Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 17 ið andlit í höndum sér og mælti ekki orð af vörum... Einu sinni læsti hann sig inni á baði um nótt og hnýtti nokkur hálsbindi og var að útbúa festingu fyrir þau þegar ég vaknaði og heyrði í honum.“ AUt er þetta átakanleg sorgar- saga. En minnumst þess við lestur- inn að þrátt fyrir allt tókst Jökli að lyfta íslenskri leikritim hátt á loft með bestu verkum sínum. Perlur og steinar. Árin með Jökii. Höfundur: Jóhanna Kristjónsdóttir. Almenna bókafélagió. VAX 4000 Lestu þessa auglýsingu áður en þú kaupir venjulega ryksugu eða aðra á bílverði. 8.000 kr. Við tökum gömlu ryksuguna þína upp í fyrir 8.000 kr. m Meiming -“Þufærð- - Ryksugu sem skúrar. - Ryksugu sem djúphreinsar teppi, bílaáklæði og húsgögn betur en nokkur önnur á mark- aðnum. - Ryksugu sem losar stíflur. - Vatnssugu sem bjargar málum ef flæðir. - Venjulega ryksusu með öflugu filtkerfi. - Góða alhliða ryksugu á sanngjörnu verði, engin útborgun, fyrsta greiðsla 1994 Hringdu í síma 91-676869 Alþjóða Verslunarfélagið hf. Skútuvogi 11 (91-)67 68 69 104 Reykjavík Átakanleg sorgarsaga Bersöglar ævisögur hafa komist í tísku hér á landi hin síðari ár fyrir áhrif frá Ameríku þar sem sjálfsagt þykir að bera fjölskylduleyndar- málin á torg. Lýsingar Jóhönnu Kristjónsdóttur á ellefu ára sam- búð með Jökli Jakobssyni eru af þessmn toga. Engu er leynt af sárri lífsreynslu Jóhönnu, Jökuls og barna þeirra. Hér má til dæmis lesa að á tólfta árinu hafi Jökull verið misnotaður kynferðislega um nokkurt skeið af ónafngreindum frænda sínum, byijað að drekka fjórtán ára og drukkið meira og minna reglulega upp frá því. Einnig að hann hafi í bemsku lifað í ótta við móður sína og aldrei vitað „hvenær hún mirndi vera góð við mig afþví ég væri stór- kostlegur eða loka mig inni í dimm- um kytrum þarsem ég varð svo hræddur að ég hélt ég missti vitið.“ Frásögnin hefst árið 1956 þegar Jóhanna og Jökull hittust fyrsta sinni. Hún var sextán ára mennta- skólamær en hann sjö árum eldri og þegar umtalaður í bænum. Hann játaði fyrir henni svallsyndir Jökull og Jóhanna á brúökaupsdaginn. drykkjuskap. Bróðir hans var að koma heim drukkinn: „Þau orguðu á hann svívirðingar, görguðu, skræktu, hentu honum til og frá um forstofuna í þvílíku hamsleysi að ég hafði aldrei á ævi minni heyrt annað eins... Þetta var ekki mennskt." En mörgum árum og óteljandi fylliríum síðar stóð hún sjálfa sig að því að beija framtönn úr Jökli þegar hann kom heim eftir margra daga drykkju. Þannig getur stöðugt návigi við ofdrykkjuna leikið besta fólk. Margt í frásögn Jóhönnu varpar ljósi á hvemig sum helstu skáld- verka Jökuls urðu til og dýpkar skilning á þeim. Jökull vann ein- mitt sinn mesta sigur sem leikrita- skáld á þessum árum með Hart í bak en mátti síðar þola óvægna gagnrýni fyrir Sumarið 37. Hún lék hann illa: „Örvæntingin var slík að ég hafði aldrei séð Jökul svona á sig kom- inn. Hann var ekki reiður, hann var brotinn maður. Heilu dagana lokaði hann sig inni, fól steinrunn- sínar og sagði hana eina geta bjarg- að sér frá glötun. Hún vildi gjaman taka það hlutverk að sér: „Þennan yndislega, viðkvæma og faUega mann sem átti svo óskaplega bágt Bókmenntir Elías Snæland Jónsson og hafði átt óumræðilega erfitt, hann vildi ég vemda, ég skyldi gera það alla tíð.“ Ári síðar vom þau gift og fyrsta bamið á leiðinni. í hjónabandinu vom vissulega sólargeislar inni á milli; ljúf ást í upphafi og merkh' sigrar á skáldskaparbrautinni. En fyrst og síðast er baráttan við Bakkus í brennidepli þessarar frá- sagnar, með vægðarlausum lýsing- um á ofdrykkju Jökuls og áhrifum hennar á hann sjálfan, konuna og bömin. Áður en þau giftu sig varð Jó- hanna vitni að ofsafengnum við- brögðum foreldra Jökuls við Unaður og hamingja Það er ekki neinn hörgull á bókum sem fjalla um kynlíf og em ætlaðar imgu fólki. Ung og bálskotin og kunnum ekkert að passa okkur er ein þeirra. Bókin er upphaflega samin af þeim Helmut Brackner og Ric- hard Rathgeber en þýdd og aðlöguð íslenskum aðstæð- um af Þorsteini Thorarensen og ritsijóm Fjölva. í bókinni er meðal annars fjallað um kynþroskann, fóstureyðingar, kynsjúkdóma, samkynhneigð, og al- næmi. í upphafi bókarinnar er sá vamagli sleginn að hún eigi ekki að vera neitt hávísindalegt fagrit um kynlíf en hún hentar vel fyrir þá sem vita ekki ýkja mikið um kynlíf. í henni er þó að finna svör við ýmsum spumingum sem brenna á unglingum. Kaflamir em flestir stuttir en hnitmiðaðir og í þá er ýmsan ágætan fróðleik að sækja. Gallinn er bara sá að bókinni hætt- ir til að vera nokkuð ópersónuleg og textinn er á stund- um nokkuð óspennandi. „En við teljum mikilvægt að ræða við ykkur um ýmis vandamál kynlifs og veita ráð um samlíf tveggja einstaklinga, hvemig hægt er að haga sér í ástarörm- um hvors annars. En við leggjum líka mikla áherslu á þann unað sem iðkun kynlifs veitir." (bls. 7) Bestu kaflar bókarinnar em þeir sem fjalla um al- næmi, fóstureyðingar og kynsjúkdóma, hins vegar era kaflamir sem fjalla um tilfinningar og þá ábyrgð sem fylgir því að lifa kynlífi slakari. Það er kannski fyrst og fremst því um að kenna hversu ópersónulegir þeir em oft á tíðum. Uppsetningin á bókinni er ljót, hverri síðu er skipt upp í tvo dálka með grófu letri. Myndimar sem skreyta bókina eru fremur grófar og á engan hátt hægt að segja að þær séu aðlaðandi. Bókmeimtir Jóhanna Margrét Einarsdóttir Ung og bálskotin og kunnum ekkert að passa okkur Helmut Bruckner og Richard Rathgeber Þýðing og aðlögun aö íslenskum aðstæðum: Þorsteinn Thor- arensen og ritstjórn Fjölva 112 bls. Fjölvi 1993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.