Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Kreppubaninn á Þórshöfn: Menn verða að ver a bj artsýnir - segir Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri sem keypti tvo togara frá Kanada Menn þurfa að horfa bjartsýnum augum til framtíðar. Hafa frumkvæði til að fara nýjar leiðir og nýta þá möguleika sem gefast, segir Jóhann m.a. i viðtalinu. DV-myndir GVA „Það voru til sölu níu systurskip í Kanada'og við keyptum tvö þeirra. Færeyingar hafa keypt tvö eða þijú. Hin eru enn til sölu og ýmsir aðilar hafa skoöað möguleikana á að kaupa þaul Við erum hins vegar að vinna að því að koma okkar skipum heim,“ segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, í viðtali við DV. Jóhann hefur veriö talsvert í fréttum undan- farið vegna kaupa á útsölutogurum í Kanada sem gera á út til úthafs- veiða. Kaupin hafa vakið mikil við- brögð og Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, sagðist í frétt í DV í vik- unni óttast að menn færu offari í þessu máh. Jóhann er á öðru máh: „Ég er hræddur um að Kristján, sem er forsvarsmaður íslenskrar útgerð- ar, fari sjálfur offari í þessu máh. Þaö þarf varla að nefna önnur mál sem hann verður að varast að fara offari í. Hann er nýbúinn að ganga í gegn- um íslandsbankamál. Ég held að Kristján eigi að láta stjómvöldum það eftir að túlka þeirra stefnu en ekki leggja þeim stefnu í munn.“ Jóhann A. Jónsson er 38 ára gam- all og hefur starfað hjá Hraðfrysti- stöð Þórshafnar frá árinu 1976. Hann þykir hafa farið nýjar leiðir í sjávar- útvegsmálum og tekið áhættur. Jó- hann var með þeim fyrstu sem sendu skip í Smuguna sl. sumar en hann varö einnig fyrstur til að kaupa Rússafisk og afla svokallaðra sjó- ræningjaskipa. Þessar aðgerðir hans hafa orðið til að bæta atvinnuástand- ið á Þórshöfn til muna og þar þekk- ist vart atvinnuleysi. Stakfelhð, skip Þórshafnarbúa, fór þijár ferðir í Smuguna á síðasta ári og var afla- verðmæti skipsins 148,3 mihjónir króna. Auk þess hefur verið mikið að gera í síld, loðnu og bolflski. Góð og ódýr skip - En var þörf á þessum tveimur tog- urum sem Hraðfrystistöðin var að festa kaup á í Kanada? „Við munum nota skipin á úthafs- veiðum. Þessi skip hafa legið í eitt ár óhreyfð í Kanada og þurfa máln- ingu en eru alls ekki verri en ís- lensk. Við þurfum að afla tekna utan landhelgi með veiðum en eigum ekki skip th að senda út fyrir landhelgina nema því aðeins að hægt sé að nýta kvótann af skipunum öðruvísi hér innanlands. Stakfelhð getur ekki bætt miklu við sig. Við vorum því famir að huga aö skipakaupum. Þá kom sá möguleiki upp að fá skip sem okkur þykir mjög þokkalegt, bæði varðandi stærð og kraft, fyrir rúmar tíu mihjónir. Það er lágt verð og í því eru kassar og veiðarfæri. Afh í Kanada hefur dregist mjög saman og þess vegna eru mörg skip þar th sölu. Annars erum við ári á eftir í þessum kaupum miðað við Færeyingana sem keyptu dóminísku skipin í fyrra. Þá var byrjað að selja þessi skip en að vísu á hærra verði,“ segir Jóhann. Kanadamenn eru með kvóta, svipað- an og þekkist hér á landi. „Hehdar- þorskkvóti þeirra í fyrra var sextíu þúsund tonn en er fjórtán þúsund í ár. Þar er því mikih samdráttur og þau fyrirtæki sem eiga þessi skip lifa sem stendur á ríkisstyrkjum. Þeim er þannig haldið gangandi svo að þau veröi ekki gjaldþrota." Kanadaskipin heppileg - Sérð þú einhverja gróöravon með því að kaupa skipin? „Það getur hver maður séð að þetta er ekki mikil fjárfesting. Það þarf ekki miklar tekjur inn á skipin til að greiða fjárfestinguna. Ef við fáum eitthvað th viðbótar þá er það auðvit- að gott mál. Þessi skip eiga miklu betri möguleika á að þreyja þorrann í litlu fiskiríi í erfiðu afurðaverði heldur en skip sem kostar einhver hundruö milljóna. Smugan gaf ekki ahtaf og á stundum var þar algjör ördeyða. Menn urðu að hanga og bíða eftír aflavoninni og stundum hittu menn á fisk. Svona ódýr skip eiga miklu frekar möguleika á að stunda þessi mið og fjarlægar slóðir í óvissu fiskirh en dýr skip sem verða að renta sig því annars fer útgerðin iha.“ - Verða þessi skip mönnuð íslend- ingum? „Við erum ekki komin svo langt að ákveða hvaða áhöfn verður vahn. Helst vhjum við hafa íslenskan fána og íslenska áhöfn enda er það lang- eðlilegast. Reglurnar leyfa ekki slíkt þannig að þeim yrði þá að breyta. Menn skulu samt gá að því að í fram- tíðinni verður úthöfunum skipt upp og þau skip sem hafa veiðireynslu fá frekar veiðirétt og þau ríki sem skip- in bera fána frá. Éf við erum ekki með íslenskan fána öflum við því ríki veiðirétt sem á þann fána sem við berum. Stjórnvöld verða því að átta sig á því og skoða það mál vandlega hvort ekki sé betra að ná réttínum hingað.“ Miklar tekjur í úthöfum - Erum við skammsýn í þessum efn- um? „Það eru ekki nema fáir mánuðir síðan við hófum úthafsveiðar. Smug- an opnaðist okkur allt í einu í sumar þótt það svæði hafi verið opið í ára- tugi. Sjóndehdarhringur manna var ekki stærri. Þaö er oft með okkur íslendinga að við gerum eitthvað í kjölfar annarra og þannig var með Smuguna því við fórum á eftir Fær- eyingum þangað. Við höfum farið í kjölfar Rússa og Norðmanna, t.d. hér á Reykjaneshrygginn. Á undanföm- um áratugum hafa Rússar, Pólveijar og fleiri þjóðir stundað úthafsveiðar og haft af þvi miklar tekjur. Við höf- um státað af bestu sjómönnum heims, skipum og kunnáttu en við höfum samt ekki nýtt okkur þennan möguleika. Úthafsveiðar, hvar sem þær verða, munu skila tekjum í þjóð- arbúið th viðbótar við þær tekjur sem sjávarútvegurinn aflar úr land- helginni. Það er hafin þróun í þá veru.“ - Þessar úthafsveiðar hafa ekki gert ykkur mjög vinsæla hjá Norðmönn- um: „Við vorum ekkert sérstaklega vin- sælir þegar við byrjuðum að veiða í Smugunni í ágúst en niðurstaðan var þó sú og því lýst yfir af ráðamönnum að þetta væri stefna ríkisstjórnarinn- ar. Við megum því aldrei vera í vin- sældaleik. Það er vissulega barátta við Norðmenn út af Smugunni og þeir hafa sin sjónarmið en það er ekkert endhega víst að við munum veiða í þeirra ákveðnu smugu í fram- tíðinni. Ekkert hggur fyrir um það hvar veiðamar verða stundaðar. Við ætlum okkur einungis að búa th tekj- ur fyrir samfélagið. Ég sé ekkert at- hugavert við það þótt íslensk skip fari á úthafsveiðar og afli útgerðun- um og samfélaginu tekna. Við eigum ekkert að hafa áhyggjur af Norð- mönnum enda veitír ekki af í þeim samdrættí sem nú ríkir að afla við- bótartekna." Mikil tekjuaukning - Hvernig byijaði þetta ævintýri hjá þér? „Fyrir ári höfðu Færeyingar sam- band við okkur og voru þá með hug- myndir um aö veiða í Smugunni. Þeir vhdu landa fiski hjá okkur og byijuðu á því í júlí. Þá fóru menn allt í einu að átta sig á þeim mögu- leikum sem þarna eru. í kjölfarið fór af stað mikh skriða af skipum og við vorum svo heppnir að ná þremur túrum sem allir lukkuðust. Við öfluðum í þessum þremur túrum fyr- ir 148,3 mihjónir sem er um helming- ur af tekjum skipsins á ársgrund- vehi. Þetta voru því mjög arðbærar veiðar. Á sama tíma var hinn hefð- bundni kvótí skipsins ekki nýttur. Þetta eina skip sem viö gerum út, Stakfellið, getur ekki nýtt sér aha þá möguleika sem við sjáum. Á þeim grunni fórum við að huga að nýju skipi. Hins vegar er það mikið atriði, þar sem úthafsveiðar eru óvissar, að fjárfestíngin sé ekki mikh. Við þurf- um að geta gert út á svæði sem öðr- um fmnst vart borga sig að veiða á. Einnig verðum við að geta stoppaö skipin tímabundið og útgerðin þarf að jiola það. - Áttu kannski eftir að kaupa fleiri en tvö skip? „Menn verða að fóta sig á þessum hlutum fyrst og síðan verður fram- tíðin að ráða hver þróunin verður." Markviss atvinnu- uppbygging - Hvaða þýðingu hafa þessi kaup fyrir Þórshöfn? „Þetta hefur aht mjög mikla þýö- ingu fyrir sveitarfélagið og fólkið sem býr hér eins og sú atvinnustarf- semi sem við höfum verið að byggja upp á undanfórnum árum. Við keyptum t.d. loðnuskipið Júpiter í sumar sem hafði mikla þýðingu enda miklu meiri afli sem berst að landi nú. Sjómenn hafa af þessu vinnu og menn í landi hafa vinnu af aflanum. Við hugsum okkur að ef þessi nýju skip veiða í saltfisk komi hann th pökkunar og vinnslu í landi. Jafnvel gætí orðið um það að ræða að hann yrði meira unninn, t.d. brytjaðar nið- ur og pakkaður í neytendaumbúðir. Landvinnslan getur því á ýmsan hátt notið þessa. Það hefur verið mjög vaxandi kraftur í atvinnulífinu á Þórshöfn undanfarin tvö ár. Staðan hefur verið sú að okkur vantar vinnuafl í mestu tömunum. Það hef- ur þvi ekki verið barlómur á þessum stað.“ - Fréttirnar eru heldur dekkri úr mörgum öðram sjávarþorpum og hlutirnir frekar á niðurleið en upp- leið. Áttu skýringu á því? „Það eru misjafnar aðstæður á liveijum stað. Við höfum unnið mjög markvisst að því undánfarin ár að koma undir okkur fleiri fótum í rekstrinum, bæði í tekjum og fram- leiðslu. Við byggðum loðnuverk- smiðju árið 1986 og hófum bræðslu. Síðan erum við famir að tengja sam- an fiskvinnsluna og bræðsluna með hráefnisöflun. Við tökum á mótí shd sem fer í vinnslu og afgangurinn fer í bræðslu. Við tökum loðnu og hrogn- in th vinnslu inni í frystihúsi og þannig styður þetta hvað annað. Á köflum eru miklar tarnir í loðnu og shd. í þorsksamdrættinum liefur verið tiltölulega bjart í bræðsluiðn- aðinum. Þetta hefur komið sér vel fyrir okkur enda höfum við verið að dreifa eggjunum í stað þess að hafa þau í einni körfu eins og var fram undir 1985.“ Vantar bjartsýni - Er hraöfrystistöðin á Þórshöfn þá orðin þokkalega vel stödd fjárhags- lega? „Ég skal ekki segja um hvort hún sé vel eöa hla stödd. Ætli hún sé ekki á meðalgrunni. Við höfum aukið tekjurnar töluvert mikið og teljum okkur hafa framtíðarrekstrarmögu- leika á breiðri framleiðslu." - Ertu hlynntur þeirri sjávarútvegs- pólitík sem er rekin hér á landi? „Það hggur auðvitað ekkert fyrir um að þaö kerfi sem er við lýði í dag sé það eina rétta. Menn eiga að vera opnari, skoða alla möguleika og finna út hvemig þessu verður best stýrt. Það þarf að eiga sér stað þróun í þessu eins og öllu öðru.“ - Er þá viss stöðnun ríkjandi? „Menn eru víða að horfa til fram- tíðar. Það er varla hægt að segja aö stöðnun ríki alls staðar en sennilega LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Gerjun í greininni - Á þetta eftír að breytast eða halda fyrirtæki í sjávarútvegi áfram að stefna í gjaldþrot? „Ég sé fyrir mér mikla geijun í grein- inni. Þessi staða sem nú er endar sjálfsagt með því að einhver fyrir- tæki fara á höfuðið og nýir aðhar taka við eins og verið hefur. Það hvorki breytist eða batnar. Því er erfitt að sjá hver þróunin verður í framtíðinni. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem standa vel í dag geri það eftir fimm eða tíu ár. Það eru miklar sveiflur í ‘þessari grein. Þó menn haldi vel á sínum hlut þá ráða þeir ekki við minnkandi afla. Þess vegna er mjög áríðandi að finna nýjar tekjuleiðir tímabundið meðan krepp- an varir." eru einhver dæmi um það. Ég vona sannarlega að menn vinni að því í greininni að gera hlutina bjartari. Það er ekki síst undir stjórnendum komið að þeir séu brattir og bjartsýn- ir á að það sé framtíð í greininni en ekki aht svart. Menn verða að hafa frumkvæði og svo ætlast maður th að-stjómvöld standi með í þvi sem verið er að gera. Það er mjög erfitt fyrir stjórnendur fyrirtækja að vinna undir þeim formerkjum að það sé ekkert fram undan.“ Tækifærin óteljandi - Er þá of mikh svartsýni ríkjandi að þínu mati? „Það skiptíst í tvö horn hvernig menn líta á það. Ég horfi þannig á hlutina að það séu mörg tækifæri og miklir möguleikar. Til dæmis hafa EES-samningarnir fært mörgum, sérstaklega á suðvesturhominu, ýmsa mögiheika. Menn eiga að keyra á fuhu og nýta sér þá, t.d. með því að flytja fersk flök á markaði erlend- is. Satt best að segja höfum viö hug- myndafræðilega séð svo marga möguleika að við höfum ekki getað komist yfir að vinna eða skoða þá alla. Það er mikhvægt að starfsfólk- ið, sem við höfum, sé frjótt og úr fyr- irtækjunum komi fmmkvæði. Stefn- an á að vera sú að auka verðmæti í afurðunum sem mest með vinnslu hér heima. Við emm að glíma viö mikið atvinnuleysi sem ekki er við- unandi. Við eigum að leysa það með því að flytja það yfir í aukið afurða- verðmætí. Láta fólkið vinna." - Af hverju er það ekki gert? „Ýmsar ástæður em líklegast fyrir því. Það er ekkert atvinnuleysi hjá okkur og við reynum að vinna afla okkar sem mest, vinnum hann í dýr- ustu pakkningar og seljum th Amer- íku. Málið er því mjög staðbundið eftír landshornum. Það vantar styrk- ari fyrirtæki almennt th að þau getí leyft sér að þróa upp möguleika. At- vinnulífið stendur á mjög veikum fótum og fá fyrirtæki em mjög sterk. Það takmarkar möguleika fyrirtækj- anna.“ Veiðimaður að upplagi Jóhann A. Jónsson er fæddur og uppalinn á Þórshöfn. Faðir hans var verslunarstjóri í kaupfélaginu á staðnum. Jóhann stundaði nám í Samvinnuskólanum á Bifröst en á sumrin var hann sjómaður á Þórs- höfn. Þegar hann lauk námi hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar árið 1976, fyrst á skrifstofunni. Árið 1978 urðu forstjóraskipti hjá fyrir- tækinu og Jóhann tók við, 23ja ára. Sveitarfélagið á stærstan hlut í hrað- frystíhúsinu en enginn einn einstakl- ingur á meirihluta. Jóhann er kvæntur Rósu Daníelsdóttir og eiga þau þrjú börn, 13, 9 og 5 ára. Jóhann er mikill sportveiðimaður. Hann ger- ir út eigin trhlu á grásleppu og færi. Þá segist hann vera rjúpna- og svart- fuglsveiðimaður. Á sumrin er það lax- og shungsveiði. „Að upplagi er ég mikhl veiðimaður og ég er alltaf að bíða eftir einhverjum ákveðnum árstíma með áhugamál mín.“ Jóhann hefur nokkuð skipt sér af stjómmál- um og var á lista Stefáns Valgeirs- sonar á sínum tíma. Hann segist ekki hafa áhuga á póhtískum störfum um þessar mundir. Þó er hann oddviti í sveitarstjóminni. íslendingar þurfa að víkka sjondeildarhringinn og nota úthöfin til að auka tekjur þjóðfélagsins, segir Jóhann A. Jónsson, athafnamaður og framkvæmda- stjóri á Þórshöfn, sem hefur verið brautryðjandi á mörgum sviðum sjávarútvegsins. Stöðug áhætta - En það hefur líklegast margt breyst á þessum fimmtán árum síðan þú tókst við fyrirtækinu? „Maður hefur gengið í gegnum mikla þróun og lært margt. Reynslan nýtist manni í ákvörðunum sem þarf að taka. Eitthvað er þó í undirmeð- vitundinni sem segir manni hvort maður er að gera rétt eða rangt. Oft er maöur að taka mikla áhættu. Loðnuverksmiðjan var t.d. stór ákvörðun sem margir sögðu að væri röng og við áttum í miklum útístöð- um við kerfið vegna þess máls. Við byggðum engu að síður án fyrirgre- iðslu kerfisins. Ég get fuhyrt að við væram ekki jafn sterkir í dag hefðum við ekki farið í þá framkvæmd á sín- um tíma.“ - Þú ert sem sagt í stöðugri baráttu við kreppuna? „Já, það er rétt. Ég vh frekar hanga í brúninni og fikra mig upp en detta á botninn. Við jukum tekjur okkar um hundrað og sextíu mhljónir á síð- asta ári og emm komnir í þúsund th ellefu hundmö milljónir í veltu. Á sama tíma er kannski aht önnur mynd á öðrum stöðum vegna þess að menn fá kvótaskerðinguna beint inn sem tekjuskerðingu.“ Nauðsynlegt að semja - Og þú ætlar að halda áfram að heyja stríð á móti Norðmönnum og Rússum? „Nei, við erum ekki í stríði við Norðmenn og Rússa. Viö vonum að Norðmenn verði áfram frændur okk- ar og vinir. Við verðum þó að ganga í gegnum samninga og samkomulag við þessar þjóðir um veiðar við Sval- barða og í Smugunni. Við þurfum að semja um loðnustofninn og shdina. Við skulum ekki gleyma nokkra af þessu. Þetta eru hagsmunir sem tek- ist er á um og þarf að semja um. Við skulum ætía stjórnvöldum að halda á málunum af festu og röggsemi en ekki öfugt.“ - Hefur eitthvað skort þar á? „Mér hefur fundist það. Vonandi lagast það enda er það framtíðin sem skiptir máli. Ég vona að útgerö og stjórnvöld nái saman með að keyra þessa hluti af festu og ná sem bestum samningum við aðrar þjóðir og styrkja framtíðarstöðu okkar.“ -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.