Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 30
74 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBRR 1993 Afmæli Leifur Eiríksson Leifur Eiríksson matreiðslumaöur, Akurgerði 1, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill Leifur er fæddur á Dyrhólum og ólst þar upp til sjö ára aldurs en á Felli í Mýrdal eftir það. Leifur vann við hefðbundin land- búnaðarstörf til 24 ára aldurs og var auk þess á nokkrum vertíðum í Vestmannaeyjum frá 19 ára aldri. Hann íluttist til Reykjavíkur 1948 og starfaði sem matreiðslumaður á Hótel Borg og hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli en var þó lengst af hjá KalFi Höll. Hann var einnig til sjós á bátum og togurum og þá vann Leifur við kjötskurð í Kjötbúð- inni Borg og Búrfelli. Síðustu árin hefur hann unnið hjá Meistaranum. Fjölskylda Eiginkona Leifs er Inga Jóna Ingi- marsdóttir, f. 14.11.1924. Foreldrar hennar: Ingimar Jónasson, bóndi á Fossi og Jötu í Hrunamannahreppi og síðast verkamaður í Reykjavík, og Margrét Þorsteinsdóttir hús- freyja. Þau eru bæði látin. Synir Leifs og Ingu Jónu: Ingi G.A. Leifsson, f. 13.2.1950, húsgagna- smiður; Jónas A. Leifsson, f. 22.2. 1959, nemi. Systkini Leifs: Örnólfur Eiríksson, f. 1915, d. 1941; Hafliði Eiríksson, f. 1917, d. 1956; Björgvin Eiríksson, f. 1918; Jóhann Eiríksson, f. 1920, d. 1992; Ólafur Eiríksson, f. 1922; Guð- björg Svava Eiríksdóttir, f. 1925; Guðlaugur Eiríksson, f. 1927. Foreldrar Leifs: Eiríkur Jóhanns- son, f. 1883, d. 1954, bóndi á Felli, og Guðrún Hafliðadóttir, f. 1885, d. 1973, húsfreyja. Guðrún bjó í Kópa- vogi og Reykjavik eftir andlát Ei- ríks. Ætt Eiríkur var bróðir Sigurjóns, afa Ingólfs Margeirssonar dagskrár- gerðarmanns. Eiríkur var sonur Jóhanns, b. í Götu í Landsveit, bróð ur Jónasar, b. á Görðum í Land- sveit, langafa Þórs, deildarstjóra hafísrannsóknadeOdar Veðurstof- unnar og rithöfundanna Svövu og Jökuls Jakobssonar. Jóhann var sonur Jóns, b. í Mörk á Landi, bróð- ur Árna, langafa Júlíusar Sólnes prófessors og Sigurðar, afa Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar, en Árni var einnig lang- afí Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Jón var sonur Finnboga, b. á Reyni- felli á Rangárvöllum, Þorgilssonar. Móðir Eiríks var Margrét Jóns- dóttir, b. á Litlu-Heiði, Einarssonar. Móðir Jóns var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Margrétar var Steinunn Ei- ríksdóttir. Guðrún var systir Guðjóns, afa Varðar Leví, sem hefur verið for- stöðumaður Hvítasunnusafnaðar- ins á Akureyri. Guðrún er dóttir Hafliða, b. í Fjósum í Mýrdal, Narfa- sonar, b. í Dalskoti, Jónssonar. Móð- ir Hafliða var Guðlaug Ásmunds- dóttir. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg Jónsdóttir, b. í Breiðuhlíð, Arnodds- sonar. Móðir Jóns var Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Hvoli í Mýrdal, Eyj- Leifur Eiríksson. ólfssonar og konu hans, Elínar Sæ- mundsdóttur. Móðir Guðbjargar Jónsdóttur í Fjósum var Katrín Ein- arsdóttir, b. á Hunkubökkum, Þor- steinssonar, og konu hans, Guð- laugar, systur Þórunnar, ömmu Jó- hannesar Sveinssonar Kjarval. Guðlaug var dóttir Jóns, b. og hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar, og konu hans, Guð- ríðar Oddsdóttur. Leifur er að heiman. Til hamingju Arngrímur Hermannsson með afmælið 1. desember 70 ára Sólveig Márusdóttir, Minni-Reykjum, Fljótahreppi. Friðdóra Jóhannesdóttir, Brekkugötu20, Hafnarfirði. 60 ára Steinar Guðjónsson, Lauíbrekku 15, Kópavogi. 50 ára Ester Eiríksdóttir, Bakkaseli v/Vatnsenda, Kópavogi. Ragnar Leifsson, smiður, Lindarbraut 7, SeJtjarnarnesi. Konahanser Jó- hannaFelixdótt- ir, starfskonaá leikskóla. Þautakaámóti gestumáheimiii sínuáafmælis- daginneftirkl. 19. Þorvaldur Kjartansson, Fijótaseli 11, Reykjavík. Einar Steindórsson, Fiúðaseli 91, Reykjavík. Þuríður Margrét Haraldsdóttir, Garðbraut72,Garði. Þórarinn S. Magnússon, Steinahlíð 6a, Akureyri. Þór ir Snorrason, Ósi, Akureyri. Ragna Rósberg Hauksdóttir, Garðabraut41, Akranesi. Jófriður Ragnarsdóttir, Lækjarbraut 3, Holtahreppi. Steinunn Gunnarsdóttir, Norðurbraut 27, Hafnarfirði. 40ára Vaigerður Sigurðardóttir, Hátúni 23, Keflavík. Georg Bergmann Ingvason, Aðalstræti la, Patreksfirði. Bergljót Jónasdóttir, Akurgerði lb, Akureyri. Gunnar Sigurgeirsson, Miötuni 17, Selfossi. Ólína Jóna Bjarnadóttir, Bölum 19, Patreksfirði. Björn Leifsson, Hrafhakletti8, BorgarnesL Bergþóra Oddgeirsdóttir, Álakvísl 134, Reykjavík. Arngrímur Hermannsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Addís, Álfta- landi 17, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Arngrímur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Röntgentækniskóla íslands 1976 og var röntgentæknir á Landspítalan- um, í Svíþjóð og á Borgarspítalan- um. Arngrímur var deildarstjóri rönt- gendeildar Borgarspítalans 1979-67 en hefur starfað að ferðamálum frá 1987. Hann stofnaði eigin ferðaskrif- stofu, Addís, árið 1989, sem sérhæfir sig í ævintýraferðum um ísland. Arngrímur hefur tekið þátt í fjöl- mörgum leiðöngrum á hálendi og jöklum landsins og enfremur á Grænlandsjökul. Arngrímur hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir Röntgen- tæknafélag íslands og var formaður þess 1981. Þá gegndi hann trúnaðar- störfum fyrir starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og sat í stjóm þess 1983-86 og í starfsmannaráði Borgarspítalans 1986-87. Arngrímur hefur starfað í Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík frá 1973 og gegnt þar trúnaðarstörfum. Hanri sat í stjóm FBS1976-87, sat í svæðis- stjórn björgunarsveita frá upphafi og til 1985, hefur stjórnað fjölmörg- um leitar- og björgunaraðgerðum sem fulltrúi FBS og Landstjómar björgunarsveita og hefur átt sæti í Landsstjórn björgunarsveita frá 1985. Fjölskylda Amgrímur kvæntist 5.6.1976 Önnu Hailgrímsdóttur, f. 2.12.1954. Hún er dóttir Hallgríms Pétursson- ar verkstjóra, sem er látinn, og Kristínar Salómonsdóttur húsmóð- ur. Synir Arngríms og Önnu eru Hall- grímur Örn, f. 20.3.1979; Hermann, f. 10.10.1981; Haukur, f. 3.10.1986. Systkin Arngríms em Henný Her- mannsdóttir, f. 13.1.1952, danskenn- ari, og á hún tvö börn; Björn Her- mannsson, f. 26.8.1958, rekstrar- fræðingur, kvæntur Helgu Bestlu Njálsdóttur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Arngríms eru Hermann Ragnar Stefánsson, f. 11.7.1927, danskennari og dagskrárgerðar- maður hjá RÚV, og kona hans, Unn- ur Ingeborg Arngrímsdóttir, f. 10.1. 1930, danskennari og framkvæmda- stjóri Módelsamtakanna. Ætt Hermann er sonur Stefáns Sveins- sonar frá Hvammstanga, verkstjóra á Kirkjusandi, og Rannveigar Ólafs- dóttur. Unnur er dóttir Arngríms, skóla- stjóra Melaskólans í Reykjavík, Kristjánssonar, b. á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði, bróður Helgu, móður Jóns Péturssonar, prófasts á Arngrimur Hermannsson. Kálfafellsstað í Suðursveit. Kristján var sonur Skúla, b. á Sigríðarstöð- um, Kristjánssonar, og Elísabetar Þorsteinsdóttur, systur Rósu, ömmu Margrétar Thorlacius lækninga- miðils og Magnúsar Thorlacius hrl. Önnur systir Elísabetar var Guð- rún, móðir Sigtryggs, föður Karls, skáldsáHúsavik. Móðir Elísabetar var Guðrún Jó- hannesdóttir, b. í Leyningi, Hall- dórssonar, b. á Reykjum í Fnjóska- dal, Jónssonar, b. á Reykjum, Pét- urssonar, ættföður Reykjaættarinn- ar. Móðir Arngríms var Unnur Jó- hannsdóttir, b. á Skarði í Grýtu- bakkahreppi, Bessasonar. Móðir Unnar Arngrímsdóttur var Henny Othelie, f. Helgesen í Bergen, hús- móðir. Víglundur Rúnar Jónsson J ólakortamy ndatökur Myndataka af barninu/börnunum þínum og 50 jólakort á aðeins kr. 6.000 Ódýrustu jólakortin á markaðnum. Hjá okkur eru jólakortin 55% ódýrari - sjá könnun DV síðastliðinn fimmtudag. Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Barna og fj ölskyldulj ósmyndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20 Notum íslenskar landbúnaðarafurðir - betra 3 ódýrastir þjóðfélagið. Víglundur Rúnar Jónsson, verk- stjóri hjá Vatnsveitu Reykjavíkur, Austurbergi 14, Reykjavík, er fer- tugurídag. Starfsferill Rúnar er fæddur í Reykjavík og ólst upp þar og í Syðri-Hraundal á Mýrum en hann dvaldi þar á sumr- in hjá Guðrúnu móðurömmu sinni till5áraaldurs. Rúnar var um tíma á bát með stjúpföður sínum, Sveini Kristvins- syni, og einnig var hann á vertíð í Olafsvík. Rúnar hóf störf hjá Vatns- veitu Reykjavíkur 17 ára gamall og hefur starfað þar síðan. Rúnar hefur unnið að félagsmál- um í tengslum við starf sitt hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Fjölskylda Rúnar kvæntist 11.5.1989 Rann- veigu Christensen, f. 13.4.1958, hús- móður, en þau hófu sambúð 1985. Foreldrar hennar: Halldór Christ- ensen, verkstjóri, og Elín Jónsdóttir húsmóður. Þau eru búsett í Garðabæ. Dætur Rúnars og Rannveigar: Rakel, f. 18.1.1987; Harpa Rún, f. 2.1.1989. Dætur Rúnars og fyrri konu hans, Stefaníu Þorvaldsdótt- ur, f. 24.1.1956, en þau slitu samvist- um 1984: Jórunn Fregn, f. 21.10.1973; Hilda Bára, f. 24.10.1975. Stjúpdóttir Rúnars og dóttir Rannveigar Christ- ensen: Alda Kristrún Sölvadóttir, f. 6.1.1976. Bræöur Rúnars: Kristján Meyvant Jónsson, f. 20.9.1955, rafvirki, sam- býliskona hans er Ásta T. Baldvins- dóttir, f. 16.7.1962, húsmóðir; Gunn- ar Óli Jónsson, f. 25.3.1957, flokks- stjóri, sambýliskona hans er Ólöf Guðmundsdóttir, f. 18.10.1961, hús- móðir. Hálfbræður Rúnars, sam- mæðra: Kristvin Jóhannes Sveins- son, f. 21.10.1959, húsgagnasmiður; Sigurður Þór Sveinsson, f. 20.11. 1963, nemi; Jón Tryggvi Sveinsson, f.27.5.1966, nemi. Foreldrar Rúnars: Jón Th. Mey- vantsson, f. 4.4.1928, fýrrverandi sjómaður, og Unnur Olafsdóttir, f. 18.3.1934, húsmóðir. Þau skildu 1958. Unnur giftist 1962 seinni manni sínum og stjúpföður Rúnars, Sveini Kristvinssyni, f. 21.7.1923, d. 20.5.1984, sjómanni. Unnur er bú- Viglundur Rúnar Jónsson. sett í Álftamýri 28 í Reykjavik. Ætt Jón er sonur Meyvants Hanssonar sjómanns og Ástríðar Guðmunds- dóttur en þau voru síðast búsett í Reykjavík. Unnur er dóttir Ólafs Ólafssonar og Guðrúnar Þórðardóttur frá Syðri-Hraundal. Rúnar er að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.