Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Side 17
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBBR 1993 17 Meiming Þegar hugsjónir rætast Ein þeirra ævisagna, sem birtast nú fyrir jólin, er ævisaga Odds á Reykja- lundi. Bókina ritar Gils Guömunds- son og er hún að stórum hluta byggð á lýsingum og frásögnum vina, ætt- ingja og samferðamanna Odds Ólafs- sonar læknis. Öðrum þræði er bókin samofin sögu berklalækninga, berklavama, SÍBS og vinnuheimiiis- ins á Reykjalundi, ásamt þáttmn úr sögu Öryrkjabandalagsins. Auk þess að rekja ættir Odds og starfsferil gerir Gils glögga grein fyr- ir því sem markverðast gerist á starfsvettvangi hans, sem mest teng- ist erfiðum þætti í sögu íslensku þjóðarinnar, berklaveikinni og bar- áttunni gegn henni. Jafnframt tekst með frásagnarforminu að komast nálægt Oddi sjálfum, skaphöfn hans og lunderni, skapstyrk, eljusemi og framkvæmdasemi. Ungur fór hann til sjós og ætlaði sér „að verða sjó- maður og ekkert annað". Eigi að síð- ur gekk Oddur menntaveginn og var þá hagur foreldra hans mjög farinn aö þrengjast. Ljóst er að Oddur hefur brotist mjög áíram af eigin ramm- leik. En Oddur Ólafsson varð að gera hlé á læknisnámi sínu vegna berkla- veiki, hvíti dauðinn var þá tekinn að herja hér með auknum þunga. Viö Guðmundur G. Þórarinsson tók 7 mánaða lega á Landspítalanum og ársvist á Vífilsstöðum. Þessi atvik höguðu því svo að Odd- ur sérhæfði sig í berklalækningum og vann fyrst sem læknir á Vífils- stöðum. Störf Odds að lækningum og málefnum berklasjúkra eru þjóð- kunn, bæði á vegum SÍBS og síðan á Reykjalundi. í bókinni er sagt frá uppbyggingu vinnuhæhsins og þætti Odds í henni. Af miklum stórhug og bjartsýni var ráðist í framkvæmdir og Oddur var ráðinn forstöðumaður og læknir að Reykjalundi. „Læknisbústaður var enginn risinn á byggingarsvæðinu, en um vorið flutti Oddur með fjöl- skyldu sína upp í Mosfellssveit í skólastofu á Brúarlandi, þar var ein rafmagnsplata til eldunar." Hjónin Oddur og Ragnheiður. Vinnuálagið á Odd var mikið þótt hann væri hvergi nærri heilsu- hraustur, með veikluð lungu. Hann tók þátt í öllu, hljóp frá steypuvinnu til að sinna sjúkhngum, bar skít á melana á kvöldin að afloknum vinnudegi og sinnti læknisstörfum í MosfeUssveit þar eð hérðaðslæknir- inn bjó í Reykjavík. í slíkar vitjanir fór Oddur oft á kvöldin og um nætur og tók ekkert fyrir. Oddur var stjórnarformaður Ör- yrkjabandalagsins og formaður hús- sjóðs, sem sér um allar bygginga- framkvæmdir bandalagsins. Þar tókst enn að lyfta grettistaki, og íbúð- ir fyrir öryrkja og vinnuaðstaða urðu að veruleika. Bókin um Odd er bók um mann, sem vann mikið og gott lífsstarf. Það liggur við að segja megi að veikindi hans hafi oröiö ótölulegum fjölda ís- lendinga til gæfu en þau urðu þess valdandi að hann helgaði líf sitt starfi fyrir berklasjúklinga, öryrkja og þá sem endurhæfingar þurftu. Bókin sýnir að Oddur læknir var gæfumaður, þótt hann hefði vindinn í fangið, einkum framan af. Mörgum mun koma á óvart að Oddur tók mikla persónulega áhættu við að hrinda þessum framfaramálum fram. Oft gekk hann í miklar per- sónulegar ábyrgðir og jafnvel fjöl- skylda hans með honum. Mér varð hálfhverft við þegar ég las að hann hefði hrundið byggingu háhýsanna við Hátún af stað með sölu hárra víxla sem synir hans ábyrgðust. En lánið var honum hhðhoht. Við lestur þessarar bókar koma mér í hug orð Þorsteins Erhngssonar: Ef byggir þú vinur og vogar þér hátt og vilt að það skuli ekki hrapa, þá leggðu þar undir allt sem þú átt, og allt, sem þú hefur að tapa. Mörgum mun þykja forvitnilegt að lesa um ævi þessa merka manns. Ævi Odds á Reykjalundi Gils Guðmundsson ísafold - 332 bls. SAMTOK IÐNAÐARINS Bókmenntir Saga-bíó - Nýliðinn: ★ V2 Strákurinn með gullhandlegginn Kvikmyndin Rookie of the Year varð til í koh- inum á Sam nokkrum Harper þegar hann lét sig dreyma um að uppáhaldshornaboltahð hans, Húnamir í Chicago, mundi vinna aftur deilda- keppni bandaríska hornaboltans en það hefur ekki gerst í fjóra áratugi. Húnarnir eru oft hafð- ir að spotti í bíómyndum (t.d. Back to the Fut- ure 2) því þeir eru óhklegasta lið deildarinnar til að sigra. Það sem kemur Húnunum aftur í sigurbarátt- una er strákur með guhhandlegg, Henry Row- engartner. Hægri hönd hans er eins og slöngvi- vaður eftir að handleggsbrot greri óvenjuvel saman. Honum er umsvifalaust kippt inn í liðið, draumur hvers hornaboltaáhugamanns. Þar kynnist hann ýmsum furðufuglum, m.a. upp- gjafastjömunni Chet (Gary Busey) og kastþjálf- aranum Brickma (Daniel Stern). Einstæð móðir Henrys (Amy Morton) fylgist áhyggjufuh með húhumhæinu en slepjulegur kærasti hennar (Bruce Altman) tekur að sér að vera umboðs- maður Henrys. Vinum Henrys finnst nóg um umstangið og fyrir lok myndarinnar verður Henry, fyrir utan að bjarga deginum á velhnum, að vera búinn að bæta sambandið við mömmu gömlu og sættast við vini sína. Nýhðinn er homaboltafantasía, gerð af horna- boltaaðdáendum fyrir hornaboltaaðdáendur, Henry Rowengartner (Thomas lan Nicholas), nýjasta stjarna hornaboltaliðs Húnanna í Chicago. þjálfarans seinheppna. Þegar fer að hða á myndina verður þáttur hornaboltans stærri en það em mistök. Það er nefnilega óskrifuð regla að gæði hornabolta- -mynda vex í öfugu hlutfalh við tímann sem varið er í boltaspil. Hornabolti er nefnilega ein- staklega ómyndræn íþrótt með aðeins um fjórar Kvikmyndir Gísli Einarsson mismunandi tegundir leiktilbrigða. Annaðhvort hittir kylfihinn boltann eða ekki, ef hann hittir þá grípa hinir eða ekki og svo er einhver flókin regla um stuld á hornum, „stealing bases“, sem er betra að kunna því nýlegar myndir eru upp- fuhar af þessu trixi. því yngri því betra. Hún er nokkuð skemmtheg til að byija með, leikstýrð á ýktan og litríkan hátt af leikaranum Daniel Stern. Honum tekst bærilega upp í frumraun sinni í kvikmyndaleik- stjórn fyrir utan að veita sjálfum sér glæpsam- lega mikið frelsi til að fíflast í hlutverki kast- Rookie ol the Year (Band-1993) Handrit: Sam Harper. Leikstjórn: Daniel Stern (The Wonder Years). Leikarar: Thomas lan Nicholas (Radio Flyer), Gary Busey (Under Siege, Firm), Albert Hall (Malcolm X), Amy Morton (Falllng Down), Dan Hedaya, Bruce Alt- man (Glengary Glen Ross), Eddie Bracken (Home Alone 2). Amerísku LURA FLEX RÚMIN •Gæði í gegn eBetri svefn e Stressið burt! LURA - FLEX GÆÐADÝNA Venjuleg amerlsk dýna Gerið góð kaup strax í dag 15%afsláttur c§)Nýborg ÁRMÚU 23-SÍMI812470 ^KONFEKT Sími 53466 íslensnt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.