Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 41 Merming Gefðu þér tíma Það má segja að þessi saga eftir Þórunni sé nokkurs konar dæmisaga um hvað tíminn eða tímasetningar geta haft mikil áhrif á líf einstaklinganna. Halla á heima í Reykjavik og þegar sagan hefst er vorið í nánd. Hún á að fara í sveit um sumarið en er ekki mjög hrifin af því. Hún er hálfhrædd við dýr og eins og allir vita er líka sveitafýla í sveitinni. Það kem- ur hins vegar á daginn að þegar hún hefur fengið gátu í hendumar, sem hún á að leysa í sveitinni, finnst henni þetta ekki svo slæmt. Klukkan Kassíópeia heili- ar ekki síður en þessi dularfulla kærasta hans Þór- halls og þegar upp er staðið hður sumarið furðu fljótt. Það kemur fram í íslenskum bókatíðindum að saga þessi er unnin samhhða leikriti sem á að útvarpa í haust. Mér finnst frásögnin bera þess greinilega merki því mikið er um beinar ræður persónanna sem veldur Bókmenntir Oddný Arnadóttir Þórunn Sigurðardóttir. Sagan er unnin samhliða leik- riti sem útvarpað verður á næsta ári. því að málfarið á sögunni verður mjög blæbrigðaríkt. Persónumar em ekki margar og fyrir vikið kynnumst við þeim öhum eitthvað. Mér finnst persónusköpun Þórunnar nokkuð sannfærandi og hún nær mikilli dýpt, t.d. í Ásmundi með svo örlagaríka sögu að baki. Það er helst með Höhu sem mér finnst Þórunni ekki takast nógu vel. Hún er svohtið yfirborðskennd í fyrstu og það kemur t.d. aldrei fram aö hún sakni foreldra sinna. Hún vinnur þó á eftir því sem hður á söguna því viðbrögð hennar við öhu því sem hún er að læra era jákvæð og hún tekur út ákveðinn þroska í sveit- inni. Það era skemmtíleg nýmæh í bamabók að sjá stíl- brögð eins og myndmál það sem Þórunn notar og stundum verður hún jafnvel ljóðræn. Höfundur gerir sér far um að nota gott og auðugt málfar án þess að verða of hátíðleg og það er greinfiegt að sögunni er ekki bara ætlað að skemmta lesanda. Þetta er einkar hugljúf bók og ætti að vekja unga lesendur tfi umhugsunar um ýmislegt eins og t.d. að einu sinni vora afi og amma ung og það sem þau gerðu þá hefur áhrif á það hver ég er í dag. Þórunn Slgurðardóttir. Klukkan Kassíópeia og húsiö i dalnum. Mál og menning 1993. Þróun íslensks nútímaþjóðfélags Bók þessi er afrakstur þeirrar ákvörðunar Félagsvísindastofnunar og Sagnfræðistofnunar Háskóla ís- lands 1986 að standa að útgáfu rit- gerðasafns „þar sem birtustu niður- stöður nýrra rannsókna á þróun ís- lensks nútímaþjóðfélags". Bók þessi er ágæt viðbót við rit um sögu íslendinga. Hins vegar kann að orka tvímæhs að kalla ritgerðimar, a.m.k. sumar hveijar, „niðurstöður rannsókna á þróun íslensks nútíma- þjóðfélags". Ég nefni sem dæmi ritgerð Stefáns Ólafssonar, Um félagsgerð nútíma- þjóðfélaga. Þar er um að ræða fróð- lega samandregna þætti um þróun þjóðfélagsgerða, þætti sem fifilt er- indi eiga meðal hinna ritgerðanna og gefa fyllri yfirsýn en eru hvorki niðurstöður rannsókna né sérstak- lega um íslenska þjóðfélagsþróun. Guðmundur Háífdánarson fjallar imi breytingamar frá bændasamfé- lagi á síðustu öld tfi þéttbýhsmynd- unar og hjá honum kemur fram sú skoðun að forystumennimir hafi staðið gegn þeirri þróun og meira en það: „meðan forystusveitin gerði allt sem hún gat tfi að hindra slíka þró- un“. Bókmenntir Guðmundur G. Þórarinsson Niöurstaða hans er athyghsverð, breytingin frá bændasamfélagi til nútímaþjóðfélags hafi ekki verið meðvituð og skipulögö „heldur var þróuninni hrundið af stað af innri kreppu samfélagsins sjálfs". Athuganir Gísla Ágústs á fólks- fjöldaþróun era fróðlegar. Þar er fjallað m.a. um áhrifavalda mann- íjöldaþjóunar, vistarbandið, hvernig fjölskyldan breyttist úr framleiðslu- einingu 1 neyslueiningu auk fjöl- margra tölfræðfiegra upplýsinga. Viðamesta ritgerðin er sú um efna- hagsþróun á íslandi 1880-1990. is- lendingum mun þykja fróðlegt að sjá að hagvöxtur hefur verið meiri á Is- landi á þessari öld en í OECD-löndun- um og raunar aðeins Japan hefur búiö við meiri hagsæld. Jón Grétar gerir grein fyrir að- stæðum þegar stéttarfélögin verða til og tfiurð þeirra og Magnús leitar mjög fanga í ýmsum ævisögum og frásögnum er hann tekst á við efnið Alþýðumenning á íslandi. Ekki er hér ráðrúm tfi að rýna vandlega í ritgerðir Gunnars Helga og Svans. Ástæöa væri þó til þess og era þær ritgerðir vel tfi þess fallnar að vekja umræðu og jafnvel deilur. Þegar kemur að mati á íslensku stjómmálaflokkunum og gerðum þeirra og árangri getur margt haft áhrif á „niðurstöður rannsókna". í stjömufræði, og reyndar mæling- um almennt, er fjallað um persónu- lega skekkju. Hætt er við að hennar gæti meira á sviði sagnfræði, félags- vísinda og stjórnmála en t.d. í stærð- fræði. Gaman hefði verið að taka þessar ritgerðir ítarlega fyrir í grein sem þyldi að vera lengri en þessi. Stefán segir í síðustu ritgerðinni að menningararfleifð íslendinga sameini „þá þætti lífsskoðunar, sem lúta að sjálfsbjargarviðleitni ein- staklinga og félagslegri samhjálp" og vitnar tfi Sigurðar Nordal sem setti fram lögmáhð um andstæðumar. Að öllu samanlögðu ber að þakka stofnununum tveim í Háskólanum útgáfu þessarar bókar. Hún eykur þekkingu íslendinga á sjálfum sér og sögu sinni og gæti, ef rétt er á haldið, orðið uppspretta að fijórri umræðu. Rltgerðlr Ritstjórar Guömundur Hálfdánarson og Svanur Kristjánsson Félagsvísindastofnun og Sagnfræöistofn- un Háskóla íslands 1993 . i,A >.,L k , \ « . V . . V , , V , , K , XÍLlZ N' . - : / : lr X ■ !/ \ . 11/ \ 11 !2 'pK OM Cól. CO( C0i_. oM' OÓC ■áskuftarsíminn | fyririandsbyggðina: - talandi dæmi um þjónustu T/Á'SO© Á ‘}{Cfr(U‘ÐUM ‘BÍLU9VÍ! Fram að jólum seljum við nokkra notaða bíla á uppítökuverði Engum Ifkur V RENAULT Fer á kostum Bílaumboðið hf Krókhálsi 1,110 Reykjavík, símar 676833 og 686633 Opið virka daga 10-18 og laugardaga 13-17 JOLABONUS: Bílarnir eru á snjódekkjum. Utvarp og vetrarpakki fylgja!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.