Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Side 10
10
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
Varð fyrir óðum Egyptum á píramídasvæðunum í Egyptalandi:
Verð að finna konuna
sem bjargaði lífi mínu
- segir Guðmundur Blöndal sem ætlar að auglýsa í bandarískri sjónvarpsstöð
Guðmundur er nú á endurhæfingardeildinni á Grensási en
Þessi mynd var tekin á slysstaö meðan beðið var eftir
sjúkrabíl.
segist tilbúinn að fara að vinna í Kaíró aftur ef heilsan leyfi.
Það er ýmislegt að sjá á píramidasvæðunum. Hér er
Guðmundur með hauskúpu sem sögð er vera af dóttur
byggingameistara þess sem hannaði Keops-píramíd-
ans. Kúpan er geymd í piramidanum, til sýnis fyrir
ferðamenn.
„Mér finnst að ég verði að finna
konuna ókunnu sem bjargaði lífi
mínu. Ég ætla að setja mig í samband
við bandaríska sjónvarpsstöð sem
gæti hjálpað mér. Hún er með þætti
þar sem fólk kemur og segir alls kyns
furðusögur og auglýsir eftir fólki sem
kemur við sögu og það vill gjarnan
hitta. Ég er tUbúinn að segja mína
sögu ef það mætti verða til þess að
ég hafi uppi á konunni."
Þetta segir Guðmundur Blöndal,
flugumsjónarmaður hjá Atlanta.
Hann varð fyrir slysi þar sem hann
dvaldi viö störf í Kaíró ásamt fleiri
íslenskum starfsmönnum flugfélags-
ins í haust. Guðmundur hafði brenn-
andi áhuga á píramídasvæðinu sem
er í nágrenni Kaíró og var í þriðju
ferðinni sinni þangað þegar slysið
varð, þann 1. september sl.
Óðir Egyptar
„Þetta bar þannig til að einhverjir
samstarfsmannanna voru ekki búnir
að fara til aö skoða píramídana. Af
því að ég þekkti svæðið var ég spurð-
ur hvort ég vildi ekki fara með þeim.
Ég var auðvitað tU í það.“
Guðmundur og félagar héldu niður
í miðborgina og urðu sér þar úti um
leigubíl. Hann ók með þá í hestaleigu
úti á píramídasvæðinu þar sem þeir
leigðu sér hesta tU að ríða inn á svæð-
ið.
„Við ætluðum ekkert frekar að fara
í hestaleiguna. En þegar við vorum
komin þangað komu einhverjir harð-
ir prúttarar, sem vUdu endilega
leigja okkur, sem þeim og tókst eftir
þref um verð og fleira tilheyrandi.
Þetta var að kvöldlagi, um sexleyt-
iö, og sólin var farin að lækka á lofti.
Þetta var mjög grýtt svæði og við
þurftum að fara niður stórgrýtta
hamrabrekku. Það var maður með
okkur frá hestaleigunni sem teymdi
undir þeim sem óvanir voru. Ég var
á mjög stórum arabískum hesti sem
greinUega var skapmikill. Þegar við
komum nær píramídunum var sólin
komin svo lágt að hún sýndist í felum
bak við toppinn á miöpíramídanum.
Ég stóðst ekki mátið og tók upp
myndavélina til að smella af einni
mynd. Þá kemur hópur Egypta fleng-
ríðandi í loftinu og ríður alveg upp
að mér. Einn þeirra slær til hestsins
míns sem tryllist alveg gjörsamlega.
Ég reyndi að tjónka við hann en hann
var bókstaflega óður. Hann prjónaði
hátt og ég datt aftur yfir mig. Ég dró
hestinn með mér, þannig að hann fór
aftur yfir sig og féll á bakið ofan á
mig. Þunginn var svo mikill að ég
grófst ofan í sandinn."
Ókunna konan
„í fyrstu náði ég ekki andanum en
svo gat ég kaUað á fólkið. Það kom
þegar til baka, auk þess sem fleiri
söfnuðust að. Einhverjir innfæddir
ætluðu að taka mig eins og rollu, einn
í hvem skanka, og færa mig til. Ég
hafði rænu á því að biðja þá um að
hreyfa mig ekki. Landi minn, Jó-
hann, gekk í Uð með mér og harð-
bannaði að ég yrði hreyfður.
Svo leiö einhver stund, þá kemur
einhver amerísk kona sem segist
vera taugasérfræðingur. Hún fann
strax að ég var brotinn og ég sagði
henni að ég fyndi ekki fyrir fótunum.
Hún rak einhveija Egypta þarna til
að hringja á leigubíl. Síðan hagræddi
hún mér þannig að ég lá beinn.
Nokkm síðar komu nokkrir Egyptar
með gamla hurð. Hún gróf hurðina
við hliðina á mér niður í sandinn og
gróf síðan einhveijar tuskur undir
mig og dró mig yflr á hurðina. Svo
hvarf hún eins og jörðin hefði gleypt
hana. Enginn hafði tekið eftir henni,
lagt nafn hennar á minnið, munað
hvernig hún leit út né yfirleitt neitt
um hana. En öllum læknum bar sam-
an um að ég ætti henni Uf mitt að
launa þeim sem búið hefði um mig á
slysstað."
Skítabæli
Guðmundur vár fluttur á spítala í
Kaíró. „Það var eitthvert mesta
skítabæli sem ég hef nokkurn tíma
séð. Mér var skellt í gamalt járnrúm
og verkjalyf gat ég ekki fengið. Loks
var rúllað inn gamalli röntgen-
myndavél á hjólum til að mynda rif-
beinið. Þeir treystu sér ekki í meira.
Hann sagði mér það stöðvarstjórinn
okkar, hann Pétur, að þegar hann fór
að ræða við yfirlækninn á sjúkrahús-
inu þá var ekkert inni á skrifstofunni
hans nema jámborð og tveir stólar.
í fátæklegum hillum var ekkert ann-
að en formalínkrukkur og líkams-
leifar í þeim.
Það var ákveðið að fara með mig á
annan spítala. Þar var tekin sneið-
mynd og þá kom í ljós að rifbein
voru brotin og hryggurinn í tætlum.
Nú var tekin ákvörðun um að koma
mér á sjúkrahús í London. Ferðin
þangað var hryllileg. Verkjasprautan
virkaði ekki nema í skamman tíma,
svo ég var að farast út kvölum megn-
ið af leiðinni. Fólkið þorði ekki að
gefa mér neitt aö drekka því búist
var við að ég yrði skorinn upp um
leið og ég kæmi. Ég var aöframkom-
inn þegar ég kom til London. Am-
grímur, forstjóri Atlanta, kom til
London þetta sama kvöld til að fylgj-
ast með mér.“
í strekk-rúmi
Guðmundur gekkst undir aðgerð í
á sjúkrahúsinu í London. Síöan hófst
tveggja og hálfs mánaðar lega í eins
konar strekk-rúmi. Guðmundur gat
ekkert hreyft sig til að byrja með.
„Ég á aldrei eftir að gleyma þegar
ég steig fyrstu skrefin. Ég fór að há-
gráta, stundin var svo stór. Fyrst eft-
ir slysið var jafnvel talið að ég gæti
aldrei gengið aftur, þannig að þetta
var stór áfangi."
Eftir tíu vikna dvöl ytra kom Guð-
mundur heim og fór á endurhæfmga-
deild Borgarspítalans á Grensási þar
sem hann er enn. Nokkru eftir heim-
komuna kom í ljós aö beinflís úr ein-
DV-mynd GVA
Guðmundur i strekk-rúminu á
sjúkrahúsinu í London.
um hryggjarliðanna, sem höfðu
brotnað, hafði stungist inn í mænu-
göngin. Þetta þýddi annan uppskurð,
að þessu sinni hér heima.
„Nú er ég á góðum batavegi. Mér
er sagt að ég eigi að geta gengið aft-
ur. Hausinn er í lagi og fyrir það má
ég þakka. Það sem drífur mig áfram
er trúin. Ég á eiginkonú og þijár litl-
ar dætur sem þarf að hlúa að. Þá er
hlýhugur vina og vandamanna ómet-
anlegur. Arngrímur Jóhannsson,
vinnuveitandi minn, hefur sýnt mér
einstaka umhyggju. Allt þetta hefur
hjálpað mér áfram.
Ég væri alveg til í að fara að vinna
þama niðri í sandinum aftur ef heils-
an leýfir. Og það kæmi vel tU greina
að fara ríðandi um píramídasvæðið
við Kaíró.“
-JSS