Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 38
50 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 Afmæli Anton Ottesen Anton Ottesen, bóndi aö Ytra-Hólmi í Innri-Akraneshreppi, er fimmtug- urídag. Starfsferill Anton fæddist í Reykjavík en missti foreldra sína 1946 og fór hann þá í fóstur til fóðurbróður síns, Pét- urs Ottesen, alþingismanns að Ytra-Hólmi, og konu hans, Petrínu Helgu Jónsdóttur húsfreyju en þar hefur Anton átt heima síðan. Anton lauk námi frá Héraösskól- anum í Reykholti 1960. Hann stund- aði síðan bústörf að Ytra-Hólmi og hefur verið bóndi þar frá 1973. Anton var formaður ungmennafé- lags hreppsins um skeið, hefur setið í hreppsnefnd frá 1970 og verið odd- vitifrál974. Fjölskylda Kona Antons er Ingileif Daníels- dóttir, f. 18.8.1944, kennari. Hún er dóttir Daníels Ágústínussonar, fyrrv. bæjarstjóra á Akranesi, og Önnu Erlendsdóttur húsmóður. Böm Antons og Ingileifar em Daníel, f. 27.5.1979; Helgi Pétur, f. 27.5.1980 og Erlendur Þór, f. 5.1. 1983. Áður átti Ingileif dóttur, Bryndísi Ingvarsdóttur, f. 14.1.1969, starfsmann við Háskólabókasafnið en sambýlismaður hennar er Helm- ut Lugmayr og er sonur þeirra Tryggvi.f. 1.5.1993. Hálfsystkin Antons: Guðný Ásta Davis, f. 10.10.1920, d. 1992, var bú- sett í Bandaríkjunum, og Óddgeir, f. 18.12.1922, fyrrv. sveitarstjóri í Hveragerði, kvæntur Geirlaugu Skaptadóttur húsmóður. Alsystir Antons er Anna Þórunn, f. 18.6.1942, húsmóðir á Akranesi, gift Jóni Bjömssyni apótekara. Foreldrar Antons vom Morten Ottesen, f. 16.10.1895, d. 2.12.1946, fulltrúi í Reykjavík, og Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 5.11.1911, d. 29.5. 1946, húsmóðir. Ætt Morten var sonur Oddgeirs Otte- sen, b. á Ytra-Hólmi, Oddssonar, Péturs, b. þar, Lárussonar, kaup- manns í Reykjavík, Oddssonar, klausturhaldara, bróður Siguröar, biskups á Hólum. Hálfbróðir Odds var Ólafur Stephensen, ættfaðir Stephensen-ættarinnar, en hálfsyst- ir Odds var Sigríður, ættmóðir Thorarensen-ættarinnar. Móðir Odds Péturs var Sigrine, veitinga- kona í Dillonshúsi, Þorkelsdóttir, kaupmanns í Reykjavík, bróður Öl- afs í Vindhæh, foður Magnúsar, ættfóður Bergmanns-ættarinnar, Bjöms, ættfoður Olsen-ættarinnar og Oddnýjar, móður Guðrúnar, ætt- móður Blöndal-ættarinnar. Móðir Mortens var Sigurbjörg, systir Oddnýjar, móður Jóns Helga- sonar ritstjóra. Bróðir Sigurbjargar var Ásgeir, faðir Magnúsar skálds ogLeifs prófessors. Sigurbjörg var dóttir Sigurðar, b. á Efstabæ, Vig- fússonar, og Hildar, systur Símonar, afa Jóhannesar Zoöga, fyrrv. hita- veitustjóra. Hildur var dóttir Jóns, ættföður Efstabæjar-ættarinnar, Símonarsonar, bróður Teits, ættíoð- ur Teits-ættarinnar, langafa Helga Sigurðssonar hitaveitustjóra og Óskars Vilhjálmssonar, garðyrkju- stjóra Reykjavíkur. Móðir Hildar var Herdís Jónsdóttir, b. á Þorvalds- stöðum, Auðunssonar. Móðir Jóns var Margrét Þorvaldsdóttir, systir Jóns, ættföður Deildartunguættar- innar. Meðal móðursystkina Antons vom Sigríður, móðir Björns Bjarna- sonar alþingismanns, og Anton, fað- ir Markúsar Amar borgarstj óra. Sigurbjörg var dóttir Bjöms, skip- stjóri í Ánanaustum í Reykjavík, Jónssonar, í Ánanaustum, Bjöms- sonar. Móðir Bjöms var Hildur, systir Jóns, afa Guðmundar Böð- varssonar, skálds á Kirkjubóii. Hild- ur var dóttir Jóns í Fljótstungu, Böðvarssonar, og Margrétar Þor- láksdóttur frá Vatni í Haukadal, langömmu Halldórs Laxness og Stefáns Jónssonar barnabókahöf- Anton Ottesen. undar. Móðir Sigurbjargar var Anna Pálsdóttir, b. í Neðradal, bróður Egils, afa Egils Thorarensen kaupfé- lagsstjóra. PáU var sonur Stefáns, b. í Múla, Pálssonar. Móðir Stefáns var Guðrún Guðmundsdóttir, ætt- fóður Kópsvatns-ættarinnar, Þor- steinssonar. Móðir Páls var Vigdís Diðriksdóttir. Móðir Vigdísar var Guðrún Högnadóttir „prestafoður“, systir Böðvars, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Anton og Ingileif taka á móti gest- um í félagsheimilinu Miðgarði í Innri-Akraneshreppi laugardaginn 11.12. kl 20.30. Ingunn Tryggvadóttir Ingunn Tryggvadóttir, fyrrverandi stjómarráðsfulltrúi, Efstasundi 63, Reykjavik, er sextug í dag. Fjölskylda Ingunn er fædd á Laugabóh í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp í Reykjadal. Hún stund- aði nám við Héraðsskólann á Laug- um og einnig var Ingunn við mynd- Ustarnám í 5 ár. Ingunn starfaði lengst af hjá menntamálaráðuneyt- inu sem stjómarráðsfuUtrúi. Ingunn giftist 2.9.1956 Herði Lár- ussyni, f. 23.2.1935, deUdarstjóra í menntamálaráðuneytinu. Foreldrar hans: Lárus Þórarinn Jóhannsson og Anna Guðrún Bjömsdóttir. Böm Ingunnar og Harðar: Unnur, f. 16.12.1956, hjúkrunarfræðingur, maki Lúðvík Haraldsson fram- kvæmdastjóri, þau eiga fjögur böm; Lárus Þórarinn, f. 5.2.1958, raf- magnsverkfræðingur, maki Bryn- hUdur Forrest kennari, þau eiga tvö böm, Láms Þórarinn á son frá fyrra hjónabandi; Tryggvi, f. 9.7.1959, rekstrarverkfræðingur, maki Odd- fríður R. Jónsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, þau eiga tvær dætur; Anna Guðrún, f. 6.2.1964, kennari, Anna Guðrún á tvær dætur; Hafdís, f. 22.2. 1967, nemi, maki Haraldur Á. Aik- man nemi, þau eiga einn son. Systkini Ingunnar: Ingi, f. 14.2. 1921, fyrrverandi formaður Stéttar- sambands bænda, hans kona var Anna Þorsteinsdóttír, látin, þau eignuðust fimm syni en einn er lát- inn, sambýUskona Inga er Unnur Kolbeinsdóttir; Haukur, f. 5.9.1922, d. 17.3.1940; Eysteinn, f. 19.7.1924, jarðeðUsfræðingur, maki Guðný Jónsdóttir, þau eiga þrjú böm; Ás- grímur, f. 16.5.1926, rafmagnseftir- litsmaður, maki Guðrún ÞengUs- dóttir, þau eiga fimm böm; Kristín, f. 16.7.1928, hjúkrunarfræðingur, maki Hörður Jónsson, þau eiga þijú böm; Helga, f. 27.5.1930, læknarit- ari, Helga á fimm böm; Hjörtur, f. 30.3.1932, skrifstofumaður, maki Auður Helgadóttir, þau eiga fjögur böm; Dagur, f. 21.7.1937, sparisjóðs- stjóri, maki Guðrún Friðriksdóttir, þau eiga fimm syni; Sveinn, f. 30.1. 1939, smiður; Haukur, f. 20.8.1941, bóndi, maki Hjördís Stefánsdóttir, þaueigafjögurbörn. Foreldrar Ingunnar: Tryggvi Sig- tryggsson, f. 20.11.1894, d. 1.12.1986, bóndi og skógræktarfrömuður, LaugabóU í Reykjadal, og Unnur Siguijónsdóttir, f. 13.7.1896, d. 14.3. 1993,húsfreyja. Ætt Meðal systkina Tryggva var Bjöm, bóndi á Brún í Reykjadal, og Sigrún hjúkrunarfræðingur. Ingunn T ryggvadóttir. Tryggvi var sonur Sigtryggs Helga- sonar, bónda á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, og konu hans, Helgu Jónsdóttur. Meðal systkina Unnar eru Bragi, fyrrverandi bankastjóri og ráð- herra, og Amór rithöfundur. Unnur var dóttir Siguijóns Friðjónssonar, skálds og alþingismanns á Litlu- laugum, og konu hans, Kristínar Jónsdóttur. Siguijón varbróöir Guðmundar, skálds frá Sandi. Ingunn er að heiman á afmæhsdag- inn. Jón Már Þorvaldsson Jón Már Þorvaldsson prentari, Sléttuvegi 7, Reykjavík, er sextugur ídag. Starfsferill Jón fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann hóf nám í prentíðn í Prentsmiðju Jóns Helgasonar 1950 og lauk sveinsprófi í setningu 1955. Jón var vélsetjari í prentsmiðju Þjóðviljans 1955-57, hjá Prentsmiðj- unni Odda 1957-68, hjá Prentsmiðju Hafnarfjarðar 1968-76, starfaði hjá Skákprenti 1976-78, starfrækti setn- ingarstofuna Acta hf. í Hafnarfirði 1978-85, var verkstjóri hjá Félags- prentsmiðjunni 1985-90 en hefur síðan starfað Utið vegna veikinda á undanfömum ámm. Jón sat í stjóm Prentnemafélags- ins 1953-55, sat í skemmtinefnd HÍP 195&-59 og var formaður hennar síð- asta árið, auk þess sem hann sat þá í félagsheimiUsnefnd, var meðrit- stjóri Prentarans 1962-64, gjaldkeri HÍP1964-66, sat í trúnaðarmanna- ráði frá 1969 og var formaður Starfs- mannafélags Prentsmiðjunnar Odda og Sveinasbókbandsins 1966-68. Fjölskylda Jón kvæntist 1.10.1957 Helgu Finnsdóttur, f. 17.12.1930, d. 17.8. 1978, húsmóöur og saumakonu. Hún var dóttir Finns Sveinssonar, b. í Eskiholti í Borgarhreppi, og konu hans, Jóhönnu Kristjánsdóttur hús- móður. Börn Jóns og Helgu eru Finnur Logi Jóhannsson, f. 22.1.1956 (stjúp- sonur Jóns), húsasmiður í Kópa- vogi, í sambýU með Oddnýju Har- aldsdóttur; Þorvaldur Ingi, f. 3.3. 1958, viðskiptafræðingur í Kópa- vogi, en kona hans er Dís Kolbeins- dóttir; Helgi Már, f. 15.9.1961, nemi við KHÍ; Jóhanna Marín, f. 11.7. 1965, húsmóðir og nemi á ítaUu; Ingibjörg Agnes, f. 14.1.1975, hár- greiðslunemi í fóðurhúsum. Systkini Jóns: Sigurgeir, f. 1923, fyrrv. lögregluþjónn á Keflavíkur- flugvelh; Árni, f. 1925, fyrrv. for- stjóri Trygginga hf; FiUpía Þóra, f. 1927, húsmóðir í Reykjavík og skrif- stofumaður hjá Orkustofnun; Þor- Jón Már Þorvaldsson. valdur, f. 1929, nú látinn, kennari á Akranesi. Foreldrar Jóns: Þorvaldur Áma- son, f. 5.1.1895, d. 15.4.1958, bæjar- gjaldkeri og síðar skattstjóri í Hafn- arfirði, og kona hans, Margrét Sig- urgeirsdóttir, f. 26.9.1897, d. 14.9. 1937, húsmóðir. Jón verður að heiman á afmæUs- daginn. Til hamingju með afmælið 9. desember 90 ára 60 ára Aðalheiður Pétursdóttir, Hjallabraut33. Hafiiarfirði. Húntekurá mótigestumá heimili sinu á afmælisdaginn frákl. 16-19. Sigriður Jónsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. Guðmann Einar Magnússon, VindhæU, VUidhæUshreppi. Ástríður Sigurðardóttir, Oddsstöðum 2, Lundarreykjadals- Þorgrímur Sigurjónsson, y Grundargerði 7, Húsavík. Matthías Vilhjáimsson, verkstjóri í Hraðfrystihúsi Noröurtanga, Urðarvegi 64, ísafirði. Kona hans er Guðrún S. Valgeirs- dóttir. Þau era stödd erlendis. Þórdís Bjömsdóttir, Grænukinn 30, Hafharfirði. Marselína Jónasdóttir, LönguhUð 3a, Akureyri. Soffia Óskarsdóttir, Kleppsvegi 56, Reykjavík. 50ára____________ Tryggvi Ólafsson, hreppi. Páll Þórðarson, Sléttuvegi 11, Reykjavik. 75ára Sonj á Sehmid t, SólvaUagötu 4, Reykjavík. Guðmundur Söl vason, Skólabraut 7, Seltjamamesi. Guðrún Ólafsdóttir, Esjubraut 6, Akranesi. Laugavegi 155, Reykjavík. Gunnhildur Valdimarsdóttir, Kríuhólum4, Reykjavik. RósaGuðrún Sighvatsdóttir, _ Steinahlíð 3c, Akureyri. Agnes Árnadóttir, Frostafold 30, Reykjavík. Oddný Björgólfsdóttir, Nónvöröu lOc, Keflavik. 40ára Unnur Kristinsdóttir, 70 ára_______________________ Herdís Ólafsdóttir, BúvöUum, Aðaldælahreppi. Árný Fjóla Stefánsdóttir, Hásteinsvegi35, Vestmannaeyjum. Hjördís Jónsdóttir, Lyngholti 15, Akureyri. Rögnvaidur Bergsson, Byggðavegi 150, Akureyri. Hanneraöheiman, Núpabakka 7, Reykjavík. Kj artan Þórðarson, Garðavegi 6, Hafnarfirði. Helgi Snorrason, Rimasíðu 4, Akureyri, Stefán Óskar Jónasson, Illugagötu 52a, Vestmannaeyjum. Heiðdis Þorvaldsdóttir, Espilundi 11, Akureyri. Vignir Jón Jónasson, Sefiabraut 24, Reykjavík. yfir jól og áramót Upplýsingar vegna afinælisgreina, sem eiga aö birtast í blaðinu dagana 23. desember til 3. janúar, þurfa aö berast ættfræðideild DV eigi síðar en 20. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.