Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Síða 3
G R A F f T MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 ... en að baki þeim býr alvara lífs og dauða,“ segir Eiríkur Kristófersson skipherra í þessari skemmtilegu og óvenjulegu bók. Þótt hann sé orðinn 101 árs lætur hann engan bilbug á sér finna. Eiríkur er tvímælalaust einn merkasti sjógarpur á þessari öld og í þorskastríðinu fyrsta varð hann þjóðhetja vegna vasklegrar framgöngu sinnar í viðureign við breska sjóherinn. Þessi óviðjafnanlega bók iðar af lífi og fjöri. „Þetta er ein albesta bók sem Gylfi Gröndal hefur skráð... Endurminningar Eiríks veita heillandi innsyn í veröld sem var. Hressileg bók sem áreiðanlega verður í toppbaráttu metsölulistanna. “ Hrafn Jökulsson, Pressan FORLAGIÐ LAUGAVEGI 18 SÍMI2 51 88 hrifamikil og sönn saga konu Hún var svipt frelsinu í tíu löng ár. Ævintýraþráin bar hana til Austurlanda. En ævintýrið snerist í skelfilegan harmleik. Án vitundar sinnar var hún notuð af eiturlyfjasölum til að bera heróín milli landa og dæmd saklaus til dauða í Malasíu. Frægustu lögfræðingar Frakklands fengu dóminum breytt í ævilangt fangelsi sem ekki varð hnekkt fyrr en áratug síðar. Frásögnin er borin uppi af hispursleysi og ekkert er dregið undan. Þetta er ógleymanleg saga af hetjulegri baráttu konu sem ekkert fékk bugað í baráttunni fyrir frelsinu. 4> FORLAGIÐ IAUGAVEGI 18 SÍMI 2 51 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.