Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Page 14
14
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLESSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Heimasmíðað atvinnuleysi
Þótt séríslenzka kreppan sé rétt að byija, eru tæplega
tíu þúsund manns þegar orðin atvinnulaus. Annar eins
fjöldi mun missa atvinnu sína á næstu árum, einkum
vegna samdráttar í gömlum atvinnugreinum, sem ekki
geta endalaust haldið uppi dulbúnu atvinnuleysi.
Þriðja tugþúsundið verður atvinnulaust af því að það
er sá fjöldi, sem mun bætast við vinnumarkaðinn fram
til aldamóta, án þess að þjóðfélagið búi til ný tækifæri
til að mæta aukningunni. Þannig er vandamál líðandi
stundar aðeins þriðjungur ;af vandanum í heild.
Að kröfu aðila vinnumarkaðarins hefur ríkisstjómin
gert illt verra með því að færa atvinnuleysi milli ára.
Hún útvegaði smávægilega vinnu í fyrra með því að taka
skammtímalán til að flýta verkefnum. Þá milljarða verð-
ur að endurgreiða um leið og verkefnin eru úr sögunni.
Kreppan byrjaði í fyrra sem kreppa hugarfarsins og
fer senn að breytast í hefðbundna alvörukreppu. Fram-
tak og áræði hefur látið undan síga, meðan aðilar vinnu-
markaðarins og ríkisstjórnin hafa lagzt í skottulækning-
ar, sem vemda og efla forsendur atvinnuleysisins.
Kreppan kemur ekki frá útlöndum og er því hreint
sjálfskaparvíti þjóðarinnar, sem styður vemdun og efl-
ingu hins hðna. Kreppunni má bægja frá með því að
hafna þessari stefnu og fara í staðinn að hlúa að vaxtar-
broddi hins nýja, þess sem tekur við af hinu gamla.
Milljörðum er kastað út í veður og vind á hverju ári
í ríkisrekstri landbúnaðar. Verið er að taka upp niður-
greiðslur á fleiri sviðum til að vemda fortíðina í iðnaði.
Senn verður ráðizt að fiskistofnunum með neyðarúrræði
aukinna veiðikvóta, sem leiðir til hruns sjávarútvegs.
Hugmynda- og athafnafólk hefur þó ekki gefizt upp.
Alls staðar em að kvikna ný verkefni, yfirleitt í fámenn-
um fyrirtækjum. í miðju atvinnuleysinu er alltaf verið
að auglýsa eftir fólki á afmörkuðum sviðum. Oft er erf-
itt að fá fólk, sem kann til verka í vaxtargreinum.
í Háskólanum er leitað skipulega að nýjum tækifæmm
og reynt að setja saman aðgengilegar upplýsingar um
þau. Þar er líka stunduð endurmenntun á ýmsum svið-
um, sem koma fólki að gagni, þegar það skiptir um starfs-
vettvang. Þetta er glæta í skammdegi kreppunnar.
Aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin ættu að
stuðla að slíkri endurhæfmgu þjóðarinnar til átaka á
nýjum sviðum fremur en að kreppa vemdarvænginn
utan um láglaunagreinar fortíðarinnar. Það er miklu
ódýrara að hlúa að hinu nýja en að vemda hið gamla.
Atvinnuleysið stafar ekki af skorti á tækifærum hér
á landi. Það stafar af því, að breytingum, sem verða á
aðstæðum í tímans þungu rás, er ekki mætt með sveigjan-
leika í átt til breytinganna, heldur með krampakenndri
stirðnun í farvegi hins gamla og góðkunna og úrelta.
Við höfum aðra mikilvæga ástæðu til að velja sókn
fremur en vöm. Við þurfum að efla bjartsýni og sjálfs-
traust kynslóðanna, sem koma til skjalanna. Við verðum
að efla vilja til átaka og afreka. Unga fólkið þarf að finna,
að þjóðin hafi þörf fyrir það og vænti mikils af því.
Kjarkmissir er ein alvarlegasta hliðarverkun þess,
þegar atvinnuleysi fer saman við varnaraðgerðir, en
ekki sóknaraðgerðir. Við megum ekki við því, að unga
fólkið telji, að opið eða dulbúið atvinnuleysi sé eðlilegt
og hefðbundið ástand, sem taki við að skólagöngu lokinni.
Atvinnuleysið stafar af kreppu, sem orðið hefur til í
hugum fólks, mest af völdum rangrar stefnu stjómvalda,
aðila vinnumarkaðarins og ýmissa hagsmunasamtaka.
Jónas Kristjánsson
J arðskj álftinn
íþyngir hnign-
andi Kalifomíu
Bandarísku fylkin eiga sér ekki
einungis landfræðileg nöfn heldur
einnig lýsandi nöfn, sem eiga að
bera vott eiginleikum þeirra. I þeim
nafnaflokki heitir Kalifornía
hvorki meira né minna en Golden
State, Gullna fylkið.
Að nokkru vísar heitið til gull-
fundarins og gullæðisins á síðustu
öld, sem fyrst varð til aö draga
fólksstraum frá austurfylkjunum
til Kyrrahafsstrandar, en einnig til
sólríks veðurfars. Og víst er að til
skamms tíma var ekkert lát á að-
streyminu að austan í leit að gengi
og lífsgæöum.
Allra síðustu árin hefur þó orðið
breyting á. Kalifomía hefur verið
að tapa íbúum, og það þeim sem
síst skyldi, vel stæðu fólki, undir-
stöðu skattkerfisins. Margs konar
hremmingar, bæði af völdum nátt-
úrunnar og manna, eru taldar meg-
inástæðan til að upp er kominn
fólksflótti frá því fylki sem löngum
óx allra bandarískra landshluta
örast að íbúafjölda.
Komiö hefur á daginn að mesta
áhyggjuefni framámanna í Kalifor-
níu eftir jarðskjálftann, sem buldi
á Los Angeles fyrir tæpum hálfum
mánuði, er ekki sjálfur skaðinn
sem þá skeði, og er hann þó ærinn,
heldur að þessi plága ofan á þær
sem á undan voru gengnar verði
til að skaða viðgang Kaliforníu var-
anlega.
Voðinn og vandinn hnappast
saman í Suður-Kalifomíu, einkum
Los Angeles og nálægum héruðum.
Eftir því sem byggð þéttist og geng-
ið er nær náttúruauölindum, eink-
um vatni, verða skógareldar, flóð
og aurskriður skæðari. Jarð-
skjálftahættan er eitt af því sem
fylgir búsetu í Suður-Kaliforníu, en
afleiðingar harðra skjálfta eins og
þess sem varð í San Femandodal
17. janúar era alltaf jafn ógnvekj-
andi.
Fátækrahverfm í suðurhluta Los
Angeles eru vart búin að ná sér
eftir eldana sem loguðu í mannsk-
æðum kynþáttaóeirðum 1992.
Efnahagsbatinn, sem tekið hefur
að gæta víða um Bandaríkin síð-
ustu misseri, hefur ekki náð til
Kaliforníu. Þar er tala atvinnuleys-
ingja enn yfir 10 af hundraði vinnu-
færra.
Ástæðan til að atvinnuleysið í
Kalifomíu er meira og þrálátara
en víðast hvar annars staðar í land-
inu er að í fylkinu hafa tapast
100.000 störf í hergagnaiðnaði og
skyldum greinum á allra síðustu
ámm. Smíði vopna og vígvéla var
lengi helsta lyftistöng iðnaðar í
Kalifomíu, en samdrátturinn þar
við lok kalda stríðsins dregur nú
fylkið niður.
Ofan á þetta kemur svo röskunin
af jarðskjálftanum um daginn.
Tugir biðu bana, tugir þúsunda
misstu heimili sín, en mesti vand-
inn er samgönguröskunin. Suður-
Kalifomía er talin sá blettur á jarð-
ríki sem háðastur er einkabílnum.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Olafsson
Það á jafnt við um fjölskyldurnar
og fyrirtækin sem þær sækja til
framfæri sitt.
Almannasamgöngur eru af mjög
skomum skammti, miðað við aðrar
margmilljónabyggðir, en hrað-
brautakerflð þeim mun flóknara
og rúmfrekara. Vegbrýr kubbuðust
viða sundur þegar jörðin kipptist
til. Gert er ráð fyrir að viðgerðir á
þeim taki tvö ef ekki þrjú misseri.
Meðan þær viðgerðir standa
verður að koma á bráðabirgðasam-
göngum en þær verða óhjákvæmi-
lega enn timafrekari fyrir þá sem
fara þurfa langar vegalendir en
hraðbrautirnar voru og þótti þó
mörgum nóg um. Af þessu hlýst
bæði aukinn kostnaður fyrir at-
vinnufyrirtæki og frekari óþægindi
fyrir starfsfólk. Hvort tveggja
stuðlar enn að auknum brottflutn-
ingi þeirra sem telja sig hafa að
einhverju að hverfa utan Kalifor-
níu.
Fyrir jarðskjálftann hafði Pete
Wilson, fylkisstjóri Kaliforníu,
barmað sér yfir „ógnvænlegu
brotthvarfi" velmegandi fólks úr
fylkinu. Útsogið byrjaði í smáum
stíl upp úr 1980, en varð að stríðum
straumi í lok áratugarins. Síðan
hefur brotthvarfið magnast við
hvert nýtt áfall af völdum náttúru
og manna.
Wilson fylkisstjóra er engin
huggun í að í stað efnaða fólksins
sem flyst á brott koma skarar inn-
flytjenda frá Rómönsku Ameríku
og Austur-Asíu. Fyrst í stað að
minnsta kosti, segir hann, em þess-
ir nýbúar ekki fengur fyrir fylkið
heldur byrði á því, jafnt fyrir fram-
færsluna og skólakerfið.
Skoðanir annarra
Vetrarþoka í Moskvu
„Rússland er að leggja af stað út í þokuna án
áttavita undir forustu nýrrar stjórnar. Flestir leið-
toganna sem vom eindregnir stuöningsmenn um-
bótastefnunnar em farnir frá. Forsætisráðherrann
sem ekki telst til vina þeirra segir að stefna sín
muni sameina nokkrar vestrænar hugmyndir og til-
lit til aðstæðna í Rússlandi. Það hljómar eins og til-
raun til málamiölunar milli markaðsaflanna og
kommmúnískra stjórnarhátta. Það gengur ekki og
afleiðingamar verða Rússum enn þungbærari en
upphafle'gar umbætur heíðu orðið.“
Úr forystugrein Washington Post 25. janúar.
Perry kemur til bjargar
„Clinton forseti gerði kannski rétt með því að
tilnefna loks William Perry sem landvarnaráðherra.
Sem aðstoðarráðherra varnarmála hefur hann notaö
reynslu sína frá því hann var verktaki í vamarmál-
um og embættismaður í Pentagon (hann var aðstoð-
arráðherra á Carter-árunum) til að uppræta sóun í
innkaupum ráðuneytisins. Seta hans í ráðherrastól
yrði talin allfarsæl þótt honum yrði ekki neitt annað
ágengt.“
Úr forystugrein New York Times 27. janúar.
Þvert nei hjá Christopher
„Warren Christopher, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kann að vera ekki diplómati þegar þaö
hentar honum. Franskir viðmælendur hans fengu
að kynnast því þegar þeir brydduðu upp á ófremdar-
ástandinu í Bosníu við hann. Öllu sem þeir báðu um
var hafnað. Það er ljóst að ástandið í Bosniu kallar
ekki á tafarlausar ákvarðanir þar sem það ógnar
ekki mikilvægum hagsmunum Bandaríkjanna."
Jacques Amalric í Libération, París.