Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Page 2
2 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Fréttir Breytingin á búvörulögunum: Bannlistinn lengdur og styttur til skiptis ný samkomulagsdrög bíða heimkomu forsætisráðherra Hörö rimma og átök hafa staðið aUa síðustu viku milli Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra ann- ars vegar og ráöherra Alþýðuflokks- ins hins vegar. Þar var tekist á um þær breytingar á búvörulógunum sem ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að gera eftir hæstaréttardóminn í sldnkumálinu. Átökin urðu végna þess að Halidór Blöndal vildi ná fleiri vörutegundum á banrdistann svokallaða en kratar gátu sætt sig við. Raunar ætlaði HaU- dór að ná á Ustann vörum sem um árabil hafa verið fluttar átölulaust til landsins. Föstudaginn 21. þessa mánaðar var reyndar búið að ná samkomulagi miUi deUuaðUa. En þá um helgina fóru þeir báðir til útlanda, Jón Bald- vin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson. Þá tóku landbúnaðar- menn í hópi þingflokks Sjálfstæðis- flokksins að þrýsta á um að fá fleiri vörutegundir á bannUstann. Þeir töldu raunar að einhverjar vöruteg- undir hefðu tapast af Ustanum við samkomulagið. Össur Skarphéöinsson var þá sitj- andi utanríkis- og viðskiptaráðherra í fjarveru Jóns Baidvins og Sighvats. Hann neitaði breytingum og benti á að búið væri að gera samkomulag um máUð. Þá var hringt út tU Jóns Baldvins og hann féUst á nokkrar tilslakanir. Þar var um að ræða pits- ur og pasta, svo dæmi séu tekin. Þegar svo farið var að skoða málið nánar kom í ljós að samkvæmt tví- hUða samkomulaginu við Evrópu- bandalagið, sem fylgir EES-samn- ingnum, gekk þetta ekki upp. Menn stóðu frammi fyrir því aö vera búnir að taka vörur inn á bannUsta sem ekki mátti samkvæmt tvíhUða sam- komulaginu. HaUdór Blöndal taldi aftur á móti að kratamir væru að svikja fyrra samkomulag og reiddist heiftarlega og urðu margir varir við þá reiði. Það var svo þegar Sighvatur Björg- vinsson viðskiptaráðherra kom tU landsins aö hann og Jón Baldvin fóru aftur yfir máhð. Þá kom í ljós að óframkvæmanlegt var að setja sum- ar þær vörur á bannUsta sem land- búnaðarráðherra og hans menn vUdu á hann. Enn var sest niöur við samninga- borð og nú Uggur fyrir samkomulag sem menn eru þó ekki ánægðari með en svo aö þeir vUja að Davíð Oddsson forsætisráðherra leggi blessun sína yfir það. -S.dór Reykjanesbraut: Farþegi slasast Laust fyrir klukkan 15:30 á fóstu- dag varð alvarlegt slys á Reykjanes- brautinni í námunda við Grindavík- urveginn. FólksbUreið, sem ekið var í átt til Reykjavíkur, var að. taka framúr tveimur bifreiðum þegar flutningabUl kom á móti. Ökumaður fólksbifreiðarimiar gerði tilraun til að keyra út í vinstri vegaröxUna en tókst ekki að koma í veg fyrir árekst- ur. Farþegi í fólksbifreiðinni var fluttur á Sjúkrahús Suðumesja með fótbrot og höfuðáverka. MikU hálka var og skyggni lélegt þegar slysið varð. -ÍS Stúlkaféllískurð LítU stúlka, sem var að leik á svæði gömlu öskuhauganna í Gufunesi um klukkan 15:30 í gær, féU niður í skurð sem var fuUur af vatni og var hætt komin á tímabUi. Lögreglan var kölluð til hjálpar en þegar hún kom á staðinn hafði stúlk: unni tekist að komast upp úr skurð- inum af sjálfsdáðum. Ekki er talið að henni hafi orðið meint af volkinu. -ÍS Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi og Sigríður Árnadóttir, fréttakona hjá Ríkisútvarpinu, eru stofusystur á fæðing- ardeild Landspítalans þar sem þær eignuðust báöar syni í vikunni. Sonur Ólínu hefur hlotið nafnið Andrés og er hann fimmta barn hennar og Sigurðar Péturssonar sagnfræðings. Sigríður Árnadóttir og Helgi Már Arthúrsson fréttamaöur voru hins vegar að eignast sitt fyrsta barn saman. DV-mynd GVA Útflutningsráð íslands og Rannsóknarráð ríkisins stóðu fyrir ráðstefnu í gær á Hótel Holiday Inn um nýsköpun í atvinnulífinu. Sighvatur Björgvins- son setti ráðstefnuna og hér sýnir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Ut- flutningsráðs, honum styttu sem veitt var í viðurkenningarskyni til Vaka hf. fyrir framúrskarandi árangur í nýsköpun. Vaki hf. framleiðir aðallega tæki til fiskeldis og á þessu ári er stefnt að sölu framleiðslunnar fyrir allt að 90 milljónir króna. Að mati Rannsóknarráðs er Vaki hf. gott dæmi um fyrir- tæki þar sem hugmynd hefur orðið að arðbæru fyrirtæki. í ávarpi sínu lagði Sighvatur áherslu á að forsvarsmenn atvinnulífsins einbeittu sér að því sem íslendingar kynnu en hættu að reyna að galdra fram kanínu upp úr hatti með hugmyndum eins og sæstreng og vetnisverksmiðju. Það væru hug- myndir sem yröu ekki að veruleika fyrr en einhvern timann á næstu öld. -bjb/DV-mynd Brynjar Gauti Lögskráningin 1 Vestmannaeyjum: Ekki hlutverk sýslu- manns að stöðva verkfallsbrot - segirGeorgKr.Lárusson sýslumaöur „Það er rangt sem sagt var á Al- þingi að sjómenn hefðu verið lög- skráðir í Vestmannaeyjum áður en sjómannaverkfallinu. lauk. Hitt er annað að nokkrir skipstjórar óskuöu eftir því, síðdegis þann 14. janúar, að undirbúningur að lögskráningu yrði hafinn. Síðan komu skipstjórar Ófeigs VE 325 og Smáeyjar VE 144 á skrifstofu sýslumanns með eintök af skipshafnarskrám þar sem fram kom hverjir yröu í áhöfn þessara skipa. Lögskráning þeirra, sem og annarra skipshafna, hófst hins vegar ekki fyrr en verkfaliinu var lokið með lögum seint um kvöldið," sagði Ge- org Kr. Lárusson, sýslumaður í Vest- mannaeyjum, í samtaii við DV. Svavar Gestsson sakaði sýslu- mannsembættiö í Eyjum um verk- fallsbrot í ræðu sem hann hélt á Al- þingi síðastliðinn miðvikudag. Hann spurði hvort dómsmálaráðherra hefði leyft eða fyrirskipað að lög- skráning skyldi hefjast í Eyjum áður en bráðabirgðalögin á sjómanna- verkfallið voru sett. Georg Kr. Lárusson benti hins veg- ar á að sýslumenn í landinu gætu ekki neitað að lögskrá áhöfn á skip ef eftir því væri sótt af skipstjóra, þótt verkfall stæði yfir. Það væri ekki sýslumaðurinn sem þá fremdi verkfallsbrot heldur skipstjórinn og áhöfn hans ef róið yrði í verkfalli. Það væri ekki á valdi sýslumanna að grípa inní verkfallsbrot. Georg sagði líka að í mörg ár hefði lögskráning á skip í landinu ekki verið sem skyldi. Fyrir ári var gerð gangskör að því í Vestmannaeyjum að bæta eftirlit með lögskráningum. Aögerðin vakti litla hrifningu sjó- manna en bar samt árangur. Á milli áranna 1992 og 1993 fjölgaði lög- skráningum um rúmlega eitt þúsund enda þótt skipum fækkaði um þrjú. -S.dór Stuttar fréttir UppsagnfráAkureyrí - Starfsfólki S.S. Byggis á Akur- eyri hefur verið sagt upp störfum vepa verkefniaskorts, alls 23 mönnum. Fyrirtækið hefur veriö umsvifamesta byggingarfyrir- tækið á Norðurlandi. VéisSedar með ónæði Lögreglunni í Reykjavik hafa borist nokkrar kvartanir að und- airfömu vegna aksturs vélsleða í borginni. RÚV segir að hávaðinn frá sleðunum valdi ónæöi. Verðiækkunáfíski Verð sjávarafurða í þessu mán- uði er rnn 0,5% lægra en í síðasta mánuði. Undanfarna 3 mánuði hækkaði verðið hins vegar lítils háttar. Sjófrystar afurðir hafa lækkað um 14% á 6 mánuðum. Verö einbýlishúsa á fasteigna- markaði lækkaöi um 4 til 6% í lok siðasta árs. Verö íbúða í fjölbýli hefur ekki lækkað en verulega hefur dregið úr fjölda kaupsamn- inga. Fyrstu 9 mánuði síöasta árs fækkaði kaupsamningum í fjöi- býli um 10% og í einbýli um 30% miðaö við sama tímbabil 1992. markaður á kvóta geti komið í veg íyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum en telja að tillögur þríhöfðanefndar tryggi ekki nægjaniega réttarstöðu sjó- manna. Að mati véisíjóra þurfa að koma til refsiákvæði í lögum. Atvinnumálinrædd Atvinnumálanefnd Njarðvíkur gengst fyrir ráðstefnu eftir-há- degi á morgun um atvinnumál. Rætt veröur um hvort smáfyrir- tæki séu uppspretta atvinnutæki- færa. Ráðstefnan verður haldin í grunnskólanum í Narðvfk. Rannsóknar ekki kraf ist Félagsmálaráöuneytiö ætlar að svo stöddu ekki að hafa forgöngu um opinbera rannsókn á fjárreiö- um Austur-Eyjafjallahrepps. RÚV greíndi frá þessu. : Norrtent sjónvarpsfyrirtæki ætlar að kanna móttökuskilyrði fyir útsendingar sfnar hér á landi í næstu viku. Samkvæmt RÚV er ætiun fyrirtækisins að dreifa efni . frá 15 stöðvum. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.