Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 36
48 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 EINKATIMAR I DALEIÐSLU Hef tíma lausa á næstunni fyrir þá er vilja nýta sér kosti dáleiðslumeðferðar. Með dáleiðslu getur þú bætt þig á fjölmargan hátt. Til dæmis sýna vísindalegar rannsóknir að dáleiðsla er allra besta aðferðin til þess að hætta að reykja. Þú getur einnig nýtt þér margt annað í dáleiðslumeðferð. Hafðu samband í dag! Friðrik Páll Ágústsson R.P.H., C.Ht. Vesturgata 16, 101 Reykjavík Sími: 91- 625717 Sími 5 34 66 Meiming Lísa í Fjörugötu Helga Möller hefur skrifað tvær bækur um Lísu litlu sem býr í húsi við Fjörugötu með mömmu sinni og eldri systur og kettinum Labbakút. Pabbi hennar er dáinn og mamma vinnur fyrir heimilinu meðal annars með þýöingum sem hún getur unnið að heima. Fyrri bókin, „Puntrófur og pottormar" (1992) sagði frá sumr- inu þegar Lísa var átta ára. Sú nýja, „Leiksystur og labbakútar" segir frá haustinu á eftir. Hún hefst á þvi að Lísa er vahn í jólaleikritið í skólanum - sem er Bókmeimtir Silja Aðalsteinsdóttir hvorki meira né minna en Gullna hliðið, að vísu stytt - og endar á því að það er sýnt. Ýmislegt gerist þama á milli. Til dæmis dansar Lísa við skrýtinn strák í dansskólanum, reynir að útvega mömmu sinni mann, fer á skauta á Tjöminni og bjargar vinkonu sinni frá drukknun. Þetta eru nokkuð dæmigerðar smásögur af elsku- legri og hugmyndaríkri lítilli stúlku. En þær skera sig úr obbanum af því sem hefur verið skrifað fyrir böm undanfarin ár að því leyti að í bókunum báöum er eindreginn siðaboðskapur sem ekki er reynt að fela. Bækurnar hafa opinská uppeldisleg markmið sem hafa oft áhrif á efnisval. Heimilislífið hjá mæðgunum þrem er farsælt, enda er mamma bæði blíð og ströng, og hún innrætir bömunum sínum markvisst virðingu fyrir öðm fólki, verðmætum og vinnu. Gott dæmi er kaflinn um símaatið. Þær systur plata leigubíl að næsta húsi og hafa gaman af að hlusta á bílstjórann flauta fyrir utan það árangurslaust. Þegar mamma kemur heim er Lísa farin að iðrast og mamma hennar dregur ekki úr því: „Kannski á hann hóp af börnum heima og er fátækur maður. Það er atvinna hans að keyra leigubíl og þú eyðir tíma hans til einskis. Hann fær enga peninga fyrir aUan þann tíma sem hann beiö fyrir utan.“ Svo bendir hún Lísu líka á að símtöl kosti peninga sem hún vinnur fyrir hörðum höndum og Lísa þarf að borga bílstjóranum af sparipeningunum sínum þegar hún er búin að finna hann. Lísu þykir heldur ekkert gaman að hlusta á strákinn Ein af teikningum Búa Kristjánssonar í Leiksystur og Labbakútar. Stefán grobba af því aö bijóta perur í ljósastaurum þó að henni finnist hann sætur. Þetta er ekki leiðin að hjarta hennar. Hún og vinkona hennar benda pilti á að fólk greiði svona skemmdarverk með hærri skött- um. Og Lísa gerir sitt besta til að hjálpa aumingja Róbert, bekkjarbróður sínum, sem er alltof feitur og á vondan stjúpa. Þessi siðaboðskapur er hollur og góður, en hann hangir stundum svolítið utan á sögunni og gefur henni skylduræknisblæ. En Lísa er aðlaðandi stelpuhnokki sem gaman er að kynnast. Búi Kristjánsson teiknar kápumynd og myndir í bókina. Hann er drátthagur en myndimar eru augljós- lega flýtisverk og ævinlega er galli á myndum hans hvað hann gerir persónur miklu eldri en þær em. Helga Möller: Leiksystur og labbakútar Teikningar: Bui Kristjánsson 106 bls. Fróði 1993 Nýttlíf , A . .A. • 1., . 4, . A , . A , . A . v»w ate ' fc ' m v; mfe jHfe B §§§ pK PM': PM PM) fpp Unglingabókin „Sundur og saman“ er fyrsta skáldsaga Jónínu Leósdótt- ur en hún hefur áður skrifað blaða- greinar og viðtalsbækur og þýtt skáldsögur. Sagan hefst í ónefndum bæ norður í landi þar sem mamma afgreiðir í apótekinu og pabbi kennir - líklega við framhaldsskólann sem aðalpersónan Bima á að byrja í eftir HAFÐU ÞIN MAL A HREINU OG FÁOU ÞÉR FROÐA“ í VASANN Hvað gerir hann fyrir þig? Geymir skrá yfir nöfn, heimilsföng, síma og faxnúmer. Heldur utan um 3 bankareikninga og 3 greiðslukort. Þannig er greiöslustaðan alltaf klár. Gefur hljóðmerki, og þá stendur á skjánum hvað það var sem þú ætlaðir að muna/gera. Hefur 3 föst minni fyrir gengi gjaldeyris og rofa fyrir gagnstæða útkomu. Skeiðklukka, sem telur bæði upp og niður. Klukka sem sýnir mánaöardag, vikudag, klst., min. og sekúndur. Reiknivél með „prósentu" reikningi og minni. öryggislykill sem læsir persónulegum upplýsingum sem eru 1 minni tölvunnar, t.d. fjármálin. Stærð minnis samsvarar 10000 stöfum. P3 Rafhlöður og hllfðarveski innlfalið í verði. DREIFING: G.K. VILHJALMSSON Smyrlahraun 60, 220 Hafnarfjörður, sími 91-651297 Akranes: Tolvuþjónustan. Akureyri: Nýja filmuhúsið. Blonduós: Kaupfélagiö, byggingavörud. Borgarnes: Kaupfélagiö. Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar. Djúpivogur: B H búöin. Egilsstaöir: Bókabúóin Hlöð- um. Eskifjöröur: Rafvirkinn. Hafnarfjöróur: Rafbúöin, Álfaskeiöi. Húsavik: Öryggi. Hvammstangi: Kaupfélag- ió. Hveragerði: Versl. Imma. Hvolsvöllur: Kaupfélagið. Höfn: Hafnarbúðin. isafjörður: Bókabúð Jónasar Tómassonar Keflavik: Stapafell. Kópavogur: Krían. Neskaupstaður: Vik Reykjavik. Hjá Magna, Bókahorn iö. Sauðárkrókur: Rafsjá. Selfoss: Voruhús KA. Siglufjörður: Aóalbúðin. Bókmeimtir Silja Aðalsteinsdóttir nokkra daga. En þegar við hittum Birnu í byrjun bókar er lífið á öðrum endanum: Mamma er orðin ástfangin af vinnufélaga sínum, talsvert yngri manni. Pabbi hefur áttað sig á því að þetta vissi allur bærinn á undan honum og langar bara til að flýja burt. Og svo fer aö Bima byrjar ekki í skólanum heima meö öllum gömlu vinunum heldur í MR fyrir sunnan því þangað flytur pabbi - heim til mömmu - með báða krakkana, Bimu og Bigga, yngri bróður hennar. Sagan segir svo frá því hvernig þau reyna að fóta sig í nýju lífi í Reykja- vík. Bima hefur vanist rólegu heim- ilislífi, pabba, mömmu, bömum og bíl, og henni ofbýður tilfmningarótið á foreldrum sínum þennan vetur. Pabbi fer að dæmi mömmu og nær sér í konu sem er miklu yngri en hann, og þó að Bima sé sárhneyksluð á því verður hún sjálf ástfangin af sér miklu eldri manni. Líklega er þetta smitandi. En sem betur fer eignast hún tvo ágæta skólafélaga, Heimi og Hildi, sem hún þarf að sinna, svo að hún hefur ekki enda- lausan tíma til að hafa áhyggjur af foreldmm sínum. Sagan er verulega skemmtilega skrifuð og oft meinfyndin. Helsta skotmark fyrir fyndni höfundar er fóðursystir Bimu sem ennþá er ógift þrátt fyrir óteljandi tilraunir til að ná sér í mann. „Maðurinn, sem hún var með núna, var kallaður „bjart- asta vonin“ innan fjölskyldunnar" (23) því hann er, ólíkt fyrri kær- ustum, bæði ógiftur og bamlaus. Þegar í ljós kemur að hann á margar sólbaðstofur fær hann viðurnefnið „sólkonungurinn"! Ágætir sprettir eru líka mn ömmu Bimu sem þau setjast að hjá í bænum. Hún er kölluð „amma Alda“ af því að hún á heima á Öldugötunni, en afi er dáinn og heitir síðan „afi í gröf‘. Umhverfi, aðstæður og atvik lifna í lýsingum og stíllinn er hressilegur án þess að troða sér milli efnis og lesanda. En af því hvað bókin er vel skrifuð er freistandi að benda á einstaka hnökra, til dæmis er nokkuð um óþarfar skýringartengingar, þess vegna og því. Svo hefði þurft að lag- færa þessa setningu (107): „Fyrst fundaði hann með hinum stríðandi aðilum, í sitt hvom lagi.“ Hann fund- ar með aðilum hvorum í sínu lagi. Þó að sagan sé fjörlega skrifuð er persónusköpun unglinganna ekki nógu djúp, ef til vfil vegna þess að fullorðna fólkið tekur of mikið rúm. Það er ágætt aö minna á að fullorðið fólk er yfirleitt til meiri vandræða en unglingar en lesanda langar til að fá að fylgjast betur meö ástarraun- um Bimu, vita meira um áhugamál hennar og kynnast vinum hennar betur. Það hefði verið gaman að fá að fara með vinunum þrem í tíma í skólanum eða kíkja yfir öxlina á þeim þegar þau eru að læra saman heima. Ekki hefði heldur verið úr vegi að gefa skýrari mynd af heimili Heimis sem er svona flarska skemmtilegt eða vera meira með söguhetjum í frítímum. Það er svolít- ið eins og Jónínu finnist fullorðna fólkið merkilegra viðfangsefni en unga fólkið í sögunni sinni. Þó að eitt og annað alvarlegt gerist hjá unglingunum þá fer höfundur ekki fram á hengiflugið með þeim. En sag- an hefur marga ágæta kosti og Jón- ína er velkomin í hóp unglingasagna- höfunda. Jónina Leósdóttir: Sundur og saman, 117 bls. Fróöi 1993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.