Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
Dagur í lífi Steiniinnar Sigurðardóttur rithöfundar:
Endaði með samsöng
„Mánudagurinn síðastliðinn hófst
á venjubundinn hátt með því að farið
var á fætur og skrifað í nokkra
klukkutíma. í hádeginu var farið í
bað. Talsvert var um símtöl þvi ég
er að undirbúa langferð sem á aö
standa nokkuð lengi. Það fór nokkur
tími í að reyna að kanna ýmsa mögu-
leika í sambandi við hana.
Að því loknu fór ég niður í Útvarp.
Undir öllum venjulegum kringum-
stæðum fer ég fótgangandi, en gerði
nú undantekningu og tók strætó. Svo
vildi tíl að strætóstjórinn kannaöist
eitthvað við mitt fólk og áttum við
ágætis samtal á leiðinni. Ég átti svo
að skila kveðju í einhveijar áttir frá
þessum ágæta manni.
Lestur á útvarpssögu
Þessa dagana er ég að lesa útvarps-
sögu sem á að flytja í maí. Niðri í
Útvarpi frétti ég að gömul samstarfs-
kona mín til margra ára, Sigriður
Ámadóttir á fréttastofunni, hefði
verið að eignast sitt fyrsta barn. Þetta
voru gleðitíðindi dagsins því henni
gekk svo vel. Ég hugsa mér gott til
glóðarinnar að líta til hennar.
Þótt ótrúlegt megi virðast tekur
það heilmikið á mann að lesa inn
útvarpssögu. Maður tekur ekki nema
tvo lestra í einu, tuttugu mínútur í
senn, en það er þó merkilega mikið
puð að lesa upp í striklotu.
Eftir lesturinn hélt ég í Hagkaup í
Kringlunni, fótgangandi að þessu
sinni. Þar varð ég mér úti um kartöfl-
ur og ýsu og annað sem mig vanhag-
aði um. Þetta bar ég heim í frostinu.
Þegar ég paufaöist með Hagkaups-
pokana í gegnum skaflana og yfir
Kringlumýrarbrautina, sá ég sjálfa
mig fyrir mér eins og ég væri komin
aftur í gamla tímann þegar fólk var
að draga björg í bú.
Bók, sími og sjónvarp
Klukkan var farin að ganga sex
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur.
þegar ég kom heim. Ég var hálf-
þreytt enda dagurinn aðeins farinn
að lengjast í annan endann. Ég sett-
ist inn í sófa og og hélt áfram að lesa
reyfara sem ég hef verið að lesa að
undanfómu. Hann heitir Fröken
Smilles fomemmelse for sne eftir
Peter Höeg. Þetta er sá skandinavíski
rithöfundur sem hefur haft mesta
frægð í hinum enskumælandi heimi
nú í mjög langan tíma. Time valdi
þetta bók ársins 1993. Þetta er reyf-
ari, eins og áður sagði, en það er sér-
stök reynsla að lesa hann. Söguhetj-
an er grænlensk og bókin gerist aö
hluta til á Grænlandi. Bókin er
skemmtileg og afar grípandi.
Brátt hringdi dóttir min sem er í
Versló. Ég spurði hana hvenær hún
kæmi í matinn og fékk skýr svör við
því. Nokkm síöar borðuðum við eitt
það besta sem hún fær, ýsu og kart-
öflur, stappaðar saman með sítrónu-
safa og smjöri. Þetta var afskaplega
einföld máltíð, en bragðast ágætlega.
Svo settumst við fyrir framan sjón-
varpið. Viö horfðum meðal annars á
viðtal við mig í Dagsljósi. Ég var að
DV-mynd GVA
tala um karlímyndina en ég hafði
flutt fyrirlestur um það efni í Gerðu-
bergi um helgina. Dóttir mín horfði
á þetta um stund, en sagði svo: „Æi
mamma, mér finnst þú vera óþarf-
lega alvarleg yfir svona léttúðugu
málefni."
Við dæstumn í sófanum fram eftir
kvöldi og héldum áfram að horfa á
sjónvarpið. Ég var með Smillu í
hendinni og las hana inni á milii.
Öðru hvoru hljóþ ég í símann því
þetta var símadagur. Mér þykir ekki
gaman að tala í símann en þetta var
einn af þeim dögum sem hann
hringdi með stuttu millibili.
Nætursöngur
Við mæðgumar horfðum á Inguió
sem ég hef ekki séð áður. Ég er voða-
lega hrifin af leikkonunni, Sólveigu
Amarsdóttur. Eggert Þorleifsson
fannst mér líka frábær og Briet Héð-
insdóttir var góð í hlutverki sálfræð-
ingsins.
Þegar liðið var á kvöldið tók ég
mig til og bakaöi pönnukökur. Ég er
ipjög stolt af því að hafa þá umsögn
frá dóttur minni að bestu pönnukök-
umar fái hún hjá mér. Ég er afar
stolt yfir þessu því bakstur er ekki
mín sterka hlið.
Dóttir mín er í ritnefnd blaðs Versl-
unarskólans og nú kom það í minn
hlut að lesa prófórk að smásögum
sem fengu 1. og 2. verölaun. Ég hef
mjög gaman af því að sjá hvað fólk
á þessum aldri er að hugsa og hvern-
ig það skrifar, þannig að þessi lesning
var býsna fróðleg.
Síðan kláraði ég að lesa Smillu og
lauk svo deginum á mjög frumlegan
hátt. Húsaskiþan hér er þannig að
það er stutt á milli svefnherbergja
míns og dóttur minnar. Þegar við
vomm skriðnar upp í, hvor í sitt
ból, fór dóttir mín að kíkja í lexíurn-
ar sínar. Það kom í ljós að henni
hafði verið uppálagt að syngja eitt-
hvaö af frönskum lögum í skólanum
og eitt þeirra var Aluette. Nú átti ég
að kenna henni að syngja Aluette.
Klukkan var farin að ganga eitt og
viö búum í blokk en við létum það
ekki aftra okkur. Nú vill þannig til
að ég kann þetta lag utan að. Einu
sinni tíndi ég vínber í Boulogne í
Frakklandi og þar var þetta sungið á
ökrunum. Nú kom þetta mér til góða,
þannig að dagurinn hjá okkur mæðg-
unum endaöi með samsöng. Þetta er
svo sannarlega í fyrsta skipti sem
dagur í lífi mínu endar á slíkan hátt.“
Finnur þú funm breytingai? 242
Hvað ertu komin langt, Emelía, ertu enn að sparsla eöa ertu farin að
mála?
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Rummikub-spil-
ið, eitt vinsælasta fjölskyldu-
spil í heimi. Það er þroskandi,
skerpir athyglisgáfú og þjálfar
hugarreikning.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur.
Bækumar, sem eru í verðlaun,
heita: Mömmudrengur, Þrumu-
hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn
þrá. Bækumar em gefnar út af
Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 242
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uö og fertugustu getraun
reyndust vera:
1. Daníel Geir Sigurðsson,
Hvammstangabraut 10, 530
Hvammstanga.
Benedikt Kolbeinsson,
Votumýri 1, 801 Selfoss.
Vinningarnir verða sendir
heim.