Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 Fréttir DV Kostnáður við nýsmíði og endurbætur fiskiskipa: 30 milljarðar á 5 árum þar af fóru rúmir 20 milljarðar til verkefna erlendis Guðjón Guðmundsson alþingismað- ur spurðist fyrir um það á Alþingi hver heildarij árfestingin hefði verið í nýsmíði og endurbótum á fiskiskip- um síðustu fimm árin. í svari iðnaðarráðherra kemur fram að frá 1988 til 1993 hafi fjárfest- ing íslendinga í nýsmíði og endumýj- un á fiskiskipaflotanum numið 29,421 milljörðum króna. Til nýsmíöi hafa farið 20,674 mfiljarðar en til endur- bóta 8,817 milljarðar. Hlutfall innlendra lána í þessari upphæð er 37 prósent og koma þau lán frá Fiskveiöasjóði. Af þessum tæpu 30 milljörðum króna hefur verið unnið fyrir 20,371 milljarð erlendis. Þar af er nýsmíði 17,264 milljarðar en endumýjun 3,107 milljarðar króna. Til nýsmíði hér innanlands fóm 3,410 milljarðar en til endumýjunar 5,710 milljarðar eða samtals 9,120 milljarðar. • | •1 • * PHILIPS - WHIRPOOL örbylgjuofnamir hafa tvöfalda örbylgjudreifingu ásamt snúningsdiski sem tryggir jafna hitadreifingu og þess vegna betri matreiðslu. Sá litli kraft- mikli Afb. verð 22.940 Staög. verð AVW600 20L - 900W Þessi litli kraftmikli með tvöfaldri örbylgjudreifingu og sérstakri hraðstillingu "Jet Start". Crisp og Grill AVW914 27L -1000/2000W Stökkbreyting fyrir örbylgjunotendur Örbylgjuofninn sem getur eldað, steikt, bakað, gratinerað og grillað. Crisp stillingin gerir þér kleift að framreiða franskar, beikon og pizzur með stökkri húð. Afb. verö 42.000 Staðg. verð Knmmi Sjálfvirkt grill með lítilli orkunotkun grillar matinn beint og gefur honum gimilegt yfirbragð. SÆTUNI8 • SIMI: 691515 Guðjón Guðmundsson alþingis- maður sagði aö verk unnin erlendis á þessum tíma hefðu veitt um það Nýsmíði bil 500 manns atvinnu í skipasmíða- iðnaðinum hefðu þau verið unnin hérálandi. -S.dór Skipasmíðar i innanlands og erlendis 1988-1993 Endurbstur Prjónað 1 jólapakkana: Átján peysur á tveimur mánuðum Henni Eriu Jóhannsdóttur á Djúpavogi hefur ekki faiiið verk úr hendi síðastliðna tvo mánuði. Hún er búin að prjóna peysur til jólanna á bamabömin átján auk þess sem hún hefur stundað heilsdagsvinnu í Kaupfélaginu. Áður en Eria hélt til vinnu á morgnana var hún vön að grípa í pijónana. „Ég held mér sé ekki vorkunn að taka í pijóna áður en ég mæti í vinn- una. Konurnar hér í frystihúsinu mæta klukkan 6 á morgnana og vinna oft til klukkan 19. Ég þarf ekki að mæta fyrr en klukkan 9. Manni finnst það nú enginn dugnaður þótt maður fari aðeins fyrr á fætur og sé aö brölta þetta,“ segir Erla sem nýtir allar stundir þegar hún er heima. Mörg barnabamanna hennar Erlu, sem em á aldrinum 2 tii 17 ára, hafa sjálf valiö mynstur og liti í jólapeys- una sína. „Þau vita því hvað þau fá frá mér. Mér finnst miklu persónu- legra aö gefa bamabömunum svona gjafir en að kaupa eitthvaö handa þeim. Sjálfri fannst mér gott að fá mjúka pakka þegar ég var að ala upp mín böm,“ segir Eria sem er önnum kafin við annan jólaundir- búning nú þegar pijónaskapnum er lokið. -IBS Árleg jólaverk Erlu Jóhannsdóttur á Ojúpavogi er að prjóna peysur á barna- bömln átján. í ár lauk hún prjónaskapnum á tveimur mánuóum auk þess sem hún vann utan heimilis allan daginn og annan hvern laugardag. Með Erlu á myndinni er eitt ömmubarnanna, Dagný Erla Ómarsdóttir. Auknar byrðar á almenning óviðunandi Stjóm Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur sam- þykkt umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga en frumvarpið er nú til afgreiðslu hjá Alþingi. í umsögninni varar stjórn SSH við jafn auknum byrðum á almenning í landinu og gert er ráð fyrir sam- kvæmt tillögum tekjustofnanefndar. Auknar byrðar séu óviöunandi fyrir íbúa í þeim sveitarfélögum sem mest hafa byggt afkomu sína á aðstöðu- gjöldum. Stjóm SSH hvetur til endurskoð- unar á skattlagningu fyrirtækja og vill að tekjuskattur, sem renni til sveitarfélaga, verði lagður á fyrir- tæki. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.