Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Page 13
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993
13
Jólapakkar^
til Finn-
lands itih1
(flugpóstur)
Verö í
krónum
im
<3- tjr-
oo ioí
§p
12345678
Kílógrömm
Jólatréssalan hefst um helgina en
þó eru margir sem bíða alveg þang-
að til á Þorláksmessu með að kaupa
trén.
DV gerir verðsamanburð á jólatrjám:
Norðmannsþimir
dýrastajólatréð
- hefur hækkað um 10% frá því í fyrra
Jólatréssalan hefst af fullum krafö
um helgina og er áætlað að íslending-
ar kaupi hátt í 34 þúsund tré fyrir
jólin.
Norðmannsþinur hefur að meðal-
tali hækkað um 2-300 krónur frá því
í fyrra eða tæp 10% en rauðgreni í
Alaska og rauðgreni og fura í
Blómavali er á sama verði. Eina tijá-
tegundin sem hefur lækkað er furan
í Alaska en hún er nú 30 krónum
ódýrari en í fyrra.
Neytendasíöan gerði verðkönnun
hjá nokkrum söluaðilum og komst
að því aö 24% verðmunur getur ver-
ið á hæsta og lægsta verði á norð-
mannsþin, 12% á rauðgreni og 13%
á stafafuru.
Kannað var verð hjá Landgræðslu-
sjóði, Alaska, Garðshorni, Bergiðj-
unni, Skógræktarfélagi Reykjavíkur,
Blómavali og Hlaðvarpanum á trjá-
stærðinni 1,51-1,75 sm sem er mjög
algeng stærð.
Norðmannsþinur reyndist dýrasta
tréð, kostaði á bilinu 2.900-3.600 kr.
og furan kom næst á eftir á verðbil-
inu 2.610-2.950 kr. Rauðgrenið er því
ódýrast og er skýringin e.t.v. sú að
það stendur styst. Norðmannsþinur
fékkst alls staðar nema hjá Skóg-
ræktarfélaginu en rauðgreni og fura
fengust ekki í Garðshomi, Bergiðj-
unni eða Hlaðvarpanum.
Alaska var eini staðurinn sem bauð
upp á blágreni og fékkst það fyrir
2.985 kr. í umræddri stærð en þar er
einnig selt lifandi rauögreni í potti.
-ingo
J ó I a t r é
151 til 175*-sm há
••• ♦
Hæst
Lægst
• '
NORÐMANNSÞINUR
I 24% VerOtn.
Landgræbslus]. Gardshom/Berglöjan
Hlaövarplnn
■ V
/ { v
Áskr i ftarget r a u n DV:
Hlaut hljomtækja-
samstæðu í vinning
„Það er aldrei. Eg átti nú ekki
von á þessu,“ sagði Ólafur Ragn-
arsson í Hafnarfirði þegar DV tjáöi
honum að hann hefði verið dreginn
út í áskriftargetraun blaðsins.
Ólafur vann sér inn Pioneer
hljómtækjasamstæðu frá Hljómbæ
að verðmæti 108.666 kr. Henni fylg-
ir surround magnari, forritanlegur
geislaspilari, útvarp með minni,
plötuspilari, tvöfalt segulbands-
tæki, hátalarar og fullkomin fjar-
stýring.
„Þetta hlýtur að vera flott. Ég er
nú reyndar nýbúinn að fá mér
græjur en þetta kemur ser vel,“
sagði Ólafur. Honum fylgir einhver
lukka á þessu ári því í vor vann
hann í ferðagetraun og fór til
Flórída. „Ég hef aldrei unnið neitt
annað. Þetta bara hellist yfir mann
þegar það loksins kemur,“ sagði
Ólafur.
Sex skuldlausir áskrifendur voru
dregnir út í lok nóvember og aðrir
sex verða dregnir út í lok desemb-
er. Þeirra bíða sex glæsilegir vinn-
ingar að verðmæti allt að 130 þús-
undkrónurhver. -ingo
Ólafur tekur hér við hljómtækjunum úr hendi Kristins Jóhannssonar hjá
Hljómbæ. Sonur Ólafs, Brynjar Rafn, fylgist með. DV-mynd GVA
Neytendur
Teppa-
markaður
í Skeifunni
Neytendasíðan hefur fengið af
því fregnir aö Hagkaup hyggist
hefja sölu á „ekta“ austurlensk-
um teppum og selja þau ódýrt.
Verslunin á von á heilum farmi
frá Pakistan, íran, Indlandi og
Kína og er vonast til að sala geti
hafist um hádegi á morgun.
Aöspuröur kvaðst Óskar Magn-
ússon, forstjóri Hagkaups, geta
staðfest þötta og verður að hans
sögn boðiö upp á átta stærðir af
teppum. Sem dæmi um verð má
nefna að handunnið ullarteppi í
stærðinni 1,85x1,25 mun kosta í
kringum 14 þúsund krónur og
teppi í stærðinni 0,90x0,60 í kring-
um 6 þúsund krónur. Teppin
verða seid í húsinu við hliöina á
Rúmfatalagernum, beint á móti
Hagkaupi í Skeifunni, og sagði
Óskar aðef vel tækist til yrðijafn-
vel fluttur inn annar farmur fyrir
Minni sala
áundan-
rennu
Sala Mjólkursamsölunnar á
undanreimu dróst saman um 7%
í kjölfar 37% verðhækkunar sem
5 manna nefnd tók nýlega
ákvörðun um. Þá fór lítrinn úr
45 krónum í 62 er fituminni
mjólkurafurðir hækkuöu og þær
fitumeiri lækkuðu.
Baldur Jónsson, framkvæmda-
stjóri MS, sagði það greinilegt að
verðið heföi haft áhrif en benti
jafnframt á að stöðugleiki hefði
verið í heildarsölu nýólkur. Þar
heíði undanrennan einungis 10%
hlut en nýmjólk og léttnýólk tæp
90% og þar heföi salan aukist. í
Hagkaupi dróst salan saman um
tæp 20% í kjölfar verðbreytingar-
innar.
Breyttar
lánareglur
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt-
ið hefur breytt gildandi reglugerð
um neytendalán í því markmiði
að draga úr kostnaði smærri seij-
enda vöru og þjónustu.
Tryggingarijárhæðm sem þess-
ir seljendur þurfa aö taka til þess
að geta veitt neytendalán verður
lækkuð úr 5 milljónum króna í
2,5 milljónirefþeirgetasýntfram
á aö þeir hafi lánað. undir 10
millj.síðustul2raánuði. -ingo
kaupauki
sparaðu með
kjaraseðlum
af sláttur af
handverkfærum
BRÆPURNIR
Lagmúla 8-9. Slmi 91-38820, Fa« 91ÍB0018
Kjaraseðillinn gildir
í versluninni sem
tilgreind er hér til
hliðar og veitir
30% afslátt af AEG
handverkfærum.
15. janúar 1994
Kjaraseðillinn gildir
í versluninni sem
tilgreind er hér til
hliðar og veitir 6000
kr. afslátt af
leðurjökkum.
Gildir til:
16. desember 1993
Sendum í
6000 kr. |
afsláttur af ■
leðurjökkum I
Almennt verð kr. 15.990,- J
Verð með afsl. kr. 9.990,- I
Laugavegi 54
Sími 2 52 01