Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 28
40
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993
Hljómplötiir
Megas - Paradisarfugllnn: ★ ★ ★ ★
Samfelld veisla
Ekki öfunda ég þá menn sem þurftu aö velja og hafna
lögum á þessa safnplötu meö ýmsu af því besta sem
meistari Megas hefur látið frá sér fara á plötum í gegn-
um tíðina. Vahð hlýtur að hafa verið afskaplega erfitt
því ekki hefur beinlínis verið hægt að fara eftir vin-
sældum þar sem Megas hefur ekki róið mikið á þau
mið sem slík og ekki verið tíöur gestur á vinsældahst-
um.
Engu að síður hefur þetta verk tekist afbragðsvel.
Hvernig má sosum hka annað vera hægt með slíka
gullnámu að ausa úr? Vandinn hlýtur þvi að hafa fal-
ist í því að henda, ekki velja. Og það sem eftir stendur
er tiltölulega heilsteypt yfirht yfir feril þessa einstæða
og oft á tíðum umdeiida listamanns.
Hér er að finna lög aht frá fyrstu plötu Megasar, sem
kom út 1972, fram th dagsins í dag því síðasta lag plöt-
unnar er nýtt og hefur ekki komið út á plötú áður.
Ahs eru þetta 20 lög og ekki er bara tínt th efni af
sólóplötum Megasar heldur flýtur með lag af barna-
plötunni góðu, Nú er ég klæddur og kominn á ról, lag-
ið um Krókódílamanninn af plötunni Boys from
Chicago með Toha, Fatlafól af plötu Bubba, Fingrafór
og Svo skal böl bæta af safnplötunni Rás 5 th 20. Svo
má ekki gleyma lögum eins og Spáðu í mig sem kom
út á htilli plötu 1975 og mikill fengur er að hafa fengiö
á geislaplötu og þá ekki síður nýrri útsetningu á lag-
rmmrpic.
inu Ef þú smælar framan í heiminn. í því lagi nýtur
hann aðstoðar þeirra Nýdönsku drengja, Stefáns Hjör-
leifssonar og Björns Jr. Friðbjörnssonar, og er sam-
söngur Megasar og Björns einkar skemmthegur.
Paradísarfughnn er safn sem á eftir að halda nafni
Megasar lengi á lofti og enginn sannur Megasaraðdá-
andi getur látið fram hjá sér fara.
Sigurður Þór Salvarsson
Ýmsir flytjendur - Lífsmyndir Magnúsar og Jóhanns ★ ★ ‘/21/2
Losarabragur
Á þessari sextán laga plötu ná Magnús Þór Sig-
mundsson og Jóhann Helgason að sýna margar sínar
bestu hhðar en einnig nokkrar afskaplega hversdags-
legar. Það heíði bætt plötuna og gert hana markviss-
ari en eha aö fækka um svo sem fjögur lög. Við það
hefði viss losarabragur sem á henni er horfið og þar
með sú tilfinning að svo mikið af efni hafi verið farið
að safnast fyrir hjá Magnúsi og Jóhanni að þeir hafi
orðiö að koma því frá sér.
Toppurinn á plötunni er án ahs efa lagið Stríð og
friður. Það er í We Are the World/Hjálpum þeim-stíln-
um; kannski ekki það frumlegasta sem boðið er upp
á en höfðar áreiðanlega th margra þegar líða fer að
jólum og við rennum huganum th stríðs- og hungur-
svæða í fjarlægum löndum. Þá má hafa gaman af tví-
söng Rúnars Júhussonar og Péturs Kristjánssonar í
laginu Æði. Hljóðblöndun er athyghsverð og texti
Stormskersins léttfríkaður. Önnur lög sem vinna á eru
Sú ást er heit (sama lag og er aðaltrompið á plötu
Herberts) og Heimþrá sem Pálmi Gunnarsson syngur.
Uppsuða á gamla Changelaginu Yaketty Yak Smack-
etty Smack er hins vegar eins og út úr kú og hefði
gjaman mátt missa sig. Ásgeir Tómasson
FLYTJENDUR
Bjami Ara og Stormsker - Ör-ævi: ★ ★ ★
Troðnar slóðir f arnar með glæsibrag
Sá tvöfaldi skilningur sem hægt er að leggja í nafn
plötunnar, Ör-ævi, á einnig við um tónhstina sem
Sverrir Stormsker semur. Það má kannski með
nokkru sanni segja að lögin, þótt nýsamin séu, séu
upp th hópa gamlar lummur, svo kunnuglega láta þau
í eyrum og Sverrir er ekkert að leyna hvaðan áhrifin
koma eða eftir hvaða formúlu er farið. En það væri
að einfalda hlutina um of að halda þessu fram. Það
er miklu nær að líta á lögin sem mjög haganlega gerð-
ar og grípandi melódíur sem eiga uppruna sinn í tónl-
ist sjötta og sjöunda áratugarins.
Sverrir, sem oft hefur verið frumlegur í lagagerð en
hefur átt það th að endurtaka sig, fer troðna slóð í
tónhstinni að þessu sinni og gerir þaö vel. Þrátt fyrir
einfaldleikann, sem einkennir lögin þegar á hehdina
er htið, er ólga í textum Sverris sem margir hverjir
eru sérlega vel samdir. Sumir þeirra lýsa dapurri lífs-
reynslu en aðrir eru uppfulhr af húmor eins og eftirf-
arandi dæmi sýnir úr laginu Heimsborgaranum:
Þú veistað
heimurinn er ógnarstór og aldinn,
eflaust er hann stærr’en jörðin öll.
Við skulum fara tvö í feiknamikla reisu
til Flateyjar og ganga þar á fiöll.
Helmingur texta Sverris er á ensku og er ég ekki
alveg sáttur viö það. Mér finnst að Sverrir hafi það
gott vald á móðurmáhnu að hann eigi eingöngu að
halda sig við það. Eitt erlent lag, Smoke Gets In Your
Eyes, er á plötunni og fehur það vel að hehdinni og
minnir rækhega á tímabihð sem lögin eru theinkuð.
Bjami Arason er aðalsöngvarinn á plötunni og pht-
urinn sá kann nú aldeihs vel við sig í þessum bahöð-
um, syngur af miklu öryggi og í mörgum laganna er
eins og andi Presleys hafi komið sér fyrir í rödd hans.
Bjami hefur átt misjöfhu gengi að fagna frá því hann
kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkmm árum en hér
sannar hann að hann er söngvari með góða rödd og
næma tilfinningu fyrir tónhst af þessu tagi.
Hilmar Karlsson
Jet Black Joe - You aln’t here ★ ★ ★ l/2
Tilraunir
Frami Jet Black Joe í íslensku tónhstarlífi hefur verið með ólíkindum
hraður. Á aðeins einu og hálfu ári hefur hljómsveitin skotið sér í hóp
athyghsverðustu hljómsveita landsins og margar af yngstu sveitunum
hafa theinkað sér margt af því sem Jet Black Joe bauð upp á á sinni
fyrstu stóm plötu sem kom út fyrir réttu ári.
í ljósi þessa var annarrar plötu
hljómsveitarinnar beðið með nokk-
urri eftirvæntingu og væri synd að
segja að hún fari troðnar slóðir á
You ain’t there. Það er engu líkara
en hljóðverinu hafi verið breytt í
thraunastofu þar sem allt var leyfi-
legt og vinnan einungis takmarkast
við hugmyndaflug þeirra félaga.
Ávextir vinnunnar eru margir
stórir og safaríkir en annað er mið-
ur heppnað eins og gengur. Fyrstu
lög plötunnar lofa sannarlega góðu.
Tithlagið er stórt og mikið verkþar
sem ólíkar melódíur vinna saman
og andi Ians Gihan svífur yfir vötnum í einum kaflanum. Summer is
Gone Part I er melódískt kassagítarrokk þar sem harmoníka gefur
skemmthega vídd en seinni hluti lagsins er af öðru kalíberi, þungur og
sýran flæðir. Þetta er í raun sá sthl sem einkennir plötuna; þar skiptast
og þung lög, jafnvel í dauðarokkssth, og svo hugljúfari smíðar á borð við
Running out of Time. Aðrar þreifingar eru skemmthegar eins og I Reahy
got You sem er gamla Kinks-lagið You Really got Me aftur á bak. Inn á
mihi leysist platan hins vegar upp í fhpp og vitleysu sem kannski er
nauðsynleg th að halda þessu margbrotna verki saman. Fyrir mína parta
gera þeir kaflar sig ekki. Það sem er gott á You ain’t here er hins vegar
verulega gott og það á við um obba laganna 14. Það er rokk á alþjóðlegan
mælikvarða.
Snorri Már Skúlason
Sigríður Beinteinsdóttir - Desember: ★ ★ y2
Jólapakki
frá Siggu
Sigríður Beinteinsdóttir hefur kosið að theinka sína fyrstu sólóplötu,
Desember, jólunum. Á Desember eru bæði klassísk jólalög og einnig
óþekkt lög, ahavega hér á landi, sem kannski er fullmikið að segja aö séu
jólalög, en textarnir tengjast jólunum. Og þar sem þekktu jólalögin eru
Lith trommuleikarinn, 0 helga nótt, Heims um ból og Ave Maria, sem
öh eru mjög hátíðleg og ekkert léttmeti, má segja að platan skiptist í
tvennt, enda minna önnur lög plötunnar meira á það sem hún gerði best
með Stjóminni.
Sigríður fer vel með einstaka lög
og sjálfsagt hefur rödd hennar aldr-
ei verið betri en á þessari fyrstu
sólóplötu hennar.
Ef fyrst eru tekin lögin sem
minna þekkt eru. Eitt spor er gott
lag sem lætur ekki mikið yfir sér
og er flutningur Sigríðar sérlega
góður á þessu lagi, látlaus og án
átaka sem fullmikið er af í einstaka
lögum. Hitt lagið er eina frum-
samda íslenska lagið á plötunni, Jól
með þér, eftir Friðrik Karlsson við
texta Kristjáns Hreinssonar, fahegt
og grípandi lag. í hehd má segja að
þessi hlutinn á Desember sé vel heppnaður.
Þaö er því miður ekki hægt að segja um klassísku lögin fjögur. Látleysi
í útsetningum hentar þeim best og hefur alltaf gert. Uppskrúfaðar útsetn-
ingar með hljóðgervlum af mörgum gerðum eru ekki heppilegur kostur.
En það verður þó að segjast að þetta heppnast næstum í Ó, helga nótt
og Heims um ból þar sem „Gospel" áhrif gera lögin áhugaverð. Sigríður
syngur lögin ágætlega nema Ave Maria sem hentar henni ekki. Eitt að
lokum. Það er og hefur ahtaf verið vitað hver samdi lagið við Heims um
ból.
Hilmar Karlsson
SMÁAUGLÝSINGASlMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
99-6272
DV
GR>ENI
Sll
SIMINN ^
-talandi dæmi um þjónustu!