Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Side 8
8 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Vísnaþáttur Gælir hönd við gulnuð blöð „í landi minninganna eru helgir reitir, þar enginn fær komið nema hugurinn einn. Þangað er honum kært aö reika, þegar önn og erill dagsins leyfir, nema staðar og litast um, rekja gullna þræði góöra minninga um hina ágætustu menn og konur, sem verið hafa forunaut- ar manns um lengri eða skemmri kafla á genginni götu.“ Þessi orð eru upphaf minningar- greinar sem Aöalsteinn Jónsson, sonarsonur Sigríðar Jónsdóttur á Halldórsstöðum í Reykjadaí í S- Þing., skrifaði um hana en Pétur Sigfússon, sonur Sigríðar, hefur tekiö upp í bók sína „Enginn ræður sínum næturstað“ sem kom út á Akureyri 1962. Og víst er þaö að minningar hafa orðið mörgu skáld- inu að yrkisefni. Frímann Ágúst Jónasson frá Fremri-Kotum í Skagafirði, síöast skólastjóri í Kópavogi, var höfund- ur nokkurra bamabóka auk ann- arra rita og spjall hagyrðingur. Eitt sinn, er hann var að rifja upp og rita minningar sínar, kvað hann: Gælir hönd við gulnuö blöð, gömul lifnar saga. Andar frá þeim ung og glöð angan fyrri daga. Halla Lovísa Loftsdóttir var fædd 12. júní 1886 í Stóra-Kollabæ í Fljótshlíð og ólst þar upp til ferm- ingaraldurs. Áriö 1911 giftist hún Ámunda Guðmundssyni, bónda á Sandlæk í Gnúpverjahreppi, og þar bjuggu þau þar til hann lést 1918, og hún síðan ein til ársins 1931. Þá fluttist hún til Reykjavíkur og átti þar heima síðan. Ljóð hennar sem fer hér á eftir nefnir hún Gamla bréfið: Máist letur, bliknát blað, bifast flest úr skorðum, en þetta kann ég utanað, oft ég las það forðum. Sést það ekki sjónum manns - sérhver stafur máður, það sem blessuð höndin hans hefur skrifað áður. Lifi ég aftur liðna tíð, er lít ég rithönd þína, þá í svipinn sólin blíö sálu vermir mína. Hér eru ástarorðin þín í annarri hverri línu, enn þau hvísla inn til mín yl frá hjarta þínu. Vekur bæði bros og tár blik af hverri minning. Þetta lýsir öll mín ár frá okkar fyrstu kynning. Jón Þorsteinsson frá Amarvatni - Minning: Frá mér horfin auðnan er, - einar gefast bætur: Þú hefur yljað minning mér mest um hjartarætur. Hvíslað ástaorð og ljóð áttu í hjarta bundið. Geymir öll í gildum sjóð- gull, sem ég hef fundið. Sjái ég aðeins sorta og nótt, setjist kul að hjarta, þú hefur strax í sjóð þinn sótt sólskinsdaga bjarta. Hjá þér alltaf á ég skjól er minn hugur grætur. Ég er vafinn sumri og sól svartar vetramætur. Sigríöur Jóhannsdóttir (f. 27. júlí 1929): Mörg ein skýrist mynd sem svaf í muna hulin skugga, er strýk ég móðu áranna af eigin sálarglugga. Jón Böðvarsson (frá Kirkjubóli í Hvítarsíðu) bóndi í Grafardal: Þegar sundur liggur leið lítið mundi saka gleðja limd, að líta um skeið litla stund til baka. Grímur Sigurösson frá Jökulsá, síðast á Akureyri: Þegar burt þig bar í vor bærinn fannst mér snauður, en þú lést eftir þúsund spor og það var mikill auður. Hjörtur Gíslason á Akureyri - Vísnaþáttur Torfi Jónsson Minning: Manstu vorsins vængjaslátt vonir hugans eggja? Þá var sól og sunnanátt í sálum okkar beggja. Þá var hlegið, hjalað, kysst, heitin þurfti ei skrifa. Þá var úti og inni gist, alls staðar gott að lifa. Ógnun vona enginn sá í einu stjömuhrapi. Aftans gróði gerði þá gull úr dagsins tapi. Meðan geymast geislar frá gleði æskustunda, granda enginn máttur má minning okkar funda. Valdimar Hólm Hallstað: Minningar sem loga og lýsa leiða hug úr dagsins þröng. Þú varst lífs mins vögguvísa, vorljóö það sem blærinn söng. Magnús Jónsson frá Skógi - Minningarnar milda: Þegar svíður sorgamnd og sýnist fátt til vamar, sefa best og létta lund ljúfu minningarnar. Halla Lovísa Loftsdóttir - Útáveginn: Út á veginn óljós þrá augna bendir steinum. En að hverju er eg að gá sem ekki á von á neinum? Tvær síðustu stökumar em jafn- framt lokastef ljóðabóka höfund- anna. Torfi Jónsson Matgæðingur vikunnar____d Baka meö skinku og blaðlauk „Mér finnst. gaman að elda og geri talsvert að því. Ég hef gaman af að dunda mér og elda gjarnan fiskisúpur og franska laiiksúpu svo dæmi séu nefnd," sagði Ólafur Am- björnsson, aðstoðarskólameistari í Fj ölbrautaskólanum á Sauðár- króki, sem er matgæðingur helgar- blaðs DV að þessu sinni. Ólafur sagði að sér hefði „ein- hvern veginn tekist að koma því inn hjá fólki" að hann væri góöur kokkur. „Ég er frekar íhaldssamur í mat- argerð en ef ég dett niður á eitthvað sem mér finnst gott á ég það til að elda það og jafnvel reyna að betr- umbæta ef mér býður svo við að horfa. Langbesta reynslan er að borða hjá fólki sem hefur góðan matarsmekk og fá síöan uppskriftir hjá því. Ég geri minna að því að taka uppskriftir úr blöðum." Ólafur gefur uppskriftir að sveppapaté, sólblómakjamabrauði og böku með skinku og blaðlauk. í sveppapatéið fer eftirfarandi: 3 stórir laukar 3 hvitlauksrif 2 matsk. olía 1-2 tesk. timiam (gjarnan ferskt) ’/i kg sveppir 50 g salthnetur 3 þykkar brauðsneiðar 2 egg '/< 1 ijómi salt og pipar smjör Laukur og hvítlaukur skomir fínt og steiktir í olíunni með timi- an. Sveppir hakkaðir og steiktir í örlitlu smjön. Hnetur og brauð grófhakkað. Öllu blandað saman. Eggjum og ijóma bætt út í ásamt salti og pipar. Hellt í smurt, eldfast mót og bakað við 200 stig í ca klukkutíma. Ólafur Arnbjörnsson. Hvítlaukssósa 2 dósir jógúrt 100 g rifin agúrka (safinn látinn leka af í kaffifilter) 2-4 rif hvitlaukur salt örlítið af myntulaufum Öllu blandað saman. Með þessum rétti er bráðgott að hafa nýbakað brauð og er upp- skriftin að því látin fljóta með: Sólblómakjamabrauð með sesamfræjum 4 dl vatn 1 dl súrmjólk 25 g ger 1 tesk. salt 1 tesk. sykur 25 g smjörlíki (eða olía) 100 g sólblómakjarnar 50 g sesamfræ 250 g rúgmjöl 500 g hveiti Volgt vatn og súrmjólk blandað og gerið sett út í. Öllu mjöli, ásamt fræjum, olíu, salti og sykri blandað saman við. Hnoðað og látið lyftast í um það bil tvöfalda stærð. Hnoðað í eitt stórt (eða tvö minni) brauð. Penslaö með súrmjólk og látið lyfta sér aftur 1 15 mínútur og 20 sek. Bakiö í klukkutíma við 225 gráður. Bakameðskinku ogblaðlauk Botn 3 dl hveiti 125 g smjör 1 matsk. vatn 1 matsk. rjómi 1 eggjarauða Kalt smjör saxað í hveitið. Vatn, rjómi og eggjarauða sett út í. Hnoð- að og látið standa í ísskáp í klukku- tíma. Deigið flatt út í grunnt form (eldfast), „pikkað" með gaffli og bakað í 15 mín. við 225 gráður. Fylling 1 blaðlaukur 1 matsk. smjör 1 matsk. vatn 200 g skinka 150 g rifinn ostur 3 stór egg 214 dl kaffiijómi 1 tesk. salt pipar -á hnífsoddi Laukur og skinka skorin í strimla og látin krauma í smjöri og vatni. Eggjum, rjóma, salti og pipar hrært saman. Laukur og skinka látin á bakaðan botninn og eggjahræru hellt yfir. Rifinn ostur settur ofan á. Bakið neðst í ofni í 30-35 mínútur við 225 gráður. Borið fram með salati. Hinhliðin Stefni að því að slá Sigurð út - segir Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfyssinga „í framtíðinni stefni ég að því aö slá Sigurð Sveins út í keppninni um kynþokkafyllsta manninn," segir Einar Þorvaröarson, þjálfari knattspyrnuliös Selfoss og aðstoð- arþjálfari landsliðsins. Einar stendur í ströngu nú um helgina. Þá mæta Selfyssingar ungverska liðinu Pick Szeged í Evrópubikar- leik hér heima. Selfyssingar töpuðu fyrri leiknum með 12 marka mun og þurfa því aö vinna með 13 mörk- um til að komast áfram. Þjálfari liðsins sýnir á sér hina hliðina í blaðinu í dag. Fullt nafn: Einar Örn Þorvarðar- son. Fæðingardagur og ár: 12.8. ’57. Maki: Arnrún Kristinsdóttir. Börn Margrét Rún og Þorvarður Öm. Bifreið: Chevrolet Monza ’87. Starf: Þjálfari og heimavinnandi húsfaðir. Laun: Sæmileg. Áhugamál: Fjölskyldan. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að snæða með Davíð. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Reyna að sofna eftir tapleiki. Einar Þorvarðarson. Uppáhaldsmatur: Rjúpur. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk er góð. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sigurður vinur minn Sveinsson. Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Dóttir mín, Margrét Rún, verðandi kona. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Bæði og... Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Jack Nicholson. Uppáhaldsleikari: Karl Guðmunds- son. Uppáhaldsleikkona: Demi Moore. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þor- bergur Aðalsteinsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uþpáhaldssjónvarpsefni: Fréttir á báðum rásum og íþróttaþátturinn. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta mest á Bylgjuna. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eiríkur Hjálmarsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Jafnlítið á báðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Sig- mundur Ernir. Uppáhaldsskemmtistaður: Mér finnst skemmtilegast heima hjá mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ung- mennafélag Selfoss. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að slá Sigurð út í keppninni um kynþokkafyllsta manninn. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Slappa af og brosa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.