Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Viðskipti Þorskur á fiskm Kr/kgþr Mi Fl Fö Mð Þr Hlutabr. Flugleiöa Mé Þr Mi Fi Fö Mé Gengi pundsins Kauph. í Tokyo 1750 1700 1650 1600 - Mi Ft Fö Má Þr Verðlækkun áþorski Slægður þorskur á fiskmörkuð- unum hefur lækkað í verði að undaníomu. í gær var meðalverð fyrir kílóið komið í 93 krónur. Gengi hlutabréfa Flugleiða hef- ur staðið í 1,25 síðan á föstudag eftir nokkra hækkun þar áður. Staðgreiðsluverð áls á heims- markaði fór niður í 1035 dollara tonnið sl. föstudag en hækkaði lítillega eftir helgi. Gengi sterlingspundsins gagn- vart íslensku krónunni hefur verið á uppleið. í gærmorgun var sölugengið skráð 107,34 krónur. Eftir að hafa farið niður í rúm 16.000 stig hækkaði hlutabréfa- vísitalan í kauphöllinni í Tokyo um 400 stig í gær í kjölfar nýrra fjáraukalaga frá japönsku ríkis- stjóminni. -bjb Frá uppboöi á fiskmarkaði. Smábátaeigendur eru óánægöir yfir seinum skilum fiskmarkaða á ákveðnum greiðsl- um til Fiskveiðasjóðs og sjóðurinn hefur sömuleiöis áhyggjur. Lögbundin skil fiskmarkaða til Fiskveiðasjóðs: Höfum áhyggjur af seinum greiðslum - segir Ragnar Guðjónsson hjá Fiskveiðasjóði Samkvæmt lögum um skiptaverð- mæti og greiðslumiðlun innan sjáv- arútvegsins ber fiskmörkuðunum að greiða 10% af hráefnisverði þess afla sem þeir taka við af smábátum undir 10 lestum til Fiskveiðasjóðs íslands. Af þessum fjármunum eiga mán- aðarlega að fara 48% til lífeyrissjóða sjómanna, 47% til greiðslu iðgjalda af slysa- og örorkutryggingu skip- veija og 5% til Landssambands smá- bátaeigenda. Heimildir DV herma að dráttur hafi verið á ofahgreindum greiðslum fiskmarkaðanna til Fisk- veiðasjóðs og eru smábátaeigendur allt annað en ánægðir yfir því. Ragnar Guðjónsson hjá Fiskveiða- sjóði sagði í samtali við DV að dæmi væru um töluverðan drátt á þessum greiðslum en þær skiluöu sér yfir- leitt á endanum. En Ragnar sagði að þessi dráttur bitnaði ekkert frekar á smábátaeigendum en öðrum sjó- mönnum. „Það þarf að reka á eftir greiðslun- um. Fiskkaupendur hafa hálfan mánuð til að ganga frá sínum papp- írsmálum en hjá mörgum þeirra gengur það miklu seinna. Til eru dæmi um að smábátaeigendur hafa ekki fengið þær greiðslur sem þeim ber en það er nú frekar undantekn- ing en regla. Við höfum áhyggjur af því hvað greiðslurnar skila sér seint,“ sagði Ragnar og hafði dæmi um fiskmarkað sem hefði dregið það í tvo mánuði að skila umræddum greiðslum til sjóðsins. Trillukarlar orðnir gramir En fyrir smábátaeigendur er þetta viðkvæmt mál því tilkoma fiskmark- aðanna hefur hækkað fiskverð og bætt afkomu þeirra. Þeir trillukarlar sem DV hefur rætt við eru engu að síður orðnir þreyttir á seinagangin- um og orðnir gramir eða eins og einn orðaði þaö: „Fiskmarkaðirnir eru að þvælast með peninga sem þeir eiga ekkert í.“ Þeir forráðamenn fiskmarkaða sem DV ræddi við sögðust kannast við dæmi um að greiöslum af þessu tagi hafi seinkað til Fiskveiðasjóðs en töldu ekki að um sérstakt vanda- mál væri að ræða. „Við reynum að standa við okkar hlut en greiðslur frá okkar viöskiptavinum vilja dragast og við verðum einhvern veginn að brúa biliö sem getur myndast. En það eru aldrei meira en tvær til þrjár vikur og þessir peningar skila sér. Öll innheimta í þjóðfélaginu er mjög þung,“ sagði einn forráðamanna fiskmarkaðanna viö DV. -bjb Hlutabréf hækka í Olís og Esso Gengi hlutabréfa helstu fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum hefur yfir- leitt hækkað að undanförnu. Þó hef- ur gengi bréfa í íslandsbanka lækkað lítillega og hlutabréf í Skeljungi hf. staðið í stað. Vísitölur hafa einnig hækkað, sér í lagi landsvísitala hlutabréfa'hjá Landsbréfum hf. Hlutabréf í Eimskip hafa hækkað í verði um nær 20% á tveimur mán- uðum og hlutabréf Flugleiða um 25% á sama tíma. Þá hefur gengi bréfa Olís og Olíufélagsins hf., Esso, hækk- að síðustu daga. Landsvísitala hlutabréfa hjá Landsbréfum stóð í ríflega 101 stigi á mánudag og haföi hækkað um nær 2 stig á einni viku. Gengi Sjóösbréfs 10 hjá VÍB lækkaði snarlega á mánu- dag og er 50 stigum lægra en fyrir viku. Hlutabréfavísitala VÍB hækkaði nokkuð í síðustu viku, fór mest í 643 stig en lækkaði í 639 stig sl. mánu- dag. Aðeins dró úr hækkun spari- skírteina- og húsbréfavísitölu VÍB. -bjb Verðbréf og vísitölur O2J3J02SH CDSSSZŒBSSh GESSSOSSQI 1.550 1500 1.450 1.400 V 1350 * XéJfc '**&*!&& A S 0 N 180 170 160 150 /p f J eszzSS&' S O N 400 390 380 370 DV Debetkortfil bankastarfs* mannaídag Starfsmenn banka, sparisjóöa og greiðslukortafyrirtækja fá de- betkort afhent til umráða fi-á og með deginum í dag. Um prufu- keyrslu í bankakerfinu veröur að ræða en nk. mánudag, 6, deserab- er, hefst almenn notkun kort- anna. Síðan er spuming hversu almenn notkunin verður því aö- eins hafa náöst samningar við lít- inn hluta þjónustufyrirtækja í landinu. Sem kunnugt er slitnaði upp úr viöræðum aðstandenda debetkortanna og sarastarfsaðila Kaupmannasamtakanna um þjónustugjöld. Fólki gefst nú þegar kostur á að sækja um debetkort. Þjónustu- gjöld fyrir korthafa verða ekki tekin upp fyrr en l. apríl á næsta ári. Þeir sem sækja um fyrir 1. júlí nk. sleppa við árgjald, sem áætlað er um 900 krónur. Hlutabréfavið- skipti í október Hlutabréfaviðskipti á Verð- bréfaþingi íslands og Opna til- boðsmarkaðnum í október sl. voru að verðmæti rúmlega 63 milljónir króna. Það eru um 41% minni viðskipti en í mánuðinum á undan. Afþessum 63 milljónum fóru fram viðskipti síðustu þrjá daga októbermánaðar fyrir tæpar 40 milljónir króna. Stærstu einstöku viöskipti með hlutabréf i október voru í Olíufé- lagönu hf. fyrir tæpar 18 milljónir króna. íslenskmat- vælafyrirtæki í góðummálum Umsóknir um 15verkefnimeð þátttöku ís- lenskra fyrir- tækja og stofn- ana úr mat- vælaiönaði bár- ust í svokallaöa NordFood- áætlun Norræna iðnaöarsjóðs- ins. Alls bárust 52 umsóknir og í faglegu mati fengu 26 verkefni einkunina A eða B, þar af 13 ís- lensk verkefni. Þettakemur fram í fréttabréfi Félags islenskra iðn- rekenda, Á döfinni. Umfang verkefnanna 52 er fyrir um 6 milljarða króna, þar af ís- lensk verkefni fyrir um 300 millj- ónir króna á næstu tveimur til fjórum árum. Starfsmenn Búlandsmissa vinnuna . Uppsagnir 4 starfsmanna Bú- lands hf., áður fóðurvörudeildar Sambandsins, taka gildi í dag. Alls var 15 starfsmönnum sagt upp þegar Kornhlaðan tók við rekstri Búlands og taka hinar uppsagnirnar gildi í byrjun næsta árs. Gunnar Jóhannsson hjá Korn- hlööunni sagði við DV að ákvörð- un lægi ekki fyrir um hvort ein- hverjir starfsmenn fengju vinnu hjá Kornhlöðunni en þaö yrðu í mesta lagi 2 til 3 starfsmenn. Vaxtabreytingadagur er i dag en bankar og sparisjóöir hafa ein- ungis tilkynnt smávægilegar vaxtabreytingar á afurðalánum og gjaldeyrisreikningum. Víxil- og skuldabréfavextir breytast t.d ekkert. Afurðalánavextir lækka almennt um allt að 0,5% hjá bönkum en hækka lítillega hjá sparisjóðum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.