Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Side 34
42 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Fyrr og nú íþróttir Valbjöm Þorláksson Valbjörn Þorláksson frjáls- íþróttamaður gerði garðinn fræg- an á sjötta og sjöunda áratugnum. Eftir aö hafa slitið barnsskónum norður á Siglufirði þar sem áhugi hans kviknaði á íþróttum fluttist hann til Keflavíkur. Þar lagði hann stund á knattspyrnu og varð t.d. íslandsmeistari með 2. flokki. Árið 1952 fékk Valbjörn svo áhuga á frjálsum íþróttum og eftir það varð ekki aftur snúið. Tveimur árum síðar var hann svo kominn tii Reykjavíkur og farinn að æfa stangarstökk af miklum eldmóði. Árið 1955 var Valbjörn búinn að ná góðum tökum á stönginni og árið 1957 bætti hann íslands- met Torfa Bryngeirssonar. Met Torfa var 4,35 metrar en Valbjörn gerði sér Mtið fyrir og stökk 4,37 metra. Valbjöm bætti þetta met jafnt og þétt og hæst stökk hann 4,50 metra árið 1961 í Laugardaln- um. Valbjörn var mjög fjölhæfur íþróttamaður og því tilvalið fyrir hann að reyna fyrir sér í tug- þraut. Árið 1962 bætti hann ís- landsmet Arnar Clausen og áriö 1965 varð hann Norðurlanda- meistari í tugþraut. Þá varð Val- - björn í 12. sæti á ólympíuleikun- um í Tokyo 1974. Tvívegis á keppnisferli sínum hlaut Valbjörn hinn eftirsótta titil að vera kosinn íþróttamaður árs- ins; fyrra skiptið áriö 1959 og í síðara skiptið árið 1965. „Á innlendum vettvangi er mér minnisstæðast þegar maður var að vinna þetta 7-10 titla á íslands- meistaramótum. Erlendis situr ofarlega í huga mér þegar ég sigr- aði í stangarstökki á Varsjárleik- unum í Póll^ndi með því að vinna Evrópumeistarann og ég endur- tók leikinn í Dresden ári síðar. Annars er af nógu að taka og sigr- amir margir sætir. Ég hef reynt aö halda mér við eftir að ferhnum lauk og þá aðallega með stuttu sprettunum og þá keppi ég í flest- um greinum á öldungamótum. Maður fylgist svona meö því hvað er að gerast á frjálsíþróttavellin- um enda hæg heimatökin þar sem ég vinn á Laugardalsvellin- um.“ GH Magnús Scheving, íslands- og Norðurlandameistari í þolfimi, í viðtali: - segir Magnús sem hefur sett stefnuna á sjálfan heimsmeistaratitilinn íslands- og Norðurlandameistarinn i þolfimi, Magnús Scheving, stefnir hátt á þessu nýbyrjaða ári. í næsta mánuði tekur hann þátt í Evrópu- meistaramótinu sem fram fer í Ung- verjalandi og í arpílmánuði keppir hann á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Japan. Magnús varð í þriöja sæti á síðasta HM-móti og í ár hefur hann tekið stefnuna á Evr- ópumeistaratitihnn og síðan heims- meistaratitihnn. „Ég er hæstur í Evrópu í dag þann- ig að maður ætti að hafa alla mögu- leika á að verða í einu af þremur efstu sætunum. Ég ætla að leggja allt undir í ár enda þekki ég ekki neinn þann keppnismann sem stefnir ekki á fyrsta sætið í keppni. Ég er með rútínu sem ég hef ekki farið með á mót áður og ég veit ekki hvemig hún fehur í kramið en ég fæ dómarana til að segja mér hvað er að og þá hef ég einn og hálfan mánuð til að laga það sem betur má fara fyrir HM. Annars skiptir dagsformið öllu í svona mótum og ein mistök geta kostað mann verðlaunasæti," sagði Magnús í viðtali við DV. Þeir eru fjölmargir sem æfa þolflmi á hveij.um degi hér á landi og spurn- ing vaknar hvort það sé ekki kominn tími til að stofna sérsamband og ganga í ÍSÍ? Viljum komast í ÍSÍ „Við erum að vinna að því að kom- ast í ÍSÍ. Við viljum hætta að hta á þetta sem bara skemmtun heldur viljum við að þessi grein verði tekin sem alvöruíþrótt eins og erlendis. Þá stendur til að þolfimi verði jafnvel sýningargrein á næstu ólympíuleik- um. Þá erum við að vinna að því að halda Norðurlandamót hér heima á næsta ári.“ Treður upp á skemmtunum Magnús hefur í nógu að snúast. Hann flakkar á milli líkamræktarstöðva til að kenna og sýna og þá er hann far- inn að skemmta landanum meðal annars á árshátíðum og þorrablót- um. „Þetta er mín fjáröflunarleið til að eiga fyrir svona mótum sem ég keppi á. Ég hef verið að troða upp á skemmtunum og þá brugðið mér í alls konar gervi og sagt brandara. Ég ht þó ekki á mig sem skemmti- kraft í orðsins fyllstu merkingu en, ég hef gaman af þessu. Ég hef verið að skemmta frá því ég var htih. Það þarf að auka áróður fyrir íþróttum „Þá vinn ég mikið með unglingum. Ég er með fyrirlestra í kirkjum og félagsmiðstöðvum unglinga. Þetta er ekki í fyrirlestraformi heldur ræði ég við krakkana almennt eins og maöur hugsaði sjálfur þegar maður var yngri. Maður hafði áhyggur þeg- ar bóla kom á nefið, að rassinn á stelpunum væri of síður og ýmislegt í þeim dúr. Þá hef ég rætt við krakk- ana um einelti og þar hef ég opnað umræðuna um það að hvernig mað- ur lítur út skuh skipta svona miklu máh. í öllum íþróttum þar sem þú færð einhvern vöxt myndast einhver ímynd og ég er að drepa þá ímynd. Ef einhver er of þybbinn er það bara aht í lagi. Við verðum að minnka þessa pressu á bömunum því útht er bara útlit. Þá ræði ég við krakkana um áfengi og reykingar. Ég er sjálfur bindindis- maður og hef aldrei bragðað áfengi eða reykt. Það þarf að auka áróður fyrir íþróttum og mér þykja það slæmar fréttir þegar maður heyrir að það sé alltaf verið að skera niður íþróttakennslu í skólunum." Næ ekkert að fitna Magnús er 29 ára gamall og að eigin sögn á hann eitt ár eftir á toppnum. „Maður er orðinn svolítið þreyttur á þessu, maður. Ég næ ekkert að fitna (er 68 kg). Ég borða samt mjög mikið og þá mest af ýmiss konar pastarétt- um. Ég borðaöi mikið af kjöti hér áður fyrr en fyrir ári breytti ég mat- arvenjum og fór að borða meira pasta. Ég hreyfi mig náttúrlega ótrú- lega mikið og það er skýringin á að ég næ ekki að fitna.“ Eitt móterlendis kostar300 þúsund Unnusta Magnúsar er Ragnheiður Melsted og segir Magnús hana vera sinn umboðsmann. „Ég gæti ekki verið í þessu sporti án hennar. Hún styður mig rosalega vel. Þá hefur faðir minn hjálpað mér íjárhagslega hvað varðar mótin, svo og Skúh í Tékk-Kristal. Þegar ég keppi á mót- um erlendis fer ég einn og fiármagna aht sjálfur og að taka þátt í einu móti erlendis getur kostað í kringum 300 þúsund krónur fyrir utan vinn- utap. Magnús er lærður trésmiður en segist ekki vinna mikið við að smíða nema fyrir vini og kunningja. Hans vinna fer að mestu leyti fram í lík- amsræktarstöðvum og það fer mikill tími í það, bæði að leiðbeina og þjálfa sjálfan sig. „Ertu svona lítill?" Á dögunum var Magnús kosinn kyn- þokkafyllsti karlmaður landsins af hlustendum rásar 2. Hvað segir hann um þann tith? „Maður veit ekki hvernig á að taka svona dæmi. Það ei nú létt grín í þessu en það var ansi gott að fá yngri mann en 30 ára inn á hstann eftir að menn eins og Helgi Pétursson og Stefán Jón Hafstein fengu kosningu. Annars er ég bara ánægður með þennan tith og vonandi að maður standi undir honum. Það er yfirleitt það fyrsta sem konur segja þegar þær sjá mann: „Ertu svona lítill (er 1,73 m), ertu ekki stærri en þetta“. -GH Magnús Scheving fagnar íslandsmeistaratitlinum í þolfimi sem hann vann á dögunum. Framundan er Evrópu- og heimsmeistaramót og þar hyggur Magnús á stóra hluti og segist ætla að leggja allt undir til að krækja í báða þessa titla. DV-mynd JAK Legg allt undir í ár PLÚS Plúsinn fær KSÍ sem hefur tryggt fiárhagslegan grund- vöh sinn í 4 ár með öflugum sjónvarpssamningi. Þá er það ljóst að úrslitakeppni EM 18 ára liða fer fram á Islandi Í997 sem er viðurkenning á góöu starfi hjá KSÍ og árangri yngri landsliðanna. MÍNUS Borgaryfirvöld fá mínus fyrir „breytingarnar" sem á að gera á Laugardalshöhinni fyrir HM. Breytingarnar fel- ast eingöngu í að fiarlægja stólana þannig að hægt verði að troða 2200 manns í stæði. Þarna er verið að hverfa þijá áratugi aftur í tímann. íþróttainaður vikurinar Jón Arnar Magnússon bætti ís- landsmetið i sjöþraut á dögunum. Jón A. Magnússon -bætti eigið íslandsmet í sjöþraut á Meistaramóti íslands íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er fijálsíþróttamaðurinn Jón Amar Magnússon. Jón setti glæsi- legt íslandsmet í sjöþraut á Meist- aramóti íslands sem fram fór á dögunum. Jón fékk 5467 stig en gamla metið átti hann sjálfur, 5142 stig, sem hann setti árið 1992. Jón Amar er svo th nýstiginn upp úr meiðslum en hann fótbrotn- aði fyrir 10 mánuðum þegar hann var á skautum. Hann er í dag fremsti tugþrautarmaður landsins og fróðir menn telja að hann hafi alla buröi th að slá 11 ára gamalt islandsmet Þráins Hafsteinssonar landshðsþjálfara en það er 7592 stig. Jón Árnar á best 7570 stig en þeim stigafiölda náði hann árið 1992. Jón Arnar er 24 ára gamall íþróttakennari en stundar nú vinnu við Loðskinn á Sauðárkróki „Miðað við æfingaálag kom þessi árangur minn á meistaramótinu mér frekar á óvart. Þetta htur vel út fyrir næstu mót sem em fram- undan en það er íslandsmeistara- mótið og svo mót í Berlín þar sem ahir helstu tugþrautarmenn heims mæta. Annars búum við frjáls- íþróttafólk á íslandi við aðstöðu- leysi sem sést best á því að th að geta klárað meistaramótið þurftum við að keyra alla leið til Laugar- vatns og keppa þar í stangarstökki og 1000 metra hlaupi," sagði Jón í samtah við DV. - Á ekki að ná tugþrautarmetinu af Þráni landsliðsþjálfara í sumar? „Maður verður nú að spara stóru orðin því það fór iha síðast. Jú, auðvitað er stefnt að því að bæta þetta met enda kominn tími th. Ég get bætt mig í öhum greinum þann- ig að miðað við minn árangur á það ekki að vera neitt mál. Ég var ekki nema 22 stigum frá metinu fyrir tveimur árum svo þetta hlýtur að koma núna.“ Vonandi slepp ég heill út úr landsmóti Jón Arnar stefnir að því að keppa á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Helsinki í sumar og svo verður Landsmót UMFÍ haldiö á Laugar- vatni og þar ætlar hann sér stóra hluti. „Ég ætla að vona að ég sleppi hehl í gegnum heilt landsmót en það hef ég aldrei gert. “ -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.