Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 65 DV AIH í gamni Sagan „Vá! Ástir og átök í unglingaheimi" er kennd tveim höfundum, Ingibjörgu Einarsdóttur sem er fimmtán ára og Þorsteini „Presley" Égg- ertssyni sem er rúmlega fimmtugur. Hún gerist í Reykjavík samtímans en umhverfi allt er óljóst - stundum er lesandi staddur í breiðholtslegu úthverfi en svo reynist furðu stutt þaðan niður í gamla miðbæ. Kannski búa söguhetjur bara í Norðurmýrinni. Sagan er sögð í fyrstu persónu af Jökh fimmtán ára og segir frá atvik- um nokkurra vikna (?) veturinn sem hann er í 10. bekk. Hann og vinur hans Smári bingó finna háa fjárupphæð bak við handþurrkukassa á al- menningssalerni og gnmar að ekki sé allt með felldu. Þeir fara þó ekki til lögreglunnar heldur reyna að upplýsa máhð sjálfir þó að þeir hafi varla tíma th þess fyrir heimalærdómi og ástamálum því stelpur skipta félagana sem betur fer að minnsta kosti jafnmiklu máli og uppljóstrun glæpa. En ekki reynist nein alvarleg vá fyrir dyrum og félagarnir kom- ast aldrei í neina hættu þó að þeir sletti sér fram í skipulagða glæpastarf- semi. Ég þykist sjá að sagan sjálf sé eftir Ingibjörgu. Það er unghngs- legur tilraunasvipur yfir henni: persónur eru einhhða týpur; strák- amir hafa hver sinn afmarkaða stimph, og þó að höfundur sé ung stúlka eru stelpurnar engu skýrari eða lífvænlegri persónur. Lýsingar á hversdaglegum atriðum eru oft of nákvæmar en lýsingar á mikh- vægum atvikum eru ónákvæmar og óraunhæfar vegna þess að höf- undur ræður ekki við að lifa sig inn í þau, skutlast bara yfir þau og Ingibjörg Einarsdóttir og Þorsteinn lætur tilvUjun ráða hvað kemur Eggertsson skrifa bókina saman. með. Innri tími er fjarskalega óljós og söguþráður alveg út í hött. En ég get líka séð hvað Þorsteinn sá við söguna og taldi ómaksins vert að fara yfir hana. Frásögnin er keyrð áfram af sannri gleði. Þor- steinn hefur líka séð til hvers mátti nota söguna, og það er áreiðanlega hans verk að gera hana að nokkuð markvissu gríni á obbann af unghnga- sögum undanfarinna ára. TU dæmis er alveg drephlægUegt í svona „leyni- lögreglusögu" að láta strákana kjafta leyndarmáhnu smám saman í aha Bókmeimtir Silja Aðalsteinsdóttir vini sína og kunningja þangað til frásögnin af því birtist hreinlega í skóla- hlaðinu! Aldrei hefðu Frank og Jói verið svona sniðugir. Og þó að of ótrú- legt sé að maður feh tvö hundruð þúsund krónur á almenningsklósetti án þess að gá hvort einhver sér til hans þá er jafn dásamlegt að láta strák- ana setja Nóa-Síríus súkkulaði í staðinn fyrir peningana. Sjálfsánægður stíllinn með ýktum unghngastælum og eUífum enskuslettum, fáránlegar uppákomumar, alhr lausu endarnir og staðlaðar persónumar verða sam- anlagt gott grín um vinsælar fjöldaframleiðslubækur handa unghngum. Næst legg ég til að þau Þorsteinn og Ingibjörg ráðist á „óléttubækurnar". Ingibjörg Einarsdóttir og Þorsteinn Eggertsson: Vá! Ástir og átök i unglingaheimi, 185 bls. Almenna bókafélagið 1993 At-.S Idttu fagmanninn vinna verkið SAMTÖK IÐNAÐARiNS Menning Kvenhetjur til foma Það er óhætt að segja að VUborg Davíðsdóttir fari ekki troðnar slóðir í efnisvah sínu. Sagan hennar ger- ist um aldamótin 900 og söguheljan Korka er tæplega fimmtán ára gömul, dóttir írskrar ambáttar á íslandi. Þrátt fyrir ungan aldur telst hún til fuhorðinna þar sem hún er orðin mannbær og fuhvaxta. Strax í upphafi fær lesandi þau skhaboð að Korka sé ekki eins og fólk er flest því hana dreymir skrýtna drauma og fyrirboði bjargar henni úr lífsháska. Örlög- in haga því svo til að hún kemst í læri hjá forvitri ömmu sinni Úlfbrúnu fornu sem kann ýmislegt fyrir sér í galdri og rúnalestri að ekki sé minnst á grasa- fræði. Með tímanum kemur einnig í ljós hæfileiki Korku til að sjá fyrir óorðna atburði en það reynist Vilborg Davíðsdóttir. Saga hennar gerist um aldamót- in 900. ekki ahtaf blessun. Þótt sögutíminn sé aðeins um þrjú ár spinna örlaganomirnar shkan vef að Korka lendir í ótrúlegustu ævintýrum og mannraunum en kemst þó heU frá öllu saman. Það má segja að sterkar konur einkenni persónu- sköpun sögimnar með Korku og ömmu hennar í broddi fylkingar. Óttablandin virðing er borin fyrir Úlfbrúnu vegna fjölkynngi hennar og sú virðing kemur einnig í hlut Korku sem er afar stolt þrátt fyrir lágan sess í þjóðfélaginu. Hún reynist einnig ótrúlega úrræðagóð þegar á reynir og slær þá gjarnan öllum við. Persóna hennar er heUsteypt og hrífur lesanda frá fyrstu stundu. Það kemur fram á bókarkápu og í eftirmála höfund- ar að hún byggir lýsingar sínar á heimildum um lifnað- arhætti fólks á landnámsöld. Mér finnst sagan bera Bókmenntir Oddný Árnadóttir þess greinilega merki þar sem persónusköpun er til- töiulega laus við staðlaðar ímyndir og engin tilraun gerð til að fegra þann ruddaskap og vilhmennsku sem vafalaust hefur einkennt líf manna á þessum tíma. Höfundur dregur ekkert undan og lýsingar eins og t.d. af fyrstu kynlífsreynslu Korku eru afar sannfærandi. Málfariö á sögunni er einnig mjög í ætt við það sem tíðkast í íslendingasögunum án þess þó að virka fram- andi fyrir hinn almenna lesanda ef frá eru talin nokk- ur orð úr blótsiðum ásatrúarmanna. Þessi tvö atriði, máh'ar og persónusköpun, ásamt lýsingum á vinnu- brögðufn fólks á þessum tíma, gefa sögunni mjög sann- færandi blæ þannig að lesandi hrífst auðveldlega með atburðarásinni sem er bæði hröð og spennandi. Það er fáum gefið að geta skrifað verk sem er allt í senn; metnaðarfullt, spennandi og fróðlegt en mér finnst Vhborg komast vel frá því og þrátt fyrir ungan aldur söguhetjunnar á þessi saga erindi til allra. Vilborg Daviösdóttir. Við Urðarbrunn Mél og Menning 1993 Imyndaðu þér, að þú sért nú að taka fyrstu sporin útílífið, -eða, aðþú fáireinnþessara stórgóðu vinninga í endurhæfingar- happdrættinu. Spermandi, ekki satt? NISSAN Flugleiða flugleiðir jSSf Helgarferðir ^ Flugleiða flugleidir^S? Bensínúttekt hjá Olíufélaginu hf. ESSO Sjálfsbjörg Landssamband fatlaðra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.