Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Qupperneq 35
HARGRÆÐSLA REGENCY CROWN Hair Loss Advisory Clinic er ensk hárgræðslustofa í fremstu röð sem býður íslendingum •uppá það allra besta: Tækni sem flytur hársrætur þangað sem þeirra er þörf! Minna mál en þú heldur. „Sælir. Grímur lieiti ég. Stimir kærn sig kollóltn um luírlos. Þeir nm pnd. Mérfinnst pað ömurlegt. Ret/ndi alls konnr vökvn og vítamín. Hafði ekkert nð segja. Ég er ekki hégómlegri en gengur og gerist. Þettn bnrn slær mig úl af lngiiut. Spttrning um sjrílfsön/ggi. Þnð er allt og suiitl." ÞU FÆRÐ: © Hárið þitt aftur © Ábyrgðarskírteini (ævilöng ábyrgð) O Ókeypis ráðgjöf Síðnr: „jxja. Hvernig lisl ykkurrí? }újú, petta er mitt eigið hrír. Vex xvUangt. Kaiiuski pú ættir nð prófn?" LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994 Skálatúnsheimilið 40 ára í tilefni af 40 ára afmæli Skálatúnsheimilisins veröur opið hús í Skálatúni laugardaginn 29. janúar nk. frá kl. 14 til 17. Allar deildir veröa opnar ásamt vinnustofum. Þar verður sölusýning á framleiðslu heimilis- manna. Allir velunnarar og eldri starfsmenn eru hjartan- lega velkomnir. Kaffiveitingar. HÆFA KONU TIL FORYSTU - VELJUM Guðrúnu Zoéga .borgarfulltrúa í 3. sæti í prófkjöri 3Q. og 31. janúar nk. Skrifstofa stuðningsmanna.er í Síðúmúla 8, 2.,hæð. •• r Qpið kl.'l4-22 \{irka?áaga‘ og 13-T8 uhi helgar. Símar 684490 og 684491. Stuðningsmenn Fyrir karlmenn er undanskurður og sýknudómur eins og uppvakningur úr svörtustu martröðum og flækjum sálarinnar þar sem skelfilegasti ótti verður skyndilega raunverulegur, segir Óttar Guðmundsson m.a. i grein sinni. Á myndinni er John Wayne Bobbit, sem varð fyrir búrhníf konu sinnar. Gamall geld- ingarótti verð- ur sem nýr í margslungnum fræðum Sig- mundar Freuds gegnir svokallaður geldingarótti (Kastrations- komplex) mikilvægu hlutverki. Sigmundur kallinn er af mörgum talinn faðir geðlæknisfræðinnar þó aö kenningar hans hafi verið dregnar í efa af mörgum öfundar- mönnum. Geldingaróttann uppgöt- vaði Freud við rannsóknir sínar á börnum og æskuminningum ýmissa sjúklinga sinna. Hann taldi að ótti ungra drengja tengdist foð- urnum og ýmsum hömlum sem settar væru á kynferðislegar upp- götvanir barnsins. Samkvæmt kenningum Freuds hræðist dreng- urinn að skorinn verði undan hon- um limurinn í refsingarskyni fyrir kynferðislegar hugsanir og losta sem beinist að móðurinni. Þessi ótti setur mark sitt á tilfmningu drengsins gagnvart sjálfum sér enda skiptir limurinn miklu fyrir sjálfsmynd og sjálfsvirðingu karl- manna á ölium aldri. Freud taldi að geldingaróttinn lægi að baki hræðslu margra karla við aðgerðir, lækna, slys og áföll. Innst inni væru allir karlmenn hræddir um lim sinn og teldu honum ógnað þegar á móti blési. Þessi ótti er þó oftast ástæðulaus þar sem limur- inn er sjaldnast í verulegri hættu. Djúpt inni í hugarfylgsnum allra karla á þó þessi kvíði ætt sín og óðöl eins og sést vel í knattspyrnu- leikjum þegar menn raða sér upp og mynda varnarvegg og halda dauðahaldi um hreðjar sér þeim til vamar. Ástir ósam- lyndra hjóna Gamall geldingarótti varð sem nýr í huga Nökkva læknis þegar hann frétti af niðurstöðum amer- ísks dómstóls í máh Lorenu Bob- bit. Lorena þessi hafði skorið lim- inn af manni sínum, John Wayne (!) Bobbit, nótt eina á síðasta ári en var fundin sýkn saka. Þau hjónin vora ósammála um tildrög verkn- aðarins. Lorena sagðist hafa gripið til hnífsins í kjölfar nauðgunar sem John Wayne sagði að aldrei hefði átti sér stað. Verjendur Lorenu Á læJmavaktinni Óttar Guðmundsson læknir töldu hana þjást af brjálæðisköst- um sem rekja mætti til áralangra misþyrminga. Nágrannar höfðu stundum heyrt til hjónanna í tryllt- um, átakamiklum og hávaðasöm- um ástaleikjum en engin vitni gátu skorið úr um sannleiksgildi fram- burðar Bobbit-hjónanna. Mörg amerísk kvennasamtök fögnuðu sýknudómnum ákaflega sem þau sögðu undirstrika rétt konunnar til að segja nei með þessum áhrifa- mikla hætti. En fyrir karlmenn er undanskurður og sýknudómur eins og uppvakningur úr svörtustu martröðum og flækjum sálarinnar þar sem skelfilegasti ótti verður skyndilega raunverulegur. Frjálstveiðileyfi Nökkvi læknir óttaðist að nú hefði endanlega verið gefið út veiði- leyfi á getnaðarlim karlmannsins. Konur gætu sér aö skaðlausu skor- ið undan mönnum sínum, unn- ustum og ástmönnum og borið því við að maðurinn hefði verið að- gangsharður og ofbeldisfullur í ból- inu. Nökkva var hugsað til ótal við- tala við hjón í erfiðleikum þar sem margvísleg vandamál höfðu verið viðruð. Oftar en ekki var einhver ágreiningur uppi varðandi kynlíf- ið. Karlinn taldi sig hálfsveltan í þeim efnum en konan sagðist hafa takmarkaðan áhuga á mökum við mann sinn. Stundumkvörtuðu konur undan ákefð og tillitsleysi manna sinna og fundu þeim allt til foráttu. í kjölfar dóms í máli Bob- bit-hjónanna hefðu nú opnast nýjar víddir í slíkum ágreiningsmálum. Konur gætu þá dregið fram eggjárn og skorið liminn af mönnum sínum og bundið þannig enda á alla vand- ræðalega tilburði þeirra í húmi nætur. Þetta nýja vald kvenna hlýt- ur að skapa hjá mönnum nýjan geldingarótta sem á eftir að standa mönnum fyrir svefni og hugarró. Nútímaleg skírlífisbelti Á miðöldum tíðkuðust svokölluð skírlífisbelti fyrir konur. Riddarar og greifar létu hagleiksmenn gera belti eða hlíf til að skýla kynfærum eiginkonunnar svo að engir óboðn- ir gestir álpuðust þangað meðan eiginmaðurinn væri að berja á Márum og öðrum villutrúarmönn- um. Hræddir eiginmenn yfirkomn- ir af geldingarótta eiga í raun enga aðra leið sér til andlegrar vellíðun- ar en að láta smíða skírlífishlíf utan um lim sinn. Menn geta þá klætt hminn í hlífina að kvöldi svo að þeir vakni ei limlausir að morgni. En Nökkvi læknir horfir fram á betri tíma og bættar tekjur með nýjum faraldri geldingarótta. Upplýsingar í síma 628748 \t 77 Allsherjar- \ / atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Fé- lags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrif- stofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 21 til viðbótar í trúnaðar- mannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 fimmtudaginn 10. febrúar 1994. Stjórn Félags járniðnaðarmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.