Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 Fréttir_________________________________________________________________________________dv 16 ára piltur hefur liðið miklar kvaiir eftir landadrykkju á föstudagskvöldið: Lagður inn og sterkur grunur um landaeitrun - nánast enginn svefn og einkenni sem lýsa sér í höfuðverk, ofskynjunum og sjálfsvígshugleiðingum 16 ára piltur hefur veriö lagður inn á göngudeild á Landspítalanum eftir að hafa á síðustu dögum liðið miklar þjáningar sem raktar eru til landa- drykkju síðastliðið föstudagskvöld. Sterkur grunur leikur á að um svo- kallaða landaeitrun sé að ræða en fjórir læknar hafa annast piltinn eft- ir helgina, þar af tveir næturlæknar. Pilturinn vakti meira og minna í þijá sólarhringa eftir landadrykkj- una á föstudagskvöldið. Þangað tii á mánudagskvöldið kom honum nán- ast dúr á auga og þjáðist hann af höfuðverk, ýmsum ofskynjunum og sjálfsvígshugleiðingar komu einnig upp á yfirborðið. Umræddur piltur fékk sér áfengi ásamt nokkrum kunningjum á föstu- dagskvöldið en þeir drukku annars konar landa en hann - a.m.k. var hann keyptur af öðrum aðila. Piltur- inn fann ekki beint til áfengisáhrifa af því áfengi sem hann keypti en kvartaði yfir því að vera „skrýtinn í höföinu". Undir hádegi á laugardagsmorgun fór móðir piltsins að hafa áhyggjur af því að sonur hennar hafði ekkert sofið og eftir þaö hafa framangreind einkenni komið verulega í ljós. Hún hefur vakað mjög mikið yfir syni sín- um frá því að einkennin gerðu vart við sig og í gærkvöldi hafði hún að- eins sofið í um tvær klukkustundir síðustu þrjá sólarhringa á undan. Á mánudagskvöld kom nætur- læknir og taldi ekki ólíklegt að um landaeitrun væri að ræða hjá piltin- um. Hann gaf honum tvöfaldan sprautuskammt í því skyni að sjúkl- ingurinn næði að sofna. Hann náði því en hin slæmu einkenni héldu áfram. Á þriöjudagskvöldið kom annar læknir og var þá ákveðið að leggja piltinn inn á Landspítalann. Jóhann Ólafur Jóhannsson, læknir á þeirri deild sem annast piltinn, vildi ekki tjá sig um máhð viö DV á þessu stigi en sagði móöurinni í sam- tali við hana í gærkvöldi að vonir stæðu til að sonur hennar næði sér að fullu þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Líðan piltsins var eftir at- vikum góð í gærkvöldi en hann var engan veginn búinn að ná sér. Læknirinn kvað einkenni þau sem komið hafa fram lýsa sér með þeim hætti að um eitrun sé að ræða vegna landans sem pilturinn drakk - hins vegar sé ekki hægt að staðhæfa neitt í þessu sambandi. Samkvæmt heim- ildum DV hefur talsverður íjöldi slíkra tilfella komið upp áður þar sem ungmenni hafa verið lögð inn. Þá hefur verið talið að einkennin stafi af landadrykkju, eða a.m.k. af vökva sem seldur er sem landi. -Ótt Bygging iþróttahúss og sundlaugar vió Klébergsskóla á Kjalarnesi er nýhafin en ráögert er að Ijúka byggingunni næsta haust. Þegar er búið að grafa grunninn og verður fljótlega farið í að steypa sökkla. Jón Pétur Líndal, sveit- arstjóri á Kjalarnesi, segir að fyrirhugað sé að reisa límtréshús og verði unnið í því fram eftir vetri. Með vorinu verði sundlaug og pottar steyptir. Búist er við að heildarkostnaður við framkvæmdirnar verði tæpar 90 milljónir króna. * -GHS/DV-mynd GVA Tillögur meiriMuta fiárlaganefndar við 2. umræðu: Hækka fjárlagafrum- varpið um 681 milljón - mest af þessu fer til heilbrigðismála og menntamála Stuttar fréttir Líkkistuvinnu* stofanvann Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Kirkjugarða Reykja- vikur til að greiða Líkkisluvinnu- stofú Eyvindar Árnasonar 15 milljónir króna i skaðabætur. Lögmaðurdæmdur Lögmaður í Reykjavík var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraösdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa dregið sér 2,4 millj- ónir króna af bróðurarfi til ni- ræðrar konu. Auk þess voru lijón dæmd fyrir að draga sér fé af sama arfi. Spáir rtngulreíð Ferðamálastjóri spáir algjörri ringulreið eftir áramót þegar virðisaukaskattur veröur lagöur á ferðaþjónustu. Þetta kom fram á Ríkissjónvarpinu. nyrvnsqon Ágúst Þór Árnason hefur um stundarsakir verið ráöinn rit- stjóri Tímans eftir aö Þór Jónsson vék úr stólnum. Gjaldþrotaieið vænlegust Atvinnurekendur telja svokail- aða gjaldþrotaleiö vænlegustu leiðina út úr viðvarandi efna- hagsþrengingum ogniöurfærslu- leiöina þá næstvænlegustu. Þetta kom fram á spástefhu Stjómun- arfélagsins í gær. LjndogLýsingieitt? Landsbankinn íhugar nú sam- einingu eignarleiguíyrirtækj - anna Lindar og Lýsingar en bankinn á Lind að öllu leyti og 40% hlut í Lýsingu. Morgunblað- ið greinir frá þessu. Fasteignamat hækkar Samanlagt fásteignamat ibúða, jarða, atvinnuhúsnæðis og opin- berra byggjnga hefur hækkað um 3,65% frá seinasta ári og er tæp- lega 823 miiljarðar króna, Þá hef- ur álagningarstofn fasteigna- skatts hækkað um 3,3%. Verkfræðistofa á Gaza Þijár íslenskar verkfræðistofur undirbúa stofnun verkfræðistofu á Gaza-svæðinu með 70% eignar- aðild á móti 30% hlut Paiestínu- manna. Morgunblaöið greinir frá þessu. -bjb Stjómarmeirihlutinn í fjárlaga- nefnd skilaði í gær nefndaráliti sínu við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins sem hefst á morgun eöa föstudag. Breytingartillögur meirihlutans gera ráð fyrir 684,4 milljóna króna hækk- un á fjárlagafrumvarpinu. Við 3. umræðu má svo gera ráð fyrir að einhvers staðar verði reynt að skera niður á móti þessari upphæö. Fjárlaganefndarmenn segja að rúmar 400 milljónir af þessari hækk- un komi frá ríkisstjóminni. Frá nefndarmönnum sjálfum séu það ekki nema rúmar 200 milljónir. Stærsti hluti þessarar hækkunar er vegna heilbrigðismála og mennta- mála en rammi menntamálanna hef- ur víkkaö nokkuð. Einkum vegna fjárfestinga. Þar er mest um að ræða nýbyggingaframkvæmdir og við- haldskostnað á skólahúsnæði sem og auknar fjárveitingar til ýmsissa stofnana og samtaka sem heyra imd- ir menntamálaráðuneytið. Nýr hður, tengdur menntamála- ráðuneytinu, kemur inn á fjárlög. Það er Skákskóh íslands. Lagt er til að hann fái 2,5 milljónir króna á næsta ári. Varðandi heilbrigðisráðuneytið er einnig mikið um aukið fé í nýbygg- ingaframkvæmdir og viðhaldskostn- að á sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum. í flestum tilfellum, alveg eins og hjá menntamálaráöuneytinu, er um smáhækkanir að ræða í hverju verkefni fyrir sig. En þau eru mörg en safnast þegar saman kemur. Lagt er til að fjárveiting til yfir- stjómar utanríkisráðuneytisins hækki um 6 milljónir á næsta ári frá því sem gert var ráð fyrir 1 ijárlaga- frumvarpinu: Þá er gert ráð fyrir aukinni íjárveitingu til sendiráðs ís- lands í Washington um rúmar 3 milljónir króna. Einnig að almenn fiárveiting til sendiráða íslands er- lendis hækki um 2,5 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir hærri fjárveit- ingu til héraðsdóma landsins sem nemur launahækkunum héraðs- dómara. Hér er aðeins um útgjaldahhð fjár- lagafrumvarpsins að ræða. Tekju- hlið þess verður ekki rædd fyrr en við3umræðu. -S.dór Bandormurinn: Davíö Oddsson forsætisráð- herra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um ráðstafanir í rík- isfjármáium sem kallað hefúr verið bandormurinn. Hann sagði aö tvennt heföi raskað því áformi, sem ríkisstjórnin lagði upp með fyrir tæpum 3 árum, að ná frarn hallalausum fjáriögum. Annars vegar skuldbindingar fyrri ríkis- stjórnar sem þessi fékk í arf og hins vegar versnandi efnahags- aðsfæður irmanlands og utan. Hann sagði aö sá friöur á vinnu- markaöi, sem náðist síðastiiðið vor, væri mikilvaegur til að auka stöðugleika í efnahagsmálum. Sömuleiðis væri verðbólga minni hér en víðast hvar annars staöar og viðstóptahaiii færi minnkandi. Höfuðverkefnið væri þvi að minnka halla á rikisrekstrinum. Ilalldór Ásgrímsson gagnrýndi rikisstjómina og alveg sérstak- lega viðskiptaráðherra fyrir vinnubrögð og ýmis ummæli í vaxtamálunum, Hann sagði ijóst að atlaga ritósstjórnarinnar í vaxtamálum heföi komið ailt of seint og ektó gengið eins og til var ætlast. Kristín Ástgeirsdóttfr gagn- rýndi ýmsan niðurskurð í vel- ferðarmálum í bandorminum. Einnig frestun á því að skóla- máltíðir verði teknar upp, leng- ing skólatíma og fækkun í bekkj- ardeildum. -S.dór Spilakassa- rannsókn langtkomin Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að því að afla gagna í máli sera er til rannsóknar hjá henni vegna kæru Gunnars Frið- jónssonar á hendur Rauða krossi Islands vegna reksturs spila- kassa. Seinustu daga hefur verið rætt við aðila og unnið að málinu á annan hátt með hliðsjón af ákvæðum hegningarlaga. Rannsókn málsins er langt komin og má búast við að það veröi sent ákæruvaldinu innan nokkurradaga. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.