aldrei náð yfir háhyrn- ingana. Þau gera það ekki allt í einu núna þó sjávarútvegsráðherra þori ekki að gera eitt eða neitt. Þetta er allt einn hnútur sem ég er að reyna að leysa. Þetta ætti að skýrast á næstu dögum.“ -kaa Kristján áritar á heimaslóðum Gyli Kristjánsson, DV, Akureyri: Það er hætt við að þröng verði á þingi í versluninni Bókvah á Akureyri í dag er Kristján Jó- hannsson stórtenór áritar þar geislaplötu snta, Af Iífi og sál. Akureyringar telja sig „eiga“ Kristján, enda er söngvarinn fæddur og uppalinn þar í bæ. Söngvarínn verður í versluninni á milh kl. 16 og 18. Smiðirnir Sigríður og Valgeir með litla meistaraverkið Brynju. DV-mynd Kristján Selfoss: „Smiðir smíðuðu barn“ Kristján Einaisson, DV, Selfossi: Ungt sambýhsfólk á Selfossi, Sig- ríður Runólfsdóttir og Valgeir Harð- arson, urðu þeirrar ánægju aðnjót- andi nýlega að eignast fallegt og heil- brigt stúlkubarn. Það sem gerir þessa fæðingu frá- sagnarverðari en flestar er að hér áttu tveir smiðir hlut að máh. Sem sagt smíðuðu bam saman - litla stúlku sem hlaut nafnið Brynja. Móðirin Sigríður er lærður smiður og það er pabbinn Valgeir líka. Sig- ríður lærði húsasmíði hjá SG Ein- ingahúsum á Selfossi og vinnur þar og Valgeir er líka útskrifaður í húsa- gerðarlistinni. Þaö verða því varla vandræði í framtíðinni hjá Brynju litlu þegar hún þarf sjálf á íbúðar- húsi að halda fyrir sig. INNGÖNGUTILBOÐ Félagar fá handhœga skipulagsbók og möppu fyrir fjármál heimilisins sér að kostnaðarlausu. Þetta tilboð gildir aðeins um takmarkaðan tíma. Fjölbreyttur sparnaður - einfóld leið! I Spariþjónustu Heimilislínunnar getur þú safnað á einfaldan hátt og valið um ótal ávöxtunarleiðir. Við millifærum af launareikningi og ráðstöfum sparifénu inn á sparireikninga eða til kaupa á verðbréfum í gegnum nýjan verðbréfareikning Búnaðarbankans. Lágmarkssparnaður í Spariþjónustunni er aðeins 3000 kr. á mánuði! Bankinn annast verðbréfavörslu, innlausn bréfa og fylgist með útdrætti húsbréfa. Um hver áramót er sentyfírlityfir stöðuna. Þú getur líka nýtt þér Greiðluþjónustu Heimilislínunnar. Reikningar eru sendir beint í bankann sem annast greiðslu á réttum tíma. 1/12 af útgjöldum ársins er millifærður mánaðarlega af launareikningi þínum á sérstakan útgjaldareikning. Efinnstæðan á útgjaldareikningnum dugar ekki einstaka mánuði brúar bankinn bilið með reikningsláni. BljNAÐARBANKI HEIMILISLINAN - Heildarlausn áfjármálum einstaklinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.