Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993
Spumingin
Eyðir þú miklu
í jólagjafir?
Sigurborg Hrönn Sigurbjörnsdóttir:
Nei, þaö geri ég ekki.
Sigurbjörg Jóhannesdóttir: Já, ég
eyði miklu.
örvar Már Kristinsson: Nei, ég eyði
ekki miklu í jólagjafir.
Óli Björgvinsson: Sem allra minnstu.
Eðvald Gunnlaugsson: Ég hef ekki
efni á að kaupa jólagjafir.
Lesendur
Islensk verkefni í ellefu löndum:
Hvert fara gjald-
eyristekjurnar?
Gunnar Jóhannsson skrifar:
Ég hef lengi haft áhuga á að við
íslendingar heíjum verkefnaútrás til
annarra landa. Á þetta hefur veriö
minnst í ræðu og riti af hinum og
þessum mönnum sem hafa lagt á
ráðin um hvernig megi að þessu
standa og hvaða verkefni væru lík-
legust til að bera sig og skapa skil-
yrði fyrir fleiri verkefni ef vel tækist
til með þau fyrstu. Nú virðist vera
kominn skriður á þessi mál því að
ég sá í DV fyrir skömmu að þeim
fjölgar verulega íslensku fyrirtækj-
unum sem hasla sér völl erlendis
með verkefni í gangi.
Það er sem sé á ekki færri en ellefu
stöðum sem við íslendingar eigum
hlut að máh í framleiðslu, iðnaði,
vinnslu sjávarafla eða fiskveiðum og
tæknilegum framkvæmdum. Þegar
betur er að gáð er þó hvergi getið
sérstaklega um að þama sé um veru-
lega ábatasöm verkefni að ræða eða
að gjaldeyrisöflun verði umtalsverð
fyrir íslenskt þjóðfélag. Öh fram-
leiðsla, sem íslensk fyrirtæki skapa
hér heima og seld eru í útlöndum,
veröur ósjálfrátt innlegg í þjóðarbúið
og af því lifum við að meiru eða
minna leyti öh, íslenskir þegnar.
Ég er ekki enn farinn að skhja
hvernig útrás íslenskra aðila eða fyr-
irtækja í fjarlægum löndum skUar
gjaldeyri í íslenskt þjóðarbú, ef það
gerist þá yfirleitt. Ég skU hins vegar
afar vel að íslenskir aðUar reyni fyr-
ir sér með verkkunnáttu sinni eða
annarri þekkingu á erlendum vett-
vangi. Það hefur ahtaf verið þannig
í einhverjum mæh. En þar er einung-
is um að ræða að skapa sjálfum sér
atvinnu, ekki að færa einhveija fúlgu
gjaldeyris inn í þjóðarbúið. Hvernig
væri nú að einhver fjölmiðilhnn
(helst vUdi ég að það yrði DV) kann-
aði hvernig eða hvort þessi verkefni
í fjarlægum löndum skili einhveijum
hagnaði til 'okkar hér heima eöa
hvort þetta eru allt einungis hugljúf-
ar skýjaborgir fyrir okkur að oma
okkur við þegar kreppan fer að sýna
klærnar fyrir alvöm.
Islensk fyrirtæki og verkefni
í fjarlægum löndum
Múrmansk:
Ýmis verkefni í
Kamtsjatka:
lceMac í sjávarútvegi.
Virkir-Orknir í varmaorku- j
iönaöi og fleiri verkefnum.j
Mexíkó:
Mexíkans-
íslenska útgerð
arfélagið hf.
hugar aö verk-
efnúm í sjáv-
arútvegi.
Chlle:
Grandi hf. meö
hlut I útgeröar-
fyrirtækinu
Frosur.
Namibía:
Nýsir hf. í ýmsum
verkefnum,
einkum í
sjávarútvegi.
Óman:
Fyrirtækið Omak
í sjávarútvegs-
verkefnum og
meiru.
Kína:
Lakkrísverk-
smiöja viö
| Hong Kong,
ísl. stjórn-
völd huga
þar aö verk-
efnum.
jndónesia:
íslenskir trésmiöir
annast rekstur
dansks trjávinnslu- j
fyrirtækis.
DV
Aðeins hugljúfar skýjaborgir til að orna sér við? spyr bréfritari.
Fastir í fyrri ráðherraembættum
Bjarni Bjarnason skrifar:
Mér finnst það vera orðið eins og
fastur hður h)á mörgum fjölmiðlum
aö spyija fyrrverandi ráðherra áhts
á ýmsu sem snertir verksvið nýs ráð-
herra sama embættis. Þetta er mjög
áberandi fyrst eftir myndun nýrrar
ríkisstjómar en dregur svo úr því
eftir því sem ríkisstjómin situr leng-
ur. Það er heldur ekki um gildan
samanburð aö ræða hjá hinum fyrr-
verandi ráðherrum eftir því sem
lengra líður frá embættisferh þeirra
og áhuginn á verkum þeirra sem
fyrrverandi ráðherrar dofnar veru-
lega.
Annar þáttur þessa sama máls er
ekki minna áberandi. Hann er sa að
ráðherrar, sem láta af störfum eftir
stjómarskipti, vilja oft festast í sín-
um fyrri ráöherraembættum og opna
varla munninn án þess að vitna í sín
fyrri störf eða til að gagnrýna ein-
mitt þann ráðherra sem fer meö
embætti þess fyrrverandi. Þetta hef-
ur veriö afar áberandi í seinni tíð.
Ekki bara hjá þeim fyrrverandi ráð-
herrum sem nú standa utan ríkis-
stjómar heldur tók að bera á þessu
fyrir meira en áratug.
Fjölmiðlar ýta verulega undir
þessa áráttu hjá hinum fyrrverandi
ráðherrum með því jafnvel að bera
undir þá hvort þeir séu sammála eða
samþykkir hinum og þessum atriö-
um sem em helst á döflnni. Viö þetta
uppveðrast þessir sömu fyrrverandi
ráðherrar og telja sig vera að gefa
tímamótayfirlýsingar um viðkom-
andi málefni. - Af þessu leiðir líka
að þegar næst er stokkað upp eftir
alþingiskosningar og ný ríkisstjóm
mynduð þykir ekki annað við hæfi
en aö velja sömu menn í ráðherra-
stöður og oftast í sömu embættin í
stað þess að gefa nýjum mönnum
tækifæri. Ráðherraembættum hér og
stjórnsýslu í heild er því mun hætt-
ara við stöönun en víðast annars
staðar.
Á enn að gera út á verkföll?
Sveinbjörn skrifar:
Á þessari stundu er ekki annað
sýnna enað sjómannasamtökin ætli
sér að hetja enn eina verkfallaorr-
ustuna. Það virðist sem sé eiga að
gera út á verkföllin enn á ný, jafnvel
þótt nú sé fullreynt að ekkert hefst
með verkfóllum annað en vinnutap
með tilheyrandi kjararýrnun þann
tíma sem verkfall stendur.
Það mátti svo sem alltaf vita að það
Hringið í síma
63 27 OO
mitti kl. 14og 16-cðaskrlflð
Nafn og símanr. vcrður að fylgja bréfum
yrðu sjómenn sem yrðu fyrstir til að
hóta verkföflum. Sjómenn hafa
reynst þjóðinni dýr þjóðfélagsstétt
og ekki sú sanngjamasta. Sjómanna-
afsláttur, fatapeningar og rýmri
skattmeðferð til handa sjómönnum
er þaö sem efst er í hugum annarra
launþega sem ekki njóta neinna for-
réttinda á borð við sjómenn.
Hvaða ráöum á að beita gagnvart
sjómönnum? Er yfirleitt nokkur von
til þess að einhveijum ráðum verði
beitt þegar svo til öll sjómannastéttin
hyggst leggja niður störf? Stjómkerf-
ið hér á landi er þannig uppbyggt að
það getur ekki tekist á við verkfalls-
aðgerðir. Það verður sífellt erfiðara
fyrir ríkisstjómir að koma til móts
við starfsstéttir í kjarabaráttu án
þess að launahækkanir eða umsamin
hlunnindi (en þau em einna efdsótt-
ust í kjarasamningum) fylgi eftir upp
aðra launastiga.
Nýlegir dómar Kjaradóms (kjara-
nefndar eða hvað þessir einráðu
dómstólar heita allir) eru þess eðhs
að sjálfgefiö var að alhr aðrir kæmu
á eftir með kröfur sínar þegar búið
var að dæma ekki bara einni stétt
heldur tveimur launahækkun og það
með samþykki stjómvalda. Er nokk-
ur von til þess að almenningur láti
það gott heita og yfir sig ganga að
ein og ein starfsstétt fái ávísun upp
á kjarabætur en aörar ekki? Ekki á
meðan skattar, útsvar og neysluvör-
ur hækka - allt með samþykki
stjórnvalda.
Oftrúáopinbera
lífeyrissjódi
Björn skrifar:
Hamagangur starfsmanna hins
nýja hlutafélags SVR út af aðild
að lífeyrlssjóði starfsmanna
Reykjavíkurborgar sýnir að núk-
il er trúin á hina opinberu lífeyr-
issjóði. Það er eins og menn haldi
að opinberu lífeyrissjóðir séu
eitthvað sterkari en aðrir iífeyris-
sjóðir. Þessu er einmitt öfugt far-
ið. Hinum opinberu sjóðum er
mest hætt við að verða gjaldþrota
og mun fyrr en hinum almennu
sjóðum. Og einmitt þessa dagana
er líklegt aö senn sé úti um það
öryggi sem opinberir lífeyrissjóð-
ir hafa búið við til þessa.
SamvlnnavSnsfri
flokkanna?
Gunnar Einarsson skrifar:
Skyldi nokkrum manni detta í
hug aö minnihlutaflokkarnir í
borgarstjórn, eða svokallaðir
vinstriflokkar, geti sameinast um
sæmiiega stjórn á Reykjavik?
Margir eru þeir sem hafa gagn-
rýnt eitt og annað í rekstri borg-
arinnar og sumt af því á rétt á
sér. Ég held hins vegar aö engum
detti reyndar í hug aö framtíð
Reykjavíkur eigi að fela minni-
hlutaflokkunum. Allar slikar
vangaveltm- hljóta einfaldlega að
vera settar fram til gamans.
Meira að segja hugmyndin um
sameiginlegt borgarstjóraefni, af
hvoru kyninu sem er.
Málþingogspá-
stefnur
Snorri skrifar:
Víötækar fundaherferðir hafa
veriö í höfuðborginni og úti um
landsbyggöina. Þetta eru spá-
steíhur, málþing og ráðstefnur af
ýmsu tagi, allt irá efnahagsvand-
anum til kvörtunar kvemia yfir
því hve lítið þeira er sinnt til
stjómunarstarfa og fjölmiöla-
vinnu. - Engin þessara spástefna
eða málþinga hefur komið með
neina lausn á umræddum vanda.
Mér skilst að flestar ráðstefnurn-
ar þjóni því hlutverki helstu að
gefa fólki, sem ekki viil vera
heima hjá sér í frítímum sínum,
tækifæri á afdrepi einhvers stað-
ar annars staðar og eru konur í
meirihluta.
ingólfstorgftil
fyrirmyndar
Sigfús hringdi:
Mig langar til að lýsa ánægju
minni með hið nýja Ingólfstorg,
sem ég tel vera til fyrirmyndar
að frekari framkvæmdum i horg-
ini og jafnvel víðar um landiö.
Ég vil t.d. taka Hlemmtorgið sem
dæmi um staö sem lagfæra mætti
í líkingu viö Ingólfstorg, jafnvel
Lækjartorgiö og Óöinstorg. Þetta
þýðir Iika að gömlu kofarnir, sem
standa við og í nálægö Ingólfs-
torgs, veröa nú að víkja í eitt
skipti fyrir öli. Líka eru hús í
Kirkjustrætisröðinni sem verður
að fiarlægja hið snarasta. - Fegr-
un borgarinnar er forgangsmái.
Leiðrétfting við
lesendabréf
Carls J. Eiríkssonar
í lesendabréfi frá Carh J. Eiríks-
syni í DV 2. des. sl. hefur orðið
setningabrengl og leiðréttist það
hér með. - Hinn leiörétti kafli
verður því þannig: „Einn kepp-
andi Skotfélags Kópavogs æfði
nærri daglega um haustið. Hann
vissi síðsumars 1992 að mótið yrði
haldið seinna á árinu. Það vissi
ég ekki því að skv. upplýsingum
frá ÍBR í júní 1992 var mótinu
neftúiega aflýst. Ég æfði því ekk-
ert fyrr en ll dögum fýrir mótið,
þegar mótið var auglýst."