Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 Fréttir Skattstofa Vesturlandsumdæmis tortryggir bréfasímann: Beðið eftir bréfbera og setið á milljónum skattstofan á Isaflrði neitar að refsa fiskkaupendum fyrir búsetu „Það er umdeilanlegt hvernig menn nota faxtækið. Maður notar það ekki tíl að senda undirritaðar skýrslur. Úr tækinu kemur einungis afrit. Ég kannast ekki viö að þetta sé almennt vandamál hjá fiskverk- endum og hef ekki orðið var við óánægju þeirra vegna afstöðu okk- ar,“ segir Stefán Skjaldarson, skatt- stjóri á Vesturlandi. Nokkurrar óánægju gætir meðal fiskverkenda á Snæfellsnesi með að geta ekki sent bráðabirgðaskýrslur vegna fiskkaupa til Skattstofu Vest- urlands á Akranesi í gegnum bréfa- síma. Fyrir vikiö verða þeir að senda skýrslurnar með bréfburðarmönn- um til Akraness og tefur það endur- greiðslu á virðisaukaskatti til þeirra um allt að viku. Fyrir suma eru mikl- ir hagsmunir í húfi enda fá þeir á aðra milljón króna endurgreiddar. Víða annarsstaðar á landinu þykir skattstjórum nægjanlegt að fá bráöa- birgðauppgjör vegna fiskkaupa sent gegnum bréfasíma enda berist end- anlegt uppgjör ásamt frumskýrslu innan eðlilegs tíma. Nýverið sendi ríkisskattstjóri áréttingu þess efnis til skattstjóra að þeim sé ekki skylt aö taka við bráöabirgðaskýrslum af bréfasíma þótt þeim sé það heimilt. Á Vestfjörðum hefur tíðkast að af- greiða bráðabirgðauppgjör frá fisk- kaupendum þótt þau berist til skatt- stofunnar á ísafiröi með bréfasíma. Einkum eru það fiskverkendur á Hólmavík og Ströndum sem nýtt hafa sér þessa þjónustu. Fyrir þá þýðir þetta að endurgreiðsla virðis- aukaskatts berst þeim allt að 10 dög- um fyrr en ef um bréfsendingu væri að ræða. „Það er erfitt aö refsa mönnum fyrir að búa úti á landi við erfiðar samgöngur. Mér finnst sjálfsagt að afgreiða þessa menn til bráðabrigða en tek auövitað þessum sendingum á faxinu með fyrirvara. Að hafna faxinu þýddi of mikla töf. Trassi menn hins vegar að senda frumgögn með pósti þá refsum við þeim með því að afgreiða ekki faxið. Fyrir okk- ur er þetta ekkert vandamál," segir Ólöf Kristjánsdóttir, skattendur- skoðandi á Skattstofu Vestfjarða. Að sögn Stefáns er hann ætíð reiðu- búinn aö kanna leiðir til aö auðvelda mönnum samskipti við embættið. Varðandi notkun bréfasímans vill hann hins vegar fá skýr fyrirmæh frá ríkisskattstjóra til að tryggja sam- ræmd vinnubrögð. -kaa SeyöisQöröur: Nýr búnaður en engin loðna Pétur Kristjánasan, DV, Seyöisfirði: Loðna hefur ekki borist á land á Seyðisfirði síðan 15. nóvember. H(já SR Mjöli fengust þær upplýsingar að búið væri aö landa um 62.000 tonnum af loðnu á vertíðinni. Búið er að vinna hana alla. Undanfarið hefur einungis verið unnið að deginum til viö að bræða síld. Verksmiöjan hér hefur nýlega tek- ið í notkun svokallaða vakúmdælu. Búnaöurinn hefur þá kosti að hægt er aö dæla loðnu og síld upp úr bátinn án þess að meija fiskinn. Bátar sem landa með þessum.tækjum eiga því frekar en elia von á að fá tiltölulega hærra verð fyrir hluta aflans en áður var. Ráðgert er að byggja yfir og setja flokkunarbúnað viö tækin til þess að söltunarstöðvar og frystihús geti tek- ið til sín þann fisk sem hentar best til vinnslu hjá þeim. Landað með nýjum tækjum á Seyðisfirði. DV-mynd Pétur bjóði 25 m m r . milljomr i Hvammsvík Borgarráö hefur ákveðið að beina því til Hitaveitu Reykjavik- ur að gera kauptilboð upp á 25 milijónir króna í jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Kjósar- hreppi en þær eru í eigu Lög- reglufélags Reykjavíkur. Þetta var ákveðið í framhaldi af ósk Lögreglufélagsins um aðstoð upp á 36 milljónir króna frá borginni. I samþykkt borgarráðs er reiknað með að tilboð Hitaveit- unnar miöist við öli jarðhitarétt- indi jarðanna Hvamms og Hvammsvíkur, holu sem Lög- reglufélagið hefur látið bora, og nauðsynlegt land í kringum hana. Þá verði tryggö heimild tii lagningar vatnsæða um landið og land fyrir dælustöðvar án þess aö Hitaveitan taki á'sig nokkrar skuldbindingar. Lögreglufélagiö keypti jarðim- ar Hvamm og Hvammsvík í Kjós- arhreppi fyrir nokkru og lét bora þar eftir heitu vatni. Kaupin reyndust Lögreglufélaginu erfið. Skuldirnar nema tugum milljóna en félagið keypti jarðirnar fyrir tæpar 40 milljónir auk kostnaðar vegnaborholimnar. -GHS Akureyri: Kveiktá jólatrénu Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri: íbúar Randers í Danmörku, sem er vinabær Akureyrar, færa Akureyringum árlega jólatré að gjöf og er tréð sett upp á Ráöhús- torgi og ljós þess kveikt við hátíð- lega athöfh. Að þessu sinni veröa Ijósin á trénu tendruð á laugardag og hefst athöfhin á Ráðhústorgi kL 16. Lúðrasveit Akureyrar leikur, ávörp veröa flutt, kirkjukór Ak- ureyrarkirkju flytur jólalög og jólasveinar koma í heimsókn. í dag rnælir Dagfari Vextir upp og vextir niður Verkalýðshreyfingin hefur staðið sig vel í baráttunni gegn vöxtunum. Segja má með sanni að verkalýðs- foringamir hafi sett þá baráttu á oddinn, enda er það mun mikil væg- ara fyrir hinn almenna launamann að losna við vaxtabyrði, frekar en að fá launahækkanir. Það er áreið- anlega rétt ályktaö hjá verkalýðs- hreyfingimni að launin séu skítur á priki hvort sem er og gildi einu hvort þau séu einni krónunni hærri eða lægri í umslögunum ef vextimir hækka jafnt og þétt. Launamaðurinn á Islandi er skuldum hlaðinn og græðir þess vegna á vaxtalækkunum og ef ein- hvexjir launamenn em svo vitlaus- ir að skulda ekki neitt þá er það þeirra vandamál. Verkalýðshreyf- ingin hefur ekkert með skuldlausa launamenn að gera og er hætt að beijast fyrir bættum kíörum í þeirra þágú. Laun em einskis virði í verkalýðsbaráttunni í saman- burði við vextina, sérstaklega ef menn þurfa að borga þá. Það era hinir skuldugu sem eiga samúð verkalýðsforystunnar og það er gegn skuldunum og vaxtao- krinu sem nútímaverkalýðsbarátta beinist. Þetta þýðir á einfóldu máh að sá launamaður sem skuldar mest, græðir mest á vaxtalækkun- um. Þess vegna er það hagsmuna- mál fyrir launamenn að skulda nógu mikið til aö græða sem mest þegar verkalýðsforingjunum tekst aö fá vextina lækkaða. Sú barátta hefur gengið núsjafn- lega 1 gegnum árin en loks núna í vetur tók ríkisstjómin á sig rögg og neyddi bankana og sjálfa sig til að lækka vexti við mikinn fognuð verkalýðs og vinnuveitenda. Sigur- inn var í höfn. Svo kom að því í þessari viku aö ríkissjóður efndi til uppboða á hús- næðisbréfum með 5% vöxtum, ná- kvæmlega eins og verkalýðshreyf- ingin hafði barist fyrir og taldi henta sínum umbjóðendum best. Lífeyrissjóðir verkalýðsfélaganna hafa jafnan verið þeir sem mest og best hafa keypt af húsbréfum, enda era þeir um leið að leggja fram fé til uppbyggingar á hinu félagslega húsnæðiskerfi og allt er þetta sem sagt í þeirra þágu. Nema vextimir á bréfunum. Þeir era of lágir, alltof lágir, enda ákváðu lífeyrissjóðimir að bjóða ekki í þessi verðlausu bréf með alltof lágum vöxtum. Það er nefnilega ekki sama hvort þú borgir vextina eða færð þá borg- aða. Verkalýðshreyfingin situr á lífeyrissjóðum sínum og vill ávaxta sitt pund og hefur þess vegna mestu skömm á lágum vöxtum og lætur ekki ginna sig út í slík viðskipti. Verkalýösforingjamir gleymdu því hins vegar í kjarabaráttunni að þeir og þeirra launþegasamtök sitja ein og sér með stærstu sjóðina og svo er þar að auki urmullinn af launamönnum sem ekki hafa haft vit á því að skulda en eiga peninga í staðinn. Þessir umbjóð- endur verkalýðsforystunnar vilja auövitað hafa vextina sem hæsta til að græða sem mest. Þess vegna er verkalýðshreyfingin í þeirri klípu að vilja lækka vextina fyrir skuldarana en þækka vextina fyrir sjálfa sig og þá skjólstæðinga sína sem era svo vitlausir að eiga pen- inga í stað þess að skulda þá Guömundur J. Guömundsson í Dagsbrún tekur sig til í DV í gær og skammast einhver ósköp út í félaga sína í verkalýðshreyfing- unni. Hann segir að þessir toppar eigi að segja af sér sem hafa stjóm- að þvi að bjóða ekki í húsbréfin. Hann skammast sín fyrir toppana. Hafi þeir skömm fyrir, segir Jakinn og er reiður eins og Sighvatur. Þeir era báöir ofsareiðir út í verkalýðs- hreyfinguna. Guðmundur jaki er greinilega í hópi þeirra sem skulda. Annars mundi hann ekki láta svona. Hann verður hins vegar að gera sér grein fyrir því að verkalýðshreyfingin á íslandi er stöndug hreyfing og á mikla og digra sjóði sem verður aö ávaxta og þess vegna lætur hreyf- ingin ekki bjóða sér einhverja smánarvexti og er alveg á móti þeirri vaxtalækkun sem hún hefur beitt sér fyrir. Vextir eiga að lækka fyrir þá sem þurfa að borga vextina en vextir þurfa að hækka fyrir þá sem fá borgaða vexti. Þetta verður Guð- mundur jaki að skilja áður en hann fer að ásaka félaga sína í verkalýðs- hreyfingunni fyrir svik. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.