Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 3 dv__________________________________________________________________________________Fréttir Afbrýðisemikast, sem hófst 1 baði, endar með tveggja mánaða varðhaldi: Barði og beit stúlku sem hélt á ungbarni þeirra Héraðsdómur Áusturlands hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í tveggja mánaða varðhald fyrir að hafa ráðist að ungri sambýliskonu sinni, slegið hana mörgum hnefa- höggum, bitið hana og haldið henni í íbúð þeirra í hátt í eina klukku- stund áður en hún flúði með 6 mán- aða gamalt bam þeirra með því að stökkva út um svalir á íbúðinni. Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Parið fór út að borða á Hótel Öskju á Eskifirði að kvöldi í miðri viku í mars síðastliðnum. Eftir það fór það heim og ákvað að fara saman í bað. Þegar þangað var komið reiddist maðurinn skyndilega. Hann gaf síðar þær skýringar að hann hefði aldrei orðið jafn reiður áður - ástæðan hefði verið að fyrr um daginn hefði sambýliskona hans sagt honum frá sambandi hennar við aðra menn fyr- ir tveimur árum, áður en samband þeirra hófst. Þegar bræðin rann á manninn klæddi sambýhskonan sig, en hún var þá 17 ára, og tók upp bam þeirra sem grét. Hún kvað manninn síðan hafa ráðist á sig með barsmíðum og ýtt sér inn í svefnherbergi og á rúm- ið. Þar hefði hún haldið áfram á barninu og legið á grúfu. Þá hefði maðurinn bitið hana í bakið og barið þangað til hún féll á gófiö. Stúlkan sagði manninn þá hafa bit- ið sig aftur til að hún stæði á fætur. Við svo búið fór maðurinn út úr her- berginu og lokaði. Konan kvaðst hafa reynt að opna dymar en maðurinn hefði læst dyrunum aö utanverðu og slegið til hennar þegar hún reyndi að opna. Hún sagðist jafnframt hafa reynt að öskra í von um að aðrir íbú- ar fjölbýlishússins kæmu til hjálpar. Auk þess reyndi hún að brjóta glugga með stól en það tókst ekki þar sem hann var úr plasti. Að lokum tókst móðurinni að kom- ast fram á stigagang en þá tók mað- urinn barnið og lagði hönd um háls þess og bað hana um að koma aftur inn, að sögn konunnar. Fór hún þá inn og afhenti maðurinn móðurinni barnið um síðir. Maðurinn náði síð- an í pela en þá notaöi móðirin tæki- færið, fór út á svahr og stökk þaðan niður með barnið og ók á brott með það heim til foreldra sinna. 1 Við rannsókn lögreglu og læknis komu ýmis meiðsl í ljós - tannaför og marblettir á herðum og utan á öxl, bitsár og mar á handlegg, mar á höfði upp á hnakka, klór á baki, glóð- arauga og bólgur, auk roða við auga og niður á kinn. Konan er ekki talin bera varanleg merki eftir árásina. Rannsóknarlögreglan: Alvarleg mál enn óupplýst Engar nýjar vísbendingar hafa hor- ist í fjórum alvarlegum málum sem verið hafa til rannsóknar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins á undan- fömum mánuðum og vikum. Um er að ræða nauðgunarmálið við Skemmuveg þar sem grímuklæddur maður réðst á unga stúlku og nauðg- aði henni, árás á 13 ára stúlku í Selja- hverfi og loks rán og ránstilraun í tveimur söluturnum. Öll málin em óupplýst og sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá RLR, í samtali við DV fyrir nokkm að í þessum málum væri eft- ir litlu að fara. Þama hefði verið um að ræða lýsingar á mönnum sem hefðusvohorfiðútímyrkrið. -pp Engu að síður vekur það athygh í þessu máh eins og ýmsum öðrum lík- amsárásarmálum að ríkissaksóknari ákærir ekki fyrir meiri háttar lík- amsárás - þar hafa mörkin oft verið dregin við beinbrot eða varanlega áverka. Konan fór fram á 548 þúsund krón- ur í skaðabætur vegna árásarinnar, m.a. vegna 11.350 króna kostnaðar við ferð í Kvennaathvarfið í Reykja- vík. Dómurinn féhst á kröfuna um ferðakostnað og gerði manninum að greiða konunni hann og samtals 122.550 krónur í skaða- og miskabæt- ur vegna málsins. Sakborningurinn hefur áður hlotið refsingar fyrir hegningarlagabrot. -Ótt Eftirtaldir aðilar úti á landi bjóða jólatilboðsvörur Japis á jólatilboðsverði AKRANES Málningarþjónustan Metró BORGARNES Verslun Óttars Sveibjörnssonar HVAMMSTANGI Rafeindaverkstæði Odds BOLUNGARVÍK V. E. Guðfinnsonar ÍSAFJÖRÐUR Pollinn SAUÐÁRKRÓKUR Rafsjá Kaupfélag Skafirðinga AKUREYRI Radíóvinnustofan Kaupangi Radíónaust Rafland Sunnuhlíð Metró HÚSAVÍK Bókaverslun Þórarinns Stefánssonar Óntur EGILSTAÐIR Kaupfélag Héraðsbúa NESKAUPSTAÐUR Tónspil SEYÐISFJÖRÐUR Kaupfélag Héraðsbúa HÖFN Kaupfélag Austur Skaftfellinga Hátíðni SELFOSS Kaupfélag Árnesinga L. Árnason VESTMANNEYJAR Brimnes KEFLAVÍK RafhÚS JAPIS S Brautarholti og Kringlunni sími 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.