Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
Sjö manna fjölskylda án atvinnu:
Lífsgæðamatið
hefur breyst
- segja þau Elvar Berg og Elínborg Traustadóttir sem vonast eftir betri tímrnn
„Viö voram bæöi að vinna hjá Rík-
isskip og misstum vinnuna þegar
fyrirtækið var lagt niður um ára-
mótin 1991/92. Ég komst í tíma-
bundna vinnu í malbiki sl. sumar
og hélt henni meðan veður leyfði
en síðan hefur ekkert verið að fá,“
segir Elvar Berg Hjálmtýsson,
fimm barna faðir í Kópavoginum
sem er einn af þúsundum Islend-
inga sem „mæla göturnar" um
þessar mundir.
Elvar Berg og kona hans, Elín-
borg Traustadóttir, segjast hafa
gjörbreytt lífsstíl sínum til að kom-
ast af en það hefur ekki gengið
þrautalaust að fá vinnu. „Eg hef
sótt um allar stöður sem hafa verið
auglýstar en það er nær vonlaust
aö reyna. í öllum tilfellum era svo
margir sem sækja um að maður
þarf varla að skrifa umsóknina,"
segir Elvar. Hann segist aldrei hafa
látið sér detta í hug þegar hann
missti vinnuna að um langvarandi
atvinnuleysi yrði að ræða. „Ég var
búinn að vinna í tuttugu ár og
manni fannst það algjörlega óhugs-
andi að vera án vinnu. Fyrst á eftir
fór þetta mjög illa með mig. Maður
var aUtaf að bíða og vona. Spennan
var mikil og því meira óþolinmæði
og ergelsi þegar ekkert svar kom,“
segir hann.
Verstfyrir
unglinginn
Þau Elvar og Elínborg eiga fimm
börn, það elsta er sautján ára en
þaö yngsta fimm mánaða. Elsti
sonurinn flutti um áramótin til
ættingja úti á landi þar sem hann
gat fengið vinnu. Næstelsta barnið
er fimmtán ára stúlka og atvinnu-
leysið kemur kannski verst niður
á henni. „Það er mjög erfitt fyrir
unghng að geta ekki farið á
skemmtanir með skólafélögum og
vinum, auk þess sem kröfur era
miklar á þeim aldri í fatnaði. Ég
sauma fót á Utlu krakkana því þau
gera engar kröfur en það er verra
með ungUng. Við reynum þess
vegna að láta hana ganga fyrir
þannig aö hún finni ekki eins mik-
ið fyrir ástandinu. í staðinn förum
við aldrei neitt," segir Elínborg.
Þau segjast aldrei fara út aö
skemmta sér, út að borða, í bíó eða
þess háttar. „Við lifum mjög spart,
erum hætt að fara í Kringluna og
í stórmarkaði þar sem freistingar
era. Verslum frekar í Bónusi,“
segja þau.
Það sem bjargaði þeim í rauninni
var að þegar þau misstu vinnuna
vora þau skuldlaus. „Ég veit ekki
hvemig þetta væri nú ef við hefð-
um verið með einhveijar lausa-
skuldir," segir Elvar. „Við höfum
hins vegar þurft að taka bankalán
undanfarið til að komast í gegnum
lífið og þær skuldir eru famar að
segja til sín. Þegar barnabætur eru
útborgaðar getum við aðeins
minnkað skuldimar en síðan safn-
ast þær aftur," segir hann enn-
fremur. Elínborg var á fæðingaror-
lofi en er nú bótalaus og það setur
strik í reikningjnn hjá þeim. „Við
höfum 47 þúsund á mánuði til að
lifa af núna,“ segja þau. Elvar von-
ast til að fá malbikunarvinnuna
aftur í sumar. Hann lifir í voninni
og segist raunar geta hugsað sér
hvaða vinnu sem er.
Elvar Berg Hjálmtýsson og Elinborg Traustadóttir hafa verið atvinnulaus í tvö ár. Þau unnu bæði hjá Ríkisskip. Þau bíða og vonast eftir betri tið
enda hafa þau safnað skuldum. Með þeim á myndinni eru fjögur af fimm börnum þeirra, Svava Halldóra, 15 ára, Elvar Berg, 7 ára, Gréta Björk, 6
ára, og Helga Katrín, 5 mánaða. Elsti sonurinn, Jón Trausti, 17 ára, fór um áramót til ættingja úti á landi. DV-mynd GVA
Fór í meiraprófið
Til að deyja ekki úr aðgerðaleysi
og leiðindum ákvað Elvar að fara
á meiraprófsnámskeið sem hann
stundar núna. „Ég ætlaði að gera
það í fyrra og hittifyrra en hafði
ekki efni á því. Núna sá ég að varla
yrði beðið lengur meö þetta enda
getur námiö aukið atvinnumögu-
leika mína. Ég fékk lán hjá ættingj-
um og styrk frá Dagsbrún til að
fara á námskeiðið og fæ síðan að
borga restína í nokkram hlutum,"
útskýrir hann.
„Það hjálpar mér mikið að hafa
eitthvað að stefna að á hverjum
degi. Meiraprófið er mikið nám og
þess vegna hef ég nóg að hugsa um
í bih. Þegar því lýkur tekur svart-
nættið við aftur. Ég myndi stökkva
í hvaða vinnu sem væri og hvar
sem væri á landinu ef hún byöist,“
segir hann. „Þetta hefur allt redd-
ast hingað til en ef Elvar fær ekki
vinnu fljótlega bíður okkar ekkert
nema eymdin. Við getum ekki tekið
íleiri lán,“ segir Elínborg.
Áður en atvinnuleysið skall á
lifðu þau góðu lífi í svo til skuld-
lausri eign. „Við fórum í utan-
landsferöir á hverju ári og keypt-
um það sem okkur langaði í. Sem
betur fer er maður ekki þanmg
lengur. Atvinnuleysið hefur kennt
manni að dauðir hlutir skipta ekki
mestu máli í þessu lífi. Við keyrum
t.d. á gamalli Lödu og erum sátt
við það. Fyrir mestu er að eiga
heilbrigð börn,“ segir hún. „Maður
veltir því frekar fyrir sér í hvert
periingarnir fóru eiginlega áður,“
segir hann.
Tómstundir of dýrar
Elínborgu finnst þó leiðinlegt að
geta ekki leyft börnum sínum aö
stunda áhugamál eins og dansskóla
og þess háttar þar sem það sé of
dýrt. „Þetta hefur gengið ágætlega
hjá okkur en ég býst við að ef þetta
vari miklu lengur verði maður
þreyttur á tilbreytingaleysinu í líf-
inu. En við verðum að þreyja þorr-
ann og sjá til,“ segir hún.
- En hvemig líst þeim á framtíðar-
horfurnar í atvinnumálum?
„Maður vonar aö botninum sé
náð og hjólin fari að snúast á nýjan
leik sem fyrst. Dæmið gengur ekki
upp hjá fjölskyldum með böm sem
þurfa að lifa á atvinnuleysisbótum.
Auk þess eru barnabætur hlægi-
lega lágar. Það virðist alltaf vera
skorið niður hjá barnafólki meðan
embættismenn aka um á rándýrum
bílum og eru stöðugt í utanlands-
reisum," segir Elínborg.
„Ég er þó viss um að margir hafa
það miklu verra en við. Sérstaklega
fólk sem er í skuldum þegar at-
vinnuleysið knýr dyra. Við verðum
að reyna að vera bjartsýn," segir
Elvar.
„Það verður að efla atvinnulífið
í þessu landi. Stjómmálamenn
verða að opna augu sín fyrirþessu
ástandi," segja þau. „Við verðum
líka að reyna að bjarga okkur. Það
þýðir ekkert að breiða upp fyrir
haus, maður verður að halda sjálfs-
virðingunni. Svo verður maður
bara aö vona að ástandið fari að
batna. Ekki er heldur úr vegi að
rækta fjölskylduna á ári hennar.“
-ELA