Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Síða 51
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 59 Afmæ] Magnea 1>. Guðmundsdóttir, Smárahlíö 8b, Akureyri. Svanfríður Þorkelsdóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavik. Jón Kristjánsson, Fjarðarbraut9, Stöðvaríirði. Haraldur Jónsson, Sæviðarsundi 32, Reykjavík. GuðrúnÞórey Jónsdóttir, Njálsgötu 84, Rej'kjavik. Margrét K. Biörnsdóttir, Teigagerði 16, Reykjavík. Sævar Geir S vavarsson, Melási8,Garðabæ. Jóhaones Lárus Gíslason, Ánaiandi 6, Reykjavík. Katrin Guðbrandsdóttir. Langagerði 86, Reykjavík. Þórdís Andrésdóttir, Þverárseli 6, Reykjavik. Helga Ósk Ólafsdóttir, Unufelli 33, Reykjavík. Húneraðheiman. Kristbjörg Jóhannsdóttir, Kríuhólum 4, Reykjavík. Sigurfmnur Þorsteinsson, Aústurbrún 21, Reykjavík. : Hannes Gísli Ingólfsson, _ , " Logafold86,Reykjavík. 60 3T8 StefánÖrnHauksson, ------------------------------- Kjarrmóum 39, Garðabæ. Sigrún Halldórsdóttir, Nikulás Snon-ason, Skólavegi 55, Fáskrúðsfirði. Velli2,Hvolhreppi. Magnús Nikulásson, MagnúsKristjánBjörnsson, Mávahrauni 27, Hafnarflrði. DaJbrautll.Bíldudalshreppi. Rósi JasonÁrnason, Gunnlaugur Jón Hreinsson, Hverfisgötu 28, Reykjavík. Mánagerði2,Grindavík. Sigrún O. Björnsdóttir, Bragagötu 23, Reykjavík. Jóna Bjarkan Jóna Bjarkan ritari, búsett í Sví- þjóð, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Jóna er fædd í Rey kj avík og ólst þarupp. Jóna starfaði sem ritari í Stjórnar- ráðinu og var síðar ritari hj á bæj ar- stjóranum í Garðabæ. Hún hefur starfað sem ritari í Svíþjóð frá 1990. Jóna var í stjórn Norræna félags- ins 1986-90 og hefur setið í stjóm Evrópusamtaka ritara. Jóna hefur verið búsett í Svíþjóð frá 1990. Fjölskylda Jóna giftist 5.12.1964 Páli Eiríks- syni, f. 18.8.1941, geðlækni. Foreldr- ar hans: Eiríkur Pálsson, lögfræð- ingur og fyrrverandi forstjóri Sól- vangs í Hafnarfirði, og Björg Guðna- dóttir. Börn Jónu og Páls: Björg Pálsdótt- ir, f. 22.6.1965, markaðsráðgjafi hjá Ferðamálaráði Noregs í New York í Bandaríkjunum og nemi í blaða- mennsku; Eiríkur Pálsson, f. 20.5. 1968, við doktorsnám í hagnýtri stærðfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum; Ragnar Pálsson, f. 27.8.1970, líffræðinemi við Háskóla íslands. Systkini Jónu: Axel Ó. Lárusson, 15.7.1934, kaupmaður í Vestmanna- eyjum, maki Sigurbjörg Axelsdóttir, þau eiga fjögur böm; Inger Ragnars- dóttir, f. 23.5.1937, ritari í Reykja- vík, gift Jóhanni Bjömssyni for- stjóra, þau eiga þrjú börn; Anna Bjarkan, f. 7.5.1940, verslunarmað- ur í Reykjavík, maki Bjarni Kon- LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! ur1” ráðsson byggingatæknifræðingur, þau eiga tvö börn; Kristín Bjarkan, f. 20.5.1942, snyrtisérfræðingur í Reykjavík, maki Gunnar Ingimund- arson verkfræðingur, þau eiga tvö börn; Þórunn Ragnarsdóttir, f. 14.2. 1956, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík, maki Hrafn Sturluson síma- maður. Foreldrar Jónu: Ragnar Bjarkan, f. 10.3.1910, d. 23.1.1964, lögfræðing- ur, og Sigrún Óskarsdóttir, látin. Ætt Ragnar var sonur Böðvars Bjark- an, lögmanns á Akureyri, en hann var ættaður frá Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu. Sigrún var dóttir Óskars Lárus- sonar, Lámsar G. Lúðyígssonar, skókaupmanns. Jóna og Páll taka á móti gestum á afmælisdaginn í Garðaholti frá kl. 18-21. Skák Keflavík: - Sævar langefstur á Skákþingi Reykjavíkur er tvær umferðir eru ótefldar í lok maí 1980 - fyrir næstum 14 árum - stóð tímaritið Skák fyrir helg- arskákmóti í Keflavík í samvinnu við heimamenn. Þessi nýbreytni í skák- flómnni mæltist vel fyrir en trúlega hafa þó fáir rennt í grun um að þetta „fyrsta mót í röðinni“ yrði í raun byrjunin á svo langri röð. Um síðustu helgi var aftur haldið helgarmót í Keflavík en frá því síðast hafa skák- menn komið víða við. Mótið í Kefla- vík var númer 43 í röðinni sem tíma- ritið Skák með Jóhann Þóri Jónsson í fylkingarbrjósti stendur að - nú með fulltingi Taflfélags og bæjar- stjórnar Keflavíkur. Þrátt fyrir aftakaveður mættu þrj á- tíu skákmenn til leiks, þar á meðal fjórir stórmeistarar og þrír alþjóðleg- ir meistarar. Leikar fóm svo að þeir nafnar Helgi Ólafsson stórmeistari og Helgi Áss Grétarsson urðu í efstu sætum. Oft hefur verið tahn þörf á því að uppnefna mótin „Helga-skák- mót“ en aldrei þó eins og nú þegar Helgamir eru orðnir tveir. Helgi Ólafsson er annars ókrýndur konungur helgarmótanna og hefur oftar en nokkur annar orðið hlut- skarpastur. Hann sigraði af öryggi í - Keflavík, hlaut 9 v. af 11 mögulegum. Helgi Áss fékk 8 v. og kom á óvart með 2. sæti í svo þéttu móti en hann er vissulega mikið skákmannsefni. Þriðja og fjórða sæti deildu síðan Jón L. Ámason og Margeir Pétursson. Unghngaverðlaun fengu Snorri Snorrason, Patrick Svansson, Einar Jón Gunnarsson og Unnar Þór Guð- mundsson; Sturla Pétursson vann öldungaverðlaun, Ólafur Ingason varð efstur heimamanna og Jón Árni Jónsson náði bestum árangri dreif- býlismanna. Mótinu lauk með kvöldverði í boði bæjarstjórnar Keflavíkur þar sem Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjar'- stjórnar, afhenti verðlaun. „Takmarkið er að tefla alls staðar á byggðu bóh á landinu sé þess nokk- ur kostur,“ sagði Jóhann Þórir við tíðindamann DV en timi helgarmót- anna er langt frá því liðinn. Þegar hefur mót á Suðureyri við Súganda- fjörð verið ákveðið 6.-8. maí og fleiri mót eru í deiglunni. T.a.m. er mikill áhugi á móti í Skáleyjum í ágúst. En aftur að 43. mótinu í Keflavík. Sigurvegarinn tefldi margar skemmtilegar skákir. Skákinni við Sævar, sem við sjáum hér, lyktaði ævintýralega. Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Helgi Ólafsson Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rffi 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 dxc4 8. Bxc4 c5 9. Rf3 Dc7 10. Ba2 Rc6 11. 0-0 e5 12. dxe5 Rxe5 13. Rxe5 Dxe5 14. De2 Be6 Svartur hefur jafnað taflið þægi- lega. Vitaskuld gín hann ekki við peðinu: 14. -Dxc3? 15. Bb2 gefur hvít- um gott tafl. 15. Bxe6 Dxe6 16. c4 Betra er 16. f3 ásamt e3-e4 og Be3 með u.þ.b. jöfnum möguleikum. 16. - Rd7 17. Bb2 Rb6 18. Hfcl Ra4 19. Dc2 Dc6 20. Hdl Had8 21. f3 a6 22. e4 b5 23. Hd5 Eftir ónákvæmni í 16. leik hefur hvítur ratað í erfiðleika en hér er 23. cxb5 axb5 24. Bd4 c4 25. Be3 - uppá- stunga Helga - líklega betra. 23. - bxc4 24. Hadl Hxd5 25. exd5 Db5 26. Bc3 Db3 27. Dxb3 cxb3 28. Ba5! Besta tilraunin. Ef nú 28. - b2 29. d6 Hb8 30. d7 bl=D 31. d8 = D + Hxd8 32. Hxbl hefur hvítur allgóða jafn- teflismöguleika. Helgi þurfti að hugsa sig lengi um næsta leik, sem er afar „djúpur". 28. - c4! 29. d6 c3 30. d7 c2 31. d8=D 8 W A W iii 6 4 4 % 3 £ 4 £ 2 4 £ £ A B C D E F G H 31. - Rb2!! Hugmyndin var á hinn bóginn ekki 31. - b2? 32. Bb4! og hvítur vinnur. Nú kemur í ljós að eftir t.d. 32. DxfB+ KxfB 33. Hel+ Kd7 ræður hvítur ekki við 34. - Rd3 og síðan b3-b2. 32. Hd4 Eftir á að hyggja er 32. Hd5 ná- kvæmara. Þá gæti teflst 32. - cl = D+ 33. Kf2 Dc5+! 34. Hxc5 Hxd8 35. Bxd8 Rd3+ 36. Ke3 Rxc5 37. Kd2 Ra4! með sigurstranglegri stöðu. 32. - cl=D+ 33. Kf2 Rc4(?) Svo virðist sem þessi leikur kasti sigrinum ekki á glæ en 33. - Dc5! sem vinnur strax er mun sterkara. 34. Bb4 De3+ 35. Kg3? Margt hefði getað gerst í tímahrak- inu eftir 35. Kfl He8 36. Be7! sem svartur má ekki taka. Helgi hefði þurft að finna magnaða leið til sig- urs: 36. - Dcl+ 37. Ke2 Dc2+ 38. Kel h6!! 39. Dxe8 Kh7 og þótt ótrúlegt sé er hvítur varnarlaus (einnig með kóng á gl). T.d. 40. Hdl b2 41. Db8 Re3 og vinnur. 35. - De5+ 36. Kh3 He8 37. Hdl Ef 37. Be7 er 37. - Db5 t.d. gott. 37. - h6 38. Dd3 De6+ 39. g4 De3 Og þótt 39. - Rb2 sé jafnvel enn betra fannst Sævari þessi nógu góður og gafst upp. Úrslit í Lands- banka-VISA-mótinu i Úrsht í íslandsmótinu í atskák fara fram nú um helgina og verður úr- shtaeinvígið sýnt í beinni útsendingu í Sjónvarpinu á morgun, sunnudag, og hefst kl. 12.50. Kynnir yerður Hemmi Gunn og Egill Eðvarðsson, stýrir útsendingu. í úrslitakeppninni eiga 16 skák- menn sæti. Fyrsta umferð var tefld í gærkvöldi og þá áttust við Helgi Ólafsson og Magnús Öm Úlfarsson;, Hannes Hlífar Stefánsson og Ólafur “ B. Þórsson; Margeir Pétursson og Guðmundur HaUdórsson; Jón L. Árnason og Halldór G. Einarsson; Þröstur Þórhallsson og Dan Hans- son; Helgi Áss Grétarsson og Ágúst Sindri Karlsson; Guðmundur Gísla- son og Áskell Örn Kárason og Davíð Ólafsson og Andri Áss Grétarsson. Keppninni yerður fram haldið í dag kl. 13 í Eaxafeni 12. Sævar langefstur Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, er langefstur á Skákþingi Reykjavíkur er tveimur umferðum er ólokið. Sævar hefur hlotið 8 v. af 9 mögulegum en næstir koma Róbert Harðarson, Áskell Örn Kárason, Magnús Teitsson, Ólafur B. Þórsson, Matthias Kjeld og Magnús Örn Úlf- arsson með 6,5 v. Tíunda umferð mótsins verður tefld á morgun, sunnudag, og ellefta og síðasta umferð á miðvikudags- kvöld. í unglingaflokki deildu Einar Hjalti Jensson, Jón Viktor Gunnarsson og Davíð Kjartansson sigrinum og verða að heyja aukakeppni um sigur- inn. Þeir fengu 5,5 v. af 7 mögulegum, Bergsteinn Einarsson fékk 5 v. og Bragi og Björn Þorfinnssynir og Dav- íö Ingimarsson fengu 4,5 v. ína Björg Ámadóttir og Svava Sig- bertsdóttir vom efstar í kvenna- flokki er einni frestaðri skák var ólokið en með sigri í henni gat Anna Björg Þorgrímsdóttir komist upp að hlið þeirra. Umsjón Jón L Árnason Helgi Ólafsson stórmeistari, sem hefur sigrað oftar en nokkur annar á helgarmótunum, var enn við sama heygarðshornið í Keflavík um liðna helgi. Helgar efstir á helgarmóti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.